Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 13
AUK k507-48 MORGUKÍBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. 'DÉ'SEMBER 1990 13 TILNEFNDAR TIL ISLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA SEM FORSETI ÍSLANDS AFHENDIR Rúnar Helgi Vignisson „...býsna skemmtileg saga og vel skrifuð. Á köflum finnst manni Egill þessi vera meiri aulinn, en ótti hans skaparspennu í frásögn- inni... verður að kröfu um að lesandinn fylgi honum til bókarloka - og það er þess virði. “ Súsanna Svavarsdóttir í ritdómi í Morgunblaðinu. „Hér er fengist af ein- lægni og alvöru við vanda sem ef til vill er lykill að samtímareynslu okkar, vanda sem ekki verður lýst til hlítar nema í skáldskap. “ Matthías Viðar Sæmundsson í Ríkisútvarpinu. MOTMSTULDUR RÚNAR HELGI VIGNISSON Egill grímsson, drengur úr dreifbýlinu, skólaður í Reykjavík, tví- stígandi í Kaupmannahöfn, á framabraut í Bandaríkjunum. í bölv- uðu basli við þann veruleika sem nútíminn leggur ungum manni á herðar. Og ekki er ástin honum beinlínis auðveld - hvað þá girndin! Enda ekkert grín að velja sér konu og lynda við hana á tímum jafnréttis og framafíknar. Getur verið að Egill þjáist af þeirri algengu angistar- truflun nútímamanna sem kallaður hefur verið nautnastuldur. Þessi snjalla skáldsaga er í senn táiknræn og sértæk, nautnaleg og hrollvekjandi, ærslafull og sorgleg. Sannkallaður nautnafundur. mm nó™ lIdiií FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR Hún situr við rúm deyjandi móður. Nína - glæsileg og sjálfs- örugg. Sannkölluð nútímakona. Að maður skyldi halda. En á meðan nóttin líður vakna spurningar og efasemdir um eigið öryggi - um tilgang þess lífs sem hún lifir. Fortíðin sýnir sig í svipmynd- um og öðlast mál. Að Nínu sækja gamlar myndir og sögur sem hún reynir að bægja frá sér... Aldrei hefur innsæi og stílgáfa Fríðu Á. Sigurðcirdóttur risið hærra en í þessari afburðasnjöllu sögu. Þetta er áleitinn og miskunnarlaus skáld- skapur um fólk nútímans - harm þess og eftirsjá, vit þess og vonir. Fríða Á. Sigurðardóttir „...bók, sem varla á sína líka á undanförnum árum, hvað varðar íslensk skáldverk... afburðavel skrifuð... svo hlaðin er hún af sann- leika, hlýju, samkennd og kœrleika. “ Súsanna Svavarsdóttir í ritdómi í Morgunblaðinu. 4) FORLAGIÐ LAUGAVEGl/18( SÍMI91 -25188

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.