Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 51
MORGL'NBLAOH) LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Pilot. eftir hallærisvor og sumar, og hélt úr höfn. Pilot var ekki veglegur farkostur að sigla yfir Atlantshaf að haust- lagi. Skipið var sagt 24 tonna, ein- mastra, eins og jagtir voru, með stór- segl, toppsegl, fokku og klýfi. Pilot gamli var kubbslega vaxinn og þrek- lega, mikill yfir bringuna og þykkur á síðuna, stuttur og sver og allur hinn traustlegasti, áreiðanlega önd- vegis sjóskip, en ekki þar eftir góður siglari. Það myndi talið bijálæði nú að leggja í siglingu yfir Norður-Atlants- haf að haustlagi og allra veðra von á slíkum farkosti og taka með sér konuna. En Pétur hefur engu fengið ráðið um það. Þær yfirgáfu ekki menn sína í-harðræðum, dætur Guð- mundar Einarssonar. Asthildur var um það líkt farið og Theódóru syst- ur hennar. Þær systur voru um sumt líkar, þótt þær væru um margt ólík- ar. Tryggðin var að jninnsta kosti söm. Auðvitað vissi Ásthildur ekki af eigin raun útí hvað hún var að leggja; henni hefur áreiðanlega verið gert það ljóst, en það engu breytt. Svona er ástin, engin skynsemi, eng- in glóra; eitt skyldi yfir Ásthildi ganga og mann hennar. Það má ímynda sér, að þótt Pétur hafi haft áhyggjur þungar af sínum erindislokum í Danmörku, þá hefur hann haft.þær meiri af sinni ungu konu . .. Pilot var sex vikur í hafi, hreppti hin verstu illviðri, hraktist um hafið, en hafði það af að komast til Hafn- ar... Hann bar þess alltaf merkin Eins og fram er komið í sögunni hér var Bíldudalur byggður upp rneð einstæðum hætti. Ekkert þorp á ís- landi hefur byggzt með sama hætti. Ung hjón setjast á staðinn mannauð- an. Þar er aðeins eitt hús metið til fimm þúsund króna eignar í tíundar- skýrslum 1880, annað var þar ekki metið til verðs. Ungi maðurinn átti engar eignir nema mikla bjartsýni, mikinn kjark og mikið þrek og mik- inn vilja til að gera stóra hluti. Þetta eru ærnar eignir, þótt ekki verði þær metnar til fjár í tíundarskýrslum og á þessum eignum unga mannsins byggðst upp Bíldudalspláss. Engir sjóðir voru í landinu, enginn banki, ekkert samgöngukerfi, enginn sími og yfir haf að sækja það sem þurfti til að gera þar garðinn. Sveitin var fátækust sveita, aðeins 2 skattskyld- ir gjaldendur í Suðurfjarðarhreppi. Pétur J. Thorsteinsson settist að á eyðistað og tekur þar land á verstu hallærisárum aldarinnar. í átta ár barðist hann svo harðri baráttu, að samtímamenn hans, sem þekktu hvað við var að etja í því hallæri, sem var í landinu 1880—90, furðuðu sig og sögðu ganga krafta- verki næst, að hann lifði af baráttu sína þennan áratug, maður sem eng- in efni hafði til að ganga í á meðan illa áraði. Það var reyndar ekki fyrr en 1893, að hann gat verið viss um að hann hafði sigrað. Og hann gerði meira en lifa af hallærin, hann keypti skip, reisti hús og um leið og rofaði til í árferðinu, hófst hann handa af meiri jötunmóð en nokkuy annar athafnamaður í landinu. Á næstu tíu árum byggir hann upp nýtt pláss, 300 manna pláss, húsar það af íbúðarhúsum, verzlunarhús- um og fiskhúsum, og fyrstur manna í landinu byggir hann bryggju fyrir skútur sínar og þar næst hafskipa- bryggju, leggur vatnsleiðslu í fisk- hús og fram bryggjur, leggur brautateina til að aka á vögnum, kemur upp skipasmíðastöð, sem get- ur gert upp lítið járnskip, sem hann keypti. Hann