Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 31

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 31 Umbótasinnar í Rússlandi: Sakaðir um að beita aðferðum nasista Moskvu. Reuter. JIJRI Bjelov, ritari Kommúnista- flokksins í Leníngrad, hefur vald- ið miklum úlfaþyt vegna ásakana um að fijálslyndir umbótasinnar beiti aðferðum nasista sér til framdráttar í baráttu um völd í Rússlandi, stærsta lýðveldi Sov- étríkjanna. ■ DHAKA. Bráðabirgðastjórn tók við völdum í Bangladesh á fimmtudag eftir að Shahabuddin Ahmed tók við embætti forseta til bráðabirgða af Hossain Mo- hammad Ershad, sem sagði af sér á þriðjudag. Ahmed sagði að aðal- viðfangsefni sitt yrði að koma á reglu í landinu og skipuleggja fijálsar kosningar, sem haldnar verða eftir þrjá mánuði. Andstæð- ingar Ershads segja að ríkisstjórn hans hafi verið ólögleg, spillt og einráð og hafa nú krafist þess að Ershad verði leiddur fyrir rétt og látinn svara til saka fyrir vald- níðslu. Talsmenn hersins sögðu í gær að þeir hefðu knúið Ershad til að segja af sér til að komast hjá pólitískri upplausn í landinu. Bjelov sagði að Lýðræðislegt Rússland, sem er bandalag ýmissa hreyfinga og hefur talsverð áhrif í borgarráðum og á rússneska þing- inu, væri að koma landinu í skelfileg- ar ógöngur. „A yfirborðinu er allt slétt og felít. Engu ofbeldi er beitt og í öllu er farið að lögum, en það er for- dæmi fyrir slíku í stjórnmálasög- unni,“ sagði Bjelov í grein sem birt var í gær í dagblaðinu Sovietskaya Rossiya. „Adolf Hitler komst til valda í þingkosningum árið 1933 — eftir lýðræðislegum leiðum og lög- lega — við verðum nú vitni að sam- bærilegu lýðskrumi og notkun slag- orða eins og „fullvalda Rússland" og „endurfæðing þjóðar“,“ bætti hann við. Lýðræðislegt Rússland var stofn- að í þeim tilgangi að heyja sameigin- lega kosningabaráttu hreyfinganna sem mynda það fyrir kosningar í mars sl. Bandalagið átti stóran þátt í að tryggja kosningasigur Boris Jeltsíns í embætti forseta lýðveldis- ins. >* Isklumpur úr háloftunum Bjarne Hansen, í borginni Ringe í Danmörku, virðir fyrir sér gat á þaki bílasölu hans. Jyliandsposten skýrir frá því að fyrir nokkrum dög- um hafi ísklumpur úr háloftunum fallið á þakið með þessum afleiðing- um og er gert ráð fyrir að hann hafi komið úr salerni flugvélar. Fyrir ótrúlega mildi varð enginn fyrir sendingunni. Starfsmenn Hansens fundu ísmola á gangstétt við húsið og einnig tók að leka vatn niður úr þak- inu. Þar fundust leifarnar af klumpinum og vógu þær tvö kíló. Starfsfólk Radfóstofunnar og Norsk Data á íslandi kynnir starfsemi fyrirtækjanna ídag 8. desember á Dvergshöfða 27 Sýning i dag SÝNT VERÐUR M.A.: AM Ijósritunarvélar ANDOVER hússtjórnarkerfi ARITECH og H0RMANN öryggiskerfi BOUYER hljóðkerfi TEKNICARD aðgangskortakerfi ERICSSON farsímar HITACHIDENSHI og UWE BISCHKE myndbandseftirlitskerfi RINO MASTER sjúkrakallkerfi EINNIG OKKAR ÞEKKTI RÁÐSTEFNUBÚNAÐUR VERIÐ VELKOMIN A SYNINGUNA Dvergshöfða 27 Sími 673737 NorskData Á ÍSLANDI ■ SÓFÍU. ZHELYU Zhelev, forseti Búlgaríu, útnefndi í gær Dímíter Popov, 63 ára lögfræð- ing, forsætisráðherra í bráða- birgðastjórn sem sitja mun við völd í landinu þar til kosningar hafa farið fram snemma á næsta ári. Popov er forseti borgardóm- stólsins í Sófíu og mun ekki tengj- ast neinum stjórnmálaflokki. Hann var varaformaður nefndar sem undirbjó fyrstu fijálsu kosningar í landinu í áratugi er fram fóru sl. sumar. Popov hefur verið gefinn -viku frestur til þess að mynda nýja stjórn og sagðist hann í gær einbeita sér að því að finna fram- bærilega og óháða sérfræðinga. Verkefni stjórnarinnar yrði að stöðva hnignun og misnotkun valds. Búlgarska þingið samþykkti útnefningu Popovs í gær. Hann tekur við af Andrej Lúkanov sem sagði af sér í síðustu viku vegna vaxandi verkfalla og versnandi efnahagsástands. í BLÓMINU FÆRÐU JÓLA- SKRAUT í ANDA ÖMMU OG AFA Nú eins og í fyrra getur þú fengið jólavörur eins og amma og afi keyptu þegar þau voru ung. Hjá okkur getur þú valið úr miklu úrvali af fallegu og vönduðu jólaskrauti, jólagjafakortum og jólagj afapakkningum. Dúkkulísur frá 1920. kynntu þér úrvalið., Amma og afi koma örugglega. Skreytingar við ðU tækifæri. VISA, EURO, SAMKORT OG DINERS. BLÓMIÐ HAFN ARSTRÆTI15 SÍMI 21330

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.