Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 31

Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 31 Reuter 35 bíða bana íbardaga í blökkumannahverfi Stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins (ANC) bera burt lík félaga síns sem beið bana í átökum stuðnings- manna ANC og farandverkamanna úr röðum zúlúmanna í blökkumannahverfinu Thokoza við Jóhannesar- borg í gær. Að minnsta kosti 35 menn biðu bana í átökunum og 50 særðust. Mikil spenna ríkir milli fylk- inga blökkumanna og voru átökin í Thokoza-hverfinu sögð hafa blossað skyndilega upp og að því er virtist án tilefnis. Her- og lögregla skakkaði leikinn og jók síðan viðbúnað í hverfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari bardaga. Walesa ætlar að fórna sér í þágii þjóðarinnar Varsjá. Reuter. LECH Walesa sór þess sárt í gær og við lagði fyrir framan altari- stöflunni um svörtu guðsmóður- ina, þjóðargersemi Pólverja í borginni Czestochowa, að gefa sig óskiptan að forsetastarfinu og fórna sér í þágu þjóðar sinnar. Hann vann yfirburða sigur í for- setakosningunum sl. sunnudag og fór til Czestochowa til þess að biðjast fyrir við helgiskrín hinnar kaþólsku þjóðar þar. Ferðabann hefur verið sett á Stanislaw Tyminski, mótfram- bjóðanda hans, vegna óhróðurs sem hann er sagður hafa haft í frammi í kosningabarátunni. Tyminski hyggst halda úr landi í dag. Tyminski sagði blaðamönnum frá því í gær að sér hefði borist stefna frá saksóknara í borginni Nowy Sacz í suðurhluta Póllands. Þar er hann kvaddur til yfirheyrslna næst- komandi mánudag. Hins vegar sagðist hann engar upplýsingar hafa fengið um að hann hefði verið settur í ferðabann. Kvaðst hann ætla heim til Kanada í dag en sagð- ist reiðubúinn að snúa aftur til Póllands um helgina til að mæta í yfirheyrslu hjá yfirvöldum í Nowy Sacz. Tyminski er sakaður um að hafa breitt út óhróður um ráðamenn er hann sagði á kosningafundi í Nowy Sacz að Tadeusz Mazowiecki for^ sætisráðherra væri landráðamaður. Varðar það við lög frá 1932 og verði hann sekur fundinn gæti hann átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi. Gagnrýndi Tyminski þenn- an málatilbúnað í gær og sagði það skjóta skökku við ef hið nýfijálsa ríki ætlaði að sækja sig til saka á grundvelli lagabálks frá Stalínst- ímanum fyrir verknað sem þætti fyllilega eðlilegur í kosningabaráttu í lýðræðisríkjum. „Verði hins vegar lagst gegn því að ég fari úr landi mun ég hlíta því þar sem ég er lög- hlýðinn rnaður," sagði Tyminski. Kosningasigur koiíimúnista í Serbíu: Slóvenar taldir munu segja sig lögum við Júgóslavíu rrad. Reuter. ENTUR sigur kommúnista, i nefna sig sósíalista, í kosn- m í Serbíu á sunnudaginn linn auka líkurnar á að Sló- 3. og fleiri sambandsríki i segja sig úr lögum við Júgóslavíu. Leiðtogi sósíalista, Slobodan Milosevic, fékk sam- kvæmt fyrstu tölum rúm 60% atkvæða í forsetakjöri og komm- únistar meirihluta í mörgum kjördæmum þegar í fyrri um- Nýr sambandssáttmáli Sovétríkjanna: Rússar setja skil- yrði fyrir samþykkt Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær tillögu þess efnis að Rússar gangi til samninga og hugsanlegr- ar undirritunar nýs sambandssátt- mála fyrir sovéska ríkjasamband- ið að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Rússneska þingið setti það sem skilyrði fyrir undirritun sáttmálans að hann tryggði að sjálfsforræði Rússlands og eigin stjórnarskrá lýð- veldisins yrði virt. Flest sovésku lýð- veldanna hafa sagt sáttmálann óað- gengilegan óbreyttan og ristir þar dýpst ágreiningur um einkavæðingu og yfirráð yfir auðlindum. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti vill að lýðveldin undirriti sáttmálann þegar í stað svo að hann geti stigið næstu skref í átt til samræmds mark- aðsbúskapar. Samkvæmt því samn- ingsuppkasti sem fyrir liggur Moskvustjórnin eiga síðasta orðið í öllum málum. Eystrasaltsríkin þijú og Georgía hafa lýst yfir því að þau muni ekki samþykkja sambandssáttmálann en þau hafa krafist fulls sjálfstæðis. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi sovétstjórnina í rússneska þinginu í gær fyrir að reyna knýja sáttmálann í gegn fyrir áramót, sam- kvæmt frásögn /níer/ax-fréttastof- unnar. Núrsúltan Nazerbajev forseti Kazakhstan gagnrýndi einnig hvern- ig sovétstjórnin hefði haldið á málum í sambandi við hinn nýja sambands- sáttinála. Hann sagði á blaðamanna- fundi í gær að fyrst hefði átt að fá þingum lýðveldanna hann til umfjöll- unar og samþykktar og síðan hefði Moskvuvaldið átt að samþykkja hann. I reynd hefði verið öfugt að farið þar sem miðstýringarvaldið í Moskvu hefði fyrst samþykkt hann og ætlaði síðan ,að neyða hann óbreyttann upp á lýðveldin. „Tilraun- ir til að stjórna að ofan í þessu efni munu ekki bera ávöxt," sagði Naz- erbajev. ferðinni en hin seinni verður 23. desember. Milosevic hefur hald- ið mjög á lofti herskárri þjóð- ernisstefnu og sagt að komi til klofnings muni Serbar krefjast landsvæða er nú heyra til öðrum sambandsríkjum. Serbía er fjölmennasta sam- bandsríkið og telja aðrar þjóðir Júgóslavíu, einkum Slóvenar og Króatar, sem eru næstfjölmennast- ir, að Serbar vilji ráða lögum og lofum í landinu. Einnig er ljóst að Milosevic og stuðningsmenn hans eru flestir mótfallnir því að skrefið frá ríkisforsjá kommúnismans til markaðsbúskapar og lýðræðis verði stigið til fulls eins og ákveðið hefur verið í Króatíu og Slóveníu. Kosn- ingar voru einnig á sunnudaginn í' Svartfjallalandi þar sem íbúar eru flestir náskyldir Serbum og virðast úrslitin hafa verið jafnvel enn þá hagstæðari kommúnistum þar. Helstu andstæðingar Milosevics, annars vegar öfgafullur þjóðernis- sinnaflokkur undir forystu Vuks Drascovics og hins vegar Lýðræðis- flokkurinn, sem er miðjuflokkur, sökuðu stjórnarflokk Milosevics um kosningasvik en erlendir stjórnar- erindrekar vísuðu því á bug. Áður hafa verið fijálsar kosning- ar í hinum ríkjunum fjórum; Kró- atíu, Slóveníu, Bosníu-Herzegóvínu og Makedóníu og guldu kommún- istar afhroð í þeim öllum. Stjórn- málaskýrendur telja að margir kjósendur hafi, óttast að sams kon- ar upplausn og í ýmsum öðrum A-Evrópuríkjum tæki við ef stjórn- arandstæðingar sigruðu. Aðrir benda á að Milosevic hafi höfðað mjög til þjóðernisvitundar Serba og þannig slegið að nokkru vopnin úr höndum andstæðinganna. Lýð- ræðisflokkurinn og flokkur Dras- covics, er varð annar í fosretakjör- inu, munu vinna saman í seinni umferð kosninganna í Serbíu. Reuter Armand Hammer látinn Bandaríski auðkýfingurinn Ar- mand Hammer lést á mánudag 92 ára að aldri. Hammer sem var aðaleigandi og stjórnar- formaður olíufélagsins Occid- ental Petroleum Corp. gat sér einkum orð fyrir viðskipti við Sovétríkin. Þar hefur hann alla tíð verið í miklum metum og verið kunningi flestra Sovétlei- toga frá og með Lenín. ERLENT Öllwn vinum, kunningjum og œttmennum mínum, sem heiðruðu mig á 70 ára afmceli mínu, sendi ég mínar bestu þakkir og óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár. Garðar Þormar. HREINT LOFTINNANHUSS Nýja DAIM-ION jónatækið gefur frá sér 4.000 milljarða negatívra jóna á sekúndu, sem eyða allri innanhússmengun í lofti þannig að hún fellurá gólfið. Eðlilegt jónajafnvægi kemst þannig á og loftið verður ferskt og hreint á ný. m DAN-ION gerir daglegt líf þitt heilbrigðara og þrifalegra: DAN-ION kemur í veg fyrir eða dregur úr óþægindum í sambandi við eftiríarandi: • Tóbaksreyk • Sykurmaur • Húsdýrahár • Ólykt • Sveppagró • Terpentínulykt • Húðflyksur • Stöðulegt rafmagn • Gervitrefjar • Vefnaðartrefjar • Plöntufrjóduft • Ofnæmisorsakir • Gerla • Uppgufunúrmálningu Sölustaðir: Breiðholts Apótek, Álftabaka 1 -4. — Fönix hf., Hátúni 6. — H. G. Guðjónsson, Stigahlíð 45-47. — Ljós og orka hf., Skeifunni 19. - Lyfjaberg Apótek, Hraunbergi 4. - Ingólfs Apótek, Kringlunni. - Rafbúð, Egilsgötu 3. - Rafbúð, Bildshöfða 16. — Rafbúð Vesturbæjar hf., Hringbraut 121, — Rafvörur sf., Langholtsvegi 130. — Reykjavikur Apótek, Austurstræti 16. - Raftækni sf, Brekkugötu 7, Akureyri. - Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík. - G.H. Ijós, Garðatorgi 3, Garðabæ. • Áheimilinu • ígistihúsum • íiðnaðarhúsnæði • íveitingahúsum • Ábarnaheimilum • í ráðstefnusölum • I tölvuherbergjum • ískrifstofum • ískólum • Áhvildarheimilum • ígróðurhúsum 1. Húsið (skápurinn) 2. Jónunarrifa 3. Gaumljós 4. 220V/240V Tvöföld einangrun DAN-ION ersamþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.