Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 63

Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ iÞRamfkMntSsmm 12. DESEMBEli 1990 63 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Furðuleg Morgunblaðiö/Þorkell ÍÞRÚmR FOLK ■ ÞORGILS Óttar Mathiesen er eini íslendingurinn sem var valinn í Norðurlandaúrvalið í handknatt- leik, sem leikur tvo leiki gegn heimsliðinu í Svíþjóð og Noregi. Alfreð Gislason leikur með heims- liðinu. ■ KJARTAN Einarsson, mið- herji KA, gekk frá félagaskiptum til IBK í gærkvöldi. ■ SHEFFIELD Wednesday hef- ur óskað eftir því við Everton að félagið fái Norman Whiteside til liðs við sig. Ef að því verður mun félagið borga Everton vissa pen- ingaupphæð fyrir hvern leik sem hann leikur með félaginu. ■ SOUTHAMPTON borgaði met- upphæð fyrir írska miðvallarspilar- ann Alan McLoughlin í gær. Félagið borgaði Swindon milljón pund fyrir þennan 23 ára leikmann. Swindon varð að selja hann, þar sem félagið skuldar tvær millj. punda. ■ KRISTO Stoichkov, leikmaður Barcelona, var í gær dæmdur í tveggja mánaða bann og 385 þús. ísl. kr. sekt fyrir að hafa stigið á tær dómara í leik gegn Real Madrid. Johann Cruyff, þjálfari félagins, fékk eins leiks bann og 55 þús. kr. sekt fyrir slæma hegðun. ■ NEIL Webb var rekinn af leikvelli þegar B-landslið Englands gerði jafntefli, 0:0, við Alsír í gær- kvöldi í Aisír. Þá var Bryan Rob- son, fyrirliði liðsins, bókaður. ■ ÞRJU ár eru liðin síðan enskur landsliðsmaður - var rekinn af leikvelli. Tony Cottee var rekinn VÍKINGAR önduðu léttar eftir I að þeir lögðu Selfyssinga að velli ígærkvöldi. Staðan f leik- hleí var 13:5 fyrir Víkinga en | gestunum tókst að minnka muninn í eitt mark. Víkingar náðu síðan að rétta úr kútnum á lokamínútum leiksins. Þetta var ótrúlegt. Við virðumst vera eitt af þeim fjölmörgu íslensku liðum sem getum ekki haldið forustu sem við höfum náð. Þetta hefur átt við landsliðið legni og greinilega okkur líka“, sagði Guð- mundur Guðmunds- son þjálfari Víkinga eftir leikinn. læikurinn hófst með miklum lát- Skúli Unnar Sveinsson skrífar i ÚRSLIT I Víkingur — Selfoss 24:20 ' Laugardalshöll, íslandsmótið i handknatt- leik, 1. deild karla — VÍS-keppnin — þriðju- daginn 11. desember 1990. I Gangur Ieiksins: 1:0, 2:2, 3:4, 13:4, 13:5, 13:7, 14:9, 16:10, 16:12, 18:14, 18:17, 20:19, 22:20, 24:20. Mörk Vikings: Birgir Sigurðsson 9, Bjarki Sigurðsson 6, Karl Þráinsson 3, Alexej Trúf- an 3/1, Hilmar Sigurgislason 2, Árni Frið- leifsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 14/1, Reyn- ir Þ. Reynisson 3. Htan vallar: 10 mínútur. Mörk Selfoss: Einar Guðmundsson 7, Gústaf Bjamason 5/1, Sigurður Þórðarson 4, Stefán Halldórsson 2, Einar G. Sigurðs- son 1, Siguijón Bjamason 1. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 11/1. Utan vallar: Enginn Dómarar: Ámi Sverrisson og Gunnar Kjartansson. Áhorfendur: 111 greiddu aðgangseyri. Knattspyrna I UEF A-BIKARINN: I RSeinni leikur í þriðju umferð: Leverkusen, Þýskalandi: Bayer Leverkusen—Brondby.......0:0 IÁhorfendur: 10.000. ■ Brondby vann samanlagt 3:0. Mógakó: L Mónakó - Torpedo Moskva..........1:2 Ramon Diaz (83.) - Yuri Tishkov (70.), Alexander Gitselov (86.). 10.000. ■Torpedo vann samanlagt 4:2 VINÁTTULANDSLEIKUR: Alsír: Alsfr - England B.................0:0 SKOTLAND: Dunfermline - St. Mirren..........0:0 1*Motherwell - Hibernian...........4:1 Birgir Sigurðsson skorar eitt af níu mörkum sínum gegn Selfyssingum. um og réðu leikmenn ekki við hrað- an. Víkingar náðu þó fljótlega tök- um á leiknum. Þeir löguðu varnar- leik sinn og breyttu stöðunni úr 3:4 í 13:4 á sextán mínútna kafla. Það lá því vel á aðdáendum liðsins í leik- hléi. Með mikilii baráttu og greinileg- um vilja til að sýna hvað þeir gætu náðu Selfyssingar smátt og smátt að minnka muninn. Þeir gátu þó ekki knúið fram