Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 63 fjórum svefnherbergjum, tveimur salernum og stóru baðherbergi, með stærsta baðkeri sem ég hafði séð til þessa. Það tók auðveldlega tvo. Við urðum ásátt um hvaða her- bergi ég ætti að fá; það- var um 20 fermetrar, og setti stærðar arinn mikinn svip á herbergið. í því var voldugt hjónarúm, jafnbreitt og það var langt. Ég tók strax upp úr tösk- um mínum og lagði mig í rúmið. Ég var þakklátur forsjóninni og hafði á tilfinningunni að hér myndi mér líða vel, sem kom líka á dag- inn. Er ég með nokkrum trega hafði stillt upp mynd af konu minni og sonum á arinhilluna, sofnaði ég á svipstundu. Ég vaknaði við að leigusali minn barði að dyrum, og snaraðist fram- úr til þess að opna fyrir honum. Hann varð greinilega mjög undr- andi við að sjá mig, og er við höfð- um kynnt okkur, spurði hann mig hvort ég væri í raun og veru „anci- en secretairé“, það er fyrrverandi ritari. Ég kvað svo vera. Þá sagði hann, að hann hefði haldið að fyrr- verandi embættismaður hlyti að vera vel fullorðinn en ég væri greinilega nokkru yngri en hann sjálfur. í fáum orðum skýrði ég fyrir honumm hvernig þessu var varið með mig. Hann sagði mér seinna að óvíst væri hvort hann hefði leigt mér, ef hann hefði vitað aldur minn, og enn síður ef hann hefði áður litið mig augum. Það hefði yfirleitt ekki verið ætlun hans að leigja neinum sér yngri manni herbergi í íbúð sinni, og síst eins og á stóð. Kvaðst hann hafa haldið að ég væri maður hátt á sjötugs- aldri, en úr því sem komið væri yrði þessi leigumáli að standa. Hann varð nokkuð þungur á svip, en þegar hann sá myndirnar á arin- hillunni léttist brúnin. Hann tók þær og dáðist að þeim og spurði mig um leið hvort Islendingar tækju hjónabandið alvarlega. Eg fullviss- aði hann um að landar mínir tækju hjónaband mjög alvarlega og giftir karlar renndu sjaldan hýrum aug- um til annarra en eiginkvenna sinna. Slíkt væri illa séð á Islandi. Honum létti bersýnilega enn meir við þessi orð mín. Frábær lífsstíll Porre tók fjölskyldumyndirnar nn'nar með sér fram í eldhúsið, þar sem ástkonan, Angela, var að glóð- arsteikja nautalundir á gasi. Hann kallaði á mig, kynnti okkur form- lega og endurtók við hana það sem okkur hafði farið á milli. Hann sagði mér með alvörusvip að Angela kæmi alltaf á föstudögum og þá snæddu þau saman. Hann gat þess ekki þá, að þau færu alltaf fyrst í bað saman, en ég hafði sofið svo fast að ég hafði ekki heyrt til þeirra í baðinu. Seinna varð ég var við píkuskræki og gusugang, er hann var með einhverri ástkonu sinni í baði. Að lokinni böðun fylgdi máltíð, og loks ástin. Hann sagði mér ekki heldur, að Yvette kæmi alla mánudagí og færi í bað með honum og matreiddi fyrir hann og væri ástkona hans þann daginn. Því síður, að Francois væri ástkona hans á þriðjudögum, Madeleine á miðvikudögum og síst að Fleur kæmi á fimmtudögum. Á laugardögum var hann venjulega með kunningjum sínum og á sunnu- dögum gaf hann sig að lestri. Allar fengu þessar ástkonur sömu kynn- inguna á mér með ljósmyndunum og sama alvöruþunga, eins og hver þeirra væri eina konan sem kæmi til að matbúa fyrir hann. Þetta var sem sagt hið fullkomna piparsveinslíf. Hann