Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 70
fg_______ Bræðraminning: LAÚGÁRöX'GUÍl íð! ÖÍͧÉÉÖÉ’árWálí Guðbrandur, Magnús ogKristján Skarp- héðinssynir Guðbrandur var fæddur í Dag- verðamesi og ólst þar upp hjá foreld- rum sínum í systkinahóp. Guðbrandur fór í Hvanneyrarskóla og útskrifaðist þaðan búfræðingur 1945, en síðan starfaði hann mikið á taktorum, jarðýtum og skurðgröf- um. Hann var bráðlaginn og dugleg- ur verkmaður og _gott að vera með honum í verki. Arið 1949 fluttist hann til Sauðárkróks og kvæntist þar árið 1951 Ósk Sigurðardóttur og þau eignuðust dótturina Kristínu Sigurlaugu, sem er gift Jóni Jakobs- syni frá Varmalæk. Þau eiga soninn í BLÓMINU FÆRÐU JÓLA- SKRAUTÍ ANDA ÖMMUOG AFA Nú eins og í fyrra getur þú fengið jólavörur eins og amma og afí ke.yptu þegar þau voru ung. Hjá okkur getur þú valið úr miklu úrvali af fallegu og vönduðu jólaskrauti, jólagjafakortum og jólagj afapakkningum. Dúkkulísur frá 1920. kynntu þér úrvalið. Amma og afi koma örugglega. kvöld Skreytingar við öll tækifæri. VISA, EURO, SAMKORT OG DINERS. BLÓMIÐ HAFNARSTRÆTI15 SÍMI 21330 Jón Óskar sem býr á Sauðárkróki. Ósk og Guðbrandur skildu. Árið 1963 tók Guðbrandur við búi foreldra sinna í Dagverðarnesi. Fyrst bjó hann með móður sinni en síðan einn um nokkurn tíma. Síðan 1986 bjó hann með Sólrúnu Konráðsdóttur sem það ár fluttist að Dagverðarnesi ásamt syni sínum Sæþóri. Guðbrandur byggði og ræktaði á jörð sinni og tók upp nýja búskapar- hætti að nokkru með því að hafa minka- og refarækt, en við það störf- uðu þau Sólrún með mikilli alúð og það varð til þess að skinn frá búi þessu fengu mörg verðlaun. Þau sáu þarna árangur af vel unnu starfi en ágóði var ekki í samræmi við það. Hann hóf einnig skógrækt og kom á nokkurri þjónustu við ferðafólk. Þó ég fari ekki að reyna að gera upptalningu á eðlisþáttum Guð- brandar ætla ég að minnast aðeins á samskipti hans við unglinga. í búskapartíð sinni hafði hann marga unglinga við bústörfin með sér um lengri eða skemmri tíma og hafði sérstaklega gott lag á að láta þetta fólk vinna vel og hafa ánægju af. Einnig kenndi hann því að umgang- ast allar vélar með mikilli aðgæslu. Hann gerði því það Ijóst að glanna- skapur yrði þar ekki liðinn. Það var regía sem allir fóru eftir. Þó Guð- brandur væri ekki margmáll þá tal- aði hann gjarnan til þessa fólks í léttum dúr. Margir drengirnir tóku Guðbrand mjög til fyrirmyndar, stóðu upp frá matarborðinu í"takt við hann og reyndu jafnvel að ná sama göngulagi og hann og í starfi urðu þeir samtaka þótt ekki væri mikið sagt. Guðbrandur hafði gaman af að skemmta sér með öðru fólki. Ilann starfaði í kirkjukór, las mikið og margt fleira var honum hugleikið. Fyrir um fjórum árum fékk hann aðvörun um að hann yrði kvaddur til starfa á öðru tilverusviði en hann gafst ekki upp í lífsbaráttunni heldur hélt áfram með bú sitt og hann var að enda við að ná saman búsmal- anum í hús, þegar honum var beint út á brúna miklu. Við verðum að sætta okkur við það að Guðbrandur er farinn, en konan mín, ég og börnin okkar, sem áttum samleið með honum og vorum með honum í verki, þökkum honum samfylgdina. Þeir sem þekktu hann best mátu hann mest. Ég og fjölskylda mín vottum dótt- ur hans og fjölskyldu hennar, Sól- rúnu og Sæþóri og öðrum aðstand- endum innilegustu samúð. BFE Hann Guðbrandur í Dagverðarnesi er dáinn; Þannig hljóðaði hin sorg- lega frétt sem barst um sveitina að kvöldi 7. des. sl. En örlög sín fær