Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 57
r ' " , -:,' w m í kvenfélagi stíga þær gjarnan sín fyrstu spor á félagsmálabrautinni til uppbyggingar fyrir sjálfar sig og samfélagið. Sú birta og þær vonir er foreldr- arnir á Bíldudal bundu við litlu dótt- urina sem fæddist þann 15. desem- ber 1915 hafa vissulega ræst. Sem fulltíða kona er hún merkisberi þeirra vona er konur ólu í brjósti til handa kynsystrum sínum í upp- hafi þessarar aldar. Að konur ættu að standa jafnt körlum að sameigin- legri uppbyggingu lands og þjóðar. Vinir Unnar og eiginmanns hennar Kjartans Jónssonar senda þeim kveðjur og hamingjuóskir til Mallorca, þar sem þau nú dveljast í vetrarfríi. Með ósk um sól og birtu þeim til handa í framtíðinni. Ingibjörg Magnúsdóttir Sannarlega er Unnur föðursystir mín Agústsdsóttir þess makleg að opinberlega sé á hana kveðju varp- að á þessum tímamótum. Henni á ég margt gott upp að inna, svo reyndist hún mér og okkur hjónum á fyrri árum um það leyti er við vorum að setja saman bú og alla stund fyrr og síðar. Það útaf fyrir sig að árin færast yfir Unni er tímans lögmál. Það krefst hins vegar nokkurar um- hugsunar að - gera sér það ljóst. Atorka hennar óg glæsileiki villir þar sýn. Hún hefur lengst af haft mörg járn í eldi í senn en þó ævin- lega verið harla bóngóð, ekki mun- að um eitt viðfangsefni í viðbót. Unnur er einnig fyrirvaralausust allra manna. Tekur hlutunum eins og þeir fyrir bera, albúin til að taka áskoruninni sem þeir fela í sér og gera gott úr öllu. Okkur frændum hennar utanaf landi þótti ekki í kot vísað hér í Reykjavík þar sem frænka var og varla mundi sá vandi til sem hún væri ekki fær um að leysa. Ræktarsemin hjá okkur var ekki söm og hjá henni svo hún sætti sig við að hugsa sem svo, að heyrðist ekki frá okkur hlyti allt að vera í lagi. Hún vissi svo sem að fljótt yrði til hennar leitað ef útaf bæri. Unnur Ágústsdóttir fæddist á Bíldudal 15. desember 1915, annað barn þeirra hjóna Jakobínu Jóhönnu Sigríðar Pálsdóttur og Ágústs Sig- urðssonar, verslunarstjóra. Jakob- ína var dóttir Arndísar Pétursdóttur Eggerts úr Akureyjum og sr. Páls prófasts í Vatnsfirði, Olafssonar dómkirkjuprests í Reykjavík og síðar prests á Melstað í Miðfirði. Moðir Arndísar var Jakobína Páls- dóttir amtmanns Melsted og móðir Páls var Guðrún Ólafsdóttir Steph- ensen, sekretera úr Viðey. Ágúst var sonur Guðrúnar Sigfúscjóttur frá Gilsárvallahjáleigu og Sigurðar á Hólalandi í Borgafirði eystri Árnasonar, ljósföður á Stokkhólma í Skagafírði Sigurðsspnar. Þau Jakobína og Ágúst bjuggu lengst af í Valhöll á Bíldudal og ólu þar upp börn sín: Guðrúnu Sigríði, Unni, Arndísi, Hjálmar, Pál, Jakobínu og Hrafnhildi og fóst- urdæturnar Karolínu Sigurðardótt- ur og Ingibjörgu Ormsdóttur. Sigríður, Páll og Karolína eru látin. Þau hjón voru börnum sínum góðir og hollir foreldrar. Jakobína hin MORGUNBLADID LAl’GARDAGUR 15. DESEMBÉr’ l990 -mesta forstandskona og búforkur, söngvin og lék á oregl. Ágúst lipur- menni í öllum skilningi, skemmtinn en siðlátur. Þau féllu frá fyrir aldur í Þormóðsslysinu 18. febrúar 1943. Jakobína amma mín átti fyrir frændgarð á Bíldudal sem var að vaxa úr grasi á bernskuárum Unn- ar. Þar bjuggu systur hennar, Guð- rún kona Þorbjarnar Þórðarsonar læknis og Sigríður kona Hannesar Stephensen Bjarnasonar, kaup- manns. Síðar