Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 1 Himgrið er skipu- lagt af kerfinu Stærsta mafían er í Kreml sig í núverandi sessi með aðstoð hers og lögreglu. Ég heyrði það á mörgum að hersveitirnar sem voru dregnar til Moskvu í september voru ekki þar til að stinga upp kart- öflur, eins og sagt var. Þær eru enn í borginni og meira er af herbílum og slíku á götunum en nokkru sinni fyrr.“ Illska og hatur út í stjórnvöld „Það er óskapleg spenna í loft- inu, fyrst og fremst reiði og von- brigði, að ég segi ekki vonleysi, yfir fólki. Við þær aðstæður getur allt gerst. Fólkið er fullt af illsku og hatri út í ríkjandi stjórnvöld, ekki síst Gorbatsjov. Þeim sem hafa skipulagt þetta hungur hefur tekist að veita illsku fólksins yfir á hann og þessa nýju stjórnarstefnu. Þótt enginn segði það þá lá í loftinu hjá sumum sem ég talaði við að það „Það er mikið talað um mafíur þarna. Menn sem selja vörur á göt- um úti verða víst að greiða vemdar- tolla til einhverrar mafíu. En kunn- ingjar mínir hafa sagt við mig að stærsta mafían sé í Kreml. Margt af því sem mér var sagt frá virðist ekki á færi hvers sem er. Heil naut- gripahjörð á leið til slátrunar í Moskvu hvarf úr járnbrautarlest. Hræin fundust skotin úti í skógi. 800 þúsund tonn af hveiti voru eyðilögð í Kazakstan með því að láta ekki skera það í tæka tíð. Mér er sagt að samyrkjubú í Lettlandi hafi boðið fram vélar og mannafla til að koma í veg fyrir að þessi mikla uppskera eyðilegðist en því var í engu svarað fyrr en allt var komið í eindaga. Sú mafía sem stendur á bak við slíka hluti er auðvitað öflugri en venjulegur glæpaflokkur. Þetta minnir á það sem sagt hefur verið um hungurher- ferð Stalíns í Úkraínu 1927. Ef maður spyr sig: Hveijum kemur þetta illa?,.þá er það fyrst og fremst Gorbatsjov og þessari nýju stefnu. Almenningur fyllist reiði og von- leysi því menn vita að það er til Ein hinna fögru kirkna í Sagorsk, sem Rögnvaldur kallar Skalholt Rússlands. - segir séra Rögnvaldur Finnboga- son sem verið hefur tíður gestur í Sovétríkjunum undanfarin ár „ÞAÐ sem af er þessum vetri hefur veður verið milt og hvergi er farið að sverfa að fólki nema í Volguhéruðunum, Sverdlovsk og nágrenni. Það gerir enginn ráð fyrir því að 'menn falli úr hungri, það þarf meira að koma til. Fólk þarna er svo vant harðrétti að það reynir að búa sig undir það versta og margir Moskvubúar hafa reynt að verða sér úti um landskika og ræktað þar garðávexti. Ástandið er sagt vera miklu skárra úti á landi. Það eru fyrst og fremst Moskva og Leningrad, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum skorti lífsnauðsynja, þessu skipulagða hungri. Hungrið er skipulagt af kerfinu, það er skipulagt að láta matinn hverfa á Ieið til Moskvu og Leningrad. Þetta eru andbyltingaröfl sem eru að reyna að koma Gorbatsjov fyrir kattarnef og ætla með stuðningi hers og lögreglu að hverfa aftur til ógnarsljórnarinnar sem var.“ Þannig kemur ástandið í Sov- étríkjunum nú séra Rögnvaldi Finn- bogasyni fyrir sjónir. Hann er ný- kominn úr 8. ferð sinni austur þang- að á síðustu 6 árum. nægur matur. Þeir sem græða eru þeir sem vilja allar breytingar og umbætur á braut. Þeir sem sjá framtíð sinni ógnað og vilja tryggja Kvikmyndagerðarmaðurinn Júlí Tsjerníatín afhendir séra Rögnvaldi Finnbogasyni spólur með heimildarmynd sem þeir gerðu í félagi um trúarlíf í Sovétríkjunum. hefði verið betra hérna áður fyrr. Aðrir, s.em sjá lengra, gera sér von- ir um að þetta séu fæðingahríðir nýrra tíma og ekki verði aftur snú- ið.