Morgunblaðið - 19.12.1990, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
Vísindi alþýðunnar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Islensk þjóðmenning VII
Alþýðuvísindi
Raunvisindi og dulfræði
Ritstjóri: Frosti F. Johannsson
Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykja-
vík, 1990, 345 bls.
Jafnt og þétt sígur áfram útgáfa
hins mikla og einstæða ritverks,
íslensk þjóðmenning. Eldhuginn
Hafsteinn Guðmundsson útgefandi
lætur hvergi deigan síga þótt aldur
færist yfir og róður sé þungur og
ritstjórinn, Frosti F. Jóhannsson,
heldur fast um stjórnvöl og agar
höfunda sína. Áreiðanlega veitir
ekki af hvoru tveggju: eldhuga og
aga.
Þessi útgáfa hófst árið 1987 með
fyrsta bindi ritverksins, Uppruni og
umhverfi. Næsta bindi, það sjötta
í ritröðinni, Munnmenntir og hók-
menning, kom út árið eftir (1988),
og í fyrra kom fimmta bindið, Trú-
arhættir. nú birtist sjöunda bindið,
Alþýðuvísindi. Eru þá eftir sex
bindi, því að tíu verða þau alls.
Ritið er þegar farið að slaga hátt
í tvö þúsund blaðsíður og má því
ætla að það verði nálægt fimm
þúsundum blaðsíðna um það er iýk-
ur.
Alþýðuvísindi er styst þeirra rita
sem út eru komin, enda höfundir
fæstir, fimm talsins, nema í síðasta
riti þar sem þeir voru einungis tveir.
Hér skrifa: Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur um Tímatal, Jon
Hnefill Aðalsteinsson dósent um
Spádóma, Jón Steffensen prófessor
um Aiþýðulækningar, Páll Berg-
þórsson veðurstofustjóri um Veður-
spár og Þorsteinn Vilhjálmsson
prófessor um Kaunvísindi á miðöid-
um. Bersýnilega er valinn maður í
hveiju rúmi enda bera ritgerðirnar
þess merki.
Þorsteinn fjallar aðallega um
stjörnufræðilega og landfræðilega
þekkingur fyrr á öld á öldum eink-
um að því er viðvíkur siglingum
manna yfir úthafið. Vikið er að
tímatalsumbót Þorsteins surts og
rannsóknum Stjörnu-Odda á gangi
sólar. Meginefni ritgerðar Árna
Björnssonar er um íslenskt tímatal
og þróun þéss. Er það ýtarlegt og
vandað yfirlit. Jón Steffensen grein-
.ir frá helstu sjúkdómum sem hrjáð
hafa íslendinga og lækningum á
þeim. Er þar víða komið við og
mikill fróðleikur saman dreginn.
Jón Hnefill ijallar um helstu spá-
dóma og greinir þá sundur í tegund-
ir. Vitnar hann í mörg rit og tekur
dæmi til skýringar. Þá er að lokum
mikil ritgerð Páls Bergþórssonar
um veðurspár. Fjallar hann þar um
hvernig menn spáðu um veður af
skýjafari og ýmsum öðrum fyrir-
bærum (ljósfyrirbærum, veður-
hljóðum o.fl.). Þessi grein er mikils-
verð að því leyti að höfundur leitast
ávallt við að reifa þau veðurfræði-
legu rök sem að baki liggja. Er
grein Páls frábærlega vönduð og
skepmtileg aflestrar.
Á undan ritgerðunum fer kynn-
ing á höfundunum. Hver ritgerð
hefst á efnisúrdrætti. Ritgerðirnar
eru settar upp með svipuðum hætti.
Blaðamaður á spretti,
bankaræningi, morð
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leó E. Löve: Fórnarpeð
Útg. ísafold 1990
Leó Löve sendi frá sér sína fyrstu
bók í fyrra, spennusögu sem vakti
töluverða athygli og fékk góða
dóma. Hann lætur ekki deigan síga
og sendir frá sér nýja bók og þar
er nú aldeilis ekki lognmolla í kring-
um neinn og margt að gerast.
