Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 48
MORGÚNBLAÖIl) LAÚGARDAÖÚR lfe. ÖÉSÚMÓER 1Ö9D Frumvarp fjármálaráðherra um virðisaukaskatt: * Skammtímaleiga á veit- inga- og samkomuhús- næði verði skattskyld ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frum- varpi í neðri deild um breyttar reglur um skráningu í tengslum við virðisaukaskatt, einkum varðandi svouefndar sjóðvélar og notkun þeirra. Einnig að skammtímaleiga á samkomuhúsnæði verði skatt- skyld. í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að skil á virðisaukaskatti mættu vera betri og notkun sjóðvéla þyrfti að vera útbreyddari og betri meðal þeirra sem skylt væri að skrá sín viðskipti með sjóðvélum. Nauðsyn- legf væri að tryggja jafnrétti milli fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem hefðu allt sitt á hreinu liðu ekki hvað síst fyrir undanskotin. í frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir segir að ef skattskyldur aðili vanræki að nota tilskilið sölu- skráningarkerfi eða ef því sé veru- lega áfátt skuli skattrannsóknar- stjóri með ábyrgðarbréfi beina til hans fyrirmælum um úrbætur. Ef því sé ekki sinnt innan 20 daga geti skattrannsóknarstjóri látið lög- reglu stöðva atvinnurekstur við- komandi. Veitingarekstur Ráðherra lét þess m.a. getið að fram hefði komið að nauðsynlegt væri að tryggja jafna samkeppnis- aðstöðu og að allir sætu við sama Stuttar þingfi-éttir Tollalækkun á bensíni framlengd FJÁRHAGS- og viðskiptanefnd neðri deildár skilaði fyrir nokkru áliti á frumvarpi um heimild til handa fjármálaráðherra til að lækka toll á bensíni tímabundið úr 50% í 30% frá 1. október 1990 til 31. desember 1990. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu að dagsetning- ar verði 6. október 1990 til 28. fe- brúar 1991. Málið fékk skjóta af- greiðslu í neðri deild og var sam- þykkt og afgreitt til efri deildar. borð. Fyrsta grein frumvarpsins gerir ráð fyrir því að útleiga veit- inga- og samkomuhúsnæðis sé skattskyld. í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a. að nokkuð hafi borið á því að félagasamtök og aðrir reyni að komast hjá greiðslu virðisaukaskatts að hluta af veitinga- og samkomuhaldi við leigu á samkomusal og kaup á mat. Leigan á salnum ein og sér er virðisaukaskattsftjáls en veiting- amar skattskyldar. Erfítt er að koma í veg fyrir að kostnaður sé færður á milli, frá skattskyldu söl- unni og yfir á þá skattfijálsu. Lagt er til að skammtímaleigan á veit- ingahúsnæði verði gerð skattskyld til að fyrirbyggja slík undanskot skattsins svo og til þess að jafna samkeppnisaðstöðu við veitinga- og samkomuhús sem bera skattinn að fullu af sinni sölu. Fjármálaráðherra lagði til að frumvarpinu yrði vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar en honum var kappsmál að þetta frumvarp gæti orðið að lögum fyrir áramót og hvatti til þess að málinu yrði hrað- að. Pylsuvagnar Frumvarpið hlaut vinsamlegar viðtökur þingmanna en fáeinir gátu ekki stillt sig um að gera athuga- semdir, t.a.m. taldi Kristinn Pét- ursson (S-Al) fjármálaráðherrann hafa fulla þörf fyrir aukna notkun sjóðvéla en það þyrfti að draga úr notkun prentvélar fjármálaráð- herra. Þingmaðurinn hafði af því nokkrar áhyggjur að Ólafur Ragnar Grímsson freistaðist til að prenta sig frá fjármálavandanum. Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) taldi að sjóðvélar ættu kannski ekki alls staðar við, t.d. hjá þeim sem seldu varning á torgum eða í Kolaportinu undir Seðlabankanum. Einnig gæti reynst erfitt að koma þeim sums- staðar við, t.a.m. í pylsuvagni einum í Austurstræti, þarsem þingmaður- inn kvaðst þekkja nokkkuð vel til. í því þjónustufyrirtæki mun gas vera notað en ekki rafmagn. Sjóð- vélar kváðu þurfa rafmagn til síns starfa. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) hafði fulla trú á því að tækniþekk- ing íslendinga gæti leyst þetta stóra vandamál. Fjárlagafrumvarpið til þriðju umræðu Blaðastyrkurinn samþykktur FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1991 var afgreitt til þriðju umræðu í gær. Breytingartillögur fjárveitingarnefndar voru sam- þykktar, nokkrar breytingartillögur voru dregnar til baka en koma til atkvæða við- 3. umræðu. Breytingartillögur frá þingmönn- um Kvennalista voru felldar. Ýmist var handaupprétting eða nafna- kall viðhaft. Greitt voru atkvæði um breyt- ingartillögur í nokkrum greinum og voru flestar samþykktar sam- hljóða — t.d. var 500 þús. króna framlag til Þjóðvinafélagsins sam- þykkt með 36 atkvæðum. Þingmenn Samtaka um kvenna- lista lögðu fram breytingartillögur um auknar íjárveitingar sem námu samtals 347,136 milljónum króna. Snertu þær atvinnumál og félags- mál kvenna. Að beiðni flutnings- manna var viðhaft nafnakall um tilllögu um 50 milljón króna fram- lag til Byggðastofnunar sem fram- lag til atvinnuþróunar fyrir konur á landsbyggðinni. Tillagan var felld með 34 atkvæðum gegn 11 en 6 greiddu ekki atkvæði og 12 voru fjarverandi. Allir þingmenn kvennalista greiddu tillögunni at- kvæði en auk þeirra Halldór Blöndal (S-Ne), Eyjólfur Konráð Jónsson, Lára V. Júlíusdóttir (A- Rv), Skúli Alexandersson (Ab-Vl), Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne). Nokkrir þingmenn sáu ástæðu til að gera grein fyrir atkvæði sínu, horfðu ekki í fé til byggðastofnun- ar en voru andvígir því að aðskilja kynin í atvinnustarfssemi. Skúli Alexandersson taldi sig aftur á Bráðabirgðalögin á BHMR: móti fylgja tilmælum um að sýna Alþýðuflokknum tillitssemi, hann hefði veitt því athygli að varamað- ur formannsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefði greitt at- kvæði með breytingartillögunni. Atkvæðagreiðslu frestað Bráðabirgðalögin um launamál, oft kennd við BHMR, voru til 3. umræðu á 24. fundi neðri deildar í gær. Atkvæðagreiðslu um frumvarp til staðfestingar lögunum var frestað til mánudags. Umræðurnar báru töluverðan svip fym umræðna um þetta mál- efni og önnur því tengd. Friðrik Sophussyni lék enn sem fyrr mik- il forvitni á að vita hvort forsætis- ráðherra hefði leitað til löglærðra manna eftir að þjóðarsátt var kunngjörð í febrúar fram til þess að ríkisstjórnin tók ákvörðun um að greiða ekki laun til meðlima BHMR á grundvelli kjarasamn- inga. Eða eftir niðurstöðu Félags- dóms um að svo bæri að gera. Friðrik minnti þingheim á að nafn Eiríks Tómassonar lögfræðings hefði verið nefnt nokkrum sinnum í þessu sambandi, ekki síst eftir harkalega gagnrýni lögmannsins á bráðabirgðalögin. Eiríkur hefði greint frá því að forsætisráðherrann hefði leitað til hans eftir að Félagsdómur var- fallinn. Eiríkur hafi verið persónu- lega lítið hrifinn af því að setja bráðabirgðalög en hann hafi lagt fram álit þess efnis að bráða- birgðalögin myndu trúlega stand- ast fyrir dómstólum en ekki kann- að hvort lögin brytu í bága við skuldbindingar sem íslendingar hefðu skrifað undir. Lögmaður greindi nefndinni frá því áliti sínu að hann teldi það mjög gróft brot á réttarreglum um þingræði að rúfja þing vegna falls bráðabirgðalaga og síðan setja önnur efnislega eins á aftur. Frið- rik Sophusson staðhæfði að Jón Baldvin Hannibalsson hefði ein- mitt lagt þetta til. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra benti á að Eirík- ur Tómasson hefði gefið það álit að bráðabirgðalögin myndu líklega standast. Forsætisráðherra minnti á að m.a. á launaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins væri stöðugt fjallað um þessi mál og þar væru vitanlega lögfræðingar, t.d. hefði lögfræðingur eins og Þorsteinn Geirsson sem verið hefði í launa- málum um margra ára bil verið að sjálfsögðu allan tímann meira eða minna með í ráðum. Forsætis- ráðherra tók það skýrt fram að hann hefði aldrei sagt að setja ætti ný bráðabirgðalög eftir þin- grof. Hann hefði sagt að eftir hugsanlegt fall bráðabirgðalag- anna hefði átt að íjúfa þing og efna til kosninga. Försætisráð- herra vildi ekki bera ábyrgð á hugsanlegum misskilningi ut- anríkisráðherra ef um hann væri að ræða. Steinblinda Fleiri þingmenn tóku til máls, Þorsteinn Pálsson (S-Sl), Páll Pétursson (F-Nv), Ragnhildur Helgadóttir, (S-Rv), Þórhildur Þorleifsdóttir (SK-Rv). Stjómar- andstæðingar gagnrýndu enn sem fyrr bráðabirgðalögin, töldu þau m.a. vitna um siðferðisblindu. Til nokkurra orðahnippinga kom mill- um Páls Péturssonar og sjálfstæð- ismanna. Páll Pétursson taldi m.a. gæta tvískinnungs hjá sjálfstæðis- mönnum, las hann texta bráða- birgðalaga um launamál vorið 1983 sem framsóknar- og sjálf- stæðismenn stóðu saman að. Síðar í umræðunni sagði Páll: „Ef við erum haldnir siðferðisblindu nú, vorum við steinblindir 1983. Því að sú lagasetning var náttúrlega miklu, miklu grófari.“ Páll kvaðst hvorki hafa verið blindur þá né nú. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði að ef það hefði komið fram í sínu máli að Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið siðferðisblindur fyrr á tíma, þá drægi hann það til baka. Þorsteinn kvaðst „fylli- lega viðurkenna" að Framsóknar- flokkurinn hefði frá upphafi vega verið sleginn þeirri blindu. Útgáfu- og blaðastyrkir Nafnakall var einnig viðhaft til atkvæðagreiðslu um fjárveitingn til útgáfumála, samkvæmt ákvörð- un þingflokkanna, 66,02 milljónir. Ennfremur styrk til blaðaútgáfu, samkvæmt áliti stjórnskipaðrar nefndar, 27,38 milljónir. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins voru styrkjum þessum andvígir, nema Kristinn Pétursson (S-Al) sem greiddi ekki atkvæði um styrk til útgáfumála þingflokkanna en var andvígur styrknum til blaðaútg- áfu. Asgeir Hannes Eiríksson (B- Rv) var einnig andvígur styrkjum til blaðaútgáfu. Stefán Valgeirs- son (SFJ-Ne) greiddi ekki atkvæði um styrkinn til blaðaútgáfu en var fylgjandi styrknum til útgáfu sam- kvæmt ákvörðun þingflokka. Úr- slit urðu þau að blaðastyrkurinn var samþykktur með 38 atkvæð- um gegn 14 en útgáfustyrkurinn með 39 atkvæðum gegn 12. Um nokkur önnur mál var nafnakall einnig viðhaft og spunn- ust t.a.m. nokkrar umræður um málefni Verkmenntaskólans á Akureyri. Að endingu var frumvarpinu vísað til 3. umræðu með 37 sam- hljóða atkvæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.