Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 62
MÖRGUNBLÁÐÍÐ LAUGÁRDA&UR 15. DESEMBÉR 1990' VIÐNÁMÍ SVARTASKÓLA Kafli úr Ævibrotum Gunnlaugs Þórðarsonar Gunnlaugur Þórðarson Ævibrot nefnist bók, sem dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur skrif- að og geymir minnispunkta um ævi hans, fjölskyldu og jafnframt af gangi landhelgismálsins. Þeim lýk- ur árið 1975, þegar straumhvörf verða í lífi ha'ns og landhelgismálið er komið í höfn. Utgefandi er Set- berg. Hér á eftir er birtur fyrri hluti kafla bókarinnar, sem nefnist „Við nám í Svartaskóla": Fangelsisvist Það var mér mikið átak að fara frá konu og tveimur sonum til fram- haldsnáms í París í janúarbyrjun Í951. En hugur minn var fullur þakklætis til konu minnar fyrir að gera mér þetta mögulegt. Ég lagði af stað sjóleiðis með Arnarfellinu til Miðjarðarhafsins. Magnús Jónsson söngvari var sam- skipa á leið til söngnáms á Italíu. Sjóferðin var einstaklega ánægjuleg. Að vísu lentum við í fárviðri á Biscayaflóa, sem sagður er eitt mesta veðravíti á jarðar- kringlunni. Mér fannst möstrin á skipinu næstum sleikja hafflötinn, svo mikið var hafrótið. Ekki hvarfl- aði að mér að við værum í raunveru- legum háska; skipstjórn Sverris Þór virtist svo örugg, enda var hann talinn yfir flesta hafinn á því sviði. Aðriryfirmenn voru Emil G. Péturs- 1. Bláa kannan 2. Græni hatturinn 3. (Benni og Bára)* , 4. Siubbur 8. útg. 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa 10 (Katar 11. Skoppa 12. Leikföngin hans Bangsa 13. Dísa litla son fyrsti vélstjóri og Ríkharð Jóns- son fyrsti stýrimaður. Það var gott veganesti að kynnast þessum sjó- mönnum náið. Við höfðum viðkomu í Gíbraltar, Algeirsborg, Napólí, Genúa og Den- ia, smáþorpi á Spáni. Þar fór ég illu heilli í land, því að þar var hvorki útlendingaefftirlit né neins konar lögreglustöð, þar sem hægt var að fá vegabréf stimplað. En það er auðvitað skilyrði fyrir dvöl í hvaða landi sem er. Ég varð því að fá mér far með lest til Valencia til þess að fá vegabréf mitt stimpl- að. Lestin var mjög hæggeng; það var hægt að ganga meðfram henni á löngum köflum og hún stansaði við ótal sveitabrautarstöðvar með nokkurra kílómetra millibili. Ferðin tók um fimm klukku- stundir. Þegar til Valencia kom var fyrsta verk mitt að koma mér á lögreglustöðina. Því miður gat ég þá ekki bjargað mér á spænsku og starfsmennirnir á lögreglustöðinni kunnu ekki orð í öðru tungumáli en sínu. Þeir urðu furðu lostnir þegar frammi fyrir þeim stóð mað- ur, kominn inn í landið án þess að hafa fengið vegabréf sitt stimplað. Það skipti engum togum, að áður en ég gat áttað mig höfðu nokkrir hermenn stungið mér inn í fanga- klefa. 14. Dýrin og maturinn beirra 15. (Kalii segir frá)* 16. Geiluroar brjár 17. Gettu hver ég er 18. Dýrin á bænum 19. Tommi er stúr strákur 20. Kötturinn Branda 21. í heimsókn hjá Hönnu 22. Litia rauða hænan 23. Hjá afa og ömmu 24. Þrír litlir grísir 25. Draumalandið * Ekki til eins og er. Spánveijunum virtist ekkert liggja á, því að það var ekki fyrr en eftir að ég hafði verið lokaður inni í nærri sex klukkutíma, að maður í einhvers konar herforingja- búningi birtist. Mér tókst að gera honum skiljanlegt hvernig í öllu lá og að ég væri á leið til Parísar. Ég hlýt að hafa komið honum tor- tryggilega fyrir sjónir, því að ég var látinn dúsa áfram í fangaklef- anum. Klefi þessi var nánast salur með jámrimlaveggi á þijá vegu og stein- vegg á einn kantinn. Við hliðina voru minni klefar, og í þeim voru einhverjir aumir fangar. Búrið sem ég var í var greinilega ætlað fyrir tugi handtekinna í einu. Eftir miðju gólfinu lá djúp rauf eins og flór í fjósi og lagði megna hlandlykt upp úr henni. Undir kvöld var mér fært te og