Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Endastakkst á
Holtavörðuheiði
Vöruflutningabifreið úr Fljótum
í Skagafirði rann útaf veginum og
endastakkst norðan til í Holta-
vörðuheiði síðdegis á mánudag.
Bílstjórinn var að forða árekstri,
en fólksbifreið hafði stansað á miðj-
um veginum vegna dimmviðris. Má
teljast heppni að ökumaðurinn, Jón-
mundur Pálsson, skyldi sleppa
óskaddaður frá óhappi þessu, því
ökumannshús bíisins lagðist saman.
Strand Erlings KE 45
við Hornafjarðarós:
Skipstjórinn taldi
sig vera 0,4 sjómíl-
ur frá Borgarboða
Keflavík.
SKIPSTJÓRINN á Erlingi KE 45 sem steytti á Borgarboða við Horna-
fjarðarós og sökk þriðjudaginn II. desember taldi sig hafa verið
um 0,4 sjómílur frá boðanum þegar báturinn steytti á honum. Þetta
kom fram við sjópróf hjá bæjarfógetanum í Keflavík í gær. Þar kom
fram að Erling KE 45, sem var 328 lesta stálskip, sigldi með 8-9
sjómilna hraða þegar hann strandaði. Um borð í Erlingi voru 13
skipveijar sem fóru í tvo gúmmíbáta og var bjargað um borð í
Þorstein GK 16 frá Grindavík.
Skipstjórinn á Þorsteini GK kom ásamt fyrsta stýrimanni sem kom
einnig fyrir sjóréttinn og skýrði upp í brú í sömu svifum. Tvö ólög
hann frá því að nokkrum dögum riðu yfir bátinn sem brutu hurð á
áður hefði hann kastað á síldartorfu stýrishúsi og mikill leki kom að
skammt frá boðanum og þegar þeir honum í vélarrúmi. Vélstjórarnir
hefðu verið að draga nótina hefði keyrðu lensudælur með mestu
hann séð ólag við bátinn. Hann mögulegum afköstum, en þær
hefði þá gert staðarákvörðun með höfðu ekki undan lekanum og fljót-
lóran og radar og fengið aðrar nið- lega drapst á aðalvél og ljósavél.
urstöður en sjókortið sýndi. Hann Fram kom að greiðlega hefði geng-
hefði síðar rætt við skipstjóra á ið að ná og komast í flotgallana sem
Homafjarðarbátunum Sigurði Þor- voru geymdir í klefa á aðaldekki.
leifssyni, Skinney og Vísi og hefðu Einnig kom fram að skipstjórinn á
þeir fengið svipaðar niðurstöður Erling et' þaulvanur skipstjórnar-
með sínum tækjum. maður með 27 ára reynslu að baki
Við sjóprófin kom fram að skip- og vel kunnur strandlengjunni fyrir
stjóri og annar vélstjóri voru í austan.
brúnni þegar báturinn strandaði BB
TVær stúlkur slösuðust
TVÆR stúlkur voru fluttar á er af gerðinni Ford Fiesta, hafnaði
sjúkrahús eftir að bíll valt við Arn- í skurði, sem skilur að akbrautir
arneshæð síðdegis í gær. Nokkur fyrir umferð í gagnstæðar áttir, og
hálka var þegar slysið varð. Það valt. Meiðsli stúlknanna voru ekki
varð með þeim hætti að bíllinn, sem talin alvarleg, að sögn lögreglu.
Umræður í neðri deild:
Ágreiningfur stjórnarliða um
frumvarp um tryggingagjald
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra mælti í gær fyrir
frumvarpi um sérstakt trygginga-
gjald. Það er ljóst að ekki er enn
full samstaða um frumvarpið inn-
an ríkisstjórnarflokkanna. Páll
Pétursson segir frumvarpið í nú-
verandi mynd ekki alveg það, sem
um hafi verið samið.
Frumvarpið gerir ráð fyrir sér-
stöku tryggingagjaldi sem komi í
stað fimm mismunandi gjalda sem
lögð hafa verið á fyrirtæki; komi í
stað launaskatts, lífeyristrygginga-
gjalds, slysatryggingagjalds, vinnu-
eftirlitsgjalds og iðngjalds í Atvinnu-
leysistryggingasjóð.
