Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 34
34
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
GENGISSKRÁNING
Nr. 235 7. desember 1990
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 54,61000 54,77000 54,32000
Sterlp. 106,19700 106,50800 107,61100
Kan. dollari 46,97000 47,10800 46,61300
Dönsk kr. 9,55560 9,58360 9,58020
Norsk kr. 9,37670 9,40420 9,40690
Sænsk kr. 9,77620 . 9,80490 9,80330
Fi. mark 15,26060 15,30530 15,32950
Fr. franki 10,84280 10,87460 10,87980
Belg. franki 1,77560 1,78080 1,77780
Sv. franki 43,17000 43.29640 43,08380
Holl. gyllini 32,59810 32,69360 32,55520
Þýskt mark 36,77440 36,88220 36,71510
ít. líra 0,04881 0,04895 0,04893
Austurr. sch. 5,22810 .5,24340 5,22030
Port. escudo 0,41615 0,41770 0,41810
Sp. peseti 0.57550 0,57720 0,57850
Jap. yen 0,41413 0.41595 0,42141
írsktpund 98,07100 98,35900 98,02900
SDR (Sérst.) 78,45870 78,68860 78,68420
ECU, evr.m. 75,60480 75,82630 75,77910
Tollgengi fyrir desember er sölugengi 28. nóvember.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
■ BROTIST var inn á þrjá staði
á Akureyri aðfaranótt fimmtu-
dags, litlu var stolið, en töluverðar
skemmdir unnar. Brotist var inn í
húsnæði Félagsmálastofnunar
Akureyrarbæjar við Hafnarstræti
104 og stolið þaðan tæplega 15
þúsund krónum í peningum og
tékkhefti. Þá voru nokkrar
skemmdir unnar. Einnig var brotist
inn í ungbarnaeftirlitið og tjón
unnið á eignum, en engu stolið. Þá
var brotist inn í iðjuþjálfun geð-
deildar FSA við Skólastíg og
skemmdir unnar, en fátt fannst þar
fémætt. Málið er í rannsókn hjá
rannsóknarlögreglunni á Akur-
eyri.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
7. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 109,00 93,00 100,67 47,343 4.765.902
Þorskursmár 85,00 85,00 85,00 1,019 86.615
Þorskur stór 113,00 113,00 113,00 0,199 22.487
Ýsa 135,00 80,00 118,76 2,276 270.301
Karfi 49,50 49,50 49,50 0,385 19.058.
Ufsi 48,00 25,00 41,46 0,658 27.283
Steinbíturósl. 60,00 60,00 60,00 0,021 1.260
Langa 66,00 62,00 64-,39 0,219 14.102
Lúða 300,00 250,00 288,85 0,152 44.050
Koli 50,00 50,00 50,00 0,010 500
Keila 40,00 40,00 40,00 0,057 2.280
Keila ós. 40,00 40,00 40,00 0,292 11.680
Steinbítur 70,00 69,00 69,76 0,940 65.572
Bland sv. 20,00 20,00 20,00 0,080 1.600
Samtafs 99,39 53,651 5.332.690
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 129,00 50,00 101,41 40,026 4.059.220
Þorskur(ósL) 76,00 76,00 76,00 1,931 146.756
Þorskur smár) 87,00 87,00 87,00 0,657 57.159
Ýsa 157,00 87,00 115,56 9,615 1.111.144
Ýsa (ósl.) 132,00 104,00 112,34 1,475 165.702
Karfi 51,00 50,00 50,47 0,356 17.968
Ufsi 49,00 25,00 41,94 2,258 94.727
Steinbítur 75,00 67,00 69,06 5,764 398.133
Langa 87,00 67,00 77,67 4,233 328.827
Lúða 400,00 270,00 290,20 0,451 130.880
Skarkoli 114,00 40,00 50,43 0,643 32.426
Sólkoli 48,00 48,00 48,00 0,089 4.272
Keila 37,00 37,00 37,00 0,149 5.513
Kinnar 190,00 190,00 190,00 0,013 2.656
Saltfiskflök 240,00 220,00 226,00 0,130 29.380
Lýsa 61,00 61,00 61,00 0,139 8.479
Grálúða 67,00 67,00 67,00 0,437 29.279
Blandað 37,00 37,00 37,00 0,070 2.590
Gellur 335,00 335,00 335,00 0,047 15.912
Undirmál 80,00 73,00 78,72 2,348 184.844
Samtals 400,00 25,00 96,36 70,834 6.825.779
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. 7. desember
Þorskur 115,00 78,00 92,14 34;486 3.177.632
Ýsa 129,00 73,00 .116,21 29,077 3.379.172
Karfi 52,00 52,00 52,00 0,167 8.684
Ufsi 39,00 32,00 37,73 0,0454 17.505
Steinbítur 68,00 68,00 68,00 0,600 40.800
Háfur 5,00 5,00 5,00 0,008 40
Langa 80,00 55,00 76,48 3,764 287.870
Keila 49,00 45,00 46,85 6,250 292.800
Skarkoli 90,00 90,00 90,00 0,040 3.200
Koli 60,00 60,00 60,00 0,014 840
Lýsa 37,00 37,00 37,00 0,047 1.739
Blandað 49,00 49,00 49,00 0,200 9.800
Undirmál 60,00 60,00 60,00 0,030 1.800
Samtals 96,10 75,147 7.221.882
Selt var úr dagróðrabátum. I dag verður selt úr Búrfelli og dagróðrabátum.
Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur,
27. sept. - 6. des., dollarar hvert tonn
Þjóðleikhús Islendinga:
Nýtt hús í gamalli skel
Menntamálaráðherra svarar fyrirspurn Eiðs Guðnasonar
Á 26. FUNDI sameinaðs þings í fyrradag svaraði Svavar Gestson
menntamálaráðherra fyrirspurn Eiðs Guðnasonar (A-Vl) um kostnað
við breytingar á Þjóðleikhúsi Islendinga. Menntamálaráðherra sagð-
ist ekki skorast undan því að fylga því eftir sem væri óvinsælt vegna
þess að það væri dýrt. Fyrirspyijandi taldi að milljóna hundruðum
hefði betur verið varið í annað.
Eiður Guðnason gerði fyrir-
spurn til menntamálaráðherra um:
1. Hve hárri fjárhæð nam kostnað-
ur við breytingar á Þjóðleikshúsi
íslendinga 31. október 1990; a)
Hönnunar og stjórnunarkostnaður.
b) Kostnaður við verklegar fram-
kvæmdir. 2) Hvernig samræmast
þessar kostnaðartölur áætlunum
um framkvæmd verksins? 4) Er
fjármagn tryggt tii verkloka?
Umdeild bygging
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra greindi frá þ'ví að sam-
kvæmt upplýsingum frá formanni
byggingarnefndarinnar næmi
kostnaður við hönnun, stjórn, eftir-
lit, nýtingaráætlun og mælingár
140,7 milljónum, og væri hlptur
hönnunar yfirgnæfandi í þeirri tölu.
Kostnaður við verklegar fram-
kvæmdir væri hins vegar 242,8
milljónum. Ráðherrann greindi frá
því að samkvæmt endanlegri verká-
ætlun frá 26. júlí 1990, hefði verið
talið að kostnaður myndi verða 456
milljónir í þessari lotu. Ljóst hefði
þá verið - miðað við veitar fjárveit-
ingar og ennfremur áformaðar fjár-
veitingar í fjárlagafrumvarpi fyrir
árið 1991 - að vantaði 29 milljón-
ir. Því til viðbótar hefur síðan kom-
ið fram kostnaður upp á 35 milljón-
ir. 17 milljónir af fyrrgreindum 35
milljónum, væru vegna þess að
unninn hefði verið hluti annarrar
lotu. 14 milljónir vegna breyttra
aðstæðna, m.a. ófyrirséðar
skemmdir á lofti og í kjallara. Einn-
ig væru 4 milljónir flýtikostnaður.
Samkvæmt verkáætluninni í júlí
myndi því kostnaður fara 7,6% fram
úr áætlun.
Ráðgert væri að ljúka fyrsta lotu
verksins í marsmánuði 1991 en um
áframhald verksins hefðu engar
endanlegar ákvarðanir verið teknar,
en þær væru í höndum fjárveiting-
arnefndar og Alþingis. Byggingar-
nefnd teldi heppilegt að ljúka því
sem eftir væri miðsumars 1991 og
1992 meðan leikhúsið væri lokað.
Byggingamefndin hefur tjáð
menntamálaráðherra að kostnaður
gæti numið um 300 milljónum.
Menntamálaráðherra sagði fjár-
magn til fyrstu lotu vera tryggt -
að því frátöldu að enn vantaði 64
milljónir miðað við fjárlagafrum-
varpið 1991 en fjármagn til fram-
haldsins hefði hins vegar ekki verið
tryggt, það væri verkefni fjái'veit-
ingarnefndar og Alþingis að fjalla
um það.
Menntamálráðherrann minnti
þingheim á að Þjóðleikhús væri ein
þeirra bygginga sem umdeildastar
hefðu verið í menningasögu þjóðar-
innar. Áratugum saman hefði við-
haldskostnaður við húsið ekki verið
mikill. En ljóst hefði verið að húsið
var að eyðileggjast og slíkt varð
að fyrirbyggja. Ráðherrann sagði
ævinlega umdeilanlegt hve miklum
fjármunum menn vildu vetja í svona
verkefni á hveijum tíma.
Ræðumaður sagði að í tengslum
við þær umræður sem fram hefðu
farið mætti skoða að hve miklu leyti
það væri eðlilegt að ríkið væri að
reka fyrirtæki sem héti Húsameist-
ari ríkisins til að annast þjónustu
af þessu tagi en hægt væri að fá
hjá fjölda aðila um allt land.
„Rasshandarlag“
Fyrirspyrjandi Eiður Guðnason
þakkaði menntamálaráðherra svör-
in - sem reyndar hefðu ekki komið
að óvart. Þeim sem til hefðu þekkt
hefði verið gjörla ljóst að kostnaður
myndi hlaupa fram úr öllum áætl-
unum. En þó væru öll kurl hvergi
nærri komin til grafar; margt óséð
og ógreitt. Hins vegar væri það
fáránlegt að nota kostnaðaráætlun
frá síðastliðu sumri til samanburð-
ar, aðvitað hefði átt að nota hina
upphaflegu verkáætlun. Á henni
hefði sú ákvörðun byggst að heíj-
ast handa.
