Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 19 Via dolorosa Bókmenntir Sigurjón Björnsson Sr. Rögnvaldur Finnbogason: Jerúsalem Borg hinna talandi steina Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1990, 208 bls. Dagana 20. til 31. maí síðastlið- inn dvaldist síra Rögnvaldur Finn- bogason í Palestínu í boði Kirkju- ráðs Miðausturlanda (MECC). Bók- in sem hér birtist er að meginuppi- stöðu dagbókarbrot frá þessu ferða- lagi. Á undan dagbókinni fer þó alllangur inngangur (bls. 26.). Þar dregur höfundur upp í stærstu lín- um upphaf, hugmyndafræði og þró- un síonismans, flutning gyðinga til Landsins helga ofan á þjóð sem þar var fyrir, Palestínuaraba. Hin rysj- óttu samskipti þessara tveggja „þjóða“ eru nokkuð rakin. Þá víkur höfundur að sínum eigin viðhorfum. Þau einkenndust framan af af sam- úð með gyðingum og skilningi á aðstöðu þeirra. Síðar tóku þau við- horf smátt og smátt að raskast og grunsemdir að vakna um að þörf væri að líta einnig á hina hliðina. Þá tekur höfundur og réttilega fram að nauðsyn sé að greina vel á milli ísraelsstjórnar annars vegar og Ísraelsríkis hins végar og bendir á að þessu tvennu sé oft blandað sam- an til mikils tjóns. Höfundur skýrir frá því að hann hafi lengi fýst að taka sér ferð á hendur til Palestínu til að sjá og skoða með eigin augum hvað þar var í raun og veru að gerast. Sú ósk rættist þó ekki fyrr en á síðastliðnu vori og þá var tíminn skammur til skoðunar eins og áður var getið. Af „dagbókarbrotunum" að dæma virðist þó þessi stutta við- dvöl hafa orðið höfundi dijúg til fróðleiks. Hann átti tal við marga málsmetandi menn úr hópi araba, heimsótti stofnanir og skoðaði sig víða um. Þessi skoðunarferð virðist hafa staðfest þann grun hans að í Palestínu væri mikill harmleikur að gerast. Palestínuarabar væru kúg- aðir og sviptir mannréttindum, drepnir og hraktir af fasískri ógnar- stjórn. Verður ekki annað sagt en að frásögn síra Rögnvaldar sé áhrif- amikil og átakanleg. Hygg ég að hún láti fáa ósnortna sem lesa. son blaðamaður safnaði íslenska efninu.“ ■ ÖRN OG ÖRLYGUR haía gef- ið út bókina Áran - Orkublik mannsins, form, litir og áhrif eftir Birgit Stephensen í þýðingu Estherar Vagnsdóttur. Ulfar Ragnarsson læknir veitti fræðilega ráðgjöf við þýðinguna. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sérhverri manneskju fylgir ára, orkublik. í orkublikinu birtast allir okkar per- sónulegu eðlisþættir og innri eigin- leikar, orkublikið birtir okkar innri mann. Að geta lesið úr orkubliki annarrar persónu opnar því skilning á eðli hennar og eiginleikum og veitir um leið einstakt tækifæri til að koma til hjálpar þar sem þörf er á. Bókin sýnir hvernig hægt er að læra að skynja orkublikið og um leið að þroska eigið innsæi og treysta leiðsögn þess. Höfundur tengir liti orkubliksins við orku plánetanna eins og þær koma fyrir innan stjörnuspekinnar og varpa þannig ljósi á sambandið milli stjörnuspeki, orkubliks og lita. í bókinni eru nokkrar litmyndir af árunni, orkublikinu og túlkanir á því með hliðsjón af myndunum.