Morgunblaðið - 19.12.1990, Side 42

Morgunblaðið - 19.12.1990, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 fttifatnaður Barbour lSt EPTIR UKIJV( TILBOÐ í DESEMBER BARNABOX HAMBORGARI, FRANSKAR, KÓK, BLAÐRA, SÆLGÆTI O.FL. kr. 390,- NAUTAGRILLSTEIK MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI OG GRÆNMETI kr. 690.- SVÍNAGRILLSTEIK MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI OG GRÆNMETI kr. 650.- Síðasti skibdagur jólagetraunarinnar er föstudagurinn 21. desember. Fyrsti vinningur er helgarferð fyrir 2 til London með Flugleiðum. Getraunaseðla mó fó ó veitingastöðum Jarlsins. Þorvaldur og Andrea úr Todmobile. Tónlist Árni Matthíasson Tvær frambærilegustu hljóm- sveitir landsins um þessar mundir eru án efa Todmobile og Nýd- önsk. Sveitirnar sendu frá sér sínar fyrstu breiðskífur fyrir síðustu jól og vöktu þá nokkra athygli fyrir þær og einnig fyrir tónleika í íslensku óperunni, sem þóttu með eftirminnilegustu tón- leikum desember, sem þó er orð- inn helsti tónleikamánuður ársins. Fyrir þessi jól höggva sveitirnar í sama knérunn; senda frá sér breiðskífur og halda tónleika í Óperunni. Tónleikarnir í Óperunni voru síðasta fimmtudag og daginn fyr- ir tónleikana var orðið ljóst að ekki fengu allir aðgang sem þess óskuðu. Svo fór og að fjölmargir urðu frá að hverfa. Nýdönsk hóf leikinn líkt og í fyrra, en sveitin kom öllu ákveðnari til íeiks í þetta sinn en þá. Sveitarmenn, sem styrktir voru af meðlimum Possi- billies, þeim Jóni Ólafssyni og Stefáni Hjörleifssyni, sem verða víst fullgildir meðlimir um ára- mót, sýndu ýmsa leikræna tilburði á sviðinu til að undirstrika tónlist sína og greinilegt að sveitin er að komast í fremstu röð tónleika- sveita. Hún náði og upp góðri stemmningu og varða að taka aukalag áður en áheyrendur slepptu henni af sviðinu. Todmobile byijaði dagskrána með mikilli dulúð, sem vel var til þess fallin að espa áheyrendur. Þau Andrea, Þorvaldur og Eyþór, sem skipa Todmobile, voru þó afskaplega taugatrekkt þegar þau Andrea stelpurokkar með fána í hárinu. hófu leik sinn og þrátt fyrir góða tilburði var fyrsta lagið óstöðugt og það annað, hin geysiskemmti- lega Pöddulag, andvana fætt. Todmobile-meðlimir hertust þó við mótlætið og drifu dagskrána áfram. Andrea lék á als oddi og skipti um föt nánast fyrir hvert lag og uppskar árangur erfiðis síns, því smám saman hrifu þau áheyrendur með af mikilli fag- mennsku og undir lokin var stemmningin orðin rafmögnuð, en sefjunin náði hámarki þegar sveit- in lék Pöddulagið öðru sinni við mikla hrifningu viðstaddra. Bráð- skemmtilegir tónleikar og rós í hnappagat' beggja sveitanna, þó Todmobile hafi líklega vinninginn. Nýdönsk Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir EFTIR JANUS GUÐLAUGSSON ÁSGEIR SIGURVINSSON VFB Stuttgart, V-Þýskalandi; „Þegar ég var strákur var ég alltaf að leika mér með boltann og reyna ný tækniatriði. Þess vegna náði ég góðum tökum á tækninni". Þetta er góð bók. tOUÚ Bókaútgáfa Sími: 91 - 62 33 70 Ljóðabók eftir Hlyn Hallsson komin út ÚT ER komin hjá forlagi höfund- anna ljóðabókin Ljóð myndir pappírsflugvélar eftir Hlyn Hallsson. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Hlynur er fæddur á Akureyri árið 1968. Hann jauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 en stundar nú nám í fjöltæknideild Mjög góóir nælon undirkjólar og nælon undirfatnaður til sölu. Sími og fax 9049-221 -7400774 eðo P.O.Box 660149, D-5000 Köln 60, Þýskalandi. Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ljóð myndir pappírsflugvélar er fyrsta ljóðabók höfundar. Hún inni- heldur 37 ljóð ásamt jafnmörgum myndum sem Hlynur hefur gert við ljóðin. Öll eru þau samin á síðustu tveimur árum.“ Bókin Ljóð myndir pappírsflug- vélar er gefin út í 200 eintökum. Þar af eru 100 tölusett og árituð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.