Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
Oddur Guðbjömsson
bóndi - Minning
var þá farskóli og frændfólkið frá
Rauðsgili var vikum saman á Húsa-
feili og við vorum saman annan
eins tíma á Rauðsgili á móti. Þá
strax kom það fram að Oddur var
vandaður, skemmtilegur og góður
félagi. Hann verður örugglega betri
en enginn að hitta þegar yfrum
kemur.
Ég votta Ingibjörgu og börnum
þeirra innilega samúð mína við frá-
fall Odds sem hefði átt að koma
miklu seinna.
Kristleifur Þorsteinsson
í dag, 8. desember, fer fram út-
för Odds á Rauðsgiii frá Reykholts-
kirkju. Oddur fæddist á Rauðsgili
í Hálsasveit 22. desember 1922.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
björn Oddsson og Steinunn Þor-
steinsdóttir. Guðbjörn var sonur
Odds Þorleifssonar, bónda á Dag-
verðarnesi og Steinunnar Filipus-
dóttur konu hans. Steinunn móðir
Odds var dóttir Þorsteins Magnús-
sonar bónda á Húsafelli og Ástríðar
Þorsteinsdóttur konu hans, Jakobs-
sonar, Snorrasonar prests á Húsa-
felli.
Þau hófu búskap á Rauðsgili árið
1918. Eignuðust þau sjö börn, þtjá
syni, Þorstein, Tryggva og Odd, og
ijórar dætur, Ástríði, Steinunni,
Kristínu og Ingibjörgu. Oddur var
miðja vegu í röðinni. Börnin ólust
upp við lítil efni, en þó næg. Krepp-
an sem ríkti á unglingsárunum og
lauk í umbyltingu stríðsáranna,
kom síður niður á lífskjörum til
sveita. Upp úr kreppunni kallaði
borgarlífið á unga menn til starfa
sem gáfu skjótteknar tekjur. Oddur
var í Reykholtsskóla og átti létt
með nám. Vafalaust hefði átt vel
við hann að stunda langskólanám,
hefðu'vindar staðið til þeirrar áttar
á þeim tíma. Hann var bókhneigður
og valdi fremur lestur góðra bóka
í ró og næði heldur en mötun fjöl-'
miðla. Á seinni árum sökkti hann
sér tíðum í ættfræðiathuganir og
hefur unnið töluvert starf á því
sviði. Ber öll sú vinna vitni um
nákvæmni og vandvirkni. Oddur
t
Eiginmaður minn,
STEFÁN LÍNDAL GÍSLASON,
lést 30. nóvember. Útförin hefur farið fram.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Ebba Skarphéðinsdóttir.
t
Systir mín,
SIGRÚN HELGADÓTTIR
frá Grímsey,
Hátúni 10a, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. des. nk.
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Guðlaug Helgadóttir.
Fæddur 20. desember 1922
Dáinn 1. desember 1990
Oddur var bráðhagur maður og
vel verki farinn. Hann var góðut'
námsmaður á sinni stuttu skóla-
göngu. Hann hafði mikinn áhuga á
ættfræði og sögu’ og var fjölfróður
um þau efni og naut þar hins skarpa
minnis síns. Hann var fríður maður
og vel á sig kominn.
Hann fæddist á Rauðsgili 20.
desember 1922. Foreldrar hans
voru þau hjónin Guðbjörn Oddsson
frá Dagverðarnesi í Skorradal og
Steinunn Þorsteinsdóttir frá Húsa-
felli. Guðbjörn var af Bergsættinni
alkunnu og hefur eflaust tekið að
arfi úr þeirri ætt listfengi sem kom
fram í framúfskarandi smekkvísi
og listfengi í öllu sem hann gerði.
Guðbjörn var smiður jafnframt bú-
skapnum. Steinunn var þrekmann-
eskja full af mannkærleik og hlýju,
vel að sér og fluggreind. Börnin
urðu sjö og var Oddur fjórði í röð-
inni.
Oddur átti alla ævi heima á
Rauðsgili svo að hæfileikar hans
nýttust ekki utan hans litla og
snotra bús. Þar bjó hann eftir for-
eldra sína. Kona Odds var Ingibjörg
Jónsdóttir, dóttir Jóns lögreglu-
þjóns frá Laug í Biskupstungum.
