Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 51

Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 51 skrautvagn, prýddi hann með ij'all- konu í skautbúningi, stúlkum í upp- hlut. og peysufötum. Á „International House“ (Alþjóð- lega húsinu) í New York setti hann á svið leikþátt í baðstofustíl, kynnti þar íslenskar stúlkur sem spiluðu þjóðleg lög á fiðlu. í lokin fékk hann — eins og hans var vani — áhorfendur til að taka þátt í þjóð- dansi. ísienskir þjóðdansar voru meira en einungis áhugamál hjá Gulla, hann sviðsetti fagmannlega þjóðdansa fyrir þori-ablót og aðrar stórhátíðar- haldnar á vegum skand- inavískra félagasamtaka. Gulli var sannkallaður jólasveinn og sýndi það á margan hátt. Hann hélt jólaboð á heimili sínu, þar sem hann kynnti vinum siði og hætti íslenskra jólahefða. Hann bjó til jólapoka, músastiga og möndlu- graut handa gestum. Hann fékkst ekki til að fara í rauðan búning eins og tíðkast hér, heldur kaus hann að pijóna sína eigin skotthúfu og klæðast sauðskinnsskóm frá heimasveit sinni og tók sér nöfn eins og Giljagaur og Kertasníkir. Á jólaskemmtunum og öðrum sam- komum íslendinga gladdi hann bæði börn og fullorðna með söng og leikaraskap. Eins og á sautjánda júní þegar hann klæddist sem Grýla og elti krakkana við mikla kátínu. Fjölmargir vinir Guðlaugs í New York munu koma saman föstudag- inn 7. desember í Central Park til að minnast hans með kertaljósum. Okkur verður hugsað til foreldra og systkina hans þessa stund og sendum þeim innilegustu samúðar- kveðjur. Hólmfríður Steingrímsdóttir, Venný Marteinsdóttir, Benný Hannesdóttir. Mér er sérlega minnisstætt á þessari stundu loforð sem Gulli, Guðlaugur Einarsson, gaf mér, sem jafnframt er eina loforðið sem hann ekki efndi. Hann lofaði mér því að verða leiðinlegt gamalmenni. Gulli var aldrei leiðinlegur og einhver æðri máttarvöld réðu því að hann varð ekki gamall. Þetta var í byrjun ársins 1988, en þá var Gulli nýflutt- ur heim eftir langa útivist í New York. Ég var í stuttri heimsókn hér heima og hitti á Gulla þar sem hann lá fárveikur á sjúkrahúsi. Nokkrum dögum seinna var hann kominn á ról og leit framtíðina björtum augum; það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af heilsufari hans. Leiðir okkar Gulla lágu fyrst saman í þeirri ágætu borg; New York, í einum af mörgum Islend- ingafögnuðum sem þar voru haldn- ir. Við komumst fljótt að því að við áttum mörg sameiginleg áhugamál, og eitt þeirra voru gömlu dansarn- ir. Enda fór svo á næsta þorra- blóti, að ég sleppti vart hendinni af Gulla, svo vel skemmtum við okkur í dansinum. Ég varð þó að láta undan stöku sinnum, því þær voru fleiri sem vildu dansa við Gulla. Hefði þetta verið á þeim tímum sem danskort tíðkuðust, hefði danskortið hans Gulla verið fullbókað langt fram á næsta dag. Við Gulli urðum fljótt gó'ðir vinir og þau voru ófá kvöldin sem við eyddum saman og ræddum um allt sem okkur lá á hjarta. Trúmál bar oft á góma, enda var Gulli trúaður mjög. Gulli hafði lesið mikið um trúarbrögð og var vel að sér í þeim efnum. Hann hafði barnatrúna að leiðarljósi, en trúði einnig á ýmsar kenningar úr öðrum trúarbrögðum. Gulli var alltaf hrókur alls fagn- aðar. Hann starfaði mikið fyrir ís- lendingafélagið í New York og sjaldan gerðist nokkuð markvert á meðal Islendinganna þar án þess að Gulli kæmi eitthvað við sögu. Hann var líka ómissandi í veislur og mun mér seint líða úr minni afmælisdagurinn minn árið 1987 þegar Gulli mætti með pönnuköku- pönnuna og bakaði pönnukökur of- an í alla gestina. En nú er Gulli vinur minn allur, og eftir sitja minningarnar einar. Þó kynni okkar hafi ekki verið nema í nokkur ár er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hann átti fáa sína líka. Fjölskyldu hans og vinum votta ég mína inni- legustu samúð. Jóhanna Tómasdóttir Það var á þorrablóti í New York fyrir fjórum árum. Allur matur kom að heiman en „skemmtiatriðin" minntu lítt á íslensk þorrablót. Þá geystist allt í einu ungur maður, á sauðskinnsskóm með heimapijón- aða skotthúfu á höfði, inn á sviðið og var með heilan „þjóðdansaflokk" með sér. Mér fannst samkoman fá á sig annan blæ. „Hver er þetta?