lætur draga skip sín á land með spilkrafti, leggur akfæran veg og byggir brimvarnargarð. Allt voru þetta nýjungar og menn sáu þetta og undruðust, og fluttu fregnir af framkvæmdunum á Bíldudal, hver til síns heima, og skrifuðu um það i blöð- höfuðstaðar- ins, sem var að gerast í þessu af- skekkta sjávarplássi vestur á fjörð- um. Tökudrengurinn hafði gert garð sinn frægan og sjáifan sig um leið sem mesta athafnamann landsins á árunum 1890—1900 og til hans af- reka verður seint jafnað, ef horft er til tímans, sem hann lifði á. En er nú þar komið sögúnni að mesti loginn sé úr eldinum? Líklega. Það logar að vísu glatt — en var ekki _að byrja að sneiðast um eldivið- inn? í miklu báli brennur hratt viður- inn. Og hvernig mundi sá viður brenna í ofni, sem áður brann á hlóð- um? Fyrir dyrum stendur að flytja til Danmerkur. „Þessi staður er ég, og ég er þessi staður!“ Þetta var svo fyrir honum, en hann gerði sér það ekki ljóst að Bíldudalur hlyti að fylgja honum. Og hveiju hefði það svo sem skipt, þótt hann hefði gert sér það ljóst í tíma, hann var undir álögum þeirrar tilfinningar, sem engvar skynsemi né röksemdum lýtur, ástinni. Konu sína sagði hann sína dýrmætustu eign, og hann blessaði hennar fæð- ingardag. Það kom aldrei til álita að neita henni um neitt, sem hann gat veitt henni. Um seinan vaknaði Pétur J. Thor- steinsson upp til þess að hann var staðurinn og staðurinn var hann og myndi fylgja honum ævilangt.. . Bj örgunarfélagið Milljónafélagið var spilafélag, þar sem spilað var með spilapeningum, sem sumir reyndust verðlitlir þegar átti að innleysa þá. Og Milljónafélagið var skuldakista þeirra sem inestan hlut áttu að því, en það er ekki þar með sagt að ekki hafi hugsjón um framfarir legið að baki hjá sumum, sem að því stóðu, þótt sú hugsjón víxlaðist og væri ýmist dönsk eða íslensk. í viðskiptalífinu eru menn ýmist að tefla skák eða spila á spil. Þegar 51 spilað er þá er nauðsynlegt að fylgj- ast með hvernig spilin eru stokkuð, því að sagt er að til séu þeir menn, sem hafi lagt á að stokka svo spilin, að þeir fái trompin á höndina. Við vitum ekki hver hafi stokkað spilin áður en sest var að spilum í Milljóna- félaginu, en það má vel greina hvar trompin voru, þegar farið var að spila úr spilunum. Pétur J. Thorsteinsson var áreið- anlega góður spilamaður, en þó sá hann ekki fyrr en spilað hafi verið úr spilunum og hann fékk engan slaginn, að allt gat ekki verið með felldu um spiiamennsku félaga sinna; hann hefði betur hugað vand- legar að hvernig þau voru stokkuð áður en gefið var. I megindráttum var ekkert annað að gerast við stofnun þessa Milljóna- félags, en það sem alltaf er að ger- ast í viðskiptalífinu á öllum tímum, að menn stofna með sér félag til að færa af sér eigin skuldir, sem þeir sjá ekki leið til að bjargast frá með öðrum hætti. Milljónafélagið var fjagra manna spil og þrír sþilamann- anna spiluðu saman og sá fjórði tap- aði spilinu. Útgáfuskemmtun Ómars í dag í Kringlunni Ómar Ragnarsson heldur útgáfuskemmtun í Kringlunni í dag kl. 17:30 í tilefni af útgáfu fyrstu skáldsögu hans í einu höggi og samnefndrar snældu. Söngur, glens, grín og góðir gestir * Aritun í Kringlunni í dag: Penninn milli kl. 18 og 20. Hagkaup milli kl. 20 og 22. Ómissandi fylginautur! Snælda með lögunum úr spennusögu Ómarsl FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.