í frumvarpinu kemur fram að
Atvinnuleysistryggingasjóður fær í
sinn hlut sem nemur 0,15% af gjald-
stofni og Vinnueftirlit ríkisins sem
nemur allt að 0,08% af gjaldstofni
og skuli þetta hlutfall ákveðið fyrir
eitt ár í senn með reglugerð sem
félagsmálaráðuneyti setji. Tekjum
af tryggingargjaldinu umfram fyrr-
greint skal varið til að fjármagna
lífeyris- og slysatryggingar almanna-
trygginga. Um hlutdeild opinberra
byggingasjóða í tryggingagjaldi færi
eftir ákvæðum laga um Húsnæði-
stofnun ríkisins og ákvæðum láns-
fjárlaga og fjárlaga hveiju sinni.
Tryggingagjaldið skal nema 4,25%
af gjaldstofni en í frumvarpinu eru
brábirgðaákvæði sem kveða á um
að við innheimtu á árinu 1991 og
álagningu 1992 skuli trygginga-
gjaldið vera 6% af gjaidstofni og af
sérstökum. gjaldflokki skuli gjaldið
vera 2,5%. Við innheimtu á árinu
1992 og álagningu 1993 skal trygg-
ingagjaldið í almennum gjaldflokki
vera 4,75% af gjaldstofni og 3,75%
í sérstökum gjaldflokki. Þessi ákvæði
eru til þess að gefa þeim atvinnu-
greinum þar sem skattbyrði af launa-
tengdum gjöldum eykst nokkurn
aðlögunartíma, s.s. í landbúnaði og
fiskvinnslu.
Ætlað er að tekjur ríkissjóðs auk-
ist um 500 milljónir króna við gjald-
töku þessa.
Á undan áætlun
Tryggingagjaldið var 3. mál á
dagskrá 27. fundar neðri deildar í
gær. — En það komst ótvírætt fyrr
á dagskrá. Friðrik Sophusson (S-
Rv) kvaddi sér hljóðs til að ræða
þingsköp. Hann greindi frá því að
stjórnarandstaðan í fjárhags- og við-
skiptanefnd hefði verið einstaklega
fús til samstarfs um skjóta af-
greiðslu þessa máls, hefði þetta mál
verið til umfjöllunar í nefndinni áður
en það hefði verið lagt fram í þing-
inu og komið til nefndar.
Friðrik taldi aðfinnsluvert hve
seint ríkisstjórnin hefði lagt þetta
frumvatp fram og skammur tími
gefíst til að fjalla um það. Friðrik
þótti furðu gegna að nú hefði Páll
Pétursson formaður fjárhags- og við-
skiptanefndar upplýst að ekki væri
fullur einhugur um þetta frumvarp
í ríkisstjórnihni. Sjávarútvegsráð-
herra hefði ekki viðurkennt frum-
-varpið í þessum búningi og ekki
kannast við að gjaldið ætti að jafn-
ast milli greinanna. Friðrik sagði að
varla væri hægt að vinna að þessu
frumvarpi fyrr en úr því fengist skor-
ið hvernig frumvarpið ætti að vera.
Af þessum ágreiningi leiddi að frum-
varpið fengist varla afgreitt fyrir jól.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra greindi frá því að
frumvarpið væri samhljóða áliti
nefndar um skattlagningu fyrirtækja
og einnig verið til umræðu í sérs-
takri ráðherranefnd og verið kynnt
í þingflokkunum ríkisstjórnar. Þetta
væri ljóslega stjórnarfrumvarp.
Ræðumaður greindi einnig frá því
að upphaflega hefði verið rætt um
að tengja þær breytingar sem i frum-
varpinu fælust við breytirtgu; endur-
skoðun á aðstöðugjaldi en unnið
•væri að þeirri endurskoðun í sam-
vinnu við Samband íslenskra sveitar-
félaga. E.t.v. ætti að tengja þessa
áfanga um jöfnun tryggingagjaidsins
við breytingar á aðstöðugjaldinú og
þess vegna ætti ekki að orða þessa
áfþnga eins og gert væri í frumvarp-
inu heldur tengja við þá vinnu sem
væri framundan við aðstöðugjaldið.
