Morgunblaðið - 12.12.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐyiKUD/yQ!UK12. DESEMBER 1990
25
Jólatónleikar „Bamaheilla“
Elly Ameling, Dalton Baldwin og
Kór Oldutúnsskólans undir stjórn
Egils Friðleifssonar
eftir Halldór Hansen
Sunnudaginn 16. desember kl.
14.00 munu samtökin „Barna-
heill“ gangast fyrir glæsilegum
jólatónleikum í Háskólabíói.
Hin heimsfræga hollenzka
söngkona Elly Ameling mun
syngja ljóð og jólalög við undir-
leik bandaríska píanóleikarans
Daltons Baldwins og með aðstoð
kórs Öldutúnsskólans undir stjórn
Egils Friðleifssonar. í heimi
harðra viðskipta gerist það ekki
oft, að heimsfrægir listamenn
bjóði þjónustu sína endurgjalds-
laust í þágu góðra málefna, en
einmitt þetta hafa þau Elly Amel-
ing og Dalton Baldwin gert sam-
eiginlega af einskæru kærleiks-
þeli til í'slands og íslendinga og
þá sér í lagi íslenzkra barna.
Ágóðinn mun renna óskiptur í
sjóð „Bamaheilla“ og þar með
stuðla að hagsmunabótum fyrir
íslenzk börn.
Ég held, að þetta sé einsdæmi
í sögu íslenzkrar æsku. Allavega
er mér ekki kunnugt um hlið-
stæðu, þótt íslenzkir listamenn
hafi aldrei látið sitt eftir liggja.
Það er mér sérstök persónuleg
ánægja að sjá þannig tvö af
mínum einlægustu áhugamálum
— tónlist og velferð bama —
tengjast fyrir tilstilli tveggja yfir-
burðalistamanna, sem vart eiga
sinn líka, hvort á sínu sviði.
Ég veit, að báðum listamönnun-
um eru málefni barna, hvar sem
er í heiminum, hugleikin, já, meira
en það, em þeim heilög. Bæði
hafa fyllsta skilning á mikilvægi
þess, að sérhvert barn fái tæki-
færi til að vinna eðlilega og far-
sællega úr þeim efnivið sem það
hefur hlotið í vöggugjöf og bæði
hafa kynnst því á margendurtekn-
um ferðalögum sínum um gjör-
vallan heim, hve víða er pottur
brotinn í þeim efnum og hve oft
fögur orð eru látin koma í stað
athafna. En báðir þessir listamenn
hafa trú á því að láta hendur
standa fram úr ermum og verkin
tala eftirminnilega. Því eru þau
nú á leið til íslands.
Báðum er ljóst, að málefnurri
barna á íslandi er betur sinnt en
víða annars staðar. En þeim er
einnig ljóst, að aðstæður hér em
betri en víðast annars staðar til
að bæta úr því, sem aflaga fer.
Þeim er ljóst að ísland gæti vel
orðið öðrum til fyrirmyndar í þeim
efnum og það væri innileg ósk
beggja.
Það er heidur engin tilviljun að
jólatónleikar hafa orðið fyrir val-
inu. Jójin eru hátíð allra manna,
en sérstök hátíð barna.
Boðskapur jólanna er unri ljósið,
sem skín þeim mun skærar sem
myrkrið er svartara, lýsir og iljar
í kulda og vegleysu og vekur þann
neista til lífsins, sem leyfir mann-
inum á stundum að rísa yfir eigin
Elly Ameling
takmarkanir. Og það er í þeim
anda, sem listamennirnir vilja
boða til hátíðar til styrktar börn-
um á íslandi, sem eru aðstoðar
þurfi.
Það er þeirra jólagjöf til
íslenzkra barna. Og ég vona, að
íslendingar kunni að meta þá gjöf
og sanna það með nærveru sinni
á tónleikunum, því að án þeirra
missir gjöfin marks.
Sérstakar þakkir vil ég færa
kór Öldutúnsskólans og stjórn-
anda hans, sem einnig vinna end-
urgjaldslaust, sem og Rut L.
Magnússon, en hún hefur séð um
skipulagningu, og síðast en ekki
sist Eimskipafélagi íslands. Án
rausnarlegs fjárhagsstuðnings
Eimskipafélagsins er vafasamt,
hvort tekizt hefði að ýta þessu
verkefni úr vör.
Dalton Baldwin
Elly Ameling fæddist í Rotter-
dam í Hollandi og stundaði söng-
nám í heimalandi sínu sem og í
París hjá Pierre Bernac.
Leið hennar til alþjóðaviður-
kenningar lá í gegnum hina
þekktu söngvakeppni í Genf í
Sviss, sem hún vann með yfirburð-
um. Fáar söngkonur hafa sungið
inn á jafnmargar hljómplötur og
Elly Ameling og hún hefur komið
fram með öllum frægustu hljóm-
sveitum og hljómsveitarstjórum
heims og notið sérstakrar virðing-
ar og viðurkenningar þeirra. En
þekktust er Elly Ameling sem
ljóðasöngkona. Hún þykir hafa
óvenjulegt næmi á form i tónlist
og sérstakt vald yfír öllum þeim
blæbrigðum sem ljóðasöngur
stendur og fellur með. Hún er
jafnvíg á ólíkustu stíltegundir,
hvort sem um er að ræða tónlist
frá klassíska tímabilinu eða því
rómantíska og hefur komið öllum
á óvart með því að hafa ekki síður
vald á að túlka bandarísk, frönsk,
þýzk og suður-amerísk dægurlög
sjálfri sér og öðrum til dægra-
styttingar.
Það má segja að Elly Ameling
bregði töfraljóma á viðfangsefni
sín, hvers eðlis sem þau eru, og
lýsi þau upp innan frá af sinni
alkunnu snilld.
Dalton Baldwin þarf varla að
kynna fyrir íslenzkum áheyrend-
um, svo oft hefur hann komið
hingað og svo dyggilega hefur
hann stuðlað að framþróun söng-
mála hérlendis. Hann fæddist í
Bandaríkjunum og stundaði nám
við Juilliard School of Music í New
York og Oberlin College. Loks
lauk hanri námi hjá Nadiu Boul-
anger í París og Madeleine Li-
patti í Frakklandi. Hann hefur
lengst verið búsettur í Frakk-
landi, þó að hann ferðist án afláts
um allan heim.
Hann hefði sjálfur gjarnan vilj-
að verða söngvari. En til þess
þarf náttúrurödd, sem hann vant-
aði. Hann sneri því sínu kvæði í
kross og ákvað að helga líf sitt
því að halda merki hins þýzka og
franska ljóðs á lofti sem undirleik-
ari söngvara á borð við Gérard
Souzay, Jessye Norman, Federica
von Stade, José van Dam, William
Parker svo einhveijir séu nefndir.
Og hvar sem hann fer, hefur
Dalton Baldwin lagt sig fram við
að rækta hæfileika ungra söngv-
ara og við að reyna að koma þeim
á framfæri og í hendur afburða-
kennara, sem gætu þroskað hæfí-
leika þeirra til hins ýtrasta.
Af þeirri hlið hafa Islendingar
notið góðs, ef til vill öðrum frem-
ur.
Höfundur er læknir.
lliBllllliÉ
%
' J,- -Jj-
ijjji!
«hmbi
.
.
■-s .
É •* ^ 1
Reykjavík 12. desember 1990
I.GUÐMUNDSSON & Co. hf.
Þverholti 18,105 Reykjavík.
Sími 24020
E E*Sx
__
r i 1 i
B I