Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 84
DAGAR
TIL JÓLA
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Verslanir opnar til kl. 22 íkvöld
VERSLANIR verða opnar til kl. 22 í kvöld, laugardaginn 15. desemb-
er, og er það samkvæmt kjarasamningi Verslunarmannafélags
Reykjavíkur. Ef að líkum lætur verður þetta einn annasamasti dagur-
inn í verslunum fyrir jólin. Samningurinn gerir ráð fyrir lengri verslun-
artíma þijá fyrstu laugardaga í desember og þar sem 1. desember
bar upp á laugardag, á, samkvæmt kjarasamningnum, ekki að vera
vera opið lengur en til kl. 16 laugardaginn 22. desember. Verslanir
geta þó samið sérstaklega við starfsfólk sitt um annað en kjarasamn-
ingurinn segir til um. Að sögn Einars I. Halldórssonar, framkvæmda-
stjóra Kringlunnar hf., hafa verslunareigendur þar ákveðið að hafa
opið til kl. 22 laugardaginn 22. desember. Verslanir verða lokaðar á
Þorláksmessu, 23. desember. Mikið annríki var í verslunum í gær eins
og myndin ber með sér, sem tekin var í Tékkkristal í Kringlunni.
Jólaglóð:
Drukkið
fyrir 16
milljónir
Bensínverð hér er miðað
við um 30% hærra verð
NÆRRI lætur að Reykvíkingar,
eða þeir sem lögðu leið sína í
verslanir ÁTVR í Reykjavík tvo
síðustu daga, hafi keypt
rauðvín fyrir um sextán millj-
ónir króna.
í útsölu ÁTVR 5 Kringlunni
vora seldir um fjögur þúsund lít.rar
af rauðvíni í gær og á fimmtudag.
Að sögn Einars Jónatanssonar,
verslunarstjóra þar, selja þeir um
20% af því áfengi sem selt er í
Reykjavík og því má ætla að Reyk-
víkingar hafi keypt 20 þúsund lítra
af rauðvíni. Til að gera jólaglóð
þarf fleira en rauðvín og því er
ekki vanreiknað að ætla að jóla-
glóð helgarinnar kosti um 16 millj-
ónir króna.
Að sögn Einars virðist sem
minna sé drukkið af jóiaglóð nú
en í fyrra og sömu sögu er að
^egja um bjórinn, heldur minna
nefur selst af honum nú fyrir jólin
en á sama tíma í fyrra.
Talsvert bar á ölvun í Reykjavík
í gærkvöldi og bjuggust lögi'eglu-
menn við því að hún færi vaxandi
þegar liði á kvöldið og nóttina.
Heimsmarkaðsverð á bensíni lægra nú en fyrir irinrásina í Kúvæt:
Rússar buðu í gær sama bensínverð og búið var að hafna í London
BENSÍNVERÐ á Rotterdam-
markaði var lægra síðastliðinn
fimmtudag en það var 1. ágúst,
daginn fyrir innrás Iraka í Kú-
væt. 98 oktana súperbensín .kost-
aði 260 dollara 1. ágúst, en 240 á
fimmtudag. 92 oktana blýlaust
kostaði 231 dollar 1. ágúst, en 230
Síbelíusarkeppninni lokið:
Sigrún Eðvalds-
dóttir í þríðja sæti
SIGRÚN Eðvaldsdóttir hreppti í gærkvöldi þriðja sætið í Síbelíusar-
keppninni sem fram fór í Finnlandi. Keppni þessi er ein sú virtasta
sem haldin er fyrir fiðluleikara í heiminum.
„Ég er alveg í sjöunda himni með
árangurinn," sagði Sigrán í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi þegar
ljóst var _að hún hafði náð þriðja
sætinu. „Ég átti ekki von á neinu
þegar ég hóf keppni og var ánægð
með að komast í aðra umferð. Síðan
kom þriðja umferðin og ég var þar
einnig. Þegar Ijóst var að ég kæmist
í átta manna úrslit var ég alsæl og
núna er ég enn sælli,“ sagði Sigrán.
- Dómnefndin taldi sér ekki fært
að veita fyrstu verðlaun enda þurfa
menn mjög að skara frarpúr, nánast
sýna fullkomnun til að hljóta þá við-
urkenningUM þessari virtu keppni. í
öðru sæti var rúmensk stúlka og
þriðja sæti deiidi Sigrún með jap-
anskri stúlku. Keppendur voru alls
42.
