Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 34
34 mnQWBumm' LkumnmGmMi ÐgseMöeiuaw). Heilbrigðisker f- ið - fyrir hverja? eftir Guðmund Bjarnason Heilbrigðismál hafa mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að und- anförnu. Fjölmargar blaðagreinar hafa verið ritaðar og í mörgum þeirra er fjallað um málið af mikilli þekkingu og skynsemi, en í öðrum virðist umfjöllunin einkennast öðru fremur af pólitísku ofstæki og jafn- vel rangfærslum. Sumir þessara greinarhöfunda eru eingöngu í vöm fyrir eigin hagsmunum og reyna að réttlæta málflutning sinn með því að gera lítið úr þeim einstaklingum sem nú fara með stjórn heilbrigðis- mála og viðleitni þeirra til að draga úr stöðugt vaxandi kostnaði við heil- brigðisþjónustuna. Útilokað er að elta ólar við allt sem misjafnt er sagt um störf ráðherra og nánustu samstarfsmanna þeirra, en þijár greinar, sem birtust í Morgunblaðinu í sl. mánuði, eru þess eðlis að vart er hægt að láta þeim ósvarað. I. Guðmundur Hallgrímsson Fulltrúi eigin hagsmuna í opinberri nefnd Sú fyrsta birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 3. nóvember undir yfirskriftinni „Hver stjómar í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu“ eftir Guðmund Hallgrímsson lyfjaheildsala. Guðmundur er óspar á pólitísk stóryrði í. skrifum sínum og ásakar Framsóknarflokkinn og forystumenn hans um þjóðnýting- aráform, pólitíska sérhagsmuna- gæslu og óheiðarleg vinnubrögð. Rétt er að geta þess að Guðmundur Hallgrímsson var á sínum tíma skip- aður af Ragnhildi Helgadóttur, þá- verandi heilbrigðisráðherra og þing- manni Sjálfstæðisflokksins, sem fulltrúi ráðherra í Lyfjaverðlags- nefnd. Tilgangurinn með því að heil- brigðisráðherra skipi mann í Lyija- verðlagsnefnd er sá að ráðherra, sem aðalábyrgðarmaður á verðlagingu Iyfja og þar með útgjalda í þeim þætti heilbrigðismálanna, geti haft áhrif á þau mál með aðstoð trúnaðar- manns síns í nefndinni. Heilbrigðis- ráðherra er að sjálfsögðu ábyrgur fyrir því að veitt sé sú besta heil- brigðisþjónusta, þar með talin þau lyf sem völ er á hveiju sinni. Hann er jafnframt ábyrgur fyrir því að útgjöld séu innan ramma íjárlaga og honum ber að sjá til þess að að- halds og hagræðingar sé hvarvetna gætt í heilbrigðiskerfinu. Það er því miður algengt í skrifum ýmissa, sem um þessi mál fjalla, að gert er ráð fyrir því að ríkissjóður geti enda- laust tekið á sig aukin útgjöld. Því miður er því svo farið að ef ekki er gætt aðhalds og hagræðingar þá getur að því komið að ekki sé leng- ur fé til að sinna nauðsynlegri þjón- ustu við almenning með ófyrirsján- legum afleiðingum. Þessi ábyrgu sjónarmið hafa komið fram hjá þeim mönnum sem af skynsemi og á for- dómalausan hátt hafa fjallað um heilbrigðismálin og má í því tilfelli vitna til viðtals við prófessor Þórð Harðarson í Tímanum nú nýverið. Lyfjakostnaður er mjög mikili eða 4,5-5 milljarðar króna á ári. Þar af kostar allt að 2 milljarða króna að dreifa þessum lyfjum til almennings og sjúkrastofnana. Kostnaður á þessu ári hefur nú farið verulega fram úr heimildum íjárlaga. Ég er þess fullviss að núverandi lyfjadreifingarkerfi þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar og er alveg sannfærður um að þar má spara verulega fjármuni. Að undanf- ömu hefur verið unnið að slíkum skipulagsbreytingum og vænti ég að þær líti dagsins ljós innan fárra daga. Fyrir utan að lítilsvirða störf mín í ráðuneytinu og þá viðleitni, sem ég hef reynt að sýna til þess að halda aftur af stjómlausum lyfjaút- gjöldum, þá kallar hann vinnubrögð mín skipulagða rógsherferð en ekki fagleg vinnubrögð. Hann