Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 72
72 MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 15. DESEMBER 1990 Minning: Halldór Jóhanns- son bifreiðastjóri Fæddur 7. nóvember 1918 Dáinn 5. desember 1990 Eg kveð elsku Dóra og þakka fyrir allar stundirnar sem ég átti í návist hans. Og fyrir hve hann var mér góður eins og öllum þeim sem hann átti einhver skipti við. Hann var lítillátur, hógvær og gerði ekki á hiut neins manns. Ég var svo heppin sem lítil stelpa að dvelja á Sólvallagötu 36 (Höfn). Var ég jafnt uppi hjá Dóra og Auði sem niðri hjá afa og ömmu, með dóttur þeirra, Gunnu, jafnöldru minni og frænku. Dóri var mér þá sem góður faðir og gerði sér far um að gleðja okkur. Hann lagði sig líka fram ásamt konu sinni Auði að skapa fallegt heimili. Það tókst svo vel að allir sem inn komu dáðust að heimilinu. Efida sannaðist á lífsstíl þeirra, að heima er best. Síðustu mánuðina þegar sýnt var hvert stefndi, stóð hann sem klett- ur. Aldrei æðruorð. Allt var í lagi. Taka hverju sem að höndum bar með jafnaðargeði. Bið ég Guð að styrkja Auði, Gunnu og fjölskyldu. Minningin um góðan mann mun hlýja okkur öllum sem þekktum Dóra. Friður sé með honum. Ella Rúna Þegar mér barst dánarfregn mágs míns, Halldórs Jóhannssonar, eða Dóra eins og hann var oftast kallaður, reikaði hugur minn aftur til þeirra tíma er foreldrar mínir voru nýfluttir til Keflavíkur. Við bjuggum þá í Keflvíkingsbraggan- um, eins og hann var kallaður, á meðan verið var að byggja tilvon- andi heimili okkar við Sólvallagöt- una. Efst er mér í minni sá dagur er farið var með mig til ömmu suður í Hafnir því þá var að koma í heim- inn barn þeirra Auðar og Dóra. Þetta varð þeirra eina barn og var það skýrt Guðrún Þóra eftir foreldr- um okkar Auðar. Á milli okkar Gunnu eru aðeins fimm ár og hef ég ávallt litið á hana sem systur mína. Ekki fór hjá því að ég kynntist Dóra náið því við bjuggum í sama húsi á mínum uppvaxtar- og ungl- ingsárum. Auður, Dóri og foreldrar mínir byggðu saman tvíbýlishús við Sólvallagötu 36 sem þau kölluðu Höfn. Því var það oft sem við í húsinu svo köiluð í Höfn. Ekki get ég skilið við Sólvallagöt- una að ekki sé minnst á hina miklu snyrtimennsku sem einkenndi heimili þeirra Auðar og Dóra bæði utanhúss sem innan enda voru þ'au bæði samtaka í að hafa umhverfið í kringum sig sem snyrtilegast. Kynni mín af Dóra á mínum uppvaxtarárum voru mjög góð enda var hann mikið prúðmenni. Mér er vel í minni þegar ég fékk að sitja í vörubílnum hjá honum er hann var að vinna við keyrslu efnis úr Stapafelli í akkorðskeyrslu. Það fannst mér spennandi. Hin síðari ár hafði Dóri unnið hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli við keyrslu eða þar til hann fékk þann sjúkdóm er leiddi til dauða á aðeins fjórum mánuðum. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Auði og fjölskyldu hennar, en á þessum erfiðu tímum stóð Dóri sig fádæma vel og æðruleysi hans var mikið. Held ég að það hafí hjálpað honum mikið hversu trúaðuf hann var. En nú er mágur minn allur, að- eins ári eftir að móðir okkar systk- inanna dó, og vil ég þakka honum fyrir allt það góða sem hann hefur verið mér í gegnum tíðina. Martin Bax fulltrúi Evrópusamtaka hjálparstofnana kirkna ræddi meðal annars við herra Ólaf Skúlason biskup er hann heimsótti