“ ■ ÖRNOGÖRLYGUR hafagef- ‘ ið út barnabók sem nefnist Hrossin í Skorradal og er eftir færeyska höfundinn Ólav Michelsen og myndskreytt af Erik Hjort Niel- sen. Hjörtur Pálsson íslenskaði. Sagan gerist í Færeyjum og Bret- landi. Höfundur lýsir örlögum rauðs fola sem er handsamaður og fluttur til Skotlands eftir að hafa notið frelsis í fjallasal með öðrum stóð- hestum sem hann fór fyrir heima í Færeyjum. ■ BÓKAFOR- LAG Odds Björnssonar hefur sent frá sér bókina Síð- ustu fréttir eftir Arthur Hailey. í kynningu út- gefanda segir m.a.: „Síðustu fréttir segja frá hinni þrungnu spennu, sem liggur í loftinu á frétta- stofu CBA-sjónvarpsstöðvarinnar. Tveir reyndustu fréttamennirnir, sem báðir voru í Víetnam ungir menn, eru þar í sviðsljósinu. Skelfi- legur atburður í lífi fjölskyldu ann- ars þeirra færir sögusviðið vítt um heim þar sem skæruliðaforingi frá Kolumbíu setur á miskunnarlausan hátt svip á atburðarrásina. Þetta er ósvikin spennubók eftir höfund bókanna Hótel, Bankahneykslið, Hinsta sjúkdómsgreiningin, Gullna farið (Airport), Skammhlaup og Sterk lyf.“ Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar sf. ■ KOMIN ER ÚT Uppfinninga- bók frá Erni og Örlygi. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hin nýja Uppfinningabók er erlend að stofni til og skiptist efni hennar eftir eðli uppfinninganna. íslenskar uppfinn- ingar eru í sérstökum bókarauka. Hér er á ferðinni bók með safaríkum texta og miklum fjölda ljósmynda, og mörgum þeirra í lit, sem segir sögu uppfinninga og uppfinninga- manna sem með einum eða öðrum hætti hafa breytt veraldarsögunni með uppfinningum sínum. Björn Jónsson skólastjóri þýddi erlenda hluta bókarinnar, en Átli Magnús- Arthur Hailey Sr. Rögnvaldur Finnbogason Að dagbókinni lokinni er prentuð smásaga, Mobeijakeimurinn, eftir ísraelsku skáldkonuna Hava Halevi. Hefur eiginkona síra Rögnvaldar, Kristín R. Thorlacíus, þýtt söguna á lipurt og hugljúft mál. Segja má að þessi saga sé eins konar skáldleg árétting á niðurstöður bókarhöf- undar. Þá eru í bókarlok teknar samaní 52 greinum „nokkrar stað- reyndir" varðandi Palestínumálið. Hefur Elías Davíðsson tekið það efni saman. 29. maí skrifar höfundur: „Eg játa, að ég hafí ekki, á þeim sex dögum sem dvöl mín hefur varað, séð marga af hinum svonefndu helgu stöðum í landinu. Enég hef farið um Via Dolorosa. Og í mínum eigum liggur Via Dolorosa gegnum allt land Palestínu. Þetta finnst mér að sem flestir þyrftu að kóma og sjá með eigin augum.“ Þeim sem þetta ritar og viður- kennir að hann hefur lengi verið beggja blands um hveiju ætti að trúa varð mikið um lestur þessarar bókar. Hún hefur ekki viljað víkja úr huganum, þrátt fyrir lestur margra annarra bóka um þessar mundir. Getur þetta verið satt? Og ef er satt, hvílík áskorun er þá ekki fólgin í frásögn af þessum þjáning- anna vegi? Eg mælist einarðlega til þess að hugsandi fólk lesi þessa bók með athygli og hugleiði vel þann boðskap sem hún flytur. BILLIARDBORÐ í stofuna, kjallarann eóa bílskúrinn POT BLACK þekktasta merkið í minni „snookers“- borðum Billard borð með kjuðum og kúlum 2 fet ó borð kr. 2.990,- 4 fet kr. 8.900,- stgr. kr. 8.455,- 3 fet ó borð kr. 4.400,- 5 fet kr. 17.400,- stgr. kr. 16.530,- 4 fet ó borð kr. 5.900,- 6 fet verð fró kr. 22.100,- stgr. kr. 20.994,- férslunin 14441 Sendum í póstkröfu Kreditkortaþjónusta Ármúla 40. Sími 35320. SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR ÚR LÉFI PÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sfnu sem lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum íjölda fólks, sem ‘ hann segir frá f þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fímmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvfk, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og f Ballerup í Danmörku. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtíð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti í lífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulífí þjóðarinnar á sfðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.