Jakobínu kom bróðir þeirra, Böðvar, kaupfélagsstjóri. Hann átti Lilju Árnadóttur. Börn þessara systkina voru fé- lagar þeirra Valhallarsystkina. Þau höfðu öll nóg að bíta og brenna og bjuggu að því, allt atgervis- og myndarfólk. Eftirminnilegt var jólahald þessa fólks sem lét sér ekki nægja að gleðja sína heldur dreif með alla þorpsbúa. Unnur hleypti snemma heim- draganum. Sautján ára gömul fór hún til Reykjavíkur í því skyni að læra á orgel. Hún fékk sér líka vinnu við skrifstofustörf og þjálfað- ist fljótt og vel í þeim, varð enda eftirsóttur skrifstofumaður. Hún gekk að eiga Karl Schram, forstjóra Veggfóðrarans, 5. október 1940 og settu þau fyrst bú sitt á Stýrimannastíg 8 hjá foreldrum Karls, Magdalenu og Ellert, skip- stjóra, Schram. Síðar keyptu þau í Nökkvavogi 2 og bjuggu þar lengst af sinni sambúð. Þau voru nýlga flutt á Hávallagötu 51 er Karl lést. Þau eiga_ saman tvö börn: Hrafn- hildi og Ágúst Jakob. Hrafnhildur er listfræðingur hjá Listasafni Jslands og á með Pedro Riba, lækni, Hrafndísi Teklu og Karl. Ágúst er vélvirki og starfar hjá Globus. Hann á með Marianne Petersen dætur.iar, Unni Lísu og Önnu Hlín en með eiginkonu sinni, Báru Magnúsdóttur, dótturina Þórdísi. Hjá þeim hafa alist upp synir Báru, Ólafur og Magnús IIar- aldssynir. Eftir fráfall Karls 13. apríl 1963 tók Unnur við störfum hans hjá’ Veggfóðraranum og rak það fyrir- tæki til ársins 1976. Það reyndist henni ekki ofviða og óx hún af því verkefni sínu eins og öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Unnur gekk að eiga Kjartan Gissur Jónsson kaupmann 5. ágúst 1967. Hann var ekkjumaður, hafði átt Margréti Thorberg og voru syn- ir þeirra Magnús og Bjarni á ungl- ingsaldri er þau komu saman Kjart- an og Unnur og gekk hún þeim í móðurstað. Magnús er kvæntur Auði Kristmundsdóttur og rekur fólksflutningafyrirtæki í Mosfells- bæ en Bjarni er kvæntur írisi Vil- bergsdóttur og er kaupmaður á Tálknafirði. Kjartan átti íbúð á Sóleyjargötu 23 og hefur heimili þeirra verið þar síðan um þjóðbraut þvera eins og svo vel á við þau bæði. Þangað er jafnan gott að koma, vinir og vandamenn eru aufúsugestir og njóta mikillar gestrisni húsráðenda. Unnur lét félagsmál til sín taka. Lengi var hún mikilvirk í Thorvald- senfélaginu og var formaður þess um árabil. Hún var kosin formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og átti þátt í uppbyggingu og rekstri Hallveigarstaða. Hún var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar 3. október 1975. Þá var hún öruggur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins og starfaði með sjálfstæðiskvennafé- laginu Hvöt. Það leynir sér ekki að þar fer höfðingskona sem Unnur frænka mín fer. Að henni sópar og lagðar við hlustir er hún kveður sér hljóðs, enda vel máli farin. Hún er enn fögur kona og yfirbragð hennar þokkafullt og frjálsmannlegt. Glað- vær og skemmtin er hún svo sem faðir hennar var og sækir enda marga kosti sína til hans. Engum trúi ég hafi þótt dauflegt í kringum Unni Ágústsdóttur. Við hjónin, systkini Unnar og frændfólk sendum öllu með þessum línum henni og þeim hjónum báðum heillaóskir suður á hlýrri slóðir þar sem þau hjón dvelja í vetur og biðj- um þau vel og lengi að lifa sér til sóma og okkur öllum til gleði. Jakob Ágúst Hjálmarsson UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.