Is- land nýlega. Martin Bax framkvæmdastjóri Evrópu- samtaka hjálparstofnana kirkna; Þörf markvissara sam- starfs hjálparstofnana FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam- taka hjálparstofnana kirkna i Evrópu, Martin Bax, sótti Island heim nýlega til að kynna sér starf Hjálparstofnunar kirkjunnar og kynna samtökin. Þessi samtök voru stofnuð á síðasta ári í því skyni að auka samstarf hjálpar- stofnana en aðilar eru 11 hjálpar- stofnanir mótmælendakirkna. Auk þess að ræða við forráða- menn Hjálparstofnunar ræddi Martin Bax við fulltrúa kirkjunn- ar og utanríkisráðuneytisins. — Markmið samtakanna er að gera samstarf þessara hjálparstofn- ana árangursríkara og markvissara og vera viðbúin nýjum aðstæðum með þeim breytingum sem eru að yerða I Evrópu, sagði Martin Bax í spjalli við Morgunblaðið. — Sam- starfið getur til dæmis verið með þvi móti að þegar verkefni í þróun- arlöndunum eru til skoðunar séu ekki sendir fulltrúar frá mörgum stofnunum til að heimsækja sömu staðina og skrifa sömu skýrslur heldur að menn hafi samstarf og einn aðili kanni aðstæður fyrir fleiri. Af öðru samstarfi má nefna að hjálparstofnanir í þeim löndum sem aðild eiga að Evrópubandalaginu sækja þangað talsvert fjármagn til verkefna sinna. Það er áríðandi að fylgjast vel með málefnum sem þar eru til umræðu því ákvarðanir EB geta haft margs konar áhrif til dæmis á samskipti við þróunarlönd. Varðandi breytingarnar í Evrópu sagði Martin Bax augljóst að ýmis ný verkefni kæmu til kasta hjálpar- stofnana til dæmis í löndum Austur-Evrópu. Skrifstofa samtak- anna er í Brussel og auk Bax starf- ar þar einn ritari. Megi góður Guð styrkja Auði og fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Kr. Þórðarson Mig langar að minnast tengda- föður míns, Halldórs Jóhannssonar bifreiðastjóra, nokkrum fátækleg- um orðum, en hann lést aðfaranótt 5. desember sl. eftir stutta sjúkra- húslegu. Halldór fæddist 7. nóvember árið 1918 á Snæfokstöðum í Grímsnesi, sonur hjónanna Jóhanns Ingvason- ar og Kristínar Guðmundsdóttur. Halldór var yngstur fjögurra bræðra. Elstur er Guðmundur, kvæntur Halldóru Guðmundsdótt- ur, og eru þau búsett I Reykjavík, Ingi Þór, kvæntur Sigríði Jóhanns- dóttur sem búa í Keflavík, og Finn- bogi, en hann lést ungur að árum árið 1934. Þegar Halldór var um tveggja ára ákváðu foreldrar hans að bregða búi, og fluttu með alla fjöl- skylduna til Keflavíkur, sem varð síðan hans framtíðarheimili. Jóhann, faðir Halldórs, varð odd- viti eftir að þau fluttu til Keflavík- ur. Hann var ritfær maður með afbrigðum og samdi fjölda ljóða, bæði trúarleg og einnig til ættjarð- arinnar, en hann var ungmennafé- lagsmaður frá því hann bjó í Grímsnesinu. Snemma árs árið 1931 þurfti hann að bregða sér til Reykjavíkur. Hann átti ekki aftur- kvæmt úr þeirri ferð, þar sem hann drukknaði er bátur sá sem flytja átti hann til Keflavíkur fórst. Mik- ill hefur verið sá missir fyrir móður með fjóra unga drengi, en hún háði lífsbaráttuna með hjálp drengjanna af miklu harðfylgi, og stundaði lengi verslunarstörf í Keflavík, eða allt til þess að hún veiktist, þá orð- in nokkuð öldruð, og lést árið 1978. Halldór hóf ungur að starfa sem bifreiðastjóri, og ók vörubílnum fyr- ir ýmsa aðila, og eignaðist síðan sinn eigin vörubíl sem hann átti lengi. Síðan lá leiðin