í upphafi er einhver þijótur að
þjálfa fjóra unga pilta í að fram-
fylgja skrítnum fyrirmælum, færa
galókunnugum dömum blóm með
dularfullum orðsendingum og
margt fleira. Það gæti verið að það
vaki fyrir.þessum dularfulla manni
að gera sér piltana undirgefna eða
hvað? Samtímis er blaðamaðurinn
Logi leiddur til sögunnar. Hann
vinnur á Morgunpóstinum og þar
er fúll fíll fréttastjóri og eiginlega
óskiljanlegt að svona vænn drengur
eins og Logi skuli vinna á svona
Bók um
ÚT ER komin bókin Herstöðin,
félagslegt umhverfi og íslenskt
þjóðlíf eftir Friðrik Hauk Halls-
son.
í fréttatilkynningu segir að í
bókinni séu helstu niðurstöður af
Jólasýning í
Gallerí Borg
HENGDAR hafa verið upp í
Gallerí Borg við Austurvöll
myndir eftir Karólínu Lárusdótt-
ur, Louisu Matthíasdóttir, Krist-
ján Davíðsson og Erró.
Þá eru í kjallaranum til sýnis og
sölu úrval verka gömlu meistar-
anna, þar má nefna Jóhannes S.
Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Jón
Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur,
Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason,
Sigutjón Ólafsson, Snorra Arin-
bjarnar, Gunnlaug Scheving og Jón
Engilberts.
Athylgi er vakin á því að Gallerí
Borg er opið á Þorláksmessu frá
kl. 14-22 og þá verður ijúkandi
jólaglóð á boðstólum.
(Fréttatilkynning)
sorpblaði. Logi er hamingjusamlega
giftur Sólveigu og tveggja barna
faðir og auk þess að vera mikill og
góður fjölskyldumaður er hann
áhugamaður um fuglaskoðun. Einn
daginn þegar hann liggur í leyni
að leita eftir að taka upp sérstök
fuglahljóð við styttu Jónasar í
Hljómskálagarðinum berast önnur
hljóð inn á bandið. Þar eru komnir'
þeir Matthías alþingismaður og
Jónas kvótasölustjóri og eru að
leggja á ráðin um stórkostlegt svik-
amál sem Logi skilur strax að kem-
ur allri þjóðinni við og það verður
að upplýsa hana um málið hið skjót-
asta.
Síðan er allt í einu framið banka-
rán í Kópavogi og þar eru fimm
menn að verki, allir eins klæddir,
en það er greinilegt að höfuðpaur-
inn hefur vélað piltana ijóra til að
taka þátt í þessu og samviskan
segir til sín og eftir að einn þeirra
hefur setið inni gefa hinir sig fram
og vantar nú ekkert nema aðal-
glæponinn. En þá vantar að sönnu
ansi mikið.
herstöð
mannvísindalégum rannsóknum
höfundar.
„Bókin fjallar um eitt vandmeð-
farnasta og víðtækasta mál lýðveld-
isins, herstöðvamálið; það snertir
alla þætti daglegs lífs á Suðurnesj-
um og þróun íslensks samfélags og
ríkisvalds frá stríðsbyijum. Það er
einnig alþjóðlegra en önnur deilu-
mál, þar sem það er beinlínis tengt
ástandi heimsmála. En eðli sínu
samkvæmt snertir herstöðvarmálið
einkum römmustu taug þjóðarinn-
ar: Spurninguna um tilveru og til-
gang hennar, sjálfskilning og af-
komu, og er í þeim skilningi djúp-
tækasta mál lýðveldisins. Það er
loks lykillinn að sérstökum við-
brögðum íslendinga við öðrum
menningarheimi (og nýjum tímum)
og þar með að sérkennum íslensks
þjóðlífs," segir m.a. í kynningu.
Höfundur bókarinnar er félags-
fræðingur að mennt og hefur síð-
astliðin tíu ár lagt stund á rann-
sóknir, aðallega um íslensk málefni
við háskólann í Bielefeld, Vestur-
Þýskalandi.