enginn umflúið. Hann sem var hress og kátur að morgni var kaldur nár að kvöldi. Eftir hádegi þennan dag fór hann að sækja nokkrar kindur yfír að Skarði í Lundarreykjadal og rak þær yfir hálsinn, eins og hann hafði margoft gert á hvetju ári. En nú kom harin ekki kindum sínum í hús, því hann hné niður í hlíðinni fyrir ofan bæinn sinn og var þegar allur. Guðbrandur fæddist í Dagverðar- nesi 11. júlí 1925 og var fjórða barn foreldra sinna þeirra Kristínar Sigur- laugar Kristjánsdóttur og Skarphéð- ins Magnússonar. Börn þeirra Dag- verðarneshjóna urðu 6, Magnús, Kristján, Sigríður, Guðbrandur, Baldur og Þuríður. Af þessum systk- inum eru þrjú á lífi, á undan Guð- brandi dóu Kristján 1988 og Magnús 1989. Kvöddu báðir jafn skyndilega og af völdum sama sjúkdóms og Guðbrandur nú. Guðbrandur var alinn upp í Dag- verðarnesi, að loknu barnaskólanámi fór hann að Hvanneyri og útskrifað- ist búfræðingur vorið 1945. Þá um vorið sótti hann vélanámskeið sem haldið var á Hvanneyri á vegum Búnaðarsambands Borgarfjarðar, og var hann síðan starfsmaður þess næstu sumrin, en var gjarnan á vert- íðum á vetrum. Vorið 1949 flytur hann til Sauðár- króks og fer að vinna á verkstæði hjá Kristjáni bróður sínum. 1955 ræðst hann til Vélasjóðs og vinnur á skurðgröfum víða um land næstu árin. Var hann alls staðar eftirsóttur í vinnu, endaósérhlífinn, afkastamik- ill og velvirkur. Hann kvæntist 1951 Ósk Sigurð- ardóttur frá Sauðárkróki og eignað- ist með henni eina dóttur, Kristínu Sigurlaugu, sem gift er Jóni Jakobs- syni frá Varmalæk. Ósk og Guð- brandur slitu samvistir 1955. 1963 urðu þáttaskil hjá Guð- brandi, því þá flytur hann aftur heim í Dagverðarnes og tekur við jörð og búi af öldruðum foreldrum sínum. Ræktun átti hug hans allan og því hófst hann þegar handa við að byggja upp á jörðinni og bæta. Stækkaði túnin, byggði íbúðarhús, fjárhús, plantaði ttjám og girti. Sex- tugur sneri hanri sér að loðdýra- rækt, byggði refa- og minkahús og kom upp búi sem stóð framar öðrum slíkum sem ég hef spurnir af. Á skinnasýningum voru það skinnin frá Guðbrandi sem fengu mörg verðlaun. Þar skákaði hann sér lærðari og yngri mönnum, svo eftir var tekið. Guðbrandur var framúrskarandi ná- granni, alltaf boðinn og búinn til að aðstoða hvenær sem um slíkt var beðið. Fyrstu búskaparár hans í Dagverðarnesi var móðir hans bú- stýra hjá honurn, og allt þar til að kraftar hennar þrutu, en hún lést 1983. Bjó hann næstu árin einn, en ein- veran átti ekki við skapferli hans, enda félagslyndur og kátur í góðum félagsskap. Það var því mikil gæfa fyrir hann, þegar hann fékk til sín, sem ráðskonu á árinu 1986, Sólrúnu Konráðsdóttur, sem verið hefur hjá honum síðan, ásamt syni sínum Sæ- þóri Steingrímssyni. Ber þeim þökk fyrir að gera honum ánægjurík þessi síðustu ár. Að leiðarlokum vil ég bera fram bestu þakkir okkar á Grund til góðs vinar og ég veit annarra Skorrdæl- inga fyrir áratuga samstarf og sam- fylgd. Hafi hann heila þökk fyrir allt. Aðstandendum öllum eru sendar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin lifír þótt maðurinn falli. Verkin staðfesta hveijar hugsjónir hans voru. Davíð Pétursson Her sit ég við eldhúsborðið mitt tveimur sólarhringum eftir að mér var tilkynnt andlát móðurbróður míns, Badda frænda, sem varð bráð- kvaddur á jörð sinni Dagverðarnesi í Skorradal og læt hugann reika. Nú hef ég misst þijá móðurbræður á tveimur og hálfu ári, bræður sem voru kvaddir í burtu á sama hátt. Kiddi,. fæddur 1. júlí 1922, dáinn 7. apríl 1988. Maggi, fæddur 3. febr- úar 1921, dáinn 20. september 1989 og Baddi, fæddur 11. júlí 1925 dáinn 7. desember 1990. Þessir frændur mínir voru í mínum huga alveg sérstakir menn. Þeir áttu það sameiginlegt að vera einstaklega hlýir menn eins og ég kalla það, menn sem gott var að vera nálægt. Þeir voru einstaklega barngóðir, gamansamir og stríðnir. Kiddi frændi var kaupmaður á Sauðárkróki, hann þekkti ég minnst, sjálfsagt vegna þess að hann átti heirna fyrir norðan. í bernsku man ég eftir honum sem stóra frændanum með stóru hend- urnar, hendur sem gott var að heilsa, hlýjar hendur sem barnshöndin hvarf í. Þessar stóru hendur höfðu þessir frændur mínir. Maggi frændi var húsasmíða- meistari, hann stóð mér næst, enda var hann eini móðurbróðirinn sem bjó í Reykjavík. Ótaldar eru þær heimsóknir á heimili haris og konu hans Kristjönu á Rauðalækinn. Sérstaklega minnist ég þess þegar ég var að vinna í ná- grenni við heimili þeirra og fékk að koma til þeirra í hádegismat. Það var nú ekkert vit í því að frænka fengi ekki heitan mat í hádeginu. Á heimili þeirra var gott að koma, þar var kærleikur og hlýja, en stundum þurfti nú frændi að stríða svolítið, en alltaf fékk maður klapp á kollinn eða faðmlag að því loknu. Það var svo gott að sitja í fanginu hans Magga og spjalla við hann, sagði dóttir mín. Maggi gat setið tímunum saman með börnunum spjallað og gantast við þau. Badda frænda hef ég kynnst meira sl. tuttugu ár. Hann tók við jörð afa og ömmu í Dagverðarnesi, sem hefur verið mér fastur punktur í tilverunni frá því að ég var barn. Baddi gat verið stríðinn eins og Maggi og oft höfum við frændsystk- inin minnst þess þegar hann var nærri búinn að hræða úr okkur líftór- una. Það var einn góðviðrisdag að sumri til að við vorum að leika okkur í þúfunum í sveitinni, þegar við allt í einu fórum að heyra allskonar hljóð úr öllum áttum, gelt, gól og fleiri hljóð, við hlupum heim til ömmu skjálfandi á beinunum. Stuttu síðar birtist frændi brosandi út að eyrum, þá vissum við hver draugurinn var. Það eru eflaust til margar grín- og draugasögur af þeim bræðrum. Baddi ræktaði jörðina af mikilli alúð, byggði íbúðarhús með afa og ömmu, fjárhús og núna síðustu árin hafði hann eins og fleiri bændur ver- ið með refa- og minkarækt, sem gekk nokkuð vel hjá honum, ekki að það væri gróði af heldur hafði hann mjög gaman af að rækta upp góðan stofn og fá falleg skinn, enda hlaut hann verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir. Fyrir um áratug hóf hann skóg- rækt í landi sínu. Ég minnist þess að þegar hann bytjaði gróðursetn- ingu og ég myndaðist við að hjálpa til, þá hafði hann þau orð um að einhver annar myndi líklega njóta góðs af þessari ræktun. Mér var hugsað til þessara orða hans um daginn þegar haft var við hann við- tal á Rás 2, vegna auglýsingar hans í Borgfirðingi um sölu jólattjáa þar sem fólk gat komið' og gengið um skógræktina og valið sér jólatré, að hann hefði ekki reynst sannspár dag- inn forðum. Það fór á annan veg, hann lést 7. desember en salan átti að bytja 8. desember. Fyrir nokkrum árum lét Baddi skipuleggja allt land undir sumarbú- staði sem varð til þess að foreldrar mínir og systkini, Maggi og hans fjölskylda byggðum okkur sitt hvorn sumarbústaðinn, þannig að fyrir hans tilstuðlan höldum við okkar fasta punkti í tilverunni. Þau eru orðin mörg börnin og unglingarnir sem voru í sveit hjá Badda, börn systkinanna