Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DÉSEMBER 1990 í heimi tilviljana Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Milan Kundera: ÓDAUÐLEIK- INN. Skáldsaga. Friðrik Rafns- son þýddi. Mál og menning 1990. Milan Kundera er einn þeirra evrópsku afreksmanna í menning- arheiminum sem sitja í París og láta ljós sitt skína þar og þaðan. Sumir eru frá öðrum löndum en Frakklandi, Kundera tékkneskur. Þessir menningarstraumar berast of sjaldan hingað til okkar, en með- al þeirra sem greitt hafa götu þeirra er þýðandi Kundera, Friðrik Rafns- son, og verður slíkt seint fullþakk- að. Þegar Kundera semur skáldsög- ur á annað borð verða þær langar og yfírgripsmiklar, flóknar en líka einfaldar þegar endar ná saman. Hann er meistari í að blanda saman ýmsum eiginleikum skáldsagna, rit- gerða og jafnvel ljóða. Ódauðleik- inn, nýjasta skáldsaga hans, er 315 bls. í stóru broti í íslensku þýðing- unni. Ritgerðarskáldsaga gæti Ódauð- leikinn vissulega kallast. Skilgrein- ingin á sér réttlætingu í því að Kundera tekur til umræðu í Odauð- leikanum svo margt sem heldur vöku fyrir fólki, margs konar vanda fjölmiðlasamfélags nútímans, ekki síst innihaldsleysið. Þetta gerir hann stundum eins og hann sé að 'skrifa blaðagrein eða umsögn um bækur. Ódauðleikinn hefur aftur á móti svo marga kosti hinnar dæmigerðu skáldsögu, m.a. ákveðinn söguþráð og spennu að það vegur upp á móti ritgerðarforminu. Ljóðið er líka einkennilega nærri í sögunni, stundum í smáköflum sem eru í rauninni prósaljóð og einnig í tilvitnunun í ljóðlist, ekki síst franska brautryðjendur nútíma- skáldskapar. Eitt helsta stefíð (þau eru fleiri) sem gengur í gegnum söguna er handarhreyfing Agnesar, hvernig hún veifar í kveðjuskyni, léttilega og tælandi. Sömu hreyfmgu endur- taka svo aðrar konur. Ódauðleikinn er opin skáldsaga. Ódauðleikinn er það sem skáld- sagnahöfundar skrifa ekki þegar þeir setja saman skáldsögu. Ódauðleikinn er það sem skáld- sagnahöfundur skrifar en eyðir síðan. Ódauðleikinn er það sem þér, lesandi, finnst hann vera. Eg hætti áður en lengra er hald- ið og sný mér að Ódauðleikanum. Fyrsti hlutinn, Andlitið, lýsir því þegar sögumaður sér söguhetjuna, Agnesi, fyrsta sinni og gérist forvit- inn um hana. Eftir því sem á bók- ina líður kynnumst við Agnesi bet- ur, eiginmanni hennar, ástmönnum, systur og vinum. í þeirri sögu eru margir miilikaflar sem tengjast saman. Annar hlutinn samnefndur bók- inni ijallar um hið óvenjulega sam- band Bettínu, fæddrar Brentano, og Goethes. Sú saga hefst í Weim- ar heima hjá skáldinu, en þá er Bettína tuttugu og sex ára, en Goethe sextíu og tveggja. Um þau Bettínu og Goethe, vin'- áttu þeirra og árekstra sem sumir kalla ást eru til ýmsar heimildir, einkum bréfasafn Bettínu, en marg- ir andans menn hafa lagt sitt til mála við túlkun þessa ástarþríhyrn- ings sem er einn af mörgum í Ódauðleikanum. Bettína var gift skáldinu Achim von Arnim, Goethe Kristjönu sinni sem þótti fremur hversdagsleg sam- anborið við ungu glæsikonuna. Kundera lætur þá Goethe og Hemingway hittast í ríki hinna dauðu. Sá síðarnefndi kvartar yfír þeim sem eru alltaf að skrifa um hann bækur, lifa á slúðrinu um hann. Goethe sóttist snemma eftir ódauðleikanum. Það segist Heming- way ekki hafa gert, en fylltist skelf- ingu daginn sem hann áttaði sig á að hann beið hans. Hemingway segir við Goethe: „Maðurinn getur bundið enda á líf sitt. En hann getur ekki bundið enda á ódauðleika sinn.