til Sérleyfisbif- reiða Keflavíkur, þar sem hann ók fólksflutningabílum, aðallega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Síðast- liðin tuttugu og sex ár ók hann bifreiðum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, eða allt þar til hann kenndi sér þess meins sem dró hann til dauða á aðeins fjórum mánuðum. Árið 1946 kynntist Halldór Auði Þórðardóttur, dóttur hjónanna Þórðar Guðmundssonar og Guðúnar Magnúsdóttur, sem þá bjuggu í Höfnum. Auður og Halldór giftu sig nokkru slðar. Móðir Auðar lést fyrir rétt rúmu ári. Jósafat Sigurðs- son -Minning Fæddur 14. september 1902 Dáinn 10. desember 1990 í dag, laugardaginn 15. desem- ber, verður afi okkar Jósafat Sig- fússon borinn til grafar á Sauðár- króki. Okkur langar að þakka hon- um fyrir samfylgdina og minnast hans með fáeinum orðum. Afi var einstaklega barngóður og þess fengum við systkinin að njóta í uppvexti okkar. Skólaganga okkar hófst í Afaskóla þar sem við lærðum að þekkja stafina. í þeim skóla voru agavandamál óþekkt fyrirbrigði. Kennarinn átti aftur á móti til að bjóða nemendum sínum í sjómann eða hrút og taka þá í bóndabeygju og spyija: „Hvað get- ur þú nú?“ Afi kenndi okkur líka öllum að spila a spil. Hann hafði alltaf tíma fyrir Ólsen Ólsen eða Svarta-Pétur og á jólum var stund- um spilað púkk upp á eldspýtur. Það voru ófáar veiðiferðir farnar niður á Kamb og oft fór hann með okkur á skauta en okkur þótti afi ofsalega flinkur á skautum. Það var gaman að eiga afa sem kunni að pijóna og vaskaði upp og gaf smá- börnum kaffi og mola. Sjálfsagt muna margir gamlir Króksarar eftir Jósa á reiðhjólinu með svarta nestisboxið á leiðinni út á eyri. Og við munum öll eftir að hafa fengið að hjóla undir stöng á þessu stóra hjóli og erum stolt af því að eigandi þess var afi okkar. Því miður fá fæst börn (dag tíma og tækifæri til þess að kynnast öfum sínum og ömmum með sama hætti og við fengum á Króknum í gamla daga. Því hefðum við ekki viljað missa af. Við kveðjum elskulegan afa okk- ar hinsta sinni, en óskum ömmu okkar Jónönnu alls hins besta. Dolla, Sllla, Gummi og Sigþór. í dag verður jarðsettur frá Sauð- árkrókskirkju tengdafaðir minn Jósafat Sigfússon. Hann var fædd- ur á Grófargili í Seyluhreppi þann 14. september 1902, næstelstur átta barna þeirra hjónanna Jónínu Jósafatsdóttur og Sigfúsar Hans- sonar sem þar bjuggu þá en fluttu sama ár að Kjartansstöðum, en þar bjuggu þau í eitt ár, þaðan fluttu þau að Ytri-Brekkum og voru þar til 1918 er þau fóru að Hofi á Höfðaströnd en árið 1921 flytjaþau að Gröf á Höfðaströnd, þar bjuggu þau til ársins 1941 en Jónína andað- ist það ár. Sigfús var áfram í Gröf þar til hann andaðist árið 1946. Árið 1929 kvæntist Jósafat eftir- lifandi konu sinni Jónönnu Jóns- dóttur frá Staðarbjörgum í Hofsósi, og voru þau sín fyrstu búskaparár í Gröf en fluttu í Hofsós árið 1934. Þau höfðu þá reist sér hús sem þau nefndu Sæland og bjuggu í því all- an sinn búskap í Hofsósi. Þau eignuðust 4 börn. Elstur er Bragi Þór f. 1930, Guðrún Jónína f. 1932, Jón Rögnvaldur f. 1936 og Ingibjörg Gunnhildur f. 1940. í Hofsósi var Jósafat lengst af við sjóróðra en vann jafnframt ýfnsa aðra vinnu. Árið 1947 fluttu þau svo til Sauðárkróks þar sem hann vann við byggingavinnu og síðar við fiskvinnslu, og ég minnist hans þegar hann var að