voru vel flest hjá honum á sumrin, hann var þeim öllum sem leiðbeinandi, leikfélagi og vinur. Skarphéðinn bróðir minn, sem sennilega hefur átt flestar stundir í Dagverðarnesi með afa og ömmu og síðan Badda, hafði þau orð um hann, að hann hefði oft og tíðum verið sér sem faðir. Nú þegar þessar minningar hafa farið í gegnum hugann hér við eld- húsborðið, vil ég fyrir mína hönd og systkina minna þakka þeim bræðrum samfylgdina. Blessuð sé minning þeirra. Hulda Stundum verður manni svo þungt um hjartað að þörfin fyrir að losa um verður slík að á einhvern hátt verður að koma hugsunum frá sér. Þannig er mér innanbijósts núna þegar mér fyrir nokkrum dögum var tilkynnt lát þriðja bróður míns og þess vegna langar mig að setja á blað nokkur minningarbrot um þá alla. Elstur þeirra var Magnús fæddur 3. febrúat' 1921 á Jarðlangsstöðum í.Borgarhreppi, en þar bjuggu for- eldrat' okkar Skarphéðinn Magnús- son og Kristín Sigurlaug Kristjáns- dóttir sitt fyrsta búskaparár. Maggi bróðir var sá bræðra minna sem stóð mér næst. Hann var tveimur árum eldri en ég og einu ári eldri en Kristj- án, sem ekki ólst upp með okkur. Það fór því svo að við urðum mjög samrýmd sem lítil börn. Snemma var farið að senda hann eftir kúm, hest- um og kindum og ævinlega vildi hann þá hafa stelputítluna með sér, þó tæplega hafi hún verið til mikils gagns til að bytja með. En bæði vorum við létt í spori og ég vandist því að fylgja honum eftir. Þegar stór systkinahópur elst upp í sveit verða samskipti þeirra óhjákvæmilega nán- ari en þeirra sem alast upp í bæjum og borgum þar sem hver einstakling- ur á sína vini utan veggja heimilis- ins. Þannig var það um okkur systk- inin sem ólumst upp í Dagverðarnesi í Skorradal. Við lékum okkur saman og gerðum allt saman og síðast en ekki síst töluðum við saman. Ég hef stundum sagt söguna af því þegar ég átti að fá að fara í rétt- irnar í fyrsta skipti, þá átta ára en Maggi 10 ára. Nóttina áður gerði vitlaust veður og aðeins var það far- ið að skána um morguninn, en ekki var það gott. Við systkinin sváfum í sama rúmi, þá í torfbaðstofunni. Þegar móðir okkar kom að rúminu um morguninn sagði hún að hann mætti fara með pabba, en ég yrði að vera heima. Maggi minn var nú ekki alltaf margmáll, sagði ekkert og hreyfði sig ekki. Ég fór að ýta við honum, en hann lá bara og þagði. Mamma kom aftur og spurði hvort hann ætlaði ekki að fara að klæða sig. „Ég fer ekkert nema stelp- án fái að fara líka,“ svarai hann og lá kyrr. Foreldrarnir skutu á ráð- stefnu og það varð úr að ég fékk að fara líka. Mikið varð ég glöð. Þessi litla saga sem greyptist svo í minningu mína lýsir honum eins og hann var ævina alla. Hann hugsaði ekki fyrst um sjálf- an sig og aðra á eftir, heldur þvert á móti. Maggi gekk í farskóla í Skorradal eins og við öll systkinin og tók það sem þá var kallað fullnaðarpróf. Seinna fór hann í Reykholt og tók þar mjög gott próf. Hann átti mjög létt með nám og hafði einstaklega gott vald á íslensku máli og eins hafði hann allt frá bernsku gaman af að setja saman vísur. Ég hef grun um að foreldrar okkar hafi af litlum efnum viljað kosta hann til fram- haldsnáms en hann ekki viljað. Síðar fór hann í nám í trésmíði hér í Reykjavík og starfaði æ síðan við þá iðn, fyrst sem sveinn'en lengst af sem húsasmíðameistari. Hann var mikill gæfumaður allt sitt líf. Við opinberuðum sama dag og giftum okkur sama dag. Þann 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.