Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 1
56 SIÐUR B
5. tbl. 79. árg.__________________________________ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Haiti:
Stj órnar her inn
hratt valdaráni
Port-au-Prince. Reuter.
STJÓRNARHER Haiti batt í gær enda á byltingu Rogers Lafontants
fyrrum innanríkisráðherra í stjórn Jean-Claude Duvaliers forseta og
yfirmanns illræmdra dauðasveita hans með áhlaupi á forsetahöliina
píu klukkustundum eftir valdaránið.
Hersveitir réðust inn í forsetahöll-
ina kl. 9.30 í gærmorgun að stað-
artíma og yfirbuguðu Lafontant eft-
ir hálftíma skotbardaga þar sem
byltingarleiðtoginn særðist á hendi.
Mikill fögnuður braust út á Haiti
þegar útvarpsstöðvar skýrðu frá
handtöku Lafontants. Dönsuðu
hundruð þúsunda stuðningsmanna
Jean-Bertrands Aristides, prestsins
Nýr flokkur
í Albaníu
Vínarborg. Reuter.
ALBÖNSK yfirvöld leyfðu í
gær stofnun og starfsemi nýs
flokks stj órnarandstæðinga
þar í landi, Umhverfisflokks-
ins, að sögn hinnar opinberu
fréttastofu ATA.
Umhverfisflokkurinn er ann-
ar flokkur stjórnarandstæðinga
sem fær leyfi til að starfa í
Albaníu en stjórn Ramiz Alia
forseta og leiðtoga kommún-
istaflokksins leyfði starfsemi
Nýja lýðræðisflokksins nokkr-
um dögum fyrir jól.
Um helgina var komið að
hluta til móts við kröfur Nýja
lýðræðisflokksins þegar stjórn
Alia ákvað að náða rúmlega
200 pólitíska fanga.
sem kosinn var forseti í síðasta
mánuði, af fögnuði á götum bæja
og borga. Ráðgert hefur verið að
Aristides taki við völdum í byrjun
febrúar.
Lafontant lét til skarar skríða í
fyrrinótt en taiið er að í sveit hans
sem réðst á forsetahöllina hafi ein-
ungis verið 15 vopnaðir menn. Eftir
tveggja stunda bardaga kom hann
fram í ríkisútvarpinu og skýrði frá
því að hann hefði tekið við forseta-
starfi af Ertha Pascal Trouillot.
Samkvæmt upplýsingum bandaríska
utanríkisráðuneytisins tók hann
Trouillot í gíslingu en sagt var í
gærkvöldi að hana hefði ekki sakað.
Reuter
Stuðningsmenn Aristides kjörins forseta Haiti fagna misheppnuðu valdaráni Rogers Lafontants sem
var innanríkisráðherra í valdatíð Jean-Claude Duvaliers einræðisherra.
Rauði herinn sendir liðsauka til Eystrasaltsríkjanna:
Tugþúsundir hermanna fram-
fylgja tilskipun Gorbatsjovs
Óttast að ákvörðunin leiði til átaka og valdatöku hersins í Eystrasaltsríkjunum
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKAR herflugvélar hófu í
gær að flytja tugþúsundir her-
manna til Eystrasaltsríkjanna,
Ukraínu og Kákasuslýðvelda til
þess að framfylgja því að íbúar
þeirra gegni herkvaðningu, að því
er varnarmálaráðuneytið í
Moskvu skýrði frá í gær. Ráða-
menn ríkjanna líta á þessa
ákvörðun sem ögrun og óttast að
hún kunni að leiða til átaka.
Bandaríski sendiherrann í
Moskvu gekk í gærkvöldi á fund
Edúards Shevardnadzes utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna og lét í
ljós vonbrigði og áhyggjur Banda-
ríkjastjórnar vegna þessara her-
flutninga.
í yfirlýsingu ráðuneytisins sagði
að yfirmenn hersveitanna hefðu
Bandaríkjamenn útiloka að framlengja frest íraka til að fara frá Kúveit:
Arafat segir að PLO
beijist með Irökum
íraskir hermenn flýja á sex þyrlum til Saudi-Arabíu
Baghdad. Washington. London. Iteuter. Daily Telegraph.
JAMES Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna
sagði eftir viðræður við Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra Breta í London í gær að frestur sá sem Öi’ygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefði sett Irökum til
að hverfa með her sinn frá Kúveit yrði ekki fram-
lengdur en hann rennur út eftir viku, 15. janúar nk.
í gærkvöldi sagði Yasser Arafat leiðtogi Frelsissam-
taka Palestínumanna (PLO) að samtökin myndu berj-
ast með írökum kæmi til átaka við Persaflóa.