ræðir af þvílíkri lítilsvirðingu um störf að- stoðarmanns míns, Finns Ingólfs- sonar, að með ólíkindum verður að teljast að hér skuli vera á ferðinni ráðherraskipaður fulltrúi í opinberri nefnd og það maður sem á að sýna þeim ráðherra sem hann gegnir störfum fyrir trúnað og hollustu í starfi. Helber ósannindi Mér virðist á skrifum Guðmundar Hallgrímssonar að hann skilji alls ekki hlutverk sitt. Hann telur sig ekki vera fulltrúa heilbrigðisráð- herra í þeirri nefnd, sem hann starf- ar í, heldur miklu fremur fulltrúa fyrir lyijaheildverslunina. Steininn tekur þó úr þegar grein- arhöfundur segir frá fundi er hann átti með Halldóri Ásgrímssyni, sjáv- arútvegsráðherra, sem þá var stað- gengill minn, ásamt Finni Ingólfs- syni, þar sem rætt var um fyrirhug- aða verðákvörðun Lyljaverðlags- nefndar. Greinarhöfundur ásakar sjávarútvegsráðherra og Finn um að hafa gert sér tilboð þess eðlis að ef hann bæri upp tillögu um-lækkun á smásöluálagningu myndu þeir fall- ast á að heildsöluálagning yrði óbreytt. Sjávarútvegsráðherra hefur tjáð mér að þetta séu helber ósannindi og leitt er til þess að vita að nefnd- ur Guðmundur skuli bæði vitna í trúnaðarsamtal við ráðherra í blaða- grein og fara rangt með. Sannleikur- inn mnun vera sá að þegar talið barst að lækkun heildsöluálagningar taldi Guðmundur að hans eigið fyrir- tæki ásamt fleiri smáum innflutn- ingsfyrirtækjum yrðu gjaldþrota, en eftir stæðu stærri fyrirtækin sem gætu staðið að dreifíngunni með meiri hagkvæmni. Hann sagði jafn- framt að smásalan þyldi fremur lækkun álagningar en heildsalan. Þetta þóttu sjávarútvegsráðherra undarleg viðbrögð því að hann taldi Guðmund vera fulltrúa ráðherra og ætti að gæta sjónarmiða aðhalds og sparnaðar í þessu kerfi, en ekki að gæta eigin hagsmuna eins og þama kom berlega fram. Sjávarútvegsráð- herra mun hafa bent Guðmundi vin- samlega á að hann væri þar með óhæfur til að starfa í slíkri nefnd vegna hagsmunaárekstra. Alvarleg siðblinda Eftir að hafa lesið umrædda grein í Morgunblaðinu skil ég betur ástæð- una fyrir því að maðurinn sér ekki eftir Hrafnkel A. Jónsson Mikið veður hefur verið gert út af afstöðu Sjálfstæðisflokksins til bráðabirgðalaganna sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar setti á kjarasamning BHMR. Með setningu Iaganna var gengið gegn grundvallaratriðum lýðræðis- legs stjórnarfars. Sett voru lög til að hnekkja niðurstöðum dómstóls. Fyrir því eru mörg dæmi að lögum sé breytt þegar í ljós kemur að á þeim eru annmarkar eða dómstólar túlka þau á annan veg en löggjafinn ætlaðist til. Hins munu engin dæmi að niðurstöðu dómstóls hafi verið breytt með lagasetningu. Það for- dæmi sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar gefur, stefnir réttaröryggi borgaranna í alvarlega hættu. þá miklu hagsmunaárekstra sem hér er um að ræða. Guðmundur skrifar m.a.: „Áður en lyf er sett á markað þarf það að fara í gegnum nálarauga Lyfjanefndar, Lyfjaeftirlits ríkisins og að lokum fá samþykki heilbrigðis- ráðuneytisins. Þessi ferill er og á að vera sem óháðastur hagsmunum lyfsala og vilja lækna.