Hún var manni sínum ómetanleg
stoð í blíðu og stríðu og hafði lag
á að fylla heimilið með glaðværð
og notalegheitum.
Þau komu til manns þremur efni-
legum börnum, Jóni sjómanni og
vélstjóra sem Ingibjörg átti fyrir
hjónaband en var samt sem þeirra
sonur, Birni sjómanni og vélstjóra
og Steinunni sem vinnur við hjúkr-
un sjúkra. Þessi börn hafa alla tíð
sýnt Rauðsgili og foreldrum sínum
ræktarsemi.
Býsna mörg börn önnur hafa
verið hjá þeim Ingibjörgu og Oddi
á sumrin og jafnvel allt árið. Þetta
fólk telur sig hafa haft gagn og
gaman af dvöl sinni á Rauðsgili það
best ég veit og hugsar með hlýhug
og söknuði til Odds, þessa hægláta,
fróða og skemmtilega manris sem
kom svo vel fram við alla.
Sjálfur kynntist ég Oddi vel frá
því’að við vorum börn. í sveitinni
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur vinsemd
og sámúð við andlát og útför föður okkar,
KRISTJÁNS GÍSLASONAR
frá Ytra-Skógarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra og St. Fran-
ciskusspítala, Stykkishólmi.
Gísli Kristjánsson,
Anna Kristjánsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson,
Gunnlaugur Kristjánsson, Maria Guðmundsdóttir,
Hörður Kristjánsson, Birna Lárusdóttir
og barnabörn.
hafði góða rithönd og áferðarfal-
lega, sem naut sín í þessum verkum.
Á meðan Guðbjörn bóndi hélt
fullu starfsþreki, sótti Oddur vinnu
í Reykjavík um hríð. Stundaði hann
m.a. smíðavinnu hjá Kristni vagna-
smið, sem-var athafnaskáld á Grett-
isgötunni. Vann Oddur þar í hópi
sveitunga sinna og lærði ýmis verk
sem síðar komu að notkum. Hann
átti þó ekki langt að sækja srftíða-
gáfuna, þar sem faðir hans var
hagur smiður, bæði á tré og járn.
Smíðaði Guðbjörn ýrnsa hluti fyrir
sig og granna sína, svo sem skeifur
og kerruhjól.
Guðbjörn missti sjón fyrit' aldur
fram, og þar kom að hann þurfti
að treysta á syni sína við bústörfin.
Oddur reyndist laginn við bústörfin
og svo fór að hann tók við búinu
að Guðbirni látnum 1959. Bjó hann
um skamma hríð með móður sinni
þar til hann kvæntist eftiriifandi
konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttui;,
53
sem staðsettar eru fyrir neðan
heimatúnið.
Þegar ég minnist þessa tíma nú,
finn ég hversu góður andi ríkti á
heirriilinu. Fólkið var samhent,
hjálpsamt og jákvætt. Óþarfa arga-
þras kom aldrei til. Þannig hefur
alltaf ríkt sérstaklega gott samband
á milli Rauðsgils og nágrannanna
á Steindórsstöðum, en Oddur og
systkinin þar voru systkinabörn.
Tvö af Steindórsstaðasystkinum
hafa látist á þessu ári, þau Þor-
steinn og Ástríður. Er því mikið
skarð höggvið í frændgarðinn á
stuttum tíma.
Á seinniárum hefi ég notið þeirra
stunda sem ég hef átt á Rauðsgili.
Sátum við Oddur oft saman og
ræddum hin ólíkustu mál. Hann
hafði ágæta kímnigáfu, og þá for-
vitni, sein gerir það að verkum að
menn spytja umfram það sem kom-
ast rná af með. Þrátt fyrir að heils-
an bilaði nú á síðustu árum var
Reyndist hjónaband þeirra farsælt.
Þau eignuðust tvö börn, Steinunni,
sem lærði píanóieik og sjúkraþjálf-
un, og Björn, sem er vélvirki. Ingi-
björg átti fyrir soninn Jón Aðal-
stein, sem er vélstjóri. Gekk Oddur
honum í föðurstað.
