Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. '' 1990 Svíþjóð: Carl Bildt og Karl Gústaf konungur komnir í hár saman Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. PÓLITÍSKT andrúmsloft í Svíþjóð er rafmagnað sem stendur. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflókksins, er kominn í hár saman við Karl Gú- staf Svíakonung og einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna, Stig Malm, forseti sænska alþýðusambandsins, gagnrýnir ríkisstjórn jafnaðar- manna harðlega. Fyrst varð Carl Bildt, leiðtoga Hægri flokksins, á í messunni þeg- ar hann talaði af svo miklum ákafa um bréf Ingvars Carlssonar forsæt- isráðherra til íraska þingsins í ut- anríkismálanefnd Svíþjóðar 10. des- ember síðastliðinn að formaður hennar, Karl Gústaf konungur, varð að taka af honum orðið. Bréfið skrifaði Carlsson til að fá sænska gísla lausa og þar sagði hann að erfitt væri fyrir Svía að vinna að friðsamlegri lausn Persaflóadeil- unnar á meðan sænskir ríkisborgar- ar væru í haldi í írak. Samkvæmt ónafngreindum heimildum sagði konungur að málið væri útrætt inn- an nefndarinnar. Ekki bætti úr skák að Bildt hringdi í konung í Drottn- ingarhólmshöllina eftir þetta og sagðist líta svo á að málið væri ekki útrætt. Það tókst ekki betur Liechtenstein sæk- ir um aðild að EFTA Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LIECHTEN STEIN hyggst sækja um aðild að Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA). Yfir- lýsing þessa efnis var birt á sameiginlegum ráðherrafundi EFTA-ríkjanna sem lauk í Genf Sovétmenn og S-Kóreumenn heita samvinnu Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um að hefja samvinnu um að draga úr spennu í Asiu og skapa skilyrði fyrir sameiningu kór- esku ríkjanna. Yfirlýsingin var undirrituð skömmu áður en þriggja daga heim- sókn Rohs til Moskvu lauk. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Suður-Kóreu heimsækir Sovétríkin. Aðeins þremur mánuðum áður höfðu ríkin tetið upp stjórnmála- samband að nýju eftir áratuga fjandskap. í yfirlýsingunni sagði að Sovét- menn vildu beita sér fyrir því „að eindi yrði bundinn á pólitíska og Hernaðarlega spennu milli kóresku ríkjanna, að fundinn yrði réttlát láusn á Kóreumálinu á friðsaman og lýðræðislegan hátt í samræmi yið vilja kóresku þjóðarinnar". í gær. í yfirlýsingu fundarins er ítrekaður vilji aðildarríkj- anna til að leiða samningavið- ræður við Evrópubandalagið (EB) til farsælla lykta fyrir næsta vor. A fundinum voru nokkuð skipt- ar skoðanir um framvindu samn- ingaviðræðnanna við EB um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) á næstu vikum. Svisslendingar leggja áherslu á að höggvið verði á hnútinn á sameiginlegum ráð- herrafundi EFTA og EB sem verð- ur í Brussel á miðvikudag í næstu viku. Aðrir, t.d. Islendingar, telja takmarkaðar líkur á að það tak- ist, enn hafi EB ekki lagt fram tillögur um mikilvæga þætti svo sem fisk sem sé forsenda þess að pólitísk lausn finnist. Talsmenn EB hafa sömuleiðis lýst efasemd- um sínum um að viðræðurnar séu nógu langt komnar til þess að hægt sé að fínna pólitíska lausn á ágreiningsmálunum. I yfirlýsingu sinni fagna ráð- herrarnir sameiningu Þýskalands og lýðræðisþróuninni í Mið- og Austur-Evrópu. Þeir leggja áherslu á að fljótlega takist samn- ingar við EB um aðild EFTA-ríkj- anna