Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 Nýtt - Nýtt Mjólkursamlag KEA: Leikjatölva Yffir 50 geróir af leikjum Aulaiiiig í innvcgimii mjólk upp á eina milljón lítra PdDiOii MUN MEIRI mjólk hefur borist Mjólkursamlagi KEA á þessu ári miðað við það síðasta, en aukningin nemur 5,35%. Tekið hefur verið á móti um milljón lítrum meira á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs en gert var á því síðasta. Síðustu tvo mánuði, október og nóvember hefur einnig borist óvenjumikil mjólk til samlagsins. Geislagötu 14, 600 Akureyri. Sími 96-21300. Hólmgeir Karlsson framleiðslu- stjóri Mjólkursamlags KEA á Akur- eyri sagðist telja að aukning innveg- innar mjólkur á þessu ári mætti fyrst og fremst rekja til þess að bændur voru mjög hvattir til að auka fram- leiðslu sína í kjölfar umræðna um að upp gæti komið mjólkurskortur. Þá hafi bændum einnig verið heimilt að nýta 15% af kvóta yfírstandandi ODYR JOLAGJOF! I LEIT AÐ SANNLEIKANUM Katie MacDonald rannsóknarblaðamanni var vel kunnugt um hættuna sem fylgdi starfi sínu. Náinn vinur hennar Sam Bradford, sem hafði sama starfa, lét lífið þegar hann var í þann mund að fletta ofan af miklu hneykslismáli. Dauði hans var sagður slys, en Grant Elliot einkaspæjari frá Chicago var á öðru máli. Katie slóst í lið með hinum myndarlega einkaspæjara til að hjálpa hon- um að sanna kenningu sína... en hún tók ekki persónuleg áhrif hans á sig með í reikninginn. Brátt voru þau Grant flækt í net ástríðunnar og banvænan svikavef að auki. En þá komst Katie að lygum Grant. Af hverju hafði hann ekki sagt henni sannleikann, þegar hann vissi hvaða hug hún hafði borið til Sam. LIFSTIÐARDOMUR -- V ^ Linda Miller hafði aldrei kynnst raunverulegri skelfingu fyrren hún varð vitni að moröi. Nú fylgdi skelfingin henni við hvert fótmál. Tækist FBI manninum Michael Rosen að vama því að hún yrði myrt, var næsta öruggt að framburður hennar yrði til þess að sakfelia einn vold- ugasta glæpahöfðingja undirheimanna. En heill her leigumorðingja fylgdi þeim hvert sem þau fóru, hvergi var í öruggt hús að venda og eng- um manni að treysta. Það var lán í óláni að Michael og Linda skyldu alltaf vera upp á kant inn- byrðis, því meðan þannig stóð á gekk Linda þess dulin — um stUndar- sakir — hve framtíðarhorfur hennar voru skuggalegar. KRAFTAVERK Sam Reese var á flótta. Hánn var að reyna að flýja þær byrðar sem grimm örlög höfðu lagt á styrkar herðar hans. En þá rakst hann á Kate Morgan. Hún var fögur, munúðarfull og ástrík. Hún var einmitt það sem Sam þurfti mest á að halda, — og helst að flýja. Kate veitti því eftirtekt að kynleg atvik tóku að eiga sér stað er Sam skaut upp kollinum í litla sveitabænum þar sem hún bjó. Sár greru og daufir tóku að heyra. Traustvekjandi návist Sams, innbyrgður kraftur, voru líka sem smyrsl á hrjáða sál hennar. Kate tókst það verk á hendur að sýna þessum ókunna manni, sem grætt hafði kramiö hjarta hennar, að kraftaverkin yrðu ekki flúin, — né heldur ástin. 1. hei,tfcí:i; LEIÐIN HEIM Líf Önnu Fitzgerald var í stöðúgri hættu. Að minnsta kosti ef einhver kæmist að því að hún hét í raun og veru Roseanna Jensen. Á táningsaldri strauk hún að heiman. Lífið á götunúm var verra en hana hafði órað fyrir. En hún hafði lifað af og nú var hún orðin kona. Fullvaxin kona sem hafði þörf fyrir ástina. Bara ef maöurinn sem hún elskaði og þarfnaðist hefði verið einhver annar en Grady Clayton. Hann var allt of áberandi í samfélaginu og lagði sjálfan sig og frama sinn á stjórnmálasviðinu i hættu með sambandi sínu við Önnu. Fortið hennar gat auðveldlega varpað skugga og skömm á mannin sem hún unni. Krista og Rosie. Tvær systur tengdar órjúfanlegum böndum þó að þær gætu ekki verið saman. Hittast þær nokkurn tímann aftur? 2. bók afþremur um systurnar Kristu, Rosie og fóstursystur þeirra. 