Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 30
&0 MÓlteUNBLA'ÐIÐ LAUGARDAGUR 15:'DESEMBER1990 Háteigskirkja 25 ára KIRKJUDAGUR Háteigskirkju er á sunnudaginn. í tilefni af því, að 25 ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar, verður hátíðarblær yfir athöfnum dagsins. Kl. 10.00 að morgni verður morgunmessa að venju. Barna- og fjölskvlduguðsþjónusta kl. 11.00, þar kemur fram barnakór kirkj- unnar undir stjóm Dóru Líndal, en hún tók við kórnum í haust. Við hátiðarguðsþjónustu kl. 14.00 flytur kór kirkjunnar Missa „Dixit Maria“ eftir Hans Leo HaBl- er. Kl, 21.00 eru Aðventusöngvar við kertaljós. Ræðumaður kvölds- ins er dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Kammersveit Háteigs- kirkju flytur Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur, (allegro-adagio-alle- gro) eftir J.S. Bach og jólakonsert eftir A. Corelli. Kór Háteigskirkju syngur aðventu- og jólasöngva og Ellen Freydís Martin syngur aríu úr Jólaóratoríu eftir J.S. Bach: „FlöSt zu ein Heiland". Stjórnandi og organisti er dr. Orthulf Prunn- er. Háteigssöfnuður og hollvinir Háteigskirkju munu áreiðanlega geta fundið sér eitthvað við hæfi á sunnudaginn og notið stundar í kirkjunni með því að líta upp úr önn hversdagsins og sinna sínum innra manni fyrir hátíðina miklu sem framundan er. Sóknarnefnd Jólavaka í Fríkirkj- unni í Reykjavík ÞRIÐJA sunnudag i aðventu, þann 16. desember, verður árleg jóla- vaka Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík haldin í Fríkirkjunni. Jólavak- an hefst kl. 17.00 en frá kl. 16.30 verða sungnir jólasöngvar og leikið á flautu, pianó og orgel. Ollum þeim sem vilja njóta góðrar stundar í Guðs húsi er opinn aðgangur. Á jólavökunni verður fjölbreytt dagskrá. Bamakór Fríkirkjunnar, Kantötukórinn og Fríkirkjukórinn syngja. Börn í barnastarfí safnaðar- ins flytja helgileik, Elva Gísladóttir, leikkona, les upp. Ræðumaður að þessu sinni verður Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri. Einsöngvarar á jólavöku verða: Hanna Dóra Sturludóttir, Ragnar Davíðsson, Loftur Erlingsson, Auð- ur Gunnarsdóttir og Sigurður Steingrímsson. Uka Petrova Benkova leikur á flautu, Pavel Smid yngri á píanó og starfandi orgelleikari safnaðarins, Violeta Smid, á orgel. Stjórnendur em Viol- eta Smid, Þuríður J. Sigurðardóttir og Pavel Smid, tónlistarstjóri safn- aðarins. Jólavökunni lýkur með ljósahátíð og bæn. Vegna jólavökunnar verður ekki guðsþjónusta á venjulegum guðs- þjónustutíma safnaðarins kl. 14.00 en barnaguðsþjónustan kl. 11.00 verður á sínurri stað. í barnaguðs- þjónustunni verður helgileikur, kór- TILVALIN JÓLAGJÖF VJ- 8 .600, Han dunnar raU^ukkZ frá Kalif<>rn,U- Mar9ar frá k r- 8.S0°’ gerðir. V«rð S.s OO,' •2% ***** ra,uðulð&r'ötur Gleo^'-22'00 E l'ISA* Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75 Háteigskirkja Fríkirkjan í Reykjavík. söngur og margt fleira. Gestgjafi í söguhorninu .verður Iðunn Steins- dóttir, rithöfundur og kennari. Cecil Haraldsson Bók um íslenska hermenn BÓKIN íslenskir hermenn er komin út hjá Almenna bókafélag- inu. Höfundur er Sæmundur Guð- vinsson. í kynningu AB segir: „ Eins og titill bókarinnar gefur til kynna þá komum við íslendingar víða við. Her höfum við aldrei haft, en þó eigum við hermenn. Tölu þeirra vit- um við ekki, en í flestum styijöldum, sem háðar hafa verið í heiminum á þessari öld, hafa verið einhverjir ís- lendingar. Hér segja sex slíkir her- menn frá styrjaldarreynslu sinni, •tveir úr síðari heimsstyijöldinni, einn úr Kóreustríðinu, einn úr stríðinu í Víetnam, einn úr borgarastyrjöldinni í Rhodesíu og einn úr her Samein- uðu þjóðanna í Líbanon. Þessir fyrrverandi hermenn eru: Þorsteinn E. Jónsson, Njörður Snæ- hólm, Þorvaldur Friðrikssón, Gunnar Guðjónsson, Haraldur Páll Sigurðs- son og Arnór Siguijónsson." Prentun og bókband annaðist Sæmundur Guðvinsson Prentsmiðja Árna