Morgunblaðið - 12.12.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
Vísindi tíma og rúms
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Stephen W. Hawking: Saga
tímans, Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1990, 289 bls.
í bókinni Saga tímans greinir
Stephen W. Hawking frá helztu
niðurstöðum í eðlis- og heimsfræði
samtímans og hvert sé aðalvið-
fangsefni heims- og eðlisfræðinga
samtímans. Stephen W. Hawking
er í hópi þeirra, sem fremstir standa
í þessum fræðum, og hefur lagt
dtjúgan skerf af mörkum til þeirra
kenninga, sem hæst bera nú. Fyrir
þá, sem hafa áhuga á efninu, getur
vart um eftirsóknarverðari lesningu
nú um stundir.
Saga tímans er ekki einföld og
auðskilin bók, en hún er hins vegar
ekki erfið aflestrar. Ég ber ekki,
fullt skynbragð á rökin og hug-
myndirnar, sem Hawking ber fram
um nútíma eðlisfræðilega heims-
fræði, en hann skýrir flestar þær
hugmyndir mjög skilmerkilega og
skýrt, svo að það ætti ekki að reyn-
ast lesendum of erfítt að setja sig
inn í þankagang bókarinnar. Það
var helzt undir lokin, þegar Hawk-
ing fór að rökræða strengjafræði,
þvertíma og annað, sem ber hæst
í allra nýjustu heimsfræði, að ég
átti í erfiðleikum með að skilja,
hvert hann var að fara. Þá fannst
mér hann hefði mátt leyfa sér ítar-
legri skýringar á hugtökum og rök-
iuj liw :«
STERKA RYKSUGAN
iFQnix
HATUNI 6A SIMI (91)24420
færslum. En kannski lagast þetta,
þegar ég les bókina öðru sinni, en
hún er bersýnilega vel þess virði
að lesa nákvæmlega og oft.
Saga þessarar bókar er fróðleg.
Handrit Hawkings fór frá einum
útgefandanum til annars og enginn
vildi taka það til útgáfu, þeir töldu
það ekki vænlega söluvöru. Það er
kannski ekki undarlegt, en maður
hefði haldið að textinn væri nægi-
lega skýr til að vel þess virði væri
að gefa bókina út. Það er ekki mjög
margt, sem kemur frá brezkum
forlögum, sem stenzt samjöfnuð við
þessa bók. En útgáfustjóri Bantam
ákvað að taka bókina tii útgáfu.
Þegar hún kom út, kom í ljós, að
bókin var mjög góð söluvara. Bókin
hefur verið á lista yfir 10 sölu-
hæstu bækur almenns efnis í harð-
kilju í Bretlandi í meira en 100 vik-
ur -og hefur slegið öll sölumet bóka
af þessu tæi.
Hawking hefur líka þurft að þola
það böl, sem fjölmiðlafrægð er.
Blaðamönnum dettur í hug í tíma
og ótíma að biðja um viðtal við
hánn, eh það er mjög tímafrekt,
vegna þess að hann hefur glatað
röddinni, eins og kemur fram í bók-
inni. Á sl. ári slitnaði upp úr hjóna-
bandi hans og um það var fjallað
ítarlega í hluta brezku blaðanna,
en þessi bók er tileinkuð konu hans
og hann þakkar henni á ýmsan
hátt velgengi sína. Fyrir utan gæði
bókarinnar þá er fjölmiðlafrægðin
að líkindum ein megin skýringin á
velgengni hennar og samúðin, sem
fötlunin hefur aflað höfundinum.
Hawking rekur hvernig hug-
myndir manna um jörðina og stöðu
hennar í alheimi hafa breytzt frá
öndverðu. Hann byrjar, eins og eðli-
legt er, á Aristótelesi, sem hélt því
fram, að jörðin væri kúla, en taldi
að hún stæði kyrr og sól og máni
og aðrar stjörnur snerust í kringum
hana. Aristóteles taldi, að jörðin
hefði ekki átt sér neitt upphaf.
Fuilnaðarform á heimsmynd forn-
aldar birtist í verkum Ptólemaíosar.
Hugmyndin um sköpun alheims er
kristin og hún var brædd saman
við hinar grísku hugmyndir ásamt
ýmsu öðru.
Það var gegn þessu hugmynda-
kerfi, sem Galíleó Galílei reis í kjöl-
far Kópemikusar og Keplers. Hjá
þessum þremur mönnum mótast sú
hugmynd, að það sé jörðin, ásamt
hinum reikistjörnunum, sem snýst
í kringum sólina á sporbaugum.
Átökin, sem fylgdu boðun þessarar
nýju heimsmyndar, vörðuðu ekki
öll vísindin, eins og kunnugt er.
En hún bar sigurorð af þeirri gömlu
og Newton fullmótaði hana í verki
sínu Stærðfræðileg lögmál nátt-
úruspekinnar, sem út kom árið
1687.
Það var svo ekki fyrr en með
afstæðiskenningu Einsteins, . sem
mótaðist í upphafí þessarar aldar,
að hróflað er við kenningum New-
tons. Nú er vitað, að jörðin er smá-
stirni í Vetrarbrautinni, sem er ein
af ótölulegum grúa af stjörnuþok-
um í alheimi. Eins og við er .að
búast, þá koma ekki allar afleiðing-
ar kenningar í ljós, um leið og hún
er sett fram. Eðlisfræðingar þessar-
ar aldar hafa glímt við þær ráðgát-
ur, sem afstæðiskenningunni fylgja.
Ein þeirra er, að kenningin segir
fyrir um svokallaðar sérstæður, sem
eru punktar í tíma og rúmi, þar sem
lögmál kenningarinnar gilda ekki.
Miklihvellur, upphaf efnisheimsins,
er ein slík sérstæða og sömuleiðis
heljarhrun, sem eru endalok efnis-
heimsins, eins og við þekkjum hann.
Svarthol er endalok stjörnu, en þá
hrynur hún saman og hefur svo
sterkan þyngdarkraft, að ekkert
sleppur frá henni. Hawking hefur
sérstaklega rannsakað svarthol og
eðli þeirra, en við rannsóknir á þeim
beitir hann aðferðum skammta-
fræðinnar og hefur leitazt við að
búa til skammtafræði þyngdar, sem
yrði ný kenning og tæki við af af-
stæðiskenningunni.
Allt þetta skýrir Hawking með
miklum ágætum og fjöldamargt
fleira. Ég hefði kosið að vísu svo-
lítið skipulegri uppsetningu á lýs-
ingu á frumkröftunum fjórum og
þeim eindum, sem nú eru taldar
undirstaða alls efnisheimsins. En
það er smáatriði, því að bókin er
nánast í öllum atriðum skýr, svo
að hver lesandi ætti að geta kynnt
sér hana og skilið án mjög mikillar
fyrirhafnar.
En fyrir lesendur bókarinnar er
rétt að nefna nokkra staði, þar sem
mér sýnist höfundurinn vera á hál-
um ís. Enginn þeirra varðar eðlis-
eða heimsfræði beinlínis, enda get
ég ekki séð neina missmíð á þeim
hluta bókarinnar. En hann vill líka
draga ýmsar almennari ályktanir
af fræðum sínum. Þar virðist mér
hann ekki alltaf standa traustum
fótum.
Ég skal nefna fimm atriði. Hawk-
ing veltir því fyrir sér á bls. 57-58,
hvað það þýði að hafa fullkomna
heildarkenningu um eðli alls efnis-
heimsins. Hann gerir ráð fyrir, að
slík kenning gefi heildarlýsingu á
heiminum og hún geri kleift að
segja fyrir alla atburði, sem kunna
að gerast í veröldinni, þar með tald-
h e im ilis verslu n
me ð stíl
LAUGAVEGI 1 3
SÍMI625870
Stephen W. Hawking á heimili sínu.
ar mannlegar ákvarðanir og athafn-
ir, því eins og hann segir, „þá stjórn-
ar hún væntanlega einnig aðgerð-
um okkar“. (bls. 57). Þijú af þeim
fimm atriðum, sem ég vildi nefna
varða þessa kenningu.
I fyrsta lagi þá er sú stranga
löghyggja, se'm gengið er að vísri
í þessum orðum, algerlega órök-
studd. Það kann að vera, að fræði-
leg nauðsyn eða röknauðsyn geri
mögulegar fullkomnar spár eða svo
gott sem. En það er ekki þar með
sagt, að í efnisheiminum sé sams
konar nauðsyn að verki. Það þarfn-
ast sérstaks rökstuðnings að halda
fram tilvist nauðsynjar í heiminum.
Ég er ekki að segja, að sú skoðun
hljóti að vera röng, einungis að
rökstuðning fyrir henni er ekki að
finna í þessari bók. í öðru lagi held-
ur Hawking því fram, að kenning
Darwins geti skýrt af hverju menn
komist að réttum niðurstöðum
fremur en röngum (bls. 58), þegar
við nálgumst fuilkomna kenningu
um eðlisheiminn. Mér virðist nátt-
úruúrvalskenning Darwins ekki
geta skýrt þetta. Ástæðan virðist
mér vera sú, að kenning Darwins
getur ekki gefið neina greinargerð
fyrir ákveðnum einkennum mann-
legs sálarlífs, sem eru nauðsynleg
til að skýra samband máls og heims.
