Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 2
) MORGlMBIíAÐIÐ' LMJG'AKB'AGUR - ÍSÍ DESEMBER) 19Ö0 82 Von á samningafundi eftir helgi BJÖRN Rúnar Lúðvíksson, stjórnarmaður í Félagi ungra lækna, segir að háværar raddir séu í röðum aðstoðarlækna um að segja upp strax, verði ekki samið um nýtt vaktafyrirkomulag og greiðslur fyrir vaktir aðstoðarlækna. Að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur í samn- inganefnd ríkisins og Reykjavíkurborgar verður boðaður samninga- fundur með samninganefnd læknafélaganna fljótlega eftir helgi. „Það hafa engir formlegir samn- sögn Björns Rúnars er verulegur ingafundir verið og við lýsum furðu vilji fyrir því í röðum aðstoðarlækna okkar og miklurn áhyggjum yfir að stjómvöld skuli ekki bregðast við svona réttlátum kröfum,“ sagði Björn Rúnar í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Eftir því sem tíminn líður, aukast líkurnar á harðari vinnudeilu.“ Kröfur aðstoðarlækna eru þær að vaktafyrirkomulagi verði breytt, að ekki verði skylda að vinna meira en 90 yfirvinnutíma á mánuði, og að tvöfalt álag verði greitt á vakt- ir, sem eru lengri en 16 tímar. Að Otto Wathne með sölumet í Bretlandi OTTO Wathne NS frá Seyðisfirði seldi 77,2 tonn í Grimsby í Bret- landi á föstudag fyrir um 15,8 milljónir króna. Meðalverðið er 197,45 krónur, eða 1,86 sterlings- pund, sem er hæsta meðalverð, að segja upp störfum á sjúkrahús- unum eða endurnýja ekki starfs- samninga sina, gangi ekki saman með samninganefndum ríkisins og Reykjavíkurborgar annars vegar og læknafélaganna hins vegar í næstu viku. Guðríður Þorsteinsdóttir, starfs- mannastjóri Rikisspitaíanna, sem einnig er í forystu samninganefndar ríkisins, sagði að áætlað væri að boða fund með samninganefndum læknafélaganna fljótlega eftir helgi. Hún sagði að enn hefði samn- inganefndin ekki séð neinar kröfur aðstoðarlækna um breytt vinnufyr- irkomulag, þrátt fyrir að eftir þeim hefði verið leitað. Einungis hefði verið farið fram á hærra kaup fyrir vaktir og fyrir yfirvinnutíma fram yfir 90 á mánuði, sem ljóst væri að myndu hafa mikinn útgjalda- auka í för með sér. Örn Rúnarsson Síðasti vinnudagur hjá Hvaleyri Síðasti vinnudagur hjá Hvaleyri hf. í Hafnarfirði var í gær en ákveðið hefur verið að leggja starfsemina niður. Ekki er ljóst hvað verður um húsið en þar hef- ur verið fiskverkun í áratugi. Starfsmenn voru milli 60 og 70, og gerðu þeir sér dagamun í gær í tilefni þess að fiskur var unninn í húsinu í síðasta sinn, a.m.k. í bili. Flestir hafa fengið vinnu annars stað- ar, skv. upplýsingum blaðsins. Hugmyndir formanna þingflokkanna: Aðstoðarlæknadeilan: Háværar raddir um uppsagnir Heimíld til útgáfu bráða- birgðalaga verði afnumin Vilji fyrir því að Alþingi starfi 1 einni málstofu og þingrofsréttur verði afnuminn sem fengist hefur í Bretlandi. Ur skipinu voru meðal annars seld 66 tonn af þorski fyrir 196,41 krónu meðalverð og tæp 3 tonn af ýsu fyrir 263,31 krónu meðalverð. Otto Wathne NS átti einnig gamla metið, sem sett var 13. sept- ember síðastliðinn. Þá voru seld tæp 68 tonn úr skipinu í Grimsby fyrir 185,70 króna, eða 1,75 sterlings- punda, meðalverð. Skipið fékk þá 193,26 króna, eða 1,82 sterlings- punda, meðalverð fyrir rúmt 61 tonn af þorski og 163,39 króna, eða 1,54 sterlingspunda, meðalverð fyr- ir tæp tvö tonn af ýsu. Stjóm veitustofnana: Fundur verð- ur eftir viku Á fundi í stjórn veitustofnana í gær skýrðu forsvarsmenn Hitaveitu Reykjavíkur frá þeim orsökum, sem taidar eru liggja að baki tregu rennsli í Hafnarfjarðaræð veitunnar og kulda í mörgum húsum á höfuð- borgarsvæðinu. Ákveðið verður á fundi í næstu viku hvemig brugðist verði við vandandum. FORMENN þingflokkanna á Al- þingi ræða nú hugmyndir um breytingar á sijórnarskrá og lög- um um þingsköp, sem hefðu meðal annars í för með sér, að heimild til setningar bráða- birgðalaga yrði afnumin, þing- rofsréttur forsætisráðherra tak- markaður eða afnuminn og að Alþingi yrði ein málstofa. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, for- manns þingflokks sjálfstæðis- manna, má vænta þess að þessar tillögur verði lagðar fram í frum- varpsformi eftir jólaleyfi þing- manna. Að sögn Ólafs G. Einarssonar sitja formenn þingflokkanna, að beiðni forseta þingsins, í nefnd, sem á að skoða tillögur um breytingar á þingsköpum Alþingis og að þing- ið starfi framvegis í einni málstofu. Segir Ólafur að í nefndinni hafi komið upp hugmyndir um ýmsar breytingar og verið sé að kanna hvort um þær náist nægileg sam- staða á þingi. Þær hugmyndir, sem eru til um- ræðu, eru meðal annars á þá leið, að stjórnarskránni verði breytt þannig að heimild til útgáfu bráða- birgðalaga verði afnumin eða tak- mörkuð, að ákvæðum um þingrof verði breytt þannig að þingsrofs- réttur verði alveg afnuminn eða færður úr höndum forsætisráðherra til Alþingis og að umboð þingmanna haldist ævinlega fram á kjördag, en falli ekki úr gildi ef þing er rof- ið fyrir lok kjörtímabils. Ólafur segir að auk þessara mála sé verið að ræðá ýmis önnur atriði varðandi þingsköp, svo sem um flutning mála, ræðutíma og nefnda- skipun. í nefndinni sé góður vilji til að reyna að ljúka þessu starfi þannig að hægt verði að leggja til- lögurnar fram í frumvarpsformi að loknu jólaleyfi þingmanna. Hann segist meta stöðuna svo, að á þingi sé nú meirihluti fyrir því að gera þingið að einni málstofu og að ef ágreiningur verði um aðrar tillögur nefndarinnar verði þær teknar út af borðinu til þess að tefja ekki framgang þessa máls. Flugleiðir og Kenya Airways hefja samstarf Hæstiréttur: Byggimg vann málið gegn fimmta byggingaflokki HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm borgardóms Reykjavíkur þess efnis að uppgjör Byggungs í Reykjavík í október 1986 við félags- menn í fimmta byggingaflokki, sem stóðu að byggingum á Reka- granda og Seilugranda, hafi ekki verið endanlegt uppgjör með full- nægjandi lokagreiðslu heldur bráðabirgðauppgjör og að félagar í byggingasamvinnufélagi verði ávallt að taka á sig endanlegan kostn- að við byggingu íbúða sinna, hvort, sem áætlanir forsvarsmanna byggingafélagsins reynast réttar eður ei, enda hafi hver bygginga- flokkur aðstöðu til eftirlits með fjárreiðum og framkvæmdum. Málið snerti hagsmuni um 120 íbúðareigenda og nam heildarfjár- hæðin sem þeir voru krafðir um eftir á 80-100 milljónum króna. Stór hluti fólksins greiddi hluta sinn í endanlegum kostnaði samkvæmt reikningi byggingafélagsins þegar í ljós kom að forsvarsmenn bygg- ingafélagsins höfðu vanáætlað byggingakostnaðinn. Um helmingur fólksins taldi end- anlegt uppgjör þegar hafa farið fram þar sem það hefði fengið í hendur afsöl eða eignaryfirlýsingar. Því ætti félagið að bera skaðann af vanáætlunum forsvarsmanna þess. Mál eins þessara aðila var rekið sem prófmál fyrir bæjarþingi sem dæmdi Byggung í hag og síðan fyrir- Hæstarétti, þar sem hæsta- réttardómaramir Guðrún Erlends- dóttir, Hjörtur Torfason og Þór Vilhjálmsson og varadómararnir Gunnar M. Guðmundsson hrl. og Sigurður Reynir Pétursson hrl., staðfestu þá niðurstöðu en létu hvorn aðila bera sinn kostnað af rekstri málsins. FULLTRÚAR Flugleiða og Kenya Airways hafa að undanförnu rætt um möguleika félaganna á samstarfi. Hugmyndir eru uppi um samvinnu um flutning farþega milli Afríku og Bandarikjanna þannig að Kenya Airways flytji þá milli Evrópu og Afríku og Flugleiðir milli Bandaríkjanna og Evrópu. Félögin myndu mætast í London og Kaupmannahöfn. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Joseph W.N. Nyagah forstjóri Kenya Áirways ræddust við í gær og í framhaldi af því munu fulltrúar félaganna fjalla um nánari útfærslu samstarfsins. Fé- lögin eru svipuð að stærð, reka bæði 10 til 12 flugvélar og nota bæði Boeing 757-200 vélar og eru bæði að taka Fokker 50 vélar í notkun fyrir innanlandsflug sitt. Sigurður Helgason segir einnig uppi hugmyndir um samvinnu á tæknisviðinu og skipti á flugvélum en annatími Kenya Airways er einkum að vetrinum þegar minna er umleikis hjá Flugleiðum. Hann sagði þó að þetta væru aðeins hugmyndir ennþá. Kenya Airways flýgur nokkrum sinnum í viku milli London og Nairobi og hefur nýverið tekið upp flug milli Nairobi og Kaupmanna- hafnar. Joseph W.N. Nyagah seg- ir að heildarfarþegafjöldi milli Kenya og Bandaríkjanna sé um 75 þúsund manns og með því að bjóða upp á framhaldsflug milli Evrópu og Bandaríkjanna með samvinnu við Flugleiðir geti Kenya Airways aukið hlutdeild sína á þessum markaði. Þá segir hann einnig vaxandi flutninga frá Suður-Afríku en þangað flýgur Kenya Airways einnig og eigi það bæði við um ferðamenn sem fólk í viðskiptaerindum. ( c i 1 I 1 1 I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.