Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER-1990 v,i
Þingrellir.
Bandaríski herinn við lagnir kafbátavarna í Hvalfirði.
djöfulgang, þrátt fyrir það að ver-
öldin væri á öðrum endanum,
stæði í ljósum logum, þrátt fyrir
það ætlaði ég ekki að gefast upp
fyrr en í fulla hnefana. Eins og
allir aðrir hafði ég orðið a neita
mér um alltof mikið vegna kring-
umstæðna sem einn lítill einstakl-
ingur hefur svo ótrúlega lítil áhrif
á. En ég var ekki reiðubúinn að
afneita sjálfum mér. Ég var ekki
nógu hreinræktuð afurð fjölda-
samfélags sem áttií stjóretyijöld
um tilvistarforsendur mannlífsins
til að standa eða falla eins og ein-
hverjum öðrum þóknaðist. Ekki í
einu og öllu.
Ég var kvæntur maður. Ég átti
ekki aðeins konu heima í Texas
heldur líka ættingja og vini sem
virtu mig. Með ærinni fyrirhöfn
hafði ég getið mér orð og áunnið
mér þjóðfélagsstöðu sem mér var
annt um. En nú var það allt svo
fjarlægt.
Hér var ég. Á íslandi. Á yztu
nöf. Líf mitt hafði umturnast rétt
eins og veröldin og ég vissi ekki
hvað biði mín. Á morgun gat ég
sem hægast verið kominn í
fremstu víglínu. Eins og hvert
annað byssufóður, Ég viðurkenndi
það hvorki fyrir sjálfum mér né
öðrum, ekki þá. En ég var hrædd-
ur. Ég get vel viðurkennt það
núna: Af því að ég er orðinn svo
gamall.
Langt í burtu, hræddur, um-
kringdur og þó einn. Og þá stend
ég allt í einu frammi'fyrir ástinni,
lífínu sjálfu. Þessum fögnuði sem
fyllir mig og gerir mig sjálfan svo
verðugan, svo dýrmætan, að ég
sný vörn í sókn.
Mer varð annt um að lifa. Eng-
in uppgjöf og enginn lævís kvíði
sem fylgdi mér eins og skuggi
hveija stund.
Hún var svo geislandi glöð og
fögur. Full af því lífi sem mér
fannst ég eiga rétt á að lifa.
Hún var umkringd. Allir vildu
eiga hana. Hún gat valið þann sem
hún vildi. Hún valdi mig. Þar með
var teningnum kastað. Upp kom
sex_. Hæsti vimlingur í stöðunni.
Ég var fertugur, hún þremur
árum yngri. Hún heitir Guðlaug
Sigurðardóttir og ég elska hana
enn þrátt fyrir þær mótdrægu
kringumstæður að hún skuli liggja
á Elliheimilinu Grund, skammt frá
Grímsstaðaholtinu þar sem
Trípólíkampur stóð fyrir næstum
hálfri öld, og að ég skuli eftir allt
saman enn eiga heima í San
Ántonio í Texas, í raðhúsinu þar
sem Prospect-hæð þar sem ég lék
mér í bernsku blasir við mér þegar
ég lít út um stofugluggann.
THOMSON *i\
HÁGÆÐA SJÓNVÖRP
MIKIÐ ÚRVAL
HAGSTÆÐ VERÐ
iMS§S
^ SAMBANDSINS
VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66
KAUPSTADUR
(MJÓDD
45
FRÁSAGNIR
ÞEKKTRA MANNA
ÆVIBROT efftir Dr. Gunnlaug Þórðorson
Gunnlaugur hefur ávallt verið hress f fasi og talað tæpitungulaust
I þessari bók kemur hann svo sannariega til dyranna eins og hann
er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upptifa dauðann - Ritari forseta
íslands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum.
- Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð
um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina.
A LANDAKOTI
eftir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni
Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur islendinga
í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri
stofnun og liknarstarfi f nærri heila öld þar sem margir af fremstu
læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir.
SETBERG
HVÍTA HÚSID / SÍA