Eiður sagði verkið hafa hlaupið
úr böndum, hafa verið illa undir-
búið. Á ræðumanni var að skilja
Þjóðleikhúsið
að unnið hefði verið að þessu verki
með vinstri hendi; „rasshandarlag
á öllu þessu verki frá upphafi til
enda.“ Aldrei hefði verið um það
deilt að nauðsynlegt hefði verið að
gera lagfæringar á Þjóðleikhúsinu
en ekki hefði verið nauðsynlegt að
„rústa húsið að innan og byggja
nýtt innan í skelinni." Hér væri
beinlínis verið að leika sér með fé
skattborgaranna og þessum . millj-
ónahundruðum hefði betur verið á
annan veg varið. Eiður greindi frá
því að sér hefði verið tjáð að for-
maður „hinnar svokölluðu bygging-
arnefndar" hefði svarað með mikl-
um endemum í sjóvarpsviðtali
kvöldið áður og öll málsvörn heldur
í lakara lagi og miðað við aðstæður
tryði hann þessu vel.
Að endingu sagði Eiður Guðna-
son þessar framkvæmdir vera enn
eitt dæmið um óskiljanlegar og
óskynsamlegar opinberar fram-
kvæmdir, þar sem upphaflegar
kostnaðaráætlanir væru sem gam-
ansögur sem menn skemmtu sér
við að hafa í flimtingum. - En þeg-
ar upp væri staðið væri enginn
ábyrgur en ríkið og skattborgaranir
verr staddir en áður.
Geta sjálfum sér um kennt
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði það myndu verða
fróðlegt að hafa um þessi mál ítar-
lega umræðu en hann kynni ekki
við fyrirspyijandi færi fram með
þessum hætti, þar sem enginn kost-
ur gæfist til að fara yfir málið í
heild. Þetta mál væri allt opið. „Al-
þingi hefur getað fylgst með þessu
máli, lið fyrir lið, í smáatriðum, -
allan tímann." Menn hefðu ekki við
neinn annan að sakast en sig sjálfa
ef menn skorti upplýsingar.
Menntamálaráðherra taldi vera
ærnar ástæður til að kanna fleiri
ríkisbyggingar og ríkisstofnanir í
heild - lið fyrir lið - hönnunar-
kostnað, stjórnunarkostnað, nýting-
aráætlunarkostnað.
Svavar Gestson menntamálaráð-
herra sagðist aldrei myndu skjótast
undan ábyrgð þótt hann hefði stað-
ið menn í ræðustól Alþingis að því
athæfi; laumast undan ábyrgð þeg-
ar um erfiða hluti væri að ræða;
hluti sem reynt væri að gera óvin-
sæla, auðvelt að gera tortryggilega
vegna þess fyrst og fremst að þeir
væru dýrir. Undan þessum áróðri'
hefðu stjórnmálamenn yfirleitt
hrokkið, ekki verið tilbúnir til leggja
á sig þá vinnu sem fælist í því að
fylgja eftir framkvæmdum af þeim
toga sem hér um ræddi og kostuðu
verulega fjármuni. Niðurstaðan
væri að opinberar stofnanir og
byggingar allt í kringum landið
væru að grotna niður.
Eiður Guðnason kvað að ekki
koma sér að óvörum að þetta mál
vekti nokkuð heitar tilfinningar ráð-
herrans; þetta væri í eðli sínu hið
versta mál. Þessu máli hefði verið
haldið á leyndarstigi alltof lengi;
þegar ákvörðun var tekin um endur-
bætur á þjóðleikhúsinu var fæstum
þingmönnum ljóst hvað það var sem
gera átti. „Það átti að byggja nýtt
hús innan í því gamla“. Eiður
Guðnason lýsti sig reiðubúinn til
að ræða þessi mál ítarlegar og sagð-
ist vera honum hjartanlega sam-
mála um stöðu embættis Húsa-
meistara ríkisins - án þess að hann
væri að leggja dóm á þá einstakl-
inga sem þar störfuðu. Það emb-
ætti ætti að leggja niður og um það
hefði Alþýðuflokkurinn flutt tillög-
ur en Eiður minntist þess ekki að
þær hefðu hlotið sérstakan stuðning
Alþýðubandalagsins.
. Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði þessi mál koma til
umræðu í tengslum við aðra og
þriðju umræðu fjárlaga og þá gæf-
ist tími til að ræða um þau betur.
Varðandi embætti Húsameistara
ríkisins sagði hann að fleiri fleiri
hefðu hreyft því máli; fulltrúar allra
flokka hefðu verið með það meira
og minna á vörunum, jafnvel í til-
löguformi. Það væri umhugsunar-
efni hvers vegna svo illa hefði geng-
ið að þoka þessu mikla stefnumáli
í framkvæmd.
Eiður
Guðnason