Valdemarssonar, umbrot og filmuvinna var í höndum Ritsmiðjunnar sf. Kápu hannaði Guðjón Ingi Hauksson. Ljóðabók eftir Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur ÚT er komin ljóðabókin_ „Ég hugsa eins og þið“ eftir Ásdisi Jennu Ástráðsdóttur. í bókinni eru 30 ljóð eftir Ásdísi, sem er þannig_ kynnt á bókarkápu: „Ásdís Jenna Ástráðsdóttir fæddist þann 10. janúar 1970. Hún fékk fyrirburagulu, sem olli heilalömun. Hún hefur ekki stjórn á hreyfingum handa og fóta, en stjómar raf- magnshjólastól og ritar á tölvu með þvíað styðja á takka með hökunni. Ásdís Jenna stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ljóð eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum og í Ljóðaárbók 1988. „Ég hugsa eins og þið“ er 36 blaðsíður. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir Einleikararnir Lin Wei, Andrzej Kleine og Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Sinfóníuhljómsveitin, ásamt fjórum einleikurum og ungum hljómsveitarstjóra Tónlist Ragnar Björnsson Það er ekki á hveijum fimmtu- degi, að ungur og nýr hljómsveit- arstjóri kveður sér hljóðs, þó era þeir nokkrir orðnir sem lokið hafa prófi í þessari grein, þótt ekki fari mikið fyrir þeim sem slíkum, af einhveijum ástæðum. Lang- hoitskirkja er ekki staður fyrir heila sinfóníuhljómsveit, sam- hljómurinn verður oft óskýr mjög vegna mikils endurkasts, maður greinir oft illa hváð er að gerast hjá hinum ýmsu hljóðfærahópum, a.m.k. var svo með undirritaðan. Mætti maður þá heldur biðja um hið miður heppilega Háskólabíó, en það sannar enn einu sinni, hve brýn þörfin er fyrir tónlistarhús, þar sem sinfóníuhljómsveit getur notið sín. Það er ekki vansalaust á meðan mokað er peningum í umdeildar hallir og skal nú hætt upptalningu áður en komið er út á hálan ís. Tónleikarnir í Lang- holtskirkju hófust á Árstíðum Viv- aldis. Fjórir einleikarar fluttu ein- leikshlutverkin, hver eina ártíð. Bryndís Pálsdóttir (vorið) var ör- lítið óörugg í tónmyndun í byijun, en það lagaðist fljótt og maður naut framhaldsins. Laufey Sig- urðardóttir (sumarið) á í sér skáldskap sem hlýtur að hrífa mann, táhreint og öniggt flutti hún alia þijá þætti sumarsins. Lin Wei (haustið) hafði.einnig mjög örugga tónmyndun og áberandi hrein voru t.d. tvígripin hjá henni, en meira þarf til. Andrzej Kleina (veturinn), reyndastur þessara hljóðfæraleikara, ætlaði sér, að mér fannst, um of í hlutverki vetr- arins og fór nokkuð út úr ramma Vivaldis. Þrátt fyrir mikla tækni var hraðinn um of, og þrátt fyrir allar tilraunir Viyaldis með mögu- leika fiðlunnar og þar með fram- lag hans til fiðluleikara framtíðar- innar, fannst mér pólskur skap- hiti og boganotkun Kleina dálítið til hliðar við stíl Vivaldis. Hlutur hljómsveitarstjórans, Guðmundar Óla Gunnarssonar, var fyrst og fremst síðari hluti efnisskrárinn- ar, hún hófst með Svítu nr. 2, gamlir dansar og söngvar, eftir Respighi. Eftir ágætlega flutta einleikslínu á óbóið, Kristján Stephensen, datt manni fyrst í hug hvar Respighi hefði náð í íslenska þjóðlagið „Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra — “, en þetta eru víst örlög þjóðlaga. Af þessum ijórum þáttum Svítunnar má kannske segja að 2. og 4. þáttur hafi verið svolítið þunglamalegir, hefði e.t.v. mátt markera meira, og að þriðji þátt- urinn hafi verið fagurlegast flutt- ur. Dálítið líkt var um Pulcinellu Stravinskís, hinir ýmsu þættir svítunnar hefðu mátt vera meira markeraðir, en vandi er að segja mikið við aðstæður sem þessar og a.m.k. hljóta blásararnir að heyra illa hver í öðrum í þessum endurómi. Fráleitt væri að reyna að fullyrða eitthvað um framtíð ungs listamanns, í hvaða listgrein sem er, en hamingjuóskir og framtíðaróskir skulu fylgja Guð- mundi, og er ekki tími til kominn að afstaða gagnvart íslenskum hljómsveitarstjórum taki að breyt- ast?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.