I verðiaun fá þær stöllur bronspen-
ing og að auki tvö þúsund dollara
hvor, eða sem nemur rúmum 100
þúsundum íslenskra króna. Sigrún
leikur í dag með hljómsveit í Fin-
landiahúsinu í Helsinki á stórtónleik-
um, sem er lokahátíð keppninnar.
Guðný Guðmundsdóttir konsert-
á fimintudag. Verð á 92 oktana
bensíni hér ‘á landi er miðað við
306 dollara tonnið, sem er um 30%
hærra en heimsmarkaðsverðið
nú, og síðasti farmur sem kom til
landsins var á um 290 dollara.
Sovétmenn sendu í gær tilboð um
sama bensínverð og þeir buðu
Sigrún Eðvaldsdóttir
meistari segir árangur Sigrúnar
hreint frábæran. „Þetta er ein mesta
keppni fyrir fiðluleikara sem haldin
er í heiminum og því er árangur
hennar frábær. Ég veit ekki til þess
að ísienskur fiðluleikari hafi tekið
þátt í keppninni áður og það er mjög
gott hjá henni að komast þetta
langt.“
þegar viðræðum við þá var hætt
í síðustu viku og var þá hafnað.
Viðskiptaráðherra ákveður á
mánudag hvernig viðskiptunum
verður háttað.
Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíu-
félagsins hf. sagði í gær að tilboð
Sovétmanna hafi verið hið sama og
í lok viðræðnanna í London. Tilboðið
verður rætt á fundi í viðskiptaráðu-
neytinu á mánudagsmorgun.
Sovétmenn vildu fá 7,50 dollara
álag á verð hvers tonns af bensíni,
en voru komnir ofan í 4,50 dollara
í lok viðræðnanna og buðu það á ný
í gær. „En við gátum ekki sætt
okkur við það þá og þannig stendur
málið,“ sagði Vilhjálmur. „Ég geri
ráð fyrir því að það verði tekin end-
anleg ákvörðun um það hvað gert
verður á mánudaginn.“
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
kvaðst í gær ekki vilja tjá sig um
stöðuna. Hann sagði að eftir fundinn
á mánudag verði tilkynnt hvert
framhaldið verður.
I næstu viku þarf að ganga frá
kaupum á næsta bensínfarmi til
landsins, sem kæmi í bytjun næsta
árs. Fram hefur komið að menn ótt-
ast að verði 95 oktana bensín sett
á markað í stað 92 oktana hækki
það bensínverð sem leiddi af sér vísi-
töluhækkun og í framhaldi af henni
launahækkun og þjóðarsátt væri í
hættu.
Bjarni Snæbjörn Jónsson fram-
kvæmdastjóri hjá'Skeljungi hf. segir
að við núverandi aðstæður á heims-
markaði mundi verð á 95 oktana
bensíni verða lægra en 92 oktana
bensín er selt á nú, þar sem inn-
kaupsverð 95 oktana bensíns í dag
sé verulega lægra en innkaupsvérð
þess bensíns sem hér er selt nú og
það að ákveða núna að skipta um
tegund mundi því ekki valda verð-
hækkun, en ef til vill yrði lækkunin
minni en ella.
Bjarni segir að miðað við þessar
aðstæðui' ætti það ekkl að raska
þjóðarsáttinni þótt skipt yrði um
bensíntegund. Hann segir jafnframt
að þó að aðstæður núna séu með
þessum hætti, þá sé það hins vegar
staðreynd að 95 oktana bensín er
dýrara en 92 oktana, þegar til lengri
tíma er litið.
Henti grjóti í
mömmu sína
LITIÐ barn, 3-4 ára, kastaði
steini í andlit móður sinnar
fyrir utan verslun í Grafar-
vogi síðdegis í fyrradag.
Barnið mun hafa reiðst móð-
ur sinni ákaflega þegar hún
vildi ekki kaupa sælgæti handa
því og hefndi fyrir sig með
þessum hætti þegar út úr versl-
uninni var komið.
Steinninn kom í augabrún
og enni konunnar og þurfti að
flytja hana í sjúkrabíl á slysa-
deild.
VÖLVÖ
PENTA
Besti vinur sjómannsins!