“ Hér gerir greinarhöfundur sér ljósa grein fyrir hættunni á hagsmunaárekstrum, en þegar kemur að lyfjaverðlagning- unni er annað hljóð í strokknum. Þá virðist það vera eðlilegt hlutverk fulltrúa ráðherra að taka að sér hlut- verk lyfjaheildsalans og gæta þar eigin hagsmuna. Hér er um alvar- lega siðblindu að ræða. Það sannar mér hversu nauðynslegt er að breyta hér skipulaginu og taka upp önnur vinnubrögð. Ég vænti þess að þegar þar að kemur þá verði Guðmundi Hallgrímssyni, fulltrúa heilbrigðis- ráðherra í Lyfjaverðlagsnefnd, ljós hver er afstaða Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðisráðherra. II. Olafur F. Magnússon Áhyggjufullur sjálfstæðismaður Önnur greinin birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 24. nóvember undir yfirskriftinni „Framsóknartök- in hert á Reykvíkingum“ og er eftir Ólaf F. Magnússon, heimilislækni. í grein þessari fer Ólafur F. Magnús- son geyst og virðist hafa af því mestar áhyggjur að á næstu árum kunni einhveijir aðrir en sjálfstæðis- menn í umboði borgarstjórans í Reykjavík að hafa einhver áhrif á stjórn heilbrigðismála hér á þessu svæði. Ólafur sést ekki fyrir í skrif- um sínum þegar hann reynir að gera lítið úr þeim skipulagsbreyting- um, sem nú er unnið að og fylgja í kjölfar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Sannleikurinn er sá að borgaryfir- völd í Reykjavík hafa fram til þessa haft lítinn sem engan áhuga á upp- byggingu heilsugæslunnar í höfuð- borginni og er það meginástæðan fyrir því hversu illa hefur verið búið að höfuðborginni hvað heilsugæslu- þjónustu snertir. Hreinsanir að afloknum kosningum Nú er hins vegar markvisst stefnt að þvi að gera hér verulegar úrbæt- ur í kjölfar breytihga, sem sam- þykktar voru á síðasta þingi á lögum um heilbrigðisþjónustu. Á þessu ári og næsta er gert ráð fyrir verulegum „Sjálfstæðismenn hafa hins vegar aldrei gert eða samþykkt sáttmála sem byggir á valdníðslu og óheilindum.“ Við útgáfu bráðabirgðalaga ber forsætisráðherra að tryggja að lagasetningin njóti stuðnings meiri- hluta alþingis. Nú er komið í ljós að ekki var meirihluti fyrir lögunum í báðum deildum þingsins þegar þau voru sett. Það verður að draga í efa að forseti Islands hefði undirrit- að lögin ef hún hefði verið upplýst um staðreyndir málsins. Ólafur Grímsson og Jón Hanni- balsson hafa haft uppi gífuryrði vegna ákvörðunar Sjálfstæðis- manna. Talað er um skemmdarverk og brennuvarga. Sjálfstæðismenn í Guðmundur Bjarnason „Gert er ráð fyrir stór- aukinni og bættri þjón- ustu við Reykvíkinga á sviði heilsugæslunnar.“ breytingum og auknu umfangi heil- sugæslunnar í Reykjavík. Við undir- búning og skipulagningu á þessari uppbyggingu hefur Finnur Ingólfs- son, aðstoðarmaður minn, unnið mikið og gott starf af þeim krafti og atorku sem honum er lagið. Mun ég nú reyna að gera í eins stuttu máli og unnt er grein fyrir þessari uppbyggingu til að lesendum Morg- unblaðsins sé ljóst hvað hér er á ferðinni og vænti þess að þeim þyki það meira virði heldur en að lesa hugleiðingar Ólafs F. Magnússonar um það hvernig hann hugsar sér að standa að „hreinsunum" í þessum málaflokki að loknum kosningum í vor, þannig að koma megi í veg fyr- ir að Reykvíkingar fái að njóta hinn- ar fullkomnustu heilsugæslu sem völ er á, eins og aðrir landsmenn. „Hreinsanir" voru þekkt fyrirbæri í löndum Austur-Evrópu til skamms tíma og þykir mér með ólíkindum að frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins skuli nú boða slík vinnubrögð. Uppbygging í Reykjavík í heilsugæslustöðinni í Árbæ er gert ráð fyrir að stöðuheimildum fjölgi um 6 frá því á árinu 1989 auk þess sem nú er hugað að nýju hús- næði fyrir starfsemi stöðvarinnar í Árbæ og í Grafarvogi er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir heilsu- gæslustöð. Ný heilsugæslustöð var opnuð í Hraunbergi i apríl á þessu ári. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir fullum rekstri þessarar stöðvar og eru stöðuheimildir 17,3. Gert er ráð fyrir opnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Mjóddinni á þingflokki innan verkalýðshreyfing- ar og í röðum vinnuveitenda hafa unnið af heilum hug að þeirri sátt sem reynt var að ná um stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Sú þjóðar- sátt byggði á heilindum í samskipt- um aðila og virðingu fyrir þeim leik- reglum sem gilda manna í milli. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar aldrei gert eða samþykkt sáttmála sem byggir á valdníðslu og óheilind- um. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur með aðgerðum sínum stefnt þjóðarsáttinni í alvar- lega hættu. Verði bráðabirgðalögin sam- þykkt þá gengur kjarasamningur BHMR og Oiafs Grímssonar í gildi 1. september nk. Þá þarf þáverandi ríkisstjórn að glíma við öll þau vandamál sem uppi eru í dag. Ef takast á að bjarga þjóðarsáttinni þá verður að takast á við vandann Var gerð þjóðar- sátt um valdníðslu? næsta ári. Þar munu stöðuheimildir alls verða 11,5. Þá er unnið að samningum um breytt rekstrarfyrirkomulag við læknana, sem reka nú Læknamið- stöðina í Álftamýri. Þar verða sam- tals 14,8 stöðuheimildir og við breytt rekstrarform er áætlað að fjölga stöðuheimildum hjúkrunarfræðinga um tvær. Við heilsugæslustöðina í Miðbæ eða Heilsuverndarstöðina var bætt einni stöðuheimild læknis á þessu ári. Gert er ráð fyrir því að ný heilsu- gæslustöð verði opnuð á horni Garðastrætis og Vesturgötu í lok þessa árs. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir fullum rekstri þeirrar stöðvar. Stöðuheim- ildir verða 12,2. Hér er um algera nýja þjónustu að ræða. Þá eru og starfandi heilsugæslustöðvar í Hlíðahverfi og í Borgarspítalan- um, en starfsemi þessara heilsu- gæslustöðva verður að mestu óbreytt á næsta ári. Þó er hugað að nýju húsnæði fyrir heilsugæslu- stöðina í Borgarspítalanum þar sem allt of þröngt er orðið um hana í núverandi húsnæði auk þess sem Borgarspítalinn þarf á því húsrými að halda fyrir sína starfsemi. Þá má einnig geta þess að heilsu- gæslustöðin á Seltjarnarnesi þjónar einnig hluta af Vesturbæ Reykjavík- ur. í fjárlagafrumvarpi fyrir 1991 er gert ráð fyrir 23 stöðugildum við þessa stöð. Kosningamál í vor Af þessari grófu upptalningu má öllum vera ljóst að gert er ráð fyrir stóraukinni og bættri þjónustu við Reykvíkinga á sviði heilsugæslunn- ar. Ég hef talið það hlutverk mitt sem heilbrigðisráðherra að leggja á þetta mikla áherslu og tel mig þar vera að framfylgja gildandi lögum. Sumum finnst e.t.v. að hér mætti forgangsröðin vera með nokkuð öðr- um hætti, en á meðan vitað er að verulegur fjöldi Reykvíkinga hefur ekki enn aðgang að heilsugæslu- eða heimilislæknum tel ég óhjákvæmi- legt að leggja áherslu á þennan grunnþátt heilbrigðisþjónustunnar. Ég er þess fullviss að það er vilji Reykvíkinga að svona verði að mál- um staðið. Ég skora því á Ólaf F. Magnússon sem fulltrúa Reyk- víkinga í stjórn Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur og heilsugæsluum- dæmi Vesturbæjar, að koma til liðs við okkur í þessari uppbyggingu. Takist okkur að fylgja þessari stefnu fram, sem hér hefur verið boðuð, þá fagna ég því að heilbrigðismálin verði gerð að kosningamáli í vor. III. Matthías Kjeld Lítilmótlegnr málflutningur Þriðja og síðasta greinin, sem mig langar að gera hér að umtalsefni, birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 27. nvoember undir yfirskriftinni „Hvar er Dúlsinea?" og er eftir Matthías Kjeld. Hrafnkell A. Jónsson strax m.a. með viðræðum við BHMR um breytingar á samningum þeirra. Mikið er í húfi að þjóðarsáttin nái fram að ganga. Sjálfstæðis- flokkurinn mun leggja sitt af mörk- um til að svo megi verða. Ilöfundur er formnöur vnif. Árvakurs á Eskifirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.