Morgunblaðið - 12.12.1990, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
51
MELISSA
örbylgjuofn
k, 16.995
NOVA
djúpsteikingarpottar
frákr. 8.200
KITCHEN AID
hrærivélar
k, 22.686
MARK
vasadiskó
frákr. 2.200
^ SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARD
og allir gáfu sig fram. Með Þor-
steini fóru þeir Runólfur Sigurðsson
flugvélstjóri, Einar Guðlaugsson
flugmaður og kaþólskur prestur,
séra Cunningham. Þeir tóku með
tvær lestir af skreið. Þeir reyndu
að ná fjarskiptasambandi við stöðv-
ar í Biafra, en án árangurs. Þegar
flugvélarnar fóru yfír radíóvitann
stutt frá Uli var skotið á þær úr
loftvarnabyssum. Áfram reyndu
flugmennirnir að ná sambandi við
landstöðvar. Allt í einu var svarað
og nú á tíðni Uli-flugvallar. Þor-
steinn var viss um að hafa áður
heyrt rödd þess sem talaði og bað
hann að gera grein fyrir sér. í ljós
kom að þetta var yfirmaður stöðvar
flughersins. Sá sagðist hafa þekkt
rödd Þorsteins og vitað að hann
væri flugstjórinn sem hefði flutt
konu hans og börn til Sao Tomé
nóttina áður. Hann sagðist vera á
Uga-flugvelli sem væri í höndum
Biaframanna og óhætt væri að
lenda, en þeir ættu í basli með að
koma dísilrafstöð í gang til að
kveikja brautarljósin. Hann bað
flugmenn að hinkra á meðan stöðin
væri ræst. Svo kviknuðu brautar-
ljósin og þeir lentu án tafar.
Þegar þeir óku inn á flugvéla-
stæðið sáu þeir hóp Biafrafólks á
ýmsum aldri, en enga Evrópumenn.
Þeir ákváðu þó að taka fólkið með,
enda óvíst hvaða örlög biðu þess.
Til öryggis voru báðir hreyflarnir
hægra megin hafðir í gangi, en
síðar kom í ljós að sú ákvörðun
bjargaði lífí bæði áhafnar og flótta-
fólks. Áhöfnin, ásamt prestinum,
henti skreiðinni út og lét síðan stiga
síga niður. Nú upphófst mikil bar-
átta að komast um borð í flugvél-
ina. Þvaga myndaðist og tafði fyr-
ir. Séra Cunningham hafði reynt
að koma á reglu, en án árangurs.
Hann klæddi sig í hvíta hempu því
hann ætlaði út úr flugvélinni. Hann
tróðst á móti þvögunni og var kom-
inn hálfa leið niður þegar skathríð
hófst á flugvélina. Áhöfnin var öll
aftur í þegar þetta gerðist. Þor-
steinn flugstjóri sagði þeim Einari
og Runólfi að fara strax fram í,
þeir yrðu að komast burtu eins fljótt
og auðið væri. Þegar Þorsteinn
hljóp fram eftir flugvélinni fann
hann púðurlykt. „Þeir eru þá svona
nálægt, alveg á næstu grösum,"
hugsaði hann. Þeir komu sér í sæt-
in og hlé varð á skothríðinni. Um
leið og Þorsteinn settist tók hann
hemlana af og flugvélin byijaði að
renna í áttina að brautinni. Þor-
steinn E. Jónsson segir frá: .
„Við getum ekki verið nógsam-
lega þakklátir yfír því hversu vel
Runólfí gekk að ræsa vinstri hreyfl-
ana. En nú byijaði skothríðin aftur
og nú fyrir alvöru og virtist aðal-
lega beint að stjórnklefanum, enda
komu nokkrar kúlur inn til okkar
og oft munaði mjóu. Ég var t.d.
að leggja höndina á bensíngjöfina
þegar hluti af einu handfanginu
hvarf og ég fékk smáflís í höndina.
Önnur kúla kom í rúðuna rétt við
höfuðið á Einari. Og áfram skutu
þeir á flugvélina, aðallega að fram-
anverðu og á stjórnklefann.
Allt í 'einu mundum við eftir hurð-
inni, hún var opin. Einar bauðst til
að fara aftur í og loka. Á meðan
settist Runólfur í sæti hans. Einar
komst aftur að dyrunum; þrátt fyr-
ir að flugvélin væri komin á ferð
hékk fólk enn í dyrunum, en ekki
var um annað að gera en losa hend-
ur þess til að geta lokað hurðinni.
Við beygðum til hægri út á flug-
brautina og hófum flugtakið við-
stöðulaust. Gerðist þetta allt í svo
miklum flýti að margt sem nauð-
synlegt er að gera fyrir flugtak
varð útundan. Við vorum t.d. komn-
ir langleiðina niður eftir brautinni
og flugvélin að nálgast flugtaks-
hraða þegar Runólfur varð þess var
að stýrislásarnir voru enn í sam-
bandi og með snarræði sínu hefur
hann vafalaust bjargað lífi okkar
allra. Svo var vélin allt í einu komin
í loftið og þá var eftir að komast
að því hvort hún væri flughæf.
Byijað var á að loka gluggum, stilla
kæliblöðkur (á hreyflunum) og
ýmislegt annað sem venjulega er
gert fyrir flugtak. Einar og Runólf-
ur fóru nú hvor í sitt sæti, en svo
var farið að athuga mælitækin:
Skyldi vera kominn hættulegur
bensínleki? Eða olíuleki? Skyldu
stýrisvírar eða stýrisfletir vera al-
varlega skemmdir? Önnur framrúð-
an var brotin eftir skothríðina svo
við urðum að fljúga á lítilli ferð.
Smám saman kom í ljós að flugvél-
in myndi haldast á lofti og komast
á leiðarenda.
Þessir tveir ungu flugliðar, sem
voru með inér í áhöfn, höfðu staðið
sig með stökustu hugprýði við mjög
erfiðar aðstæður og ég er stoltur
af þeim. Aftur í var séra Cunning-
ham önnum kafinn við að hlúa að
þeim sem særst höfðu í skothríðinni
og fékk hann vasahnífínn minn lán-
aðan til að ná kúlu úr handlegg á
manni. Þótt nokkrir hefðu særst var
enginn í lífshættu. Sennilega vegna
þess að flest fólkið var aftur í þeg-
ar skothríðin hófst.“
Þeir Þorsteinn, Einar, og Runólf-
ur komust farsællega til Sáo Tomé.
Þetta var síðasta ferð hjálparflug-
vélanna til Biafra sem gafst upp
daginn eftir.
★ GBC-Pappirstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 9-105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Bók
sem lætur
engan
ósnortinn
3 ODYRASTIR
‘Þúert að verða ofseinn
ef þú cetCar aðfá myncCa
tö/qi oy myncCirfyrirjóC
aCCt að verða
uppyantað
Ljósmyndastofan Mynd
sími 5 42 07
Barna- og íjölskylduljósmyndir
síml 1 26 44
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 4 30 20
Lifðu er frásögn fjögurra barna
móöur, sem veiktist af krabba-
meini og hvernig hún öðlaðist
styrk til að takast á
við sjúkdóminn.
Mari Lornér hefur tvisvar
heimsótt ísland og talað
á fundum um sorg og
sorgarviðbrögð, haldið
erindi fyrir hjúkrunarfólk
og talað í kirkjum.
Pöntunarsími (91) 25155
Spennusaga um baráttuna milli góðs og ills,
myrkurs og Ijóss. Petta er sagan sem heldur þér
við efnið frá fyrstu til sfðustu blaðsíðu.
Baráttan við heimsdrottna myrkursins
fellur vel inn f þá umræðu um dulræn fyrirbæri,
andlega vakningu og nýja öld, sem hefur verið
svoáberandi á Islandi undanfarið.
Pessari bók sleppir þú ekki fyrr en þú.
hefur lokið við að lesa hana.
Spennubókin í ár!
Hugljúfjólagjöj
Sagan sem þú gefur
—þegar þú vilt gteðja
Ástin kemur segir frá lífi landnema ÍAmerfku á síðustu
öld, starfi þeirra,sorgum, ástoggleði.
Líkt og islensku Vesturfararnir á sinni tíð, er þetta
fátækt fóik sem vinnur hörðum höndum við að sjá
sér og sínum íarborða, en lífshamingja þess er
bundin öðrum gæðum en þeim sem við eigum að
venjast í dag.
Þetta er frábærlega falleg ástarsaga,
sem heldur athygli lesandans óskiptri írá
byrjun til enda.
Ástarsagan í ár!
1(91)25155