Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 40

Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 40
40 MORGUtyBfcAÐIÐ; MIPVIKUDAGUR. 12, RKSKMBKR 1990 Risaskref fram á við Hljómplötur Árni Matthíasson Það er eitt helsta undur síðari tíma poppsögu hve Bubbi Mort- hens hefur náð að halda vinsæld- um sínum. Á þeim rúmu tíu árum sem liðin eru síðan hann sendi frá sér ísbjamarblús hefur hann sent frá sér 25 breið-. og smásk- ífur, sem selst hafa í vel á annað hundrað þúsund eintökum. Ekki er nóg með það, því 26. breiðsk- ífan, Sögur af landi, sem hér verður gerð að umtalsefni, hefur þegar þetta birtist selst í yfír 7.000 eintökum og ævisaga Bubba er söluhæsta bók jóla- markaðarins. Hljómplatan nýja, Sögur af landi, skipar sér á bekk með bestu plötum Bubba og á henni stígur hann risaskref fram á við í textagerð. Aðal bestu textanna er að þeir segja sögu og draga upp myndir nánast áreynslulaust, þó sumstaðar sé formið full- þröngt og rím langsótt og stirt. Sem dæmi um afbragðstexta má nefna Síðasta örninn, sem rekur síðustu ár Einars Benediktsson- ar, Synetu, sem rekur sjóslysið átakanlega við Skrúðinn, Blóð- bönd, Sú sem aldrei sefur, heim- sóknina í hóruhúsið Gula flam- ingóann. Fjólubiátt flauel, aftur á móti, er texti sem hefði getað ræst vel úr ef ekki væru þar fínna línur eins og „I myrkinu augu þín æla ljósi". Annar texti sem ekki gengur upp, þar sem inni- haldið ber formið ofurliði, er Stúlkan sem starir á hafíð, „stór- eyg, dáldið fött“. Þeir gallar sem finna má með því að lesa textana verða þó lítilvægir í samhengi laganna, og Sögur af landi er í raun afbragðs sungin ljóðabók. Lagasmíðar eru sterkar á plöt- unni og í heild er hún jafnbetri en síðasta plata, Nóttin langa. Rísa þar hæst áðurnefnd lög og við þau má bæta Sonettunni sem opnar plötuna. Útsetningar á plötunni annast Bubbi, Christian Falk og Hilmar Örn Hilmarsson, þeir hinir sömu og sáu um síðustu plötu. Þeir hafa lagt til hliðar tölvutól að mestu og halla sér meira að hefð- bundinni hljóðfæraskipan en ná þó að skapa sérstæðan blæ. Iðu- lega er útsetningin þó nánast hefðbundin, en þó bryddað upp á ýmsu nýju, t.a.m. í uppafi Son- nettunnar. í Gula flamingóanum beita þeir snjöllum brögðum til að ná fram stórskemmtilegum New Orleans-blæ, með hálffölsk- um blæstri og snjöllum bandeo- neonleik. Eitt skemmtilegasta Úti í heimi eru til svonefndar hljóðverssveitir, þ.e. sveitir sem sjást sjaldan á tónleikum, en lifa frekar í hljóðveri og senda frá sér glötur með reglulegu milli- bili. íslenskur poppmarkaður er það lítill að það er nánast ógjörn- ingur fyrir tónlistarmenn að lifa eingöngu af plötuútgáfu og ein- um eða tvennum tónleikum á ári. Þó eru alltaf nokkrar sveitir og tónlistarmenn sem reyna fyrir sér með slíkt og Possibillies er meðal þeirra. Meðlimir sveitar- innar, sem er í raun dúett Stef- áns Hjörleifssonar og Jóns Ólafs- sonar, hafa verið iðnir undanfar- in ár í ýmsum sveitum, þeirra helstri Bítlavinafélaginu, en hald- ið lifandi hugarfóstri sínu, Possi- billies. Sú sveit hefur þó ekki sent frá sér nema eina breiðskífu 1985, að önnur plata sveitarinn- ar, Töframaðurinn frá Ríga, kom út fyrir stuttu. Töframaðurinn frá Ríga minnir um margt á fyrri plötu þeirra Stefáns og Jóns, hlaðið popp með íburðarmiklum útsetn- ingum, sem þarf töluverðrar hlustunar. Ekki launar sú hlustun alltaf fyrir sig, því ekki er laust við að hugmyndir á bak við sum laganna séu full fátæklegar þeg- ar komið er inn úr skrúðinu. Þó eru góðir sprettir á plötunni, en hennar helsti galli er hve yfir- bragð hennar er líflaust. Ráða þar nokkru textamir, sem ágæt- lag plötunnar með epískum tre- gatexta. Ekki ætla ég mér þá spádóms- gáfu að segja fyrir um það hven- ær vinsældir Bubba dvíni, enda hafa margir helstu poppfræðing- ar landsins spáð því hvað eftir annað að hann væri ioks búinn að vera. Það virðist þó ljóst að á meðan hann getur sent frá sér aðrar eins gæðaplötur og Sögur af landi á hann eftir að vera fremstur allra á íslenskum popp- markaði. lega eru ortir, en þeir eru miklir angurværðar úðartextar, „nýró- mantík víðernanna" án lífsháska og spennu: „Þegar löngum degi hallar fer lífið sér með ró / og lágar raddir fara að tala / um það sem gerðist það sem ekki varð / og það sem gerðist aldrei nákvæmlega.