Eðlilegt væri að málið færi til fjár-
hags- og viðskiptanefndar og yrði
rætt þar í samræmi við venjulegar
venjur. Fjármálaráðherra sagði að
flestir forystumenn þeirra megin-
samtaka atvinnulífsins sem við hefði
verið talað hefðu lýst sig fyigjandi
þeim breytingum sem frumvarpið
legði til. Fjármálaráðherra lagði
áherslu á að frumvarpið yrði að lög-
um fyrir áramót til að tefja ekki
nauðsynlegar kerfisbreytingar og
einnig væri það tekjuþáttur í fjár-
lagafrumvarpinu.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra vildi staðfesta að sjáv-
arútvegsráðherra hefði lýst því, að
miðað við það að ekki hefði náðst
samkomulag um að afnema aðstöðu-
gjaldið væri frumvarpið í öðrum bún-
ingi en hann hefði gert ráð fyrir.
Hins vegar væri rétt hjá íjármálaráð-
herra að unnið hefði verið að málinu
með þeim hætti sem íjármálaráð-
herra hefði lýst. Sjávarútvegsráð-
herra vildi að í stað þess að fastsetja
tryggingagjaldið kæmi ákvæði til
bráðabirgða sem lýsti álagningu og
málið síðan tekið upp þegar sam-
staða hefði tekist um aðstöðugjaldið.
En það væri eindreginn vilji fram-
sóknarmanna að hverfa frá aðstöðu-
gjaldinu.
Páll Pétursson (F-Nv) sagði rétt
að frumvarpið hefði ekki verið í þeim
búningi sem um var samið og það
yrði að lagfæra annaðhvort með nýrri
prentun eða það sem líklegra væri í'
nefndinni.
Þorsteinn Pálsson (S- Sl) gagn-
rýndi að ijármálaráðherra ætlaði
þinginu einungis tvo daga til að ijalla
um svo veigamikið mál sem tengist
einnig .annarri löggjöf. Og nú væri
staðfest að ekki væri samkomulag
um „þetta makalausa frumvarp" inn-
an ríkisstjórnarinnar. Umræður um
þetta frumvarp yrðu heldur ómark-
vissar þegar ákvarðanir ríkisstjórri-
arinnar lægju ekki fyrir. Hann vildi
þvf að þetta mál yrði tekið af dag-
skrá.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra taldi fullkomlega eðli-
legt að mæla fyrir frumvarpinu nú
og veita því efnislega meðferð í
nefnd. Hann vildi að það kæmi skýrt
fram að frumvarpið lagt fpam í þeim
búningi sem um hefði verið fjallað á
vettvangi ríkisstjórnarinnar og
stjórnarflokkanna allan tímann. Bún-
ingi frumvarpsins hefði á engan hátt
verið breytt.
Friðrik Sophusson (S- Rv) sagði
yfirlýsingar Páls Péturssonar og ffár-
málaráðherra stangast á. Hann
skýrði ágreininginn nánar, Fram-
sóknarmenn héldu því fram að í stað
4,5% gjalds ætti að leggja það á í
tveimur gjaldflokkum, 2,5% og 6%,
með því væri gefið í skyn að Alþingi
hefði ekki samþykkt annað en að
gjaldflokkarnir yrðu tveir og það
væri síðari tíma ákvörðun hvort þeir
yrðu jafnaðir. Þetta væri spurning
hvort frumvarpið væri kerfisbreyting
í skattamálum eða smávægileg
breyting til að ná í 500 milljónir í
ríkissjóð.
Páll Pétursson (F-Nv) sagði rétt
að þeir hefðu séð frumvarpið í þess-1
um búningi en það hefði verið sam-
þykkt í þingfiokki-framsóknarmanna
með því fororði að einu atriði yrði
breytt. Ákvörðun um fulla samræm-
ingu þar til niðurstaða væri fengin
í meðferð aðstöðugjaldsins.
Þegar hér var komið sögu lauk
þessari umræðu um „þingsköp" og
gengið var til dagskrár og 1. mál
tekið fyrir.