sigur, enda hefði það verið ósanngjarnt. Víkingar voru sterkari. Hrafn Margeirsson varði vel og þeir Birgir og Bjarki stóðu vel fyrir sínu. Hilmar tók Einar Sigurðsson úr umferð frá fyrstu mínútu og gerði það vel. Hann riðlaði sóknar- leik Selfyssinga ótrúlega mikið, sérstáklega í fyrri hálfleik. Einar Guðmundsson var at- kvæðamestur gestanna og Gísli Felix varði einnig ágætlega í fyrri hálfleik. Islandsmet hjá Víkingum Hafa unnið 19 deildarieiki í röð Víkingur hefur unnið 19 leiki í röð í deildarkeppninni í handknattleik og er það íslands- met. Liðið hefur unnið alla 16 leiki sína það sem af er þessu íslandsmóti, auk þess sem það vann síðustu þrjá leikina á síðasta keppnistimabili, alls 19 leiki. Keppnistímabilið 1979/1980 vann Víkingur alla leiki sína, eða 14 leiki, en þá vom 8 lið í 1. deild: Árið á eftir gerði liðið jafn- tefli við KA, 11:11, í 2. umferð en árið á undan tapaði liðið fyrir Val í síðasta leik. Víkingur vann því 15 leiki í röð, sem var íslands- met. Valur tapaði aðeins einum leik 1988 gegn FH og var það tfyrri umferð mótsins. af leikvelli í leik með 21 árs lands- liðinu í V-Þýskalandi. Þar á undan var Ray Wilkins rekinn af leikvelli í HM í Mexíkó 1986. ■ MICHEL Vautrot, sem kjörinn var besti knattspyrnudómari heims 1988 og 1989, dæmir síðasta leik sinn á morgun. Hann hyggst hætta eftir viðureign Partizan Belgrad og Inter Mílanó UEFA-keppninni í Belgrad. Hann sagði í viðtali við L’Equipe að dómarar hefðu legið undir mikilli gagnrýni undanfarin ár sem átti ekki rétt á sér. Hann hefur dæmt tvívegis á HM, 1982 og 1990 og dæmdi úrslitaleik Evr- ópukeppni landsliða 1988 er Hol- lendingar sigruðu Sovétmenn. Auk þess hefur hann dæmt 47 leiki í Evrópukeppni félagsliða. Hann sagði að versta minningin á ferlin- um væri leikur Argentínu og Kamerún í HM á Italíu er hann gaf tveimur leikmönnum Kamerún rauða spjaldið. „Ég fór eftir reglun- um en það var ekki eins og ég vildi.“ KNATTSPYRNA / 1. DEILD Þjálfarar velja „lid ársins“ ÍÞRÓTTABLAÐIÐ fékk þjálfara 1. deildarliðanna í knattspyrnu til að velja „lið ársins“ 1990. Þetta er þriðja árið í röð sem blaðið fær þjálfara í lið með sér. Sævar Jónsson, miðvörðurinn sterki úr Val, var eini leikmað- urinn sem fékk fullt hús atkvæða, eða níu. Þjálfarar liðanna greiddu sínum mönnum ekki atkvæði. „Lið ársins" hjá íþróttablaðinu er þannig skipað: Markvörður: Bjarni Sigurðsson, Val.........5 Varnarleikmenn: Þorgrímur Þráinsson, Val........7 Jón Sveinsson, Fram.............4 Sævar Jónsson, Val..............9 Miðvallarspilarar: Steinar Guðgeirsson, Fram.......6 Kristinn R. Jónsson, Fram.......5 Pétur Ormslev, Fram.............5 Rúnar Kristinsson, KR...........8 Hlynur Stefánsson, ÍBV..........5 Sóknarleikmenn: Ragnar Margeirsson, KR..........7 Hörður Magnússon, FH............7 Aðrir leikmenn sem fengu atkvæði hjá þjálfuruin voru: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram 3, Ólafur Gottskálksson, KR 2. Vamarleikmenn: Kristján Jónsson, Fram 3, Luka Kostic, Þór 2, Helgi Björgvinsson, Vlkingi 1, Sigui-ður Björgvinsson, KR 1. Miðvallarspiiarar: Ormarr Örlygsson, KA 3, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi, Ragn- ar Gislason, Stjörnunni, Sveinbjörn Hákon- arson, Stjörnunni og Ólafur Kristjánsson, FH - tvö hver. Baldur Bragason, Val, Bald- ur Bjarnason, Fram, Atli Helgason, Víkingi, Hilmar Björnsson, KR, Pétur Arnþórsson, Fram, Anton Markússon, Fram, Þorsteinn Halldórsson, KR og Ingi Sigurðsson, ÍBV - eitt hver. Sóknarleikmenn: Jón Erling Ragnarsson, Fram 4, Tómas Ingi Tómasson, ÍBV 3, Andrej Jerina, ÍBV 2, Anthony Karl Greg- ory, Val 1 og Pétur Pétursson, KR 1. Þess má geta að þjálfararnir völdu Svein Sveinsson, Fram, sem dómara ársins. Sævar Jónsson fékk fullt hús at- kvæða hjá þjálfurum 1. deildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.