Steinunn, móðir Odds, bjó með
þeim meðan henni entist aldur allt
til ársins 1973. Hélt hún Iandsmóð-
urlegu yftrbragði á heimilinu, sem
gerði það að verkum að fólk laðað-
ist að því. Ingibjörg hefur viðhaldið
þeim hefðum og er hún vinsæl og
vel látin af sveitungum sínum. Það
er raunar mikil gæfa þegar slík
samheldni ríkir sem raun varð á
héf, þegar búskapur og bændastétt
á í vök að veijast.
Þeim Oddi og Ingibjörgu búnað-
ist vel í sambúð sinni. Oddur var
farsæll bóndi. Hann vann töluvert
að ræktun jarðarinnar, en jók lítið
við húsakost utan hlöður. Hann var
natinn við skepnur, einkum hesta
og fé, Ingibjörg annaðist kýrnar.
Það var líka með eindæmum hve
laginn hann var að ná inn góðum
heyjum. Sá eiginleiki virðist vera
arfgengur.
Sá sem þetta ritar, systursonur
Odds, átti því láni að fagna að dvelj-
ast á Rauðsgili á sumrin frá 6 til
15 ára aldurs. Á því skeiði náði ég
að kynnast þeirri þróun sem bú-
skaparhættir í ísienskum sveitum
hafa gengið í gegn um; frá þeirri
bjartsýni og baráttuhug sem ríkti,
á meðan þjóðin var að betjast við
að brauðfæða sig, í kjölfar fólks-
fjölgunar í lok stríðsins og þar til
því takmarki var náð á miðjum sjö-
unda áratugnum. Ólíku er nú saman
að jafna við það hugarfar sem nú
ríkir í sveituni landsins, þar sem
öll framleiðsla er nánast talin til
óþurfta.
Oddur hafði gott lag á að láta
okkur krakkana vinna. Hvert verk
hafði sinn tilgang, okkur var treyst
fyrir' þeim og laun okkar voru ekki
síst ánægja með vel unnin störf.
Ég minnist þess nú með þakk-
læti að þarna lærðum við dyggðir
vinnunnar. Krakkamir voru oft 4-5
saman á sumrin. Þar við bættust
systkin Odds og makar þeirra, sem
oft dvöldu til lengri eða skemmri
tíma á sumrin við heyskap. Það var
skemmtileg tíð. Svo komu töðu-
gjöldin (með súkkulaði). Síðan tóku
við hauststörf, göngur og réttir,
ust þau hjónin um allt land eftir
að hann kenndi meinsins, sem dró
hann að lokum til dauða. Ég hitti
Odd viku fyrir andlát hans á spítal-
anum á Akranesi. Hann var léttur
í skapi, og kunni skil á flestum
tíðindum úr héraði og frændgarði
yfirleitt. Þannig hafði það líka alltaf
verið.
Rauðsgilsheimilið hefur jafnan
verið sá staður sem systkin hans
og afkomendur þeirra hafa safnast
um. Það hefur verið okkar ættaróð-
al, þótt ekki teljist það til stórbýla.
Aldrei hefur þar heyrst minnst á
gestanauð, þótt næturgestir hafi
fat'ið á þriðja tuginn. Þvert á móti
hefur fremur verið kapp á milli
bæjanna um hvor hefði betur í þeim
efnum.
Samheldni þeirra Ingibjargar var
heilsteypt. Þrátt fyrir að þau væru
að mörgu leyti ólík, fórst þeim það
vel, því þannig spönnuðu þau stærra
svið í sameiningu.
Víst hefði ég kosið að fá að njóta
samvista við Odd enn um stund.
Atvikin banna þó lengri fund. Hann
hverfur nú á vit feðra sinna með
bestu kveðjum þeirra sem eftir sitja.
Snorri Tómasson
KENWOOD
ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN
Rafmagns- og steikarpannan
frá KENWOOD
er nauðsynleg í hverju eldhúsi
Verð frá kr. 8.610,-
Fullkomin viðgerða-
og varahlutaþjónusta
Heimilis- og raftækjadeild
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500