4 í pakka á kr. 1.750,- ■ ALLT STAKAR SÖGUR ásútaáfan Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Sími 96-24966 verðlagsárs á því síðasta og það hafi þeir gert í ríkum mæli. Taldi Hólmgeir að ef 15% heimildin yrði ekki við lýði á næsta ári myndi eflaust fara svo að margir bændur yrðu búnir með fullvirðisrétt sinn snemma næsta sumar. „Það má líka nefna í sambandi við aukningu á innveginni mjólk, að fóður er afar gott nú og einnig eru aðstæður allar mjög ákjósanlegar,“ sagði Hólmgeir. Mjólkursamlagið tók á móti 19.934.395 lítrum af mjólk á fyrstu ellefu mánuðum ársins, en á sama tíma á síðasta ári 18.917.638 lítrum, eða um milljón lítrum meira. Heildar- aukning mjólkur er 5,37% yfir.allt tímabilið, en ef er litið til síðustu tveggja mánaða er aukningin meiri á milli mánaða. í október var tekið á móti 9,3% meiri mjólk í samlaginu en í október í fyrra og 7,3% meira í nóvember miðað við sama mánuði á síðasta ári. Hólmgeir sagði að gerðir væru undanrennuostar til útflutnings úr allri umframmjólk, en úr þeirri mjólk sem bændur framleiddu innan 15% fullvirðisréttarins, sem færa mátti á milli verðlagsára, eru gerðir feitir ostar. Nokkru meiri birgðir eru til af slíkum ostum en venja er og taldi Hólmgeir ekki ólíklegt að eitthvað af honum yrði flutt út. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Starfsmenn Sæplasts skoða fyrstu kúlurnar úr vélum fyrirtækisins Framleiðsla hafinn á trollkúlum Dalvík. SÆPLAST hf. á Dalvík er nú að hefja framleiðslu á trollkúlum í verksmiðju sinni á Dalvík. Kúlur þessar voru áður framleiddar af Plasteinangrun á Akureyri, en Sæplast keypti fyrirtækið fyrr á þessu ári. Til að byrja með starf- rækti Sæplast verksmiðju Plast- einangrunar á Akureyri, en ákveðið er að leggja starfsemina þar niður og flytja hana til Dalvík- ur. Sprautusteypuvélarnar sem fram- leiða kúlurnar voru fluttar til Dalvík- ur í síðustu viku og hefur verið unn- ið að því að setja þær upp í verk- smiðju Sæplasts. Tvær vélanna eru ekki nein léttavara, en þær vega um 30 tonn hvor um sig. Auk þeirra eru svo nokkrar minni. Vélarnar eru al- sjálfvirkar og þarf ekki marga starfs- menn til að fylgjast með þeim. Steypa þær hvorn helming kúlunnar fyrir sig en þær eru síðan settar saman í sérstakri vél. Vélarnar geta framleitt margar gerðir af kúlum og ýmsar stærðir. Mikil eftirspurn hefur verið eftir trollkúlum og telja forsvars- menn fyrirtækisins að möguleiki sé á að auka verulega sölu á framleiðsl- unni. Stöðug aukning hefur verið hjá fyrirtækinu í framleiðslu plastkerja og bretta fyrir fiskiðnaðinn. Fram- leiðslan hefur hlotið mikla viðurkenn- ingu, en um 50% hennar fer til sölu erlendis. Fyrirhugað er að auka sjálf- virkni í framleiðslu keijanna og að ná auknum afköstum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Sæplasti á þessu ári og er ljóst að hagnaður af rekstri félagsins er veru- legur. í vor var Sæplast hf. gert að almenningshlutafélagi og var hlutaf- éð aukið í félaginu. Bréffn seldust öll á góðu verði og mun gangverð þeirra nú vera um sjöfalt nafnverð. Fréttaritari. ■ KARLAKÓR Akureyrar, Geysir, efnir til Luciuhátiðar í Akureyrarkirkju, annað kvöld og einnig á laugardagskvöld, 15. des- ember. Luciuhátíðin hefst kl. 20.30 bæði kvöldin. Sigríður Helga Agústsdóttir, sópran fer með hlutverk Luciunnar og Oskar Pétursson, tenór syngur einsöng. Hljóðfæraleikarar eru Guðrún A. Kristinsdóttir, píanó, Helga Kvam, hljómborð og Jóhann Bald- vinsson, orgel. Söngstjóri er Roar Kvam, en gestir á Luciuhátíðinni er Kór Lundarskóla ásamt Elín- borgu Loftsdóttur söngstjóra. ■ HLJOMSVEITIN Súld heldur útgáfutónleika á Uppanum í kvöld og einnig annað kvöld og hefjast tónleikarnir um kl. 22 bæði kvöldin. Tilefni hljómleikanna er að kynna nýútkominn geisladisk hljómsveit- arinnar, Blindflug, en á honum eru tíu lög eftir meðlimi hljómsveitar- innar, en hana skipa þeir Steingrímur Guðmundsson, trommur, Lárus Grímsson, hljóm- borð og flauta, Páll Pálsson, bassi, Tryggvi Hiibner, gítar og Martin Van der Valk, slagverk. #\ ÚTGEFANDI: (SLENSK SPIL HF. DREIFING: f^XTT VERÐBREFASPILIÐ ^ T M SNJALLT SPIL FYRIR F< F0RSJALT F0LK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.