Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 49

Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 49 Sérkennilegar starfsaðferðir Við viljum taka heils hugar undir sjónarmið sem fram koma í grein Svanfríðar Jónsdóttur, sem birtist í blaðinu 27. nóv. sl. Þar er að gefnu tilefni spurt hver sé stefnan í menntun hjúkrunar- fræðinga hér á landi. Eins og kunn- ugt er var ákveðið fyrir nokkrum árum að gera breytingar á hjúkr- unarnámi og var þá Hjúkrunarskóii íslands lagður af en námið vistað á svonefndu háskólastigi. Auðvitað breyttist starfið ekkert við þessa ráðstöfun, enda lýtur það sínum lögmálum um framþróun eins og önnur störf burtséð frá því hvar og hvernig staðið er að grunnnám- inu; starfið hlýtur að móta námið en námið ekki starfið. Þeirri undarlegu bábilju hefur verið haldið á lofti um nokkurt skeið að hjúkrunarstarfið hafi eitthvað. breyst í eðli sínu við það eitt að grunnnámið var fært á háskólastig. A þeim forsendum hafa sumir fyllst mikilli hugulsemi gagnvart okkur sem sóttum okkar nám eftir gömlu aðferðinni, rokið upp til handa og fóta og fundist það hin mesta nauð- syn að við bættum tveggja ára grunnnámi við okkar grunnnám og því er þá gjarnan bætt við, að ef við gerðum það ekki þá séum við tæpast gjaldgengar og voðinn vís fyrir stéttina. Okkur finnst að nær væri að meta að verðleikum þá menntun og reynslu sem við höfum nú þegar aflað okkur og betra væri að beina kröftunum að því að efla sérnám hjúkrunarfræðinga eftir grunnnám og þá með alla hjúkrunarfræðinga í huga. Okkur er ekki kunnugt um að nokkur stétt hafi fyrr látið sér detta í hug að senda þá sem hafa lokið fullgildu námi á sínum tíma til þess að lesa það námsefni á skólabekk sem kennt er hveiju sinni. Það væri t.a.m. hláleg aðstaða sem upp kæmi ef læknum með áralanga reynslu væri boðið upp á setjast á ný í læknadeildina með nemunum þar, vegna þess að námsefnið er nú tals- vert breytt frá því að þeir stunduðu þar nám eða ef verkfræðingur sem stjórnað hefur stórframkvæmdum yrði að setjast aftur á skólabekk með þeim sem eru að læra grund- vallaratriði í fræðunum. Auðvitað sjá allir að engum dett- ur slík endaleysa í hug og hvers vegna ættu þá hjúkrunarfræðingar ein stétta að ástunda slíka flónsku. Krafa tíinans hlýtur að vera sú að gera okkur öllum auðveldara að auka sérþekkingu okkar en ekki leggja stein í götuna eins og Svanfríður bendir réttilega á í grein sinni. Það er að okkar dómi verð- ugra viðfangsefni en að elta reynda hjúkrunarfræðinga með námsefni nemenda sem nú afla sér grunn- menntunar i faginu. Aslaug Hauksdóttir, Bóthildur Steinþórsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Kristín Viktorsdóttir, Ingunn Ingvarsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Guðrún Þór Sigríður Þorsteinsdóttir, Anna Harðardóttir. Greinarliöfundar eru ljósmæður með iijúkrunarfræði sem grunnnám. Blómlegt starf Þjóð- ræknisfélagsins AÐALFUNDUR Þjóðræknisfé- lags íslendinga var nýlega hald- inn í Reykjavík. A fundinum kom fram að starfsemi félagsins hefur verið með miklum blóma að und- anförnu og nær hún til íslend- ingafélaga víða um heim og þús- unda íslendinga, sem eru búsettir erlendis. Nú er undirbúningur að skrán- ingu íslendinga erlendis á lokastigi og er gert ráð fyrir að vinna við það viðamikla verkefni heljist í byij- un næsta árs. Hafin er gerð sjón- varpsfréttaþátta sem eru sérstak- lega ætlaðir íslendingum sem eru búsettir erlendis og eru þeir gerðir í samvinnu við Ríkisútvarpið-Sjón- varp. I ráði er að reisa íslenskan torfbæ í Nýja íslandi í Kanada og standa vonir til þess að framkvæmdir geti hafist á næsta vori. í sumar komu um tvö hundruð manns frá Kanada og Bandaríkjunum til íslands og annaðist Þjóðræknisfélagið að hluta mótttöku þess hóps. í undirbúningi er að halda ráðstefnu um þjóðrækn- ismál með þátttöku fulltrúa íslend- ingafélaga og verði hún snemma á næsta ári. Á árinu var undirritaður sérstak- ur samstarfssamningur við Þjóð- ræknisfélagið í Vesturheimi og er ráðgert að gera fleiri slíka sam- starfs- og þjónustusamninga við önnur félagasamtök íslendinga beggja vegna hafsins. Þjóðræknisfé- lagið hefur annast miiligöngu fyrir íslendingafélög, meðal annars í sambandi við útvegun kynningar-' efnis, skemmtikrafta, fyrirlesara o.fl. Stjórn Þjóðræknisfélagsins var öll endurkjörin á aðalfundinum. Jón Ásgeirsson er formaður og aðrir í stjórn eru Kristbjörg Ágústsdóttir, Jón Ármann Héðinsson, Baldvin Jónsson og Teitur Lárusson. í vara- stjórn eiga sæti Guðjón Einarsson, Unnur Konráðsdóttir og Magnús Siguijónsson. Skrifstofa félagsins er í Hafnarstræti 20 í Reykjavík. h ert alltof i kflllfsri með Boíkerji Pósts og símfl Þú hríngir ur tónvalssíma... C ...og boöin birtast á skiá boötœkisins Þú kannast eflaust við hvað erfitt er að ná í sumt fólk. Það er á þönum út um allan bæ, % er »einhverstaóar í húsinu” en enginn veit nákvæmlega hvar, eða það vinnur í nýbyggingum eða annars staðar þar sem enginn sími er. Þetta vandamál er auðleyst með Boðkerfi Pósts og síma. Þú hringir bara í boðtæki þess sem þú vilt ná sambandi við og á boðtækinu sér viðkomandi í hvaða símanúmer hægt er að ná í þig. Einfalt, ekki satt? Nú hafa boðtæki stórlækkað í verði þannig að einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta auðveldlega haft gagn af þessari nýju þjónustu. BOÐKERR PÓSTS OG SlMA Kynntu þér kosti Boðkerfisins hjá söludeildum Pósts og síma og á hjá öðrum seljendum boðtækja. Ef þú óskar sendum við þér bækling heim endurgjaldslaust. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörurn þér sporin Gullfalleg listaverkabók og vönduð hljómplata r ^, frá Sigfúsi Halldórssyni REYKHOLT Faxafeni 12, sími 678833 I/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.