í þriðja iagi þá er dulin ákveðin
skoðun í öllu, sem Hawking segir
um þessa heildarkenningu. Sú skoð-
un hefur verið nefnd smættar-
hyggja á íslenzku. í sem allra styztu
máli gengur smættarhyggja út á
það, að skýra megi alla atburði í
veröldinni með lögmálum eðlisfræð-
innar. Þetta er fráleit skoðun. Það
eru augljós sannindi, að allir hlutir
séu gerðir úr efni. Af henni leiðir
hins vegar ekki, að lögmál efnis-
heimsins geti skýrt alla atburði í
veröldinni. Skýringin á þessu er
sáraeinföld. Þegar efni raðast sam-
an í flóknari heildir, virðist það fá
ýmsa eiginleika, sem það hafði ekki
áður. Þess vegna eru lögmál
lífheimsins önnur en lögmál efnis-
heimsins og lögmál mannlegs sál-
arlífs önnur en lögmál lífeðlisfræð-
innar. Það, sem skiptir svo enn
meira máli, er, að það virðist
ómögulegt að þýða lögmál líffræð-
innar yfir á mál eðiisfræðinnar eða
mál mannlegs sálarlífs yfir á mál
lífeðlisfræðinnar. Þess vegna getur
engin heildarkenning um efnis-
heiminn skýrt mannlegar athafnir
og mannlegar ákvarðanir.
í ijórða lagi þá eru skoðanir
Hawkings á eðli vísindakenninga
ekki eins ljósar og kann að virðast.
Hann heldur því fram, að vísinda-
legar kenningar séu líkan af heim-
inum og eigi sér engan annan raun-
veruleik en að vera til í okkar eigin
kolli.(bls. 53) Hann vísar til heim-
\ ** >m*>. m«3,5.m.(:*/ ^Í^- Gómsætt mjólkursúkkuladi GULLFALLHGAR Herra T niMJT TT7T TD l umhugsun. IIÝTT SÍMANÚNAER prent naynd agerð ar •• ikaYNDANAÓT) —
með fjórum mjúkum fyllingum: appelsínú, | LUUJiUrUK ilV\ l 1 NLY/ m y 1
hindberja, piparmyntu og karamellu. TILVALIN
DF ShÍYWDI (>0iT ^ JÓLAGJÖF
' M Safalinn, Laugavegi 25,2.hæö. Sími 17311
spekingsins Karls Poppers í þessu
viðfangi og þeirrar kenningar hans,
að það, sem greini vísindalegar
kenningar frá öðrum kenningum
sé, að hægt er að hrekja þær. Nú
ætla ég ekki að ræða kosti og
ókosti þessarar skoðunar á vísinda-
legum kenningum, en mér virðist
sjálfsagt að hafa um hana eindregn-
ar efasemdir. Hins vegar þá er
Hawking ekki sjálfum sér fyllilega
samkvæmur í því sem hann segir
síðar í bókinni um þvertíma. Hann
þarf á þvertíma að halda til að leysa
úr því, sem kallað er sagnasumm-
ur. Hann bætir því svo við, að líta
megi á notkun þvertímans sem
tæknibrellu við að fá svör við spurn-
ingum um rauntímarúm.(bls. 220)
Þetta er í fullu samræmi við ofan-
greinda skoðun um vísindakenning-
ar. Vandinn er hins vegar sá, að
Hawking vill einmitt beita þessum
reikningum til að sýna fram á eðli
tímarúmsins sem fjórvíðs, jaðar-
lauss en endanlegs. Þetta má sjá á
næstu síðum á eftir. Ef vísinda-
kenning er bara til í okkar eigin
kolli, höfum við enga heimild til að
draga ályktanir um eðli heimsins
af henni. Þetta sýnir einuiígis, að
Hawking ætti að skipta um skoðun
á eðli vísindalegra kenninga. Seu
þær sannar, segja þær okkur ýmis-
legt um heiminn, þótt það sé
kannski ekki eins mikið og Hawking
vill_ vera láta.
I fímmta.og síðasta lagi þá eru
staðhæfingar Hawkings um Guð
og hlutverk hans ekkert sérstaklega
sannfærandi. Þeir, sem trúa á
Hann, eiga margvísleg svör við
því, sem sagt er í þessari bók. Það
sama á reyndar við það, sem hann
segir um heimspeki, en Hawking
vitnar á einum stað til heimspek-
ingsins Wittgensteins, sem segir að
heimspeki sé einungis málgreining,
og hefur þetta til marks um hversu
illa sé komið fyrir greininni. Eitt
af því, sem segja má um bók Hawk-
ings, er, að hún sé greining á máli
eðlisfræðinnar og að því leyti heim-
spekileg í beztu merkingu þess orðs.
En ýmislegt fleira mætti segja.
Það er ástæða til að hafa nokk-
urt mál um þessa bók vegna þess,
að hún er glæsileg afurð mannlegr-
ar hugsunar og áreiðanlega bita-
stæðasta bók, sem kemur út á Is-
landi á þessu ári. Þýðing hennar
hefur tekizt sérstaklega vel, en
hana gerði Guðmundur Arnlaugs-
son og í formálanum eftir Lárus
Thorlacíus má finna ágæta greinar-
gerð fyrir sögu Hawkings sjálfs og
stöðu hans í eðlis- og heimsfræði
samtímans. Þær athugasemdir, sem
ég hef gert við bókina, eru á engan
hátt hugsaðar til að rýra gildi henn-
ar heldur til að benda lesendum á,
að Hawking fæst við ýmsar erfið-
ustu ráðgátur mannlegrar hugsun-
ar og orð hans verðskulda alvarlega
I
!
.
I
i
í
I
I
I