Morgunblaðið - 12.12.1990, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.12.1990, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990 fclk f fréttum Sveinn Tómasson rifjar upp gamla takta. Einar Klink Sigurfinns- son bregður sér í gerfi Louis Arms- trong. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Samkomuhús Vestmannaeyja hefur undanfarið staðið fyrir skemmtidagskrá sem nefnist Haustsveifla ’90. Sýningin er byggð upp á vinsælum lögum frá árunum í kringum 1960 og flytja nokkrir söngvarar lögin. I sýningunni er reynt að Iaða fram stemmningu áranna í kring- um 1960. Bjarni Ólafur Guð- mundsson bregður sér í hlutverk útvarpsmanns sem kynnir lögin og flytjendur þeirra og riijar upp sögur af þeim. Allir söngvarar sýningarinnar ena Eyjamenn að undanskildum Kára Waage, söngvara hljóm- sveitarinnar Islandsvina, en ís- landsvinir sjá um spilamennsku á sýningunni. Þá koma fram nokkr- ir ungir Eyjamenn sem sýna dans og fleira. Söngvararnir bregða sér í líki margra gamalla stjarna eins og Connie Francis, Marlene Dietricht og Louis Armstrong að ógleymd- um Tom Jones. Vel hefur verið látið af Haust- sveiflunni enda ríkir dúndrandi stemmning í Samkomuhúsinu og mörgum finnst þeir yngjast um áratugi er þeir upplifa gömlu tímana á ný. í það minnsta skemmtu gestir Samkomuhússins vel þegar Morgunblaðið fylgdist með Haustsveiflunni og eftir góða máltíð og vel heppnaða skemmti- dagskrá var stiginn dans við und- irleik íslandsvina fram á nótt. Grímur Þórarinn Ólason og Kári Waage taka á í söngnum. VESTMANNAEYJAR Haustsveifla í Eyjum SÖNGLIST 110 ár við hollensku ríkisóperuna Einn af þeim íslensku óperu- söngvurum sem lengi hefur starfað á erlendri grund er Jón Þorsteinsson óperusöngvari. Jón er um þessar mundir lausráðinn við ríkisóperuna í Hoilandi þar sem hann hefur starfað í 10 ár. í ágúst hélt Jón til Danmerkur þar sem hann söng í óperu sem sérstaklega var saminn fyrir hann. Fékk Jon lofsamlega dóma fyrir söng sinn í óperunni. Þessa dagana syngur Jón í Grímudansleik Verdis sem frum- sýndur var nýlega í hollensku ríkis- óperunni. Auk þess standa yfir æfmgar á sálumessu hollenska málarans Vincents Van Goghs eftir Erik Luthesius. Verkið, sem sér- staklega er samið með Jon í huga, verður frumflutt á næstunni. Eftir áramót syngur Jón í óperunni Die gliikliche Hand eftir Arnold Schön- berg sem frumflutt verður 13. jan- úar. Um mánaðamótin janúar og febrúar kemur Jón til íslands þar sem hann syngur í nýrri Ijóðasin- fóníu eftir Hróðmar Sigurbjörnsson með Sinfóníuhljómsveit lslands. Eftir tónleikana snýr Jón til Hol- lands þar sem hann mun taka þátt í uppfærslu á Leðurblökunni. I samtali við Jón kom fram að hann hefði farið í tónleikaferð til Danmerkur í ágúst þar sem hann söng í verki sem sérstaklega var samið fyrir hann. „Flutningurinn var erfiður en skemmtilegur," sagði Jón meðal annars, „ég var á sviðinu Jón Þorsteinsson óperusöngvari. nærri allan tímann og söng í 65 mínútur af 75,“ bætti hann við. Óperan ber heitið Der Besuch og er eftir Jan Gooriessen. Hún er byggð á ljóðabálkinum Requiem fiir eine Freundine eftir Rainer Maria Rilke. Sýningarnar á óperunni, sex talsins, voru á vegum Hoíland House og Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Auk þess að taka þátt í 3-4 óper- um í ríkisóperunni í Hollandi hefur Jón gert töluvert að því að halda sjálfstæða tónleika þar sem hann syngur kirkjulega tónlist og söng- lög.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.