brauð án smjörs, en með pylsu, og hent í mig tveimur þvæld- um voðum sem önguðu af svita- lykt. í búrinu var bekkur meðfram steinveggnum. Ég gat varla hugsaö mér að setjast á hann, því undir honum skriðu kakkalakkar. Að lok- um gafst ég samt upp; þegar kom- ið var fram yfir miðnætti og ljósið í klefanum hafði verið temprað í skímu sofnaði ég. Svo undarlegt sem það var, svaf ég nóttina í einni lotu. Ég var örviln- aður er mér var aftur fært te klukk- an átta um morguninn, og fanga- verðirnir hristu bara höfuðið fram- an í mig. Loks eftir nærri sólar- hrings vist í þesari dýflissu kom sami herforinginn aftur til mín. Eftir stutt spjall var ég látinn laus. Jafnframt var mér tjáð að ég mætti prísa mig sælan fyrir að vera ekki látinn greiða sekt, og gæti sjálfum mér kennt um meðferðina á mér, því að öryggi Spánar væri fyrir öllu. Ég fékk vegabréf mitt aftur, rækilega stimplað. Borg borganna Eftir þessa óvæntu töf hugsaði ég um það eitt að komast sem fyrst til Parísar. Sú borg hefur ætíð stað- ið mér fyrir hugskotssjónum sem borg borganna. Hún brást mér ekki en þetta var í annað sinn sem ég sótti hana heim. Sumarið 1945 höfðum við Herdís farið í síðbúna brúðkaupsferð til Parísar. Vorum við þá samferða Herði Ágústssyni listmálara með „The Golden Arrow“. Við lentum í klefa með tveimur breskum auðkýf- ingum sem höfðu tekið með sér fjölda blaða til lestrar. Herdísi og Herði til mikillar hneykslunar fékk ég að líta í blöðin hjá Bretunum. Þeir tóku einnig upp ferðatáfl og annar mátaði hinn eftir langa og flókna skák. Ég hafði fylgst með skákinni. Að henni lokinni bauð sig- urvegarinn mér að tefla við sig. Staðan á taflborðinu var orðin sú, að ég gat mátað Bretann í þrem eða fjórum leikjum. Eg sagði við Herdísi og Hörð: „Nú hef ég mát í hendi mér.“ En ég var minnugur þess hve annar breski laxveiðimað- urinn tók því illa hér um árið, er ég gerði hann heimaskítsmát, og sagði þeim að ég ætlaði að láta mér nægja jafntefli; ef. ég ynni Bretann myndi honum sáma og ef ég tapaði yrði ég lítils virði. Ég náði jafntefli, og mikið óskaplega varð Bretinn ánægður. Hann hafði séð fram á vonlausu stöðu sína og margstagaðist á því að ég hefði leikið af mér. Þessi hyggilega taflmennska mín borgaði sig aldeilis, því að Bretarn- ir buðu okkur þrem til kvöldverðar næsta kvöld í París. Ákveðið var að við hittumst á bamum fræga á Hotel Scribe, en Herði þótti nóg um og treysti sér ekki til að koma með okkur. í fylgd með Bretunum var glæsileg kona, sem hafði þá skömmu áður unnið heimsmeistara- titilinn í tennis. Mig minnir að hún hafi verið áströlsk. Þetta var eitt dýrlegasta kvöld sem ég hef lifað. Heimsfrægir skemmtistaðir voru heimsóttir, Folies Bergére, Rauða myllan o.fl. Bretamir nutu þess greinilega að koma okkur, þessu afdalafólki, á óvart. Nú voru liðin fimm ár frá þesari ógleymanlegu kvöldstund í París. Það varð mitt fyrsta verk að koma mér fyrir á hóteli einu á Montparn- asse, einu helsta listamannahverfi Parísar. Svo undarlega vildi til, að Þorvaldur Skúlason listmálari bjó á sama hóteli, en við vorum orðnir góðkunnugir og ég hafði keypt af honum málverk. En mér var efst í huga að hafa upp á vini mínum, frönskukennaranum og leikaranum Pierre Ducrocque, sem hafði lofað að útvega mér dvöl á frönsku heim- ili, helst hjá lögfræðingi. Auðvitað hafði ég upp á honum. Hann sagði mér að um tvo kosti væri að ræða. Annars vegar eldri lögmann, sem hættur væri í lög- mennsku, en væri vellauðugur og byggi einn, og á hinn bóginn lög- fræðing sem væri nokkrum árum eldri en ég og hefði tekið hæsta próf yfir allt Frakkland 1940. Hann var doktor í lögfræði og hafði strax að lokinni doktorsvörn fengið háa stöðu í dómsmálaráðuneytinu í París vegna