að stúdentaskiptaáætlun EB, áætlun EB um fyrirtækjanet og umhverfismálastofnun Evrópu. Ráðherrarnir lýsa áhyggjum sínum vegna stöðu GATT-við- ræðnanna og hvetja til þess að þráðurinn verði sem fyrst tekinn upp að nýju. til en svo að kóngur sagðist í fyrsta skipti í þau seytján ár sem hann hefur verið við völd vera tilneyddur til að gefa út fréttatilkynningu þar sem hann segir að fundir í utanrík- isnefndinni séu trúnaðarmál og hann ætli sér ekki að tjá sig um fund nefndarinnar 10. desember síðastliðinn. Ummæli Stigs Malms forseta sænska alþýðusambandsins hafa ekki síður vakið athygli. í viðtali við fréttastofuna Tidningarnas te- legrambyrá á fimmtudagskvöld fer hann hörðum orðum efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar og kallar þingmenn jafnaðarmanna öllum ill- um nöfnum. Sjálfur er Malm einn helsti leiðtogi sænskra jafnaðar- manna. Haldinn var skyndifundur í framkvæmdastjórn flokksins í gærmorgun af þessu tilefni. Þár lét Bo Toresson framkvæmdastjóri flokkins svo ummælt að yflrlýsingar Malms væru mjög óheppilegar og þar væri vegið að efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar einungis níu mánuðum fyrir kosningar. Ingvar Carlsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um ummæli Malms en sagð- ist ætla að kanna hvort þar væri um hans persónulegu skoðun um að ræða eða skoðun sænska alþýðu- sambandsins. Reuter Tilliðs við strandgæsluna . Blað hefur verið brotið í sögu strandlífs í Ástralíu. Fyrsti kvenstrand- vörðurinn er tekinn til starfa og heitir hún Liz Ratcliffe, átján ára gömul. Við fréttamenn sagðist hún telja að slíkur starfí gæddi líf sitt meira innihaldi en „venjulegur" starfsferill. Lockerbie-flugslysið: Ný sönnunargögn stað- festa aðild Líbýumanna London. Reuter. BRESKA blaðið Independent sagði í gær að menn sem rann- sökuðu orsakir sprengingarinn- ar sem grandaði breiðþotu Pan American flugfélagsins yfir bæn- um Lockerbie í Skotlandi fyrir tveimur árum hefðu fengið óyggjandi sannanir fyrir því að Líbýumenn hefðu staðið á bak við ódæðið. Þota Pan Am, í flugi 103, sprakk í tætlur í 10 km hæð yfír suður- hluta Skotlands um hálfri stundu eftir flugtak á Heathrow-flugvelli í London að kvöldi 21. desember 1988. Hún var á leið til New York með 259 manns, farþega og áhöfn, innanborðs. Týndu þeir allir lífl og sömuleiðis 11 manns í Lockerbie. Að sögn Independent fannst kveikibúnaður sprengjunnar sem grandaði Pan Am-þotunni nú ný- lega og við rannsóknir hefði komið í ljós að hann hefði verið nákvæm- lega eins og búnaður sprengju sem fannst í fórum tveggja líbýskra út- sendara sem teknir voru fastir á flugvellinum í Dakar í Senegal í febrúar 1988, 10 mánuðum fyrir ódæðisverkið við Lockerbie. Sprengjan sem þeir voru með var falin í litlu ferðaútvarpstæki. Lengi hefur grunur beinst að Líbýumönnum en einn af yfirmönn- um rannsóknar á orsökum flugat- viksins sagði við Independent að nú fyrst lægju fyrir óyggjandi vísbendingar um aðild þeirra. „Það er ekki aðeins að Muammar Gadd- afí Líbýuleiðtogi beri ábyrgð á verknaðinum, heldur veit hann einnig að við vitum að hann er sek- ur,“ sagði maðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið. Fyrsta viðtalið eftir leiðtogaskiptin: Thatcher segist ekki sjá eftir neinu Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher segist ekki sjá eftir neinu serti hún gerði í 11 ára tíð sinni sem forsætisráðherra Bretlands er endaði svo snögglega í síðasta mánuði þegar hún var neyd l til að segja af sér. I fyrsta viðtali sem hún veitir eftir að Jcl .1 Major tók við af henni sem leiðtogi íhaldsflokksins og birt er í ímaritinu House segist hún hafa umbreytt Bretlandi. „Ég myndi ekki breyta neinu í stefnu minni þegar á allt er litið ef ég fengi að sitja annað tímabil og það er af og frá að ég eyði tímanum í að sýta það sem orðið er,“ sagði hún í viðtalinu sem birt var í gær. Thatcher sagði að hún hefði fyrir löngu séð að John Major væri gæddur leiðtogahæfileikum. Með það í huga segist hún hafa veitt honum fyrstu stöðu hans í félagsmálaráðuneytinu, þar sem hún vann sjálf á sjöunda áratugn- um. Búist er við að Major fram- fylgi að miklu Ieyti bægristefnu Thatcher í fijálsum markaðsbú-' skap sem þekkt varð sem „That- cherismi" á níunda áratugnum. „Draumsýn mín fyrir Bretland er í raun sú að frelsi sé bundið einstaklingnum, að raunverulegt- lýðræði felist í takmörkuðu valdi hins opinbera og auknu fijálsræði einstaklingsins. Eina leiðin að því er að framfylgja lögunum af hörku,“ sagði hún. Thatcher sagði að maður sinn, Denis, I ifði ætíð sutt sig og að hún '' .ði aldrei óttast það að veir umdeild. „Ég hef aldrei haft áh. ggjur af því að vera óvinsæl meðan sannfæring mín hefur ver- ið sú að ég væri að gera rétt,“ sagði hún. „Yfirleitt hefur líka komið í ljós að ég hafði rétt fyrir Margaret Thatcher mér og þakka ég það hinu heil- brigða uppeldi er ég hlaut.“ Auknar líkur á vopnahléi í Angóla Washington. Reuter. FULLTRÚAR Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Portúgals skýrðu frá því í gær að verulegur árangur hefði náðst í samninga- viðræðum um að koma á vopna- hléi í Afríkuríkinu Angóla, þar sem borgarastyrjöld hefur geisað í fimmtán ár. Herman Cohen, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Antonio Monteiro, fulltrúi Portúgals í viðræð- unum, og Júrí Júkalov, séndimaður Sovétstjórnarinnar, héldu blaða- mannafund í Washington um viðræð- urnar. Cohen staðfesti þar í fyrsta skipti að stjórnvöld í Moskvu hefðu séð hinum stríðandi fylkingum í Angóla fyrir vopnum. Hann sagði að verið væri að ræða tillögu um að UNITA-hreyfingin, sem Bandaríkja- menn styðja, og stjórn Angóla, sem nýtur stuðnings Sovétmanna, hættk að kaupa hergögn. Stórveldin hefðu einnig skuldbundið sig til að hætta , vopnasendingum til þeirra. Áður hafði Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, rætt við George Bush Bandaríkjaforseta og sagt að búast mætti við að samið yrði um vopna- hlé snemma á komandi ári. Hann kvaðst einnig vonast til þess að efnt yrði til kosninga í Angóla fyrir lok næsta árs. Þrír ísraelar reknir á hol Tel Aviv. Reuter. ÞRÍR ísraelar vöru reknir á hol í Tel Aviv í gærmorgun og segist ísraelska lögreglan leita tveggja Palestínumanna frá Gaza-svæðinu sem taldir eru tengjast morðun- um. Gyðingar í öfgasamtökunum Kach brugðust við með því að grýta bifreiðar Palestínumanna og særa einn þeirra með hnífi. Lögreglan sagði að fólkið hefði verið myrt í tilefni þess að þijú ár væru síðan Hamas, samtök heittrú- aðra múslíma, voru stofnuð. Morðin voru framin í álveri í Tel Aviv. Ann- ar hinna grunuðu vann í álverinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.