Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 1
72 SIÐUR B 291. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atök á fulltrúaþinginu í Moskvu: Ofstjórn Moskvu- valdsins mótmælt Fulltrúar frá Moldovu ganga af fundi Moskvu. Reuter. FULLTRÚÁR frá Mið-Asíulýðveldinu Úzbekístan og Moldovu réðust harkalega á stefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga á fundi fulltrúaþings Sovétríkjanna í gær. Moldovarnir gengu af fundi í jnótmælaskyni við þá ákvörðun að fulltrúum minnihlutahópa í Moldovu skyldi leyfð þingseta og forseti Úzbekístans sagði lands- menn styðja kröfur nágranna sinna Kazhaka sem vísa á bug öllum hugmyndum um skerðingu á völdum ríkisstjórna einstakra lýðvelda. „Við erum að fara og komum aldrei aftur,“ sagði Dúmítru Matkovskíj, einn af fulltrúum Moldova við fréttamenn. „Okkur et' ekki leyft að útkljá fullveldismál okkar. Við munum ekki undirrita sambandssáttmálann, það kemur ekki til mála núna,“ bætti hann við. Minnihlutahópar Rússa og Gag- auza í Moldovu hafa lýst yfir full- veldi og kusu eigin fulltrúa á full- trúaþingið í Moskvu. Um síðustu heígi tóku 200.000 manns þátt í mótmælaaðgerðum í Kíshínev, höf- uðborg Moldovu, gegn tillögum Sovétstjórnarinnar um nýjan sam- bandssáttmála ríkisins; þess var einnig krafist að engir Moldovar tækju þátt í störfum fulltrúaþings- ins í Moskvu. Litháar sendu ekki fulltrúa til Moskvu og auk þess hafa Lettar, Eistlendingar og Georgíumenn sagt að þeir muni ekki undirrita nýja sáttmálann. í tillögum Sovétstjórn- arinnar er að nafninu til gert ráð fyrir að einstök lýðveldi fái aukið vald í innanlandsmálum en jafn- framt að Moskvustjórnin hafi síðasta orðið. Gorbatsjov vill að Pólland: Olszewski þjóðaratkvæði verði um tillöguna í öllum lýðveldunum. Forseti Kazakhstans, Nursultan Nazarbajev, sagði í umræðum á mánudag að lýðveldin ættu að styrkja sambandið sín í milli áður en þau hæfu samningaviðræður við Moskvuvaldið um skiptingu valds. Islam Karímov, forseti Úzbekístans, fordæmdi í gær framferði Moskvu- valdsins í lýðveldinu, sagði það þjakað af mistökum í sambandi við baðmullarrækt. Andstaða fulltrúa Mið-Asíulýðveldanna er sögð mikið áfall fyrir Gorbatsjov sem hefur átt vísan stuðning meðal ráðamanna þar. Reuter Auð sæti fulltrúa Moldova á fulltrúaþinginu í Moskvu í gær. Alls eiga um 2.200 manns að sitja þingið en auk Moldovanna vantar þingmenn Litháens sem sögðust ekki vilja taka þátt í störfum erlends þings og inættu ekki. Bush segir engan árangur af tilraunum til að fá Iraka til friðarviðræðna: Vonir um friðsamlega lausn Persaflóadeilunnar dvína Saddam segist hvergi fara frá Kúvæt fyrr en vandi Palestínumanna er leystur Nikósíu. Brussel. Ankara. Reuter. hættir stjórn- armyndunar Varsjá. Reuter. JAN Olszewski kvaðst í gær hafa hætt stjórnarmyndunarviðræð- um vegna ágreinings við Lech Walesa, nýkjörinn forseta Pól- lands, sem hafði valið hann sem næsta forsætisráðherra Pól- lands. „Vegna alvarlegs ágreinings á milli mín og nýkjörins forseta um hvernig ríkisstjórn beri að rriynda hef ég nú beðist undan því að mynda nýja stjórn,“ sagði Olszewski og vildi ekki greina nánar frá ágreiningnum. Olszewski er 60 ára gamall lög- fræðingur, var lengi veijandi and- ófsmanna á valdatíma kommúnista og ráðgjafi verkalýðshreyfingarinn- ar Samstöðu er hún var stofnuð 1980. Walesa fól honum að mynda nýja stjóm eftir afsögn Tadeusz Mazowieckis forsætisráðherra, sem beið ósigur fyrir Walesa og kaup- sýslumanninum Stanislaw Tym- inski í nýafstöðnum forsetakosning- um. VERULEGA þótti draga úr möguleikum á friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar í gær er ír- akar hótuðu því að fara ekki fet með innrásarher sinn frá Kúvæt fyrr en lausn hefði verið fundin á málum Palestínumanna. Enn- fremur sagði Saddam Hussein Iraksforseti í samtali við tyrk- neska sjónvarpið, að tilgangs- laust væri fyrir sig að senda Tareq Aziz utanríkisráðherra til fundar við George Bush Banda- ríkjaforseta í Washington ef það væri einungis ætlun Bush að Iesa þar upp sainþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ). í sjónvarpsviðtalinu sagði Sadd- am að engra Ulslakana væri að vænta af hálfu íraka í Kúvæt með- an mál Palestínumanna væru óleyst. Ekki hefur verið ljáð máls á þeirri tilraun hans að tengja þessi deilumál. í fyrrakvöld sagði Baker að Saddam kynni að reyna að villa fyrir og flækja deiluna um Kúvæt með því að draga hluta innrásarliðs- ins til baka skömmu fyrir 15. jan- úar en þá rennur út frestur sem SÞ hafa gefið þeim til að kalla lið sitt heim. Eftir þann tíma hefur SÞ heimilað að hej-valdi verði beitt til þess að koma írökum frá landinu. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna (EB) höfnuðu í gær viðræðum við Aziz sem óskaði eftir því sl. sunnudag að koma til Rómar til viðræðna við fulltrúa EB í þessari viku, en ítalir fara nú með forystu í málum bandalagsins. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti ráðherrana fyrr í gær til viðræðna við íraka en þeir sögðust ekkert vilja við Aziz tala fyrr en hann hefði farið til fundar við Bush Bandaríkjafor- Moskvu. Reuter. LETTNESKIR embættismenn héldu því fram í gær að harðlínu- kommar og menn úr sovéska hernum hefðu staðið fyrir sprengjutilræðum á þremur stöð- um í Ríga, höfuðborg Lettlands, í fyrrinótt í þeim tilgangi að gefa hernum ástæðu til þess að hrifsa völdin í Eystrasaltsríkinu. Sprengjur sprungu á þremur stöðum í Ríga, við skrifstofuhús einnar deildar lettneska kommún- seta. Bush sagðist í gærkvöldi vera í sömu sporum og fyrir þremur mán- uði er hann hóf tilraunir til þess að fá ít'aka til beinna friðarvið- ræðna. ítrekaði hann að afstaðan til innrásar þeirra í Kúvæt væri óbreytt. írakar yrðu að vera farnir með hvern einasta hermann og her- gögn sín frá landinu á miðnætti 15. istaflokksins, við hús yfirmanns sovéska hersins í borginni og við Lenín-minnismerki. í síðustu viku áttu samskonar sprengjutilræði sér stað í borginni, m.a. nærri stöðvum öryggislögreglunnar KGB og höf- uðstöðvum lettneska kommúnista- flokksins. í yfirlýsingu sem skrifstofa lettn- eskrar sendinefndar í Moskvu sendi frá sér sagði, að tilræðin væru verk afla sem andsnúin væru lettnesku janúar ellegar kölluðu þeir yfir sig að vera neyddir burt með hervaldi. Roland Dumas. utanríkisráðherra Frakklands sagði í gær að færu írakar ekki frá Kúvæt á tilskildum tíma yrðu átök ekki umflúin. Saudi-Arabar hættu útflutningi á flugvélabensíni og dísilolíu í gær til þess að safna birgðurn vegna hugsanlegra átaka í Kúvæt. þjóðinni og tilraunum hennar til að endurheimta sjálfstæði sitt. Emb- ættismaður í Ríga sagði atburðina minna á brunann í gamla þinghús- inu í Berlín, Reichstag, árið 1933, sem Adolf Hitler hefði notað sem yfirskin til að láta handtaka pólitíska andstæðinga, og á sviðsett mannrán á sovéskum hermönnum í Lettlandi sem Jósef Stalín notaði sem tilefni til að innlima Eystra- saltsríkin í Sovétríkin 1940. Ols/.cwski Lettneskir embættismenn um sprengjutilræði í Ríga: Kommúnistar ætla hernum að hrifsa völd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.