Arafat
Arafat sagði að vildu Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra beijast
við íraka vegna innrásarinnar í Kú-
væt, „þá segi ég velkomnir, vel-
komnir, velkomnir í stríð“. Yfirlýs-
ingu þessa gaf hann á útifundi með
Palestínumönnum í Baghdad og voru
yfirmenn úr íraska hernum og hátt-
settir embættismenn viðstaddir. „ír-
ak og Palestína eiga sameiginlegan
málstað. Við munum standa hlið við
hlið og eftir stríðið mikla munum
við biðjast fyrir saman í Jerúsalem,"
sagði Arafat og steytti báða hnefa
við mikinn fögnuð viðstaddra.
í gær flýði ótilgreindur fjöldi her-
manna úr framlínusveitum íraska
innrásarliðsins í Kúveit á sex her-
þyrlum til Saudi-Arabíu þar sem
þeir báðu um hæli sem pólitískir
flóttamenn.
James Baker er nú á ferð um
Evrópuríki þar sem hann ræðir við
ráðamenn um stöðuna við Persaflóa.
Hvarvetna hefur fullum stuðningi
verið heitið við afstöðu Bandarikja-
stjórnar í deilunni við íraka. í kvöld
kemur Baker til Genfar í Sviss en
þar fer fundur þeirra Tareqs Aziz
utanríkisráðherra íraks fram á
morgun. Er fundurinn síðasta von
um að takast megi að afstýra styrj-
öld við Persaflóa. Eftir fundinn í
London í gær sögðu Baker og Howe
að einungis tafarlaus heimkvaðning
íraska innrásarliðsins frá Kúveit
gæti komið í veg fyrir átök. „Það er
í valdi Saddams Hussein hvort friður
haldist. Boltinn er hjá honum,“ sagði
Baker.
í gær lögðu utanríkisráðherrar
Norðurlandanna til að írakar yrðu
beittir auknum þrýstingi til að þeir
yfirgæfu Kúveit ella yrði styrjöld
ekki umflúin. Lögðu þeir til að stofn-
aðar yrðu nýjar eftirlits- og friðar-
gæslusveitir SÞ til að leysa þau verk-
efni sem sköpuðust í sambandi við
brotthvarf íraska hersins frá Kúvæt.
Yitzhak Shamir forsætisráðherra
ísraels sagði i gær að arabaríki sem
þátt tækju í hinum fjölþjóðlega her
sem saman væri kominn á Persa-
flóasvæðinu vegna innrásarinnar í
Kúveit hefðu samþykkt að ísraelar
hefðu fullan rétt til að svara hugsan-
legum árásum íraka á ísrael.
Sjá einnig fréttir á bls. 20.
fengið fyrirmæli um að gera við-
hlítandi ráðstafanir til að tryggja
að ungir menn sem kvaddir hefðu
verið í Rauða herinn gegni kalli. Er
hersveitunum ætlað að framfylgja
forsetatilskipun Míkhaíls Gor-
batsjovs Sovétforseta frá í síðasta
mánuði þess efnis að enginn íbúi
Sovétríkjanna að Eystrasaltsríkjun-
um meðtöldum væri undanþeginn
herskyldu í Rauða hernum. Lennart
Meri utanríkisráðherra Eistlands
sagði að ákvörðunin um að senda
hersveitir til að neyða menn í herinn
ætti sér ekki hliðstæðu í nútímanum
og yrði að fara allt aftur á 18. öld
til þess að finna dæmi þess að gerð-
ur væri út hópur manna til þess að
þvinga einstaklinga til herþjónustu.
Samkvæmt upplýsingum sem
ráðuneytið birti í gær hefur þeim
fækkað sem sinnt hafa herkvaðn-
ingu i ríkjum sem hvað lengst hafa
gengið í kröfum um úrsögn úr sov-
éska ríkjasambandinu. Þannig hefðu
aðeins 10% tilkvaddra gegnt kalli í
Georgíu og 12,5% í Litháen. Sagði
ráðuneytið að þessi þróun stofnaði
vörnum landsins í óvissu þar sem
nauðsynleg endurnýjun ætti sér ekki
stað í hernum.
Leiðtogum Ey strasaltsríkj anna
var tilkynnt um ákvörðun várnar-
málaráðuneytisins og var Vytautas
Landsbergis forseta Litháens tjáð
að þangað yrði send a.m.k. ein her-
deild fallhlífarhermanna en í sveit
af því tagi eru venjulega um 10.000
menn. í yfirlýsingu forsætisráðu-
neytisins í Lettlandi sagði að Fjodor
Kúzmín hershöfðingi yfirmaður sov-
éska hersins í Eystrasaltsríkjunum
hefði sagt að „nokkrar deildir fall-
hlífarhermanna" yrðu sendar til
Eystrasaltsríkjanna eða tugþúsundir
hermanna.