“ Séra Rögnvaldur hefur verið að safna að sér efni í bók um kirkju- starf og trúarlíf á þessum tímum í Sovétríkjunum. „Erindi mitt núna var fyrst og fremst að leita eftir fersku efni til að nota í bók um þennan tíma og sérstaklega kirkj- una. Ég átti viðtöl við fjölda fólks, innti það eftir afstöðu þess til kirkj- unnar og trúmála yfirleitt, ekki bara kristinnar kirkju heldur ann- arra trúarbragða. Einnig fékk ég tvo vini mína sem vinna við sjón- varpið í Moskvu, annar sem kvik- 'myndaleikstjóri og hinn sem kvik- myndatökumaður, til að hjálpa mér að gera heimildarmynd um trúarlíf í Moskvu. Það var mjög merkileg reynsla." Kröfuspjöld í stað helgimynda „Minn áhugi á Sovétríkjunum er ekki síst tengur orthodox-kirkjunni. Þessi kirkja hefur sérstöðu um marga hluti. Öll list Rússa er tengd kirkjunni frá upphafi og fram til þessa dags. Byltingin olli engum skörpum skilum þrátt fyrir að henni hafi verið stefnt gegnt öllu ríkjandi þjóðskipulagi þá tók hún margt í arf frá kirkjunni. 1. maí og 7. nóv- ember-göngurnar eru framhald af gömlu helgigöngunum þar sem menn báru ekki rauða borða og kröfuspjöld heldur helgimyndir, íkona, og grafhýsi Leníns er eins konar samnefnari allra helgiskrína Rússlands. Ef þú kemur inn á hótel eða í nútímabyggingar í Moskvu sérðu víða í þakhvelfingum þessar myndir sem þú finnur í kúpli allra kirkna, nema þar kemur Lenín í staðinn fyrir Krist og námumenn og bændur með hamar og sigð í stað fyrir helga menn með kross- mark. Ég fór meðal annars til Sagorsk og Yolapolamsk, tveggja bæja norð- an og vestan við Moskvu sem fræg- ir eru vegna kirkna og klaustra. Sagorsk er Skálholt Rússa. Ég á rússneskan kunningja sem heitir Petrím og er metrópólít eða næst- æðsti maður rússnesku kirkjunnar, og hann gerði allt sem hann gat til að þetta yrði mögulegt. Við feng- um til dæmis að kvikmynda helgi- myndasafnið í Sagorsk, þar sem alls ekki ej leyft að draga upp myndavél. í Volapolamsk er verið að byggja upp nýtt klaustur og þar hefur verið komið upp ýmsum stofnunum á vegum kirkjunnar til dæmis barnaheimili þar sem börn frá Ameríku og Evrópu dveljast ásamt rússneskúm börnum og kertasteypu sem á að sjá rússnesku kirkjunni fyrir kertum og býflugna- búi í tengslum við það. Það starf miðast við að sjá öryrkjum úr stríðinu í Afganistan fyrir starfi við hæfi.“ Kirkjunnar bíða ótrúleg verkefni „Það er nýmæli að kirkjan geti starfað að slíkum málum; hún er T.S. Eliot. Sverrir Hólmarsson Eyðiland Eliots á íslensku IÐUNN hefur gefið út ijóðabálkinn Eyðilandið eftir bandaríska skál- djöfurinn T.S. Eliot í þýðingu Sverris Hólmarssonar. í kynningu útgefanda segir: „Þetta er það verk Nóbelskáldsins sem mest jók hróður þess og varð þegar við útkomuna afar umdeilt, hneykslaði marga og heillaði aðra, og er eitthvert þekktasta bókmennta- verk síðari tíma á sviði ljóðlistar. Eyðilandið eða The Waste Land hefur haft meiri og langærri áhrif á skáldskap nútímans en flest önnur ljóð. Ljóðmál bálksins þykir einkar margrætt og auðugt og skáldið seil- ist víða til fanga í tíma og rúmi. Ljóðunum fylgja athugagreinar skáldsins, þar sem tilvísanir eru skýrðar og raktar til bókmennta for- tíðar og samtíðar. Þýðing Sverris Hólmarssonar birt- ist hér ásamt enskum frumtextum Ijóðanna, auk þess sem Sverrir ritar um skáldið og ljóð þess og gerir ítar- lega grein fyrir hvorutveggja." Bókin er prentuð í Odda hf. Fyrsta hljómplata Viðars Gumiarssonar VAKA-HELGAFELL hefur gefið út geisladisk og hljómplötu með söng Viðars Gunnarssonar óperusöngvara undir titlinum I fjarlægð. Þar syngur Viðar fjölbreytt íslensk einsöngslög en Jónas Ingimundar- son leikur á píanó. Þetta er í fyrsta sinn sem Vaka- Helgafell gefur út tónlist á hljóm- plötum en fyrirtækið hefur til þessa lagt áherslu á útgáfu bóka og tíma- rita ásamt rekstri bókaklúbba. Á plötunni flytja þeir Viðar og Jónas 20 kunn íslensk einsöngslög eftir mörg fremstu og þekktustu tónskáld þjóðarinnar: Árna Björns- son, Árna Thorsteinsson, Eyþór Stefánsson, Karl 0. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Sigvalda Kaldalóns og Sveinbjörn Svein- bjömsson. Meðal einsöngslaganna á plöt- unni í fjarlægð má nefna Sverri konung, Enn ertu fögur sem forð- um, Nótt, Vorgyðjan kemur, Frið á jörðu, Rósina, Bikarinn, Þótt þú langfömll legðir og Ásareiðina. Viðar Gunnarsson, bassasöngv- ari, starfar nú sem ópemsöngvari við Ríkisópemna í Wiesbaden í Þýskalandi og er þar á samningi til tveggja ára. Veturinn 1989 og 1990 var hann ráðinn hjá Kammeróper- unni í Vínarborg og hlaut þar frá- bærar viðtökur er hann söng hlut- verk Sarastros í Töfraflautunni eftir Mozart. Það hlutverk söng hann einnig í óperuhúsi keisarahallarinn- ar í Vínarborg síðastliðið sumar er Töfraflautan var þar sett á svið. Viðar stundaði söngmám við Söngskólann í Reykjavík frá 1978 til 1981, þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans. Að loknu 8. stigs prófi fór hann til framhaldsnáms í Svíþjóð þar sem hann dvaldist í þtjú ,ár og nam söng hjá dr. Folke og Gunvor Sallström í Stokkhólmi. Þá hefur Viðar notið handleiðslu Erik Werba, Helene Karusso og Kastas Paskalis á söngnámskeiðum. Viðar Gunnarsson hefur haldið sjálfstæða tónleika hér á landi og í Svíþjóð. Hann hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit íslands, Islensku hljómsveitinni og verið einsöngvari með kórum hérlendis og erlendris. Þá hefur hann sungið mörg óperu- hlutverk hjá íslensku ópemnni þar á meðal í Carmen, II Trovatore, Aidu, Don Giovanni og Brúðkaupi Fígarós. í Þjóðleikhúsinu hefur hann farið með hutverk í óperunum Viðar Gunnarsson óperusöngvari. Grímudansleik, Tosca og Ævintýr- um Hoffmanns. Jónas Ingimundarson hefur hald- ið ljölda einleikstónleika auk þess sem hann hefur leikið með mörgum söngvumm á tónleikum og hljóm- plötum. Þá hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands og komið fram víða erlendis sem píanó- leikari og kórstjori. Upptökustjórn og tæknivinnu við þessa fyrstu plötu Viðars Gunnars- sonar annaðist Bjami Rúnar Bjarna- son, tónmeistari, en framleiðsla geisladisks og plötu fór fram hjá Sonopress í Þýskalandi. Dreifingu annast Skífan. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.