Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 56
56
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
fclk f
fréttum
Sveinn Tómasson rifjar upp gamla takta.
Einar Klink
Sigurfinns-
son bregður
sér í gerfi
Louis Arms-
trong.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Samkomuhús Vestmannaeyja
hefur undanfarið staðið fyrir
skemmtidagskrá sem nefnist
Haustsveifla ’90. Sýningin er
byggð upp á vinsælum lögum frá
árunum í kringum 1960 og flytja
nokkrir söngvarar lögin.
I sýningunni er reynt að Iaða
fram stemmningu áranna í kring-
um 1960. Bjarni Ólafur Guð-
mundsson bregður sér í hlutverk
útvarpsmanns sem kynnir lögin
og flytjendur þeirra og riijar upp
sögur af þeim.
Allir söngvarar sýningarinnar
ena Eyjamenn að undanskildum
Kára Waage, söngvara hljóm-
sveitarinnar Islandsvina, en ís-
landsvinir sjá um spilamennsku á
sýningunni. Þá koma fram nokkr-
ir ungir Eyjamenn sem sýna dans
og fleira.
Söngvararnir bregða sér í líki
margra gamalla stjarna eins og
Connie Francis, Marlene Dietricht
og Louis Armstrong að ógleymd-
um Tom Jones.
Vel hefur verið látið af Haust-
sveiflunni enda ríkir dúndrandi
stemmning í Samkomuhúsinu og
mörgum finnst þeir yngjast um
áratugi er þeir upplifa gömlu
tímana á ný. í það minnsta
skemmtu gestir Samkomuhússins
vel þegar Morgunblaðið fylgdist
með Haustsveiflunni og eftir góða
máltíð og vel heppnaða skemmti-
dagskrá var stiginn dans við und-
irleik íslandsvina fram á nótt.
Grímur
Þórarinn Ólason og Kári Waage taka á í söngnum.
VESTMANNAEYJAR
Haustsveifla í Eyjum
SÖNGLIST
110 ár við hollensku
ríkisóperuna
Einn af þeim íslensku óperu-
söngvurum sem lengi hefur
starfað á erlendri grund er Jón
Þorsteinsson óperusöngvari. Jón er
um þessar mundir lausráðinn við
ríkisóperuna í Hoilandi þar sem
hann hefur starfað í 10 ár. í ágúst
hélt Jón til Danmerkur þar sem
hann söng í óperu sem sérstaklega
var saminn fyrir hann. Fékk Jon
lofsamlega dóma fyrir söng sinn í
óperunni.
Þessa dagana syngur Jón í
Grímudansleik Verdis sem frum-
sýndur var nýlega í hollensku ríkis-
óperunni. Auk þess standa yfir
æfmgar á sálumessu hollenska
málarans Vincents Van Goghs eftir
Erik Luthesius. Verkið, sem sér-
staklega er samið með Jon í huga,
verður frumflutt á næstunni. Eftir
áramót syngur Jón í óperunni Die
gliikliche Hand eftir Arnold Schön-
berg sem frumflutt verður 13. jan-
úar. Um mánaðamótin janúar og
febrúar kemur Jón til íslands þar
sem hann syngur í nýrri Ijóðasin-
fóníu eftir Hróðmar Sigurbjörnsson
með Sinfóníuhljómsveit lslands.
Eftir tónleikana snýr Jón til Hol-
lands þar sem hann mun taka þátt
í uppfærslu á Leðurblökunni.
I samtali við Jón kom fram að
hann hefði farið í tónleikaferð til
Danmerkur í ágúst þar sem hann
söng í verki sem sérstaklega var
samið fyrir hann. „Flutningurinn
var erfiður en skemmtilegur," sagði
Jón meðal annars, „ég var á sviðinu
Jón Þorsteinsson óperusöngvari.
nærri allan tímann og söng í 65
mínútur af 75,“ bætti hann við.
Óperan ber heitið Der Besuch og
er eftir Jan Gooriessen. Hún er
byggð á ljóðabálkinum Requiem fiir
eine Freundine eftir Rainer Maria
Rilke. Sýningarnar á óperunni, sex
talsins, voru á vegum Hoíland
House og Konunglega leikhússins
í Kaupmannahöfn.
Auk þess að taka þátt í 3-4 óper-
um í ríkisóperunni í Hollandi hefur
Jón gert töluvert að því að halda
sjálfstæða tónleika þar sem hann
syngur kirkjulega tónlist og söng-
lög.