“ Útgangurinn á Goethe (grænt der um ennið, inniskór á fótum og sveipaður marglitu sjali) hneykslar Hemingway því að skáld- jöfurinn gerir ekkert til að leyna hrörnun sinni og afkáraskap. En skýring Goethes er á þessa leið, sögð í hálfum hljóðum við Heming- way: „Útgangurinn á mér er vegna Bettínu. Hún básúnar allsstaðar út hvað hún elski mig mikið. Ég vil því að fólk fái að sjá fyrirbærið sem hún er svona hrifin af.“ Þetta sem dæmi um ódauðleik- ann. Engin furða að Goethe kjósi í sögunni þögnina, gleymskuna frem- Friðrik Rafnsson ur en frægðina, notfæri sér að hann er dauður. Kundera rifjar sífellt upp sam- band Bettínu og Goethes, bætir steini við stein í hleðsluna. Örlög Agnesar, hið mótsagnakennda líf samtímafólks verður þó þungamiðj- an (ótal hliðarspor önnur stígur höfundurinn, m.a. í frásögn um kvennabósann Rúbens). Þankarnir verða nokkuð lang- dregnir á köflum, en leiftrandi frá- sagnir, snjallar og fyndnar athug- anir, bæta það upp og valda því að lesandinn missir ekki áhugann. Ein margra tilvitnana í skáldið Arthur Rimbaud í Ódauðleikanum er hin kunna setning úr Árstíð í víti: „Við verðum að vera algerir nútímamenn." Kundera leyfir sér að leggja út af setningu höfuð- í kynningu útgefanda segir: „Spiegelhalter er einn kunnasti list- ræni ljósmyndari Þýskalands. í'jölvaútgáfan fékk hann í sam- starfí við Herder-útgáfuna í Frei- burg til að koma og ferðast um landið og er bókin og 80 litmyndir hans, flest heilsíðumyndir, árangur þess starfs. Sigurður A. Magnússon skrifar svo við hlið ljósmyndanna um sam- búð þjóðarinnar við landið, út frá ýmsum sjónarhomum. Þannigyrkja Miian Kundera skáldsins, túlka hana á sinn hátt. Það er Páll, maður Agnesar sem flytur spekimálin: „Að vera alger nútímamaður er að vera bandamað- ur eigin grafara.“ Frá þessari niðurstöðu hvarflar Kundera til annarrar, þess sem frægðarpersónur verða stundum að þola og reyna, en það er að vera fómarlamb eigin dýrðar: „Dýrð þýðir a& fjöidi fólks þekki þig án þess að þú þekkir það; það heldur að því leyfist allt gagnvart þér, vill vita allt um þína hagi og lætur sem það eigi þig.“ Saga Agnesar verður minnisstæð eftir lestur Ódauðleikans og býður upp á fleiri en eina túlkun. Mest rækt er lögð við Agnesi í sögunni, en aðalpersónan er að sjálfsögðu Milan Kundera. þeir tveir rithöfundurinn og ljós- myndarinn sannkallaðan ástaróð um landið, enda heillaðist Spiegel- halter af landinu og hinum furðu- legu leikjum litanna í ljósi og skugga, sem hér er öðruvísi en hann hafði áður kynnst. Sigurður skiptir bókinni í 6 kafla, sem lýsa hver með sínu móti af- stöðu fólksins til landsins, sambúð lands og lýðs. Þar er fjallað um þætti eins og gróðurfarið, um ör- nefnin, um ættjarðarástina, um Ég ætla ekki að fullyrða að Agn- es sé nútímakonan með stórum staf, en hún er trúverðug, sérstaklega í varnarleysi sínu, efasemdum og ráðleysi. Kundera er það hugaður höfund- ur (kannski meðvitaður um veik- leika lesenda) að hann hikar ekki við að gera frásögnina ögn reyfara- lega. Dauði Agnesar er til dæmis af því tagi og margt í samskiptum kynjanna er í anda afþreyingarbók- mennta. Sama