“ Hér vantar aðeins ljóðræna úð Arons Eilífs. Þeir Possibillies-félagar hafa farið þá skynsemdarleið að fá til liðs við sig ýmsa söngvara og skilar þáð bestu lögum plötunn- ar, eins og t.a.m. Haltu fast, sem Björn Friðbjömsson syngur eink- ar skemmtilega, Er vegur, þar Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir fer ágætlega með klénan texta, „Gúmmíið grætur burt / gírstöngina / nú finna fætur / fjörkippina", og Tunglið mitt sem Stefán Hilmarsson syngur vel, en Sigurður Bjóla nær ekki að gæða lagið Enn lífí. Vert er að geta lagsins Menn eru mæður nætur, sem leynir á sér og fimmt- ánda lag disksins kemur skemmtilega á óvart. Allur frá- gangur á plötunni er til fyrir- myndar, hljóðblöndun afar góð og hljóðfæraleikur almennt. Um- slagið hefur ömgglega fælt frá einhverja kaupendur. Eitthvað segir mér að meira en fimm ár eigi eftir að líða í næstu plötu Possibillies, og full- ástæða til, ef ekki er meira í kúnni en það sem heyrist á Tö- framanninum frá Ríga. Nýrómantík víðernanna Skín við sólu Skagafjörður Oddur Björnsson Ljómar heimur Skagfirska söngsveitin Skagfírska söngsveitin er mætt — á nýrri hljómplötu, þeirri fimmtándu í röðinni. Og nú er megináherslan lögð á íslensk lög, þ. á m. eftir skagfírsk tónskáld. Þessi ágæta söngsveit hefur starfað í tuttugu ár samfleytt, og mér er nær að halda að hún hafí ekki verið betri í annan tíma, og satt að segja vek- ur það undrun hvað hún hefur á að skipa ágætu söngfólki — eru mér þá efst í huga einsöngvararnir (Fríður Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Halla S; Jónasdóttir, H'reiðar Pálmason, Óskar Péturs- son, Sigurður Steingrímsson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir) sem fram koma á þessari plötu. Staðfest- ir það almannaróm að Skagfirðingar séu söngmenn góðir engu síður en hestamenn, og meðal annarra orða — var Stefán Islandi ekki úr Skaga- firðinum (nema hvað!), og hvað um ættir og uppruna stórsöngvarans Kristjáns Jóhannssonar? Það liggur við, þegar maður heyrir í þessu ágæta söngfólki, að maður freistist til að álykta að þetta sé engin tilvilj- un! Þetta eru allt saman geðþekk sönglög — og sum falleg, sungin á „þjóðlega" vísu, þar á ég við að sönggleðin ræður ríkjum, en kannski í sumum tilvikum nokkuð einhæft hraðaval, þar sem t.d. lag og texti bjóða upp á meiri snerpu og frískara tempó. Annars eru út- setningarnar yfirleitt skemmtilegur, og í tveimur lögum heyrist ágætur trompetleikur (Gunnar Björn Bjarnason) og óbóleikur (Guðrún Másdóttir), og undirleikur Violetu Smid er góður. Að lokum verður Björgvin Þór Valdimarsson, stjórn- andi kórsins, að fá sérstakt hrós — áreiðanlega réttur maður á réttum stað. Hljóðritun (gerð í Hafnarborg) er góð, þótt hljómburður virðist nokkuð yfirdrifinn — sem kannski hentar þó ekki illa söng af þessu tagi. Nemendur ur Tonlistarskola Garðabæjar. ■ NEMENDUR Tónlistarskóla Garðabæjar halda tónleika fyrir Garðbæinga í dag, miðvikudag kl. 19.00 og á mánudaginn 17. des- ember kl. 19.00. Tónleikarnir eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli í Garðabæ. Á tónleikunum koma fram nemendur úr efri stigum og syngja og leika saman á ýmis hljóðfæri þekkt verk frá barokk- tímanum til okkar daga. Einnig verða leikjn jólalög og verk tengd jólunum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Verðbréfamarkaður á tímamótum Ráðstefna íA-sal Hótels Sögu kl. 161 dag Kl. 16.00 Setning: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður og stjónarformaður Fjárfestingarféiags íslands hf. Fundarstjóri: Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips, stjórnarmaður í Frárfestingarfélagi íslands hf. og stjórnarformaður Fjölþjóðasjóðsins. Kl. 16.10 Skandinaviska Enskilda Banken og dótturfyrirtæki, skipulag og starfssemi: Hugo af Petersens, framkvæmdastjóri Enskilda Asset Management. Kl. 16.25 Erlendir hlutabréfamarkaðir, 1920 -1990: Agnar Jón Ágústsson hagfræðingur hjá Fjárfestingarfélagi íslands hf. Kl. 16.40 Horfur á erlendum verðbréfamörkuðum: Davið Soden, yfirmaður Norður-Ameríkudeildar Enskilda Asset Management. Kl. 17.00 Lög og reglur um erlend verðbréfaviðskipti. Skattlagning erlendra verðbréfa og kostnaður kaupenda: Friðrik Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, forstjóri Fjárfestingarfélags íslands. Kl. 17.15 Frjálsar umræður. (22? FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSU\NDS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK. S. (91) 28566 • KRINGLUNNI. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RAÐHÚSTORGI 3. 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.