fara á milli á hjólinu sínu með nestiskass- ann á stýrinu en hann hjólaði alltaf til og frá vinnu. Fljótlega eftir að þau hjón fluttu til Sauðárkróks byggðu þau sér hús á Hólavegi 14 og bjuggu þar þang- að til þau fóru á Dvalarheimli aldr- aðra á Sauðárkróki fyrir fáum árum. Heimili þeirra á Hólaveginum var mikið snyrti- og þrifnaðarheimili enda þau samhent í þeim efnum. Eg kynntist Jósafat fyrst fyrir tæpum 36 árum er ég kom inn á heimilið sem tilvonandi tengdadótt- ir, þá mætti mér strax þessi glað- væra hlýja sem einkenndi alla hans framkomu en hann var sannkallað ljúfmenni sem ekki var hægt annað en þykja vænt um. Jósafat var einstaklega barngóð- ur maður og hafði ánægju af að Fljótlega eftir að þau kynntust hófu þau að reisa hús í félagi við foreldra Auðar, og kölluðu húsið Höfn, og hafa þau búið þar ætíð síðan. Auður og Halldór eignuðust eitt barn, Guðrúnu Þóru, sem fæddist 24. nóvember árið 1947. Kynni mín af Halldóri hófust er ég kynntist Guðrúnu dóttur þeirra fyrir um þrettán árum sem leiddi til hjónabands okkar Guðrúnar. Hjónaband þeirra Halldórs og Auðar var ástríkt og kærleiksríkt, og voru þau alla tíð sem eitt. Þau höfðu búið sér fallegt heimili sem einkenndist af hlýleika og snyrti- mennsku. Halldór var einstakur maður. Göfugt hjarta, ósérhlífni og hjálp- semi, ásamt trúmennsku voru hans einkenni. í Heilagri ritningu stend- ur: Allt það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þannig var Halldór. Skyldu- rækni og samviskusemi voru honum í blóð borin. Guðrún Þóra, dóttir hans og afabörnin tvö, Halldór Már og Þorsteinn Jóhann, voru honum afar kær. Halldór var mjög trúaður maður og sótti mikið kirkju. Þeir sem þekktu Halldór geyma í hjört- um sínum minningu um góðan og mætan mann. Nú, þegar dauðinn, hinn óumflýj- anlegi þáttur lífsins, kveður dyra, er söknuðurinn sár. En vissan um ódauðleika sálarinnar er huggun harmi gegn. Hinn hæsti hefur kall- að til sín hreina sál til æðri verk- efna. Hér skal tækifærið notað og hjúkrunarfólki krabbameinsdeildar Landspítalans þökkuð þeirra alúð og kostgæfni. Drottinn blessi minningu hans. Þorsteinn Þorsteinsson umgangast börn, enda kunnu barnabömin hans vel a meta það, alltaf var jafn gaman þegar afi kom í heimsókn, hann var svo kátur og spaugaði við þau og átti gjarnan mola í vasanum til að stinga upp í þau. Hann kenndi bömunum okkar að lesa og það var gaman að fara í Afaskóla eins og það var kallað enda var gjarnan spilað svolítið þegar lestrarkennslunni var lokið, en hann var ólatur að spila við krakkana. Otaldir eru þeir sokkar og vettl- ingar sem hann pijónaði á litla fætur og hendur en hann sat oftast með pijónana eftir að vinnu lauk á daginn. Þó var vinnudagurinn oft langur en hann var vinnusamur maður trúr og tryggur í öllu sínu starfi og lífi. Á síðustu árum hrakaði heilsu hans mikið en hann naut góðrar umönnunar starfsfólks Dvalarheim- ilisins, fyrir það viljum við öll þakka. Tengdafaðir minn kveður nú þennan heim í dimmasta skamm- deginu, en eins og ljós jólanna lýsa upp skammdegið trúi ég því að ljós- ið eilífa lýsi upp tilveru hans nú. Á þessari hinstu kveðjustund vil ég þakka honum fyrir öll hans gæði við mig, börnin mín og okkur öll. Tengdamóður minni bið ég bless- unar Guðs. Maria Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.