er að segja um per- sónugerð. Hvað um hinn undarlega prófessor Avenaríus til dæmis sem „leikur sér .og leikurinn er það eina sem skiptir hann máli í heimi sem engu máli skiptir." Höfundi Ódauðleikans er það einkar lagið að skemmta og brjóta um leið fólk til mergjar, gera sér hinn margrómaða tilvistarvanda að íþrótt. í þessum tilgangi svífst hann einskis. Hann afhjúpar fólk mis- kunnarlaust um leið og hann skeyt- ir ekki um reglur hefðbundinnar sögu, hefur endaskipti á því rót- gróna til þess að finna nýja fleti. Honum tekst þetta ætlunarverk sitt. Tilviljunin er heiti fímmta hluta og það eru tilviljanimar í lífí okkar sem sagan er grundvölluð á. Sögu- maður rifjar þetta upp við Avenar- íus: „Mig dreymir um að skrifa mikla bók um þetta efni: Hendinga- kenninguna.“ Með Ódauðleikanum rætist sá draumur. Þýðing Friðriks Rafnssonar er mjög læsileg og fátt að henni að fínna. Það hve vel hefur tekist er afrek út af fyrir sig sé það haft í huga að bókin kom fyrst út í Frakk- landi í janúar á þessu afi. þjóðtrú og þjóðsögur, um túlkun landsins og ástina til þess í Ijóðum, í listaverkum og jafnvel nútíma- skáldsögum. Hin enska útgáfa íslandsbókar- innar kallast Iceland Isle of Light og er eftir sendiherrahjónin Mars- hall Brement og Pamelu Sanders, þar sem þau rifja upp margvísleg kynni af þjóðinni og landinu. Franska útgáfan kallast L’Islande Désert de lumiére og er eftir Gér- ard Lemarquis, sem er búsettur hér og þýska útgáfan sem Herder sér um er eftir íslandsvininn Hug- Fleck." Hver þessara bóka er 112 bls. • • ISLANDSBOK FRA FJOLVA „ÍSLAND er nafn þitt“ heitir ljósmyndabók um ísland sem Fjölva- útgáfan hefur gefið út. Höfundar eru þýski ljósmyndarinn Erich Spiegelhalter og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Á sama tíma eru gefnar út sérstakar útgáfur af bókinni á ensku, frönsku og þýsku. Samtími Hannibals Bækur Björn Bjarnason HANNIBAL V ALDIMARSSON og samtíð hans, fyrra bindi. Höfundur: Þór Indriðason. Útgefandi: Lif og saga, 1990. 378 blaðsíður með ljósmyndum. Þetta er stór bók og höfundur hefur aflað sér mikilla heimilda, einkum úr verkalýðssögunni og stjórnmálasögu Vestfjarða. Les- andinn hlýtur hins vegar að sakna þess, hve lítið er sagt frá þeim, sem bókin heitir eftir, Hannibal Valdi- marssyni. Hans er í raun ekki getið fyrr en á blaðsíðu 101 í bókinni. Þá er hann lítillega kynntur til sög- unnar en bókina alla geta menn lesið án þess að fá aðra lýsingu á söguhetjunni en þeir geta sjálfír mótað í huga sínum með því að lesa endurprentanir á blaðagreinum eftir hann eða opinberar frásagnir af pólitískum átökum og verka- lýðsátökum, þar sem Hannibal átti hlut að máli. í formála bókarinnar segir höf- undur, að hann hafí síðla árs 1989 rætt við Hannibal um þá hugmynd að skrifa sögu hans og spurt hann hver væri hugur hans til slíkrar vinnu. Síðan segir: „Hann kvað af- stöðu sína til sagnaritunar vera þá að engin saga væri rétt skrifuð og allra síst ef menn ætluðu að festa á blað sögu, sem mælt væri fram af munni þess sem skrifa ætti um. Hann sagðist þó engan veginn setja sig á móti því að stjórnmálasaga sín yrði tekin saman og byggð á þeim heimildum sem til eru henni viðvíkjandi.“ Síðar í formálanum segir höfundur: „Ég tók þá afstöðu til verksins, sem mér þótti liggja beinast við, að einskorða ekki frá- sögnina við Hannibal einan heldur fjalla ekki síður um þá stjórnmála- hreyfíngu sem hann heyrði til, Al- þýðuflokkinn. Með því að rekja sögu Alþýðuflokksins jafnhliða sögu jafnaðarmanna á Isafirði og vest- fírskrar verkalýðshreyfíngar reyni ég að draga upp hið almenna bak- svið stjómmálanna í þeirri von að þannig fáist í sögu Hannibals það samhengi sem ég tel nauðsynlegt svo starf hans og breytni verði bet- ur skilin en ella.“ Enn segir höfund- ur: „Frásögnin byggir nánast alfar- ið á rituðum heimildum, blöðum og bókum, sem hafa að geyma fróðleík um Alþýðuflokkinn á ísafirði og skjölum og fundargerðum flokks og félaga sem við sögu koma.“ Þessi skilmerkilega greinargerð höfundar skýrir sig sjálf. Hann birt- ir sem sé ekki neinar nýjar upplýs- ingar frá Hannibal Valdimarssyni eða um hann heldur tengir pólitískt starf Hannibals við þróun þjóðmála og einkum verkalýðsmála og bæjar- Þór Indriðason i mála á ísafírði. Hér er því ekki um ævisögu að ræða og þeir sem ætla að lesa þetta fyrra bindi til að kynn- ast persónulegum högum Hannibals verða fyrir vonbrigðum. Verkalýðssaga og stjómmála- saga jafnaðarmanna og sósíalista hér á fyrra helmingi aldarinnar hefur víða verið sogð. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast í smáatrið- um kjara- og vinnudeilum á Isafirði og þar um kring á fjórða áratug aldarinnar er þessi bók mikil náma. Höfundur rekur slík ágreiningsmál Hannibal Valdimarsson af kostgæfni og gerir einnig glögga grein fyrir stjómmálaþróuninni á Isafírði og Vestfjörðum. Stíllinn sem höfundur velur sér er sléttur og felldur, ládeyðan er oft of mikil til að textinn sé skemmtilegur aflestrar. Alúðin sem lögð er við að miðla sem flestum staðreyndum til lesandans veldur því, að honum finnst hann oft týn- ast í smáatriðum. Við skjótan yfir- lestur er þess ekki kostur að kynna sér einstaka þætti ítarlega eða fletta upp í öðrum ritum til að stað- reyna það sem sagt er. Heimilda er ekki heldur getið í þessu bindi verksins eri boðað að frá þeim verði skýrt í seinna bindinu. Bókin er skipulega samin. Henni er skipt í tvo hluta: Ágrip af aldar- fari og Fyrir vestan. Þessir tveir hlutar skiptast síðan í 14 kapítula sem síðan er skipt niður í kafla. Bókinni lýkur eftir myndun nýsköp- unarstjómarinnar á árinu 1945 og í síðustu köflunum er gerð stuttlega grein fyrir sjónarmiðum hraðskiln- aðarmanna og lögskilnaðarmanna vegna sambandsslitanna við Dani en Hannibal skipaði sér í síðar- nefnda hópinn og varði málstað hans af hörku á Isafirði. Af sögunni má ráða, að Hannibal hafí verið harðskeyttur málsvari skoðana sinna. Hann hafí vakið mikla reiði meðal andstæðinga sinna sem vönduðu honum ekki allt- af kveðjurnar og lögðu hendur á hann ef því var að skipta. Hins vegar var Hannibal í hópi þeirra á þessum tíma, sem voru í minnihluta hvort heldur boðuð var þjóðnýting eða hægfara leið til lýðveldisstofn- unar. Það er mikið verk að semja slíka bók og gefa hana út á um það bil einu ári. Frágangur er góður, þótt prentvillur megi finna. Sú spurning vaknar að lestri loknum, hvort þessi mikli texti sé ekki efniviður sem höfundur hefði átt að nota betur til að vinna úr við ritun raunveru- legrar ævisögu Hannibals Valdi- marssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.