lærdómsafreks síns. Hann hafði flust með Petain mar- skálki til Vichy, þegar Frakkland var hernumið af Þjóðverjum, með þeirri afleiðingu að hann féll í ónáð hjá stjórnvöldum eftir að stjórn Frakklands flutti á ný til Parísar, eftir ósigur Þjóðverja. Það var ekki fyrr en de Gaulle hafði verið kosinn forseti Frakklands, að lögfræðing- urinn var tekinn í sátt og veitt ein- hver stöðuhækkun. Pierre sagði mér frá þessu öllu, svo að ég gæti sjálfur valið. Þá minntist ég þess að Pierre hafði einhvem tíma sagði mér, að helm- ingur af vinum sinum væru hömm- ar. Hann hafði bætt því við að hommarnir væru mestu ljúfmenni; þeir hefðu svo mikið af kvenhorm- ónum í sér og væru því án efa laus- ir við ofbeldishneigð, öfugt við lesb- íurnar, sem hefðu of mikið af karl- hormónum í sér. Mér þótti þetta merkilegar upplýsingar á sínum tíma, en hef reyndar aldrei velt mikið vöngum yfir þessum mann- legu vandamálum eða orsökum þeirra. Mér varð strax hugsað til hins fomkveðna, að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja, og í þeirri trú að auðveldara væri að tala um fyrir ungum manni en gömlum, valdi ég yngri lögfræðinginn. Elskulegar móttökur Við Pierre skunduðum því næst upp í dómsmálaráðuneyti til þess að hitta lögfræðinginn, er hét Gil- bert Porre. Því miður gat hann ekki hitt okkur, en ég fékk lykil afhentan. Ég hélt nú vongóður til hússins, þar sem ég átti að fá her- bergi. Það var í Trocadero-hverfinu, nr. 45 við Rue des Champs, rétt hjá Módernistasafninu, sem ég átti eftir að heimsækja næstum daglega upp frá því. Áður en ég stakk lyklinum í skrána þótti mér rétt að hringja dyrabjöllunni. Það var aldimmt í stigahúsinu og það tók mig góða stund að koma lyklinum í skrána. Um leið og ég var búinn að því, var hurðinni hrundið upp, og áður en ég vissi af var ég vafinn örmum fáklæddrar, ungrar konur. Þegar birta féll á andlitið á mér, sá vesal- ings konan að þetta var ekki hús- ráðandinn sem hún var að faðma, og varð skelfingu Iostin. Mér var mikill léttir að þessari óvæntu móttöku, sem benti til þess að starfsbróðir minn hefði eðlilegar hvatir. Ég gat stunið því upp að herra Porre væri búinn að leigja mér herbergi í íbúðinni. Stúlkan, sem hét Angela Beyfus og var að hálfu frönsk og ensk, hvarf í skyndi inn í íbúðina. Greinilega hafði þessi herbergis- leiga verið afráðin í skyndi þetta sama síðdegi, og hinn nýi húsráð- andi minn, Gilbert Porre, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, ekki haft ráðrúm til að láta ástkonu sína vita. Ég stóð þama augnablik og hugsaði ráð mitt, en í sama bili kom konan alklædd í anddyrið. Hún bar með sér mikinn yndisþokka ásamt kyntöfrum. Hún tók mig strax trú- anlegan, þegar ég sagði henni hvað um hefði samist milli Pierre Duc- rocque og ástmanns hennar varð- andi mig. „Þessi hræðilegi Christian Lude,“ varð henni þá að orði. „Hann fær alla til að gera óvæntustu hluti á örskammri stundu og svo er hann floginn." Hún var einstaklega ljúf í við- móti og leiddi mig um alla íbúðina, sem var án efa einir 240 fermetrar að stærð, með þremur stofum og Failegai - Vandaðar - Odýrar Aðrar bækur fyrir börn: Húsið mitt, Kata litla og brúðuvagninn, Mídas konungur, Nýju fötin keisarans. Bókqútgqfqn Björk r ÞRJAR NYJAR FRÁ BJÖRK Hjá afa og ömmu Þrír litlir grfsir Draumalandið komu allar út í haust í fyrsta sinn. Þær eru í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar, sem eru hinar vinsælustu fyr- ir lítil börn er fyrirfinnast á bókamarkaðinum, enda valdar og íslenskaðar af hinum færustu skólamönnum og prentaðar í mörg- um litum. Nokkrar þeirra hafa komið út í áratugi og eru þó alltaf sem nýjar. Fást í öllum bókaverslunum og heita:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.