Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 47

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 47 Aðventuhá- tíð Kárs- nessóknar KÁRSNESSÖFNUÐUR í Kópa- vogi heldur sína árlegu aðventu- hátíð í Kópavogskirkju sunnu- daginn 9. desember. Guðsþjónusta safnaðarins verður kl. 11.00, þar sem sungnir verða aðventusálmar og altarisganga fer fram. Um kvöldið kl. 20.30 verður svo aðventuhátíð safnaðarins í Kópavogskirkju. Ræðumaður kvöldsins verður Siguijón Björns- sön, prófessor. Valdimar Lárussoh leikari les ljóð m.a. úr nýútkominni bók sinni, Rjálað við rím og stuðla. Ólöf Ýr Atladóttir les jólasögu. Af tónlistinni heyrum við söng kirkjukórsins undir stjórn Guð- mundar Gilssonar organista. Snorri Heimisson og Þórarinn Sv. Arnar- son nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs leika saman á flautur. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Að lokinni aðventuhátíð selur Kópavogskirkja þjónustudeild Kársnessóknar að venju kaffi í safnaðarheimilinu Borgum. Aðventuhátíðin er haldin til þess að fólk gleðjist saman og fagni heilögum boðskap jólaföst- unnar sem lýsir upp hugina í skammdeginu. Því skulum við fjöl- menna á aðventuhátíðina nk. sunnudagskvöld. Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknarprestur. VZterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Bókmennta- dagskrá í Listasafni Sigurjóns BOÐIÐ verður upp á bókmennta- dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi sunnu- daginn 9. desember. Þá verða kynnt nýútkomin íslensk skáld- verk og ljóðabækur. Dagskráin hefst kl. 15.00. Arnar Jónsson leikari les úr skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Svefnhjólinu, og úr nýrri ljóðabók Kristjáns Karlssonar, sem ber heitið Kvæði 90. Linda Vilhjálmsdóttir les úr fyrstu ljóðabók sinni, Bláþræði, og Rúnar Helgi Vignisson les úr nýrri skáldsögu, Nautnastuldi, sem er önnur skáldsaga höfundar. Auk þess verður lesið úr bók Garðars Sverrissonar um Kristján Jóhanns- son óperusöngvara. Dagskráin stendur í um það bil eina klukku- stund. Kaffistofa safnsins er þá opin og veitingar á boðstólum. FRÁSAGNIR DR. Bi ARNIJÓNSSON ÆVIBROT eftir Dr. Gunnlawg Þórðarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress I fasi og talað tæpitungulaust í þessari bók kemur hann svo sannariega til dyranna eins og hann er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta íslands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum. - Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. A LANDAKOTI eftir Dr. Bjnrnes Jónsson yfirlækni Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur fslendinga í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri stofnun og líknarstarfi I nærri heila öld þar sem margir af fremstu læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir. CCTRFRrS oc 1 DCnva HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.