“ hvíslaði ég sem vai' nýkomin og þekkti fáa í íslendingasamfélaginu og var svarað um hæl: „Þetta er hann Gulli.“ Gulli var sannkallaður heims- borgari og átti jafn vel heima á suðskinnsskóm í New York og á blankskóm á gömlu dönsunum á Borginni. Hann vildi aldrei fara í stjórn íslendingafélagsins en var samt aðal driffjöðrin í því árum saman. Hann lék m.a. Grýlu ájóla- balli og sá yfirleitt um þjóðlegu hliðina á öllum samkomum félags- ins. Gulli var hrókur alls fagnaðar og seint gleymist Íslendingapartýið þegar hann lék — og söng — þætti úr útvarpsdagskrá gömlu góðu guf- unnar meðan hægt var að stilla klukkuna eftir „föstum liðum eins og venjulega“. Við endurupplifðum óskalög sjúklinga með „Ömmubæn" og öðrum góðum lögum sem heyr- ast nú allt of sjaldan. Þar komu hæfileikar hans vel í ljós. Gulli var listamaður af guðs náð. Hann var dansari og hann'-orti ljóð. Hann var góður félagi og vinur. Gulli fór ekki troðnar slóðir í lífi sínu en hann var sjálfum sér sam- kvæmur og lifði því lífi sem hann kaus sér. Aðstandendum hans og vinum, nær og íjær, votta ég samúð mína. Ragnhildur Vigfúsdóttir Valdimar Hann- esson — Minning Okkur langar til að minnast frænda okkar, Valdimars Hannes- sonar, fæddur 30. september 1908, sem jarðsettur var í kyrrþey í Garðakirkju 5. september síðastlið- inn. Valli frændi skipar ákveðinn sess í bernskuminningum okkar, en hann bjó í Sólgarði á Garðaholti við hliðina á skógræktarlandi foreldra okkar. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann við andlát Valla. Spennandi var að fylgja pabba þegar hann fór með gömul dagblöð til hans, að fá að koma inn í skrýtna húsið þar sem ægði sam- an alls konar dóti. Ekki minnkaði það eftirvæntinguna að eiga von á kandísmola og dúkkulísum af gömlu haframjölspökkunum. Á haustin var freistandi að laum- ast yfir girðinguna til Valla og gæða sér á rifsbeijum. Ef við vorum staðin að verki fengum við ekki skömm í hattinn heldur gulrót eða hann leiddi huga okkar að dýralíf- inu í kringum okkur, t.d. fuglunum og brunnklukkunum í pollunum. Það var gott að eiga Valla að þegar við bjuggum til bú milli klapp- anna. Hann átti ógrynni af gömlum búsáhöldum, vigtum og pönnum að ógleymdum gömlum málningardoll- um. Var hann ötull við að tína í okkur dótið. Trén uxu og við með. Ferðunum yfir girðinguna til Valla fækkaði. Það var samt alltaf notaleg tilhugs- un að vita af honum á holtinu, þar sem hann lifði við frumstæð skil- yrði án þeirra lífsgæða sem þykja svo ómissandi. Við þökkum Valla fyrir sam- fylgdina. Garðaholt verður ekki það sama án hans. Blessuð sé minning hans. Bjarney Sigurðardóttir, Hólmfriður Sigurðardóttir og Jóhann Sigurðsson. mýtt símanúmer PRENT MYNDAGERÐAR'. (MYNDANAÓT) 69103 I Undan illgresinu er hörkusperinandi og leyndar- dómsfull bók fyrir böm og unglinga. Guðrún Helgadóttir segir hér sögu sveipaða mögnuðum dularblæ af nærfæmi, hárfínni kímni og mannlegri hlýju. Hún nær meistaralega til lesenda sinna á öllum aldri, því hún töfrar einatt fram þá ævintýraheima sem koma okkur öllum við. IÐUNN Núna heitir hann bara Pétur er undur ljúf og falleg bók fyrir yngstu bömin eftir Guðrúnu Helgadóttur sem hér segir söguna af honum Pétri. Hann lenti í svolitlum vandræðum þegar hann einu sinni sem oftar fór að gefa öndunum á tjörninni. Þær litu ekki við brauðinu hans. En hvað gerir Pétur þá? Litla leyndarmálið hans Péturs verður að ævintýri sem bömin vilja heyra aftur og aftur. VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦ Guðrún Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.