tók aldrei með sér heimavinnu og var aldrei með skjalamöppu, því hann taldi það m^stu fásinnu að vinna í frítíman- um. Við nánari kynni reyndist hann einstaklega skemmtilegur, fróðleg- ur og víðlesinn, og hlaut að heilla konur. Af öllum konunum sem ég kynnt- ist þarna í íbúðinni geðjaðist mér langbest að Angelu. Reyndar sóttist ég ekki eftir að kynnast neinni þeirra; það var andstætt leigumál- anum. Én alltaf gáði hún að hvort ég væri heima, þegar hún kom, og spjallaði þá dálítið við mig. Hún skildi ekkert í því að Porre hefði aldrei tíma til að sinna henni nema á föstudögum. Hún spurði mig hvort ég myndi vilja hafa þann hátt á. Eg neitaði því að sjálfsögðu og sagði henni að það myndi lagast þegar þau væru gift. Þá varð hún döpur á svip, en sagðist trúa því og bætti við, að þegar að því kæmi ætti ég að vera svaramaður henn- ar. Til þess kom þó ekki. Mörgum árum seinna giftist Gilb- ert Porre vellauðugri einkadóttur vínræktanda. Sú var jafnaldra hans og þá var orðið of seint fyrir þau að fjölga mannkyninu saman. Þegar ég sagði löndum mínum frá lífsmáta þessa snillings, héldu allir að um skáldskap væri að ræða, og alveg sérstakleg sagan um böð- in. Það kom fyrir í tvö skipti, að Elín Pálmadóttir, starfsmaður íslenska sendiráðsins og síðar blaðamaður, kom seinni hluta dags með bréf frá sendiráðinu. í fyrrá skiptið stóð svo vel á að leigusali minn var í baði með einni af ástkon- unum. Ég bað Elínu að staldra við og hlusta á lætin í baðinu, gusu- gang og skræki. Henni þótti þetta furðu sæta, og ég lofaði henni því að fá að sjá baðkerið, ef hún kæmi aftur, t.d. á laugardegi. Nokkrum dögum seinna kom hún. Þá var Gilbert Porre heima, og ég kynnti hana fyrir honum. Hún fékk að sjá alla íbúðina og baðkerið mikla. Þá sannfærðist hún um sannleiksgildi frásagnar minnar. Þennan mikla elskhuga langaði að bæta Elínu í safn þeirra stúlkna, sem hann sagðist hafa haft mök við, én þær voru frá nítján þjóðum og nú gætu þær orðið tveir tugir. Hann stakk upp á því að þau fengju sér gönguferð í Bologneskógi, en tók fram að Elín yrði að vera í lág- um hælum, ef þau fengju sér skóg- argöngu saman. Hann var nefnilega tæpast meira en 165 sm á hæð. Mér er ókunnugt um hvort af skógarferð þeirra varð, því að ásta- mál þessa lífsþyrsta manns komu mér alls ekki við. 1,910 KR. ” ...ámánuði. 40 ÆFINGAR GYM TRIM styrkir:Axlir, hendur, brjóst og bak.Maga, mitti, læri og rass. GYM TRIM er einfalt, tekur lítiö pláss og þarf engar festingat, MYNDBAND OG VEGGSPJALD FYLGIR PÖNTUNARSÍMI 91- 82265 Breska Verslunarfélagið Faxafeni 10 - Húsi Framtíðar -108 Reykjavík STIHm KROPPUR ...og aukið úthald er árangur sem þú nærð á ótrúlega skömmum tíma ef þú æfir þig reglulega á GYM TRIM æfingatækinu. GYM TRIM hefur hlotið frábærar viðtökur og nú erum við í TRIMMBÚÐINNI að taka upp nýja sendingu af þessu vinsæla æfingatæki. GYM TRIM fæst í TRIMMBÚÐINNI ÁABEIKS ... 19.800 kr. staðgreitt. Eða með allt að tólf mánaða greiðslukjörum, engri útborgun og u.þ.b. fsmm m mmamm mm \ u\ - e VIÐ ERUM ALDREI Dulmögnuð bók eftir Margit Sandemo höfund ísfólksins Prentnúsiö Faxafeni 12, sími 678833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.