Eiginleg umræða
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra mælti fyrir frumvarp-
inu um tryggingagjald. Ráðherra
gerði grein fyrir helstu efnisatriðum
frumvarpsins. Rakti einnig nokkuð
.forsögu þessa máls, t.d. hvernig mis-
munun hefði aukist milli atvinnu-
greina t.d. í álagningu launaskatts-
ins. Hann greindi frá því að nefnd
hefði verið skipuð í sumar til að end-
urskoða gildandi lög um skattlagn-
ingu fyrirtækja og væri þetta frum-
varp að mestu leyti í samræmi við
tillögur þessarar nefndar, nema að
gert væri ráð fyrir því að innheimta
sérstakt 0,5% álag á hærra þrepið á
árinu 1991 og væri áætlað að það
yki tekjur ríkissjóðs um 475 milljónir.
Friðrik Sophusson (S-Rv) gagn-
rýndi þann flýti sem Alþingi væri
ætlað að hafa á í umijöllun um svo
mikilvægt mál. Ræðumaður fór í
gegnum ýmsa þætti frumvarpsins
og taldi að nokkur atriði þyrfti að
skoða nánar og lagfæra í nefnd.
Friðrik sagði að tekjuauki ríkissjóðs
nægði hvergi til að leysa þann fjár-
lagahalla sem stefndi nú í að verða
6-7 milljat'ðar.
Friðrik Sophussyni sýndist eins og
nú væri málum eða frumvarpi fyrir
komið, litlar líkur til að frumvarpið
gæti fengið afgreiðslu fyrir jól. Ríkis-
stjórnin yrði að bíta í það súra epli
að frumvarpið kæmi of seint fram.
Þórhildur Þorleifsdóttir (SK-
Rv) gagnrýndi mjög asann við af-
greiðslu þessa máls og taldi mjög
tvíeggjað fyrir þingmenn að sam-
þykkja slíkt. Þórhildur lagðist ekki
gegn efnisinnihaldi frumvarpsins.
Taldi að breikkun skattstofns og
betri innheimta myndu færa ríkis-
sjóði meiri tekjur. Ætla verður að
Þórhildur sé meðmælt því að veita
vissum atvinnugreinum aðlögun-
artíma; „gleðilegt að sjá einstaka til-
Iitssemi“. Ræðumaður hvatti til þess
að almenningi, heimilunum, yrði
sýnd sama tillitssemi.
Guðmundur G. Þórarinsson (F-
Rv) ræddi málið á breiðum grund-
velli, margt væri til bóta en ýmislegt
vekti upp spurningar um álitamál.
T.d. að frumvarpið yki nokkuð skatt-
byrði einstaklinga í einyrkjarekstri.
Guðmundur ræddi einnig um að-
stöðugjaldið sem væri í eðli sínu
ranglátur skattur. Ræðumaður ræddi
ennfremur almennt um ríkisrekstur-
inn og nauðsyn þess að gera kerfis-
bundinn uppskurð á útgjaldahlið
ríkisrekstursins. Þorsteini Pálssyni
(S-Sl) sýndist ýmislegt orka tvímælis
í frumvarpinu. T.d. að álögur ykjust
á nokkrar atvinnugreinar og skertust
þar með möguleikar þeirra til að
bæta kjör sinna starfsmanna. Einnig
vakti hann athygli á því að nú væru
74 milljónir lagðar á bændur sem
hefðu nú þegar gefið eftir af sínum
hlut í kjarasamningum þjóðarsáttar.
Þorsteinn sagði að þetta frumvarp
ætti í vændum rækilega umfjöllun í
nefnd.
Forseti neðri deildar, Árni Gunn-
arsson, greindi þingmönnum frá því
að ekki væri sérstakur áhugi á því
að halda kvöldfund en það mátti
merkja af orðum hans að slíkur
kvöldfundur stæði þingmönnum til
boða ef umræðu færi ekki fljótlega
að Ijúka.
Umræðum lauk með nokkrum
orðaskiptum milli Þorsteins Pálsson-
ar og Þórhildar Þorleifsdóttur um
„móralskar hugleiðingar" og hvort
skattabreytingar, sérstaklega
skattalækkanir til fyrirtækja, bættu
kjör starfsfólksins.
Gengið var til atkvæða og var
samþykkt í fjórðu tilraun að vísa
málinu til ijárhags- og viðskipta-
nefndar. Formaður nefndarinnar,
Páll Pétursson (F-Ne), sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann vonað-
ist eftir að sæmilegur friður tækist
um samþykkja frumvarpið í endan-
legri mynd fýrir jólahátíðina.