Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LADGARÐAGUR 15, PESEMBER 1990
o31
Bók um mannraunir
eftir Sig’hvat Blöndahl
PROÐI HF. hefur gefið út bók-
ina Mannraunir eftir Sighvat
Blöndahl.
í kynningu hofundar segirm.a.:
„Sighvatur segir í bókinni frá
eigin reynslu eins og t.d. þegar
hann kom fyrstur manna að flaki
Jólasýning
FÍM opn-
ar í dag
JÓLASÝNING félagsmanna í
FÍM verður opnuð í FÍM-salnum,
Garðastræti 6, laugardaginn 15.
desember kl. 16.00-19.00.
Veitingar verða á boðstólum og
lesið verður úr nýjum bókum. Guð-
rún Þ. Stejihensen leikkona les úr
bók Fríðu A. Sigurðardóttur, Meðan
nóttin líður, Pétur Gunnarsson, rit-
höfundur les úr bók sinni Hverdags-
höllin og Björg Orvar, myndlistar-
maður, les úr ljóðabók sinni, I sveit
sem er aðeins og aðeins fyrir sig.
Sýningin er sölusýning og stend-
ur hún fram yfir áramót.
lítillar flugvélar á Eiríksjökli og
tók þátt í björgun tveggja manna
sem í vélinni voru. Hann segir
einnig frá flugslysi á Mosfellsheiði
sem sannarlega fór betur en á
horfðist og þegar manni var bjarg-
að úr jökulsprungu á Vatnajökli.
Þá segir Sighvatur frá eftirminni-
legum fjallgöngum, m.a. á Mount
McKinley, hæsta fjall Norður-
Ámeríku, og hinn illræmda Eigert-
ind í Ölpunum.
Þá er í bókinni frásögn af björg-
un skipveija af vélbátunum Barð-
anum sem strandaði við Dritvík á
Snæfellsnesi, sagt frá þyrlubjörg-
unarsveit Landhelgisgæslunnar og
Sighvatur Blöndahl
frá frækilegri björgun manna af
flutningaskipinu Suðurlandi.“
Mannraunir er 167 blaðsíður.
Prentvinnsla var í höndum Prent-
stofu G. Ben. en káþu hannaði
Guðmundur Jón Guðjónsson hjá
Teiknideild Fróða.
$mm
til að hreinsa KÍSILSKÁN af vaskinum, baðkarinu eða
sturtubotninum.
Reynslan hefur sýnt að árangur næst með NUDDA.
Fáðu þér pakka og prófaðu.
Sölustaðirt.d.: Flestar matvöruverslanir og bensín-
stöðvar Esso.
HREINLÆTISÞJÓNUSTAN HF.,
sími 27490.
Metsölublad á hverjum degi!
Yfir-
lýsing
Við undirrituð höfum ákveðið að
höfða meiðyrðamál á hendur að-
standendum bókarinnar Lífsstríðið
sem fjallar um ævi Margrétar Ró-
bertsdóttur og út kom í byrjun des-
ember.
í bókinni koma fram fjölmörg
ærumeiðandi ummæli um okkur
sem nauðsynlegt er að vekja strax
athygli á að eru röng jafnframt því
sem við nú leitum réttar okkar fyr-
ir dómstólum.
Á þeim tíma sem um ræðir vorum
við ábúendur á jörðinni Litla-
Kollabæ í Fljótshlíð. Fyrir milli-
göngu Búnaðarfélagsins tókum við
að okkur umkomulausa þýska ungl-
ingsstúlku sem nú heitir á íslensku
Margrét Róbertsdóttir. Margrét lýs-
ir dvöl sinni hjá okkur á Litla-
Kollabæ með mjög niðrandi orðum
sem alls ekki eiga sér stoð í raun-
veruleikanum. í bókinni eru okkur
einnig lögð í munn ljót ummæli og
gerðar upp hugsanir sem aldrei
hafa að okkur hvarflað. Allt þetta
er mjög meiðandi fyrir okkur og
það svo að þótt við séum nú bæði
á áttræðisaldri getum við ekki
hugsað okkur að sitja undir þessum
ásökunum og ummælum til ævi-
loka.
Við höfum aldrei haft nema gott
eitt um Margréti Róbertsdóttur að
segja og alla tíð átt við hana gott
samband. Við tókum í upphafi á
móti henni með þeim hætti sem við
best gátum. Litli-Kollabær var ekki
stórbýli og efni okkar og aðstæður
í samræmi við það. Margrét naut
þess sem við gátum best boðið á
efnalitlu sveitaheimli. Matur var oft
fábrotinn og aðbúnaður var eflaust
betri á stórbýlum í sveitinni en ekki
leið hún skort og áþján af okkar
hálfu hvað þá að hún væri frá okk-
ur rekin þegar hún átti í veikindum.
Útkoma bókarinnar hefur reynst
okkur fullorðnum hjónunum þungt
áfall. Við viljum biðja fólk að kaupa
ekki þessa ósönnu bók en þá sem
hana kaupa viljum við biðja að hafa
í huga að lýsingin á dvölinni er
ekki sannleikanum samkvæm.
Kjartan Guðjónsson,
Inga Sveinsdóttir,
Háeyrarvegi 1,
Eyrarbakka.
VERÐUR HANN
NJESTISTJÓRNARFORMAÐUR
ÍSLANDS?
Hann á gófta möguleika vegna þess aö Verðbréfaspiliö gerist á Islenskum fjármagnsmarkaöi. Hann
kaupir hlut I Sjóvá-Almennum, íslandsbanka eöa hvar sem hann sér hagnaðarvon. Gengið getur
fallið eða hann lent (klónum á skattinum; hér skiptir öllu aö vera snjall. Hann getur þurft aö velja
milli rfkisskuldabréfa, innstæðu f banka eða er kannski tfmabært að fjárfesta (draumabflnum?
Hann verður að hrðkkva eða stökkva. Verðbréfaspilið er frábærlega
spennandi, skemmtilegt og fræðandi spil. Lærðu á peninga f leik áður en
þú tekur áhættu flffinu.
Verðbréfaspitið - snjallt spil fyrir forsjált fólk.
UTGEFANDI: ISLENSK SPIL HF
ÐREIFING: