Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 9 Fræðslufundur verður í félagsheimili Fáks, Víðivöllum, fimmtudag- inn 10. janúar kl. 20.30. Ingimar Sveinsson frá Hvanneyri flytur erindi um fóðrun folalda. Ómar Smári Ármannsson og Sturla Þórðarson frá lögregl- unni í Reykjavík ræða um öryggismál hestamanna. Aðgangseyrir er kr. 200,- fyrir utanfélagsmenn. Félagar vinsamlega framvísið félagsskírteini við inn- ganginn. Fræðslunefndin. E I/ELKOMINÍ TESS Útsala - Útsala 40% afsláttur af öllum vörum. Opið virka daga 9-18, laugardaga 10-12. TESS v NEt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. KARATE! SANKU-DO-KAI Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna hefjast í Árseli í Árbæ mánudaginn 14. janúar nk. Kennf verður: 13 ára og yngri: 19.00—20.00, mánud. og miðvikud. 13.00-14.00, laugord. Fullorðnir: 20.00-21.30, mánud. og miðvikud. 14.00—15.30, laugard. Þjálfori er V. Carrasco 2. dan. Innritun á staðnum. Upplýsingar í síma 673593 eitir kl. 18.00 daglega. KIBITEDHLD FYLKIS NT hjálpað Vorið 1989 urðu harð- ar umræður á Alþingi um málefni Sigló hf. Blönd- uðust málefni NT inn í þær umræður. f þing- ræðu 11. maí 1989 sagði Friðrik Sophusson, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins, að skýrsla Rikisend- urskoðunar leiddi i ljós, að 12. desember 1988 hafi Ólafur Ragnar Grimsson ijármálaráð- herra ritað Gjaldheimt- unni bréf, þar sem fjár- málaráðuneytið sam- þykkti að gefa NT eða Nútímanum 8,5 milljónir króna, eins og Friðrik orðaði það. Hann vísaði þar til eftirgjafar á upp- söfnuðum dráttarvöxtum og innheimtukostnaði á skuld fyrirtækisins við ríkissjóð en höfuðstóllinn yrði greiddur. 13. des- ember 1989, dagiim eftir að ijármálaráðherra rit- ar Gjaldheimtunni, sam- einast Nútiminn Vífil- felli, sem létti þannig af sér sköttum. Spurði Frið- rik fjármálaráðherra, hvort hann hefði vitað um þessar ráðagerðir, þegar hann gaf eftir 8,5 miljjónimar. Ólafur Ragnar tók til máls að lokinni ræðu Friðriks og sagði: „Hitt vil ég svo segja alveg skýrt og afdráttariaust að ég hafði ekki hug- mynd um það að fáum dögum síðar væri verið að seþ'a gjaldþrotatap Nútímans öðru fyrirtæki til að skapa því grund- völl til skattaívilnana. Það er sannleikur máls- ins af minni hálfu.“ Birgir ísl. Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði inn af- skipti Ólafs Ragnars af skuldum Nútimans, að hami fengi ekki betur séð en að það sé „algjört eins- dæmi að svo stór hluti af skuld sem hér um ræðir hafi verið felldur niður“. , Hann spurði hvaða framsóknarmenn hefðu farið á bakvið ráð- herrann. Ólafur Ragnar Grímsson Finnur Ingólfsson Fyrirgreiðslupólitík Um þær mundir sem þingmenn fóru í jólaleyfi