Bókin er 556 blaðsíður að stærð
með 15 yfirlitstöflum. Hún er prent-
uð í Bielefeld, Vestur-Þýskalandi.
Útgefandi er forlag höfundanna,
Akureyri.
Leó Löve
Á ritstjórnarskrifstofu Morgun-
póstsins gerist Logi óþolinmóður
yfir því að fíllinn fúli vill ekkert
gera og kemur loks upp úr kafinu
að hann hefur eyðilagt segulbands-
upptökuna og það verður meiri
háttar áfall fyrir Loga sem ákveður
að fara á stúfana og afla sér sem
gleggstra upplýsinga. En alls staðar
er brugðið fyrir hann fæti. Og vel
á minnst, eitt morð er framið og
látið líta út sem sjálfsmorð rétt í
leiðinni og það bendir flest til að
Jónas kvótastjóri hafi skipulagt það
enda er hann öllu meira illmenni
en þingmaðurinn sem er bara dálít-
ið spilltur og gráðugur en kannski
besta skinn inn við beinið.
Þegar Logi er síðan handtekinn
og ákærður fyrir að vera bankaræn-
ingi númer eitt fer fjörið svo endan-
lega úr böndunum og verður ekki
farið út í að rekja þráðinn eða rétt-
ara sagt þræðina meira að sinni
enda væri það að æra óstöðugan.
ímyndunarafl höfundar er óbeisl-
að svo að hann hleypur eiginlega
út um of víðan völl. Plottin eru
hreinlega of mörg og tekst ekki að
spinna þræðina saman í lokin svo
að útkoman verði sannfærandi og
heilleg. Þó vottar fyrir persónusköp-
un, m.a. í fúla fíl og Loga og alþing-
ismaðurinn og kvótastjórinn eru
haglega gerðar skissur líka. Frá-
sagnargleði og hugmyndaflug er
gott og gilt en samt verður að
gæta hófs svo allt ruglist ekki út
og suður.
En ég gat skemmt mér yfir þess-
ari sögu þó mér gremdist að Leó
Löve skuli ekki h^fa vandað sig
meira og valið úr. Hann hefur góða
ritgáfu og skrifar fjörlegan stíl og
hefur auga fyrir ýmsu smálegu sem
skiptir máli. Hann ætti að nýta sér
rithæfni sína betur en hér er gert.
Hafsteinn Guðmundsson
Gerð er grein fyrir heimildum og
fyrri ritum. Meginmál er í nokkrum
köflum með greinilegum millifyrir-
sögnum og síðast eru lokaorð. Mik-
ið myndefni fylgir: ljósmyndir,
teikningar, töflur og línurit. Fylgir
oft mikill texti. Á eftir ritgerðúnum
fer efnismikill úrdráttur allra greina
á ensku og að lokum koma skrár
sem í þessu bindi eru um 60 bls.
(Skrá um prentuð rit, óprentaðar
Frosti F. Jóhannsson
heimildir og heimildamenn; atriðis-
orðaskrá; nafnaskrá),
Þetta er svo sannarlega vandað
og veglegt rit eins og hin fyrri.
Hallast þar hvergi á: fræði-
mennska, framsetning, frágangur
og einstök smekkvísi í hvívetna.
Vant er að sjá hvernig betur má
gera. Þetta er rit sem maður hlakk-
ar til að lesa vandlega þegar tóm
gefst til.
MYNDIR ÚR LMPÉTURS EGGERZ
FYRRVERANDISENDIHERRA - GAMAN OG ALVARA
PÉTUR EGGERZ
Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem
lítill drengur f Tjarnargötunni í Reykjavík,
þegar samíelagið var mótað af allt öðrum
viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann
um það, er hann vex úr grasi, ákveður að
nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis-
þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hef-
ur kynnst miklum fjölda fólks, sem hann
segir frá í þessari bók.
Fyrri bækur Péturs Eggerz, Minningar
ríkisstjórarítara og Létta Ieidin Ijúfa, vöktu
mikla athygli á sínum tíma og urðu metsölu-
bækuf.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF