Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
39
360 manns á fjölskylduhá
tíð Tvistsins á Hvolsvelli
Hvolsvelli.
Kvikmyndasýning fyrir
börn í Norræna húsinu
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tvistur-
inn í Hvolsvelli hélt sína árlegu
fjölskylduhátíð föstudagskvöld-
ið 30. nóvember. Rúmlega
helmingur hreppsbúa var sam-
an kominn í félagsheimilinu
Hvoli til að taka þátt í hátíðinni.
Skemmtunin hófst með bingói,
þá var tískusýning, þar sem sýnd-
ur var fatnaður frá Kaupfélagi
Rangæinga, dansatriði frá Dans-
skóla Auðar Haralds, sýnd voru
atriði úr Kardemommubænum og
loks var hæfíleikakeppni en hana
vann Karólína Smáradóttir. Þá var
boðið upp á kaffi og heitar vöfflur
og að lokum lék unglingahljóm-
sveitin Bjargvætturinn fyrir dansi.
Hátíð þessi er haldin til fjáröfl-
unar fyrir félagsmiðstöðina Tvist-
inn sem hefur verið starfandi hér
í fjögur ár. Tvisturinn hefur opið
hús einu sinni í viku fyrir hvern
aldurshóp. Þá geta krakkarnir
gert ýmislegt sér til dægrastytt-
ingar s.s. farið í borðtennis, snó-
ker, spilað, dansað og fleira. Um-
sjónarmenn Tvistsins eru hjónin
Katharína Snorradóttir og Smári
Eggertsson. _ s.Ó.K.
Karólína Eggertsdóttir
sigurvegari í
hæfileikakeppninni.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
TVÆR norskar barnamyndir
verða sýndar sunnudaginn 9.
desember kl. 14.00.
Fyrri myndin heitir „Fra ei kos
dagbok“. Ein kýrin í fjósinu skrif-
ar dagbók og lýsir lífinu í fjósinu.
En hún á sér dagdrauma og þar
er lífíð allt öðru vísi.
Síðari myndin heitir „Den hvite
Selen“ og þar er sagt frá hvíta
selnum Kotic sem lifir í Berings-
hafi. Friðurinn er rofinn þegar
skinnaveiðimenn koma með byssur
sínar.
Aðgangur er ókeypis og börn
fá ávaxtasafa í hléi.
í sýningarsal Norræna hússins
er sýningin Frá Finnum — bygg- ^
ingar — list — hönnun Finnsk
húsagerðarlist og hönnun á 9. ára-
tugnum. Opið daglega kl. 14-19.
I anddyri er sýningin Heila-
mynd, list með leisergeislum. Sýn-
ing frá Hologramsafninu í Stokk-
hólmi. _____ ______
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu að röng
mynd birtist við frétt frá Hvolsvelli
um nýstofnað félag, Oddafélagið.
Myndin sem birtist var af Stórólfs-
hvolskirkju í stað Odda. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á því.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Aðventukvöld
Bessastaðasóknar
verður í Bessastaðakirkju sunnudaginn 9.
desember kl. 20.30. Sr. Bragi Friðriksson
þjónar fyrir altari. Álftaneskórinn syngur und-
ir stjórn John A. Speight, organisti Þorvaldur
Björnsson. Lesin verður jólasaga. Fermingar-
börn aðstoða við athöfnina og tendra að-
ventuljós kirkjugesta. Kirkjugestir fá afhent
kerti í upphafi helgistundar.
Sóknarnefnd.
Jólafundur
Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn
í Domus Medica við Egilsgötu nk. þriðjudag,
11. desember, kl. 20.30.
Dagskrá:
Barnakór úr Austurbæjarskóla syngur.
ÁsgeirJakobsson, rithöfundur, les jólasögu.
Glæsilegt jólahappdrætti. Kaffihlaðborð.
Fundinum lýkur svo með jólahugvekju, sem
sr. Gylfi Jónsson flytur.
Jólafundurinn er opinn öllum.
Ágóði rennur til styrktar Vímulausrar æsku.
Stjórnin.
Ættarmót
Ættarmót afkomenda Brynjólfs Einarssonar
og Valgerðar Guðmundsdóttur, ábúenda á
Sóleyjafbakka í Hrunamannahreppi, verður
haldið á Flúðum í Hrunamannahreppi dagana
22.-23. júní 1991.
Afkomendur þeirra hjóna, vinsamlegast hafið
samband við eftirtalda aðila:
Brynjólf Pálsson, sími 98-66609
Guðjón Sigurðsson, sími 98-63324
Ester Steindórsdóttur, sími 91-676018
Gísla Gíslason, sími 91-36207
Valdimar Ólafsson, sími 91-30315
Eirík Brynjólfsson, sími 91-78896
Bryndísi Brynjólfsdóttur, sími 98-21624,
98-21022.
Vegna takmarkaðs gistirýmis í húsum eru
væntanlegir þátttakendur beðnir að hafa
samband við ofangreinda aðila fyrir 15. fe
brúar 1991.
Undirbúningsnefndin.
A TVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu nálægt Landakoti
tilvalið hús fyrir starfsemi, s.s. lækna, arki-
tekta, endurskoðendur eða skrifstofur fé-
lagasamtaka. Laust 1. febrúar 1991.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir ára-
mót merkt: „N - 3982“.
Til leigu
verslunarhúsnæði 255 fm á jarðhæð í Borg-
artúni 31.
Upplýsingar hjá Sindra-stál hf., sími 627222.
Kópavogur - Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldursinn árlega jólafund laugardag-
inn 8. desember í Hamraborg 1, 3. hæð.
Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19.00.
Eddukonur fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda.
Tilboð óskast
í 45 tonna varanlegan þorskkvóta.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Þorskur - 9329“.
. KVÓTI
Kvóti til sölu
Tilboð óskst í 40 tonna kvóta.
Upplýsingar í síma 20130.
Kvóti - kvóti
Tilboð óskast í 60 tonn af þorski, 30 tonn
af ufsa og 30 tonn af ýsu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„K - 8606“ fyrir 10. desember.
F É L A G S S T A R F
Akranes - jólaf undur
Sjálfstæðiskvennafélagið Báran heldur sinn árlega jólafund mánu-
daginn 10. desember kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu við Heiðargerði.
Að venju verður boðið uppá jólamat og skemmtiefni.
Konur hvattar til að mæta vel. Nýir félagar velkomnir.
Nefndin.
Á Seltjarnarnesi
Laugardaginn 8. desember verður haldið jólahóf í félaginu okkár kl.
21.00 á Austurströnd 3.
Allir velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir gestir.
Jólastemning, ef þú lætur sjá þig.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga.
Sjávarútvegs-
stefnan
Huginn helduropinn
félagsfund í Lyngási
12 þriðjudaginn 11.
desember þar sem
rædd verða sjávar-
útvegsmál.
Hannes H. Giss-
urarson og Markús
K. Möller ræða mál-
in, en þeir eru þekkt-
ir fyrir að vera á
öndverðum meiði um þessi mál.
Fundurinn hefst kl. 20.30,
Stjórnin.
Wélagslíf
I.O.O.F. 8 = 1721295 = 5,0
O MÍMIR 599012107 = 11 Frl
□ GIMLI 599010127 - 1 Atkv.
Frl.
Opiö hús verður i dag í Þríbúð-
um, Hverfisgötu 42, kl. 14.00-
17.00. Kaffi, rjómapönnukökur
og jólastemmning. Gunnbjörg
Óladóttir syngur einsöng.
Allir velkomnir.
l/erslunin
Hátúni 2.
í Jötu færðu plötu
Glæsilegir áletraðir postu-
línsplattar með segulstáli.
„Drottinn blessi heimilið", kross-
ar. Erlendar biblíuhandbækur,
NlV-studie Bible.
Sjón er sögu ríkari.
Velkomin I Jötu.
Félagið Zíon vinir ísraels
Fundur verður haldinn í sam-
komuhúsinu Völvufelli 11 í dag
kl. 15.00.
Dagskrá:
Laufskálahátíðin í tali og myndum.
Kaffi o.fl.
Allir velkómnir.
UftEndí
H ÚTIVIST
Sunnudagsganga 9. des. kl. 13.
Flekkuvík - Kálfatjörn
Róleg strandganga á vestan-
verðum Reykjanesskaga, sem
allir geta tekið þátt í. Skoöaður
rúnasteinninn á Flekkuleiði og
Kálfatjarnarkirkja. Bróttför frá
BSÍ - bensínsölu. Stansað á
Kópavogshálsi og við Sjóminja-
safnir í Hafnarfirði. Einnig er
hægt að veifa rútunni á stoppu-
stöðum straetisvagna á Hafnar-
fjarðarvegi.
' Áramótaferð Útivistar
Nú fer hver að verða síðastur
að panta I áramótaferðina í
Bása. Pantanir skulu sóttar í
síðasta lagi miðvikud. 19. des.
Sjáumst.!
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÓLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Sunnudagsferð
9. desember kl. 13.
Undirhlíðar - Óbrynnishólar
Ekið að Vatnsskarði og gengið
um Undirhliðarnar að gígrústum
Óbrynnishóla. Hressandi ganga
fyrir alla. Verð 800,- kr., frítt f.
börn m/fullorðnum. Brottför frá
Umferðarmiöstöðinni, austan-
megin (stansað á Kópavogshálsi
og v/kirkjug. Hafnarfirði). Missið
ekki af síðustu ferðum ársins.
Esja um vetrarsólstöður sunnu-
daginn 16. des. kl. 10.30 og blys-
för í Elliðaárdal laugardag 30. des.
Áramótaferðin í Þórsmörk
er 29.des.-1.jan.
er alltaf jafn vinsæl. Frábær
gistiaðstaða í Skagfjörðsskála,
Langadal, í miðri Þórsmörk.
Pantanir óskast sóttar í síðasta
lagi 14. des. Gerist félagar í F.l.
Ferðafélag Islands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænastund í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur: Alemnn samkoma
kl. 16.30. Ræðumaður Björn Ingi
Stefánsson. Sunnudagaskóli á
sama tíma.
Þriðjudagur: Jólasamvera fyrir
eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00.
Miðyikudagur: Biblíulestur kl.
20.30.
Föstudagur: Æskulýðssam-
koma kl. 20.30.
Laugardagur: Bænastund kl.
20.30.
Hvftasunnukirkjan
Völvufelli
Sunnudagur: Sunnudaga-
skóli kl. 11.00.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almenn samkoma í dag kl.
16.30. Ræðumaður Bjöm Ingi
Stefánsson. Sunnudagaskóli á
sama tíma. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Hvitasunnukirkjan
Vöivufelli
Sunnudagaskóli í dag kl. 11.00.
Hvítasunnukirkjan
í Kelfavík
Sunnudagaskóli í dag kl. 13.30.
Almenn samkoma kl. 16.00. Allir
hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Jólasamvera fyrir eldri safnaðar-
meðlimi í dag kl. 15.00.