Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 35

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 35 Selfosskirkja Aðventukvöld í Selfosskirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Sel- fosskirkju suiinudaginn 9. des- ember kl. 20.30. Organisti kirkjunnar, Glúmur Gylfason, leikur á orgelið og stjörn- ar kirkjukórnum og barnakór kirkj- -unnar sem flytja fjölbreytt aðventu- og jólaefni. Heiðrún Hákonardóttir söngkona syngur einsöng og ferm- ingarbörn aðstoða við að flytja að- ventukynningu. Halldór Blöndal al- þingismaður flytur hugvekju kvöldsins. Eftir samkomuna er kirkjugest- um boðið tii kaffidrykkju í safnaðar- heimilinu í boði kvenfélags kirkj- unnar. Kvenfélagskonur hafa á boð- stólum ýmsán jólavarning að ógleymdu laufabrauðinu, sem þær hafa verið að baka undanfarna daga. Leiðrétting MISTÖK urðu við vinnslu fréttar af gjöfum til Fáskrúðsbakkakirkju, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag. Fram átti að koma, að Hjörleifur Sigurðsson frá Hrísdal var fæddur 9. maí 1919 og lést 23. júlí 1989. Sonur hans, Sigurður Grétar, fædd- ist 21. maí 1945 og lést 28. maí árið eftir. Beðist er velvirðingar á mistök- , unum. Blönduós: Grönn- kynning og námskeið MANNRÆKTIN verður með kynningu á Grönn-vörum á Hótel Blönduósi mánudagskvöldið 10. des. kl. 20.30 og kl. 21.00 verður svo haldinn fyrirlestur um.hug- myndirnar sem búa þeim að baki. Rætt verður almennt um fyrir- bærið matarfíkn og Grönn-nám- skeiðið kynnt. Allir eru velkomn- ir. Grönn-námskeið verður síðan haldið í sömu viku. Það stendur yfir 12.-14. des. (3 klst. hvert kvöld) ásamt laug. 15. des. kl. 9-17. Lögð er áhersla á gagnkvæman trúnað og nafnleynd. Fyrirlesari og leiðbeinandi er Axel Guðmundsson. Aðventukvöld í Hvalsneskirkju ÁRLEGT aðventukvöld Hvals- nessafnaðar verður haldið í Hvalsneskirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30. Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi og leikari með fleiru flytur ræðu kvöldsins. Kirkjukór Hvalsneskirkju syngur aðventu- og jólasálma. Lúðrasveit Tónlistarskóla Sand- gerðisbæjar leikur jólalög. Guð- mundur Hallvarðsson leikur einleik á gítar, auk þess sem nemendur Tónlistarskólans koma fram. Allir hjartanlega velkomnir. (Frcttatilkynning) í Árbæjarsafni verður opin sýning á sunnudag, þar sem meðal ann- ars er hægt að sjá hvernig jólahald var áður fyrr. Jólasýning í Árbæjarsafni JÓLASÝNINGU Árbæjarsafns verður fram lialdið á morgun, sunnudag. Þá koma nokkrir jóla- sveinar í heimsókn og gestum gefst m.a. tækifæri til a kynnast jólahaldi fyrr á tímum. Jólasýningin verður frá kl. 13-16 á sunnudag. Klukkan 14-14.30 dansa jólasveinarnir með gestum í kringum jólatré, í Árbænum verður laufabrauðaútskurður og kerta- steypa sýnt jólatré vafið lyngi og skreytt með heimatilbúnu föndri. I kirkjunni verður aðventumessa klukkan 15.30. í Prófessorsbú- staðnum verða sýningar, Jólahald á stríðsárunum og Jól í Reykjavík um 1920. Þá geta gestir prentað jólakort, krambúðin verður opin og í Diilonshúsi er opið kaffihús. Keflavíkurkírkja: Aðventukvöld AÐ VENTUK V ÖLD verður í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 20.30. Barnakór syngur undir stjórn Hlífar Kára- dóttur, fermingarbarnakór og kór Keflavíkurkirkju syngja und- ir stjórn Einars Arnar Einarsson- ar. Einnig koma fram hljóðfæraleik-. ararnir úr tónlistarskólanum. Ein- söngvari er Jóhann Smári Sævars- son, Sverrir Guðmundsson og Steinn Erlingsson syngja dúett. Ræðumaður verður Árni Ragnar Árnason. Sóknarpresturinn Ólafur Oddur Jónsson flytur bæn og bless- un. Systrafélagið býður upp á kaffi og piparkökur í Kirkjulundi að lok- inni aðventuhátíðinni. Keflavíkurkirkja Gunnlaugur Guðmundsson Merkin þín og þekktra íslendinga Fjórir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, Geir Hallgrímsson, Jón Þorláksson og Ólafúr Thors, hafa Venus í Vatnsbera. Það er athyglisvert frá stjamspekilegu sjónarmiði að margir hafa séð nýjan Ólaf Thors í Davíð Oddssyni, en báðir eru með Sól í Steingeit. Hefurðu áhuga á að vita hvað stjömumar segja um þig? Langar þig til að kynnast betur innsta eðli ýmissa þjóðkunnra manna? Stjömumerkin er bók um stjömumerkin þín og um stjömumerki þekktra Islendinga, lifandi stjömuspeki. Greint er ffá öllum stjörnumerkjum og fjallað um tilfinningar, hugsun, ást, vinnu og framkomu í öllum merkjunum. Fjallað er um afstöður milli pláneta, um húsin, um eðli mannlýsinga og kennt að lesa úr stjömukortum. Handbók þeirra sem áhuga hafa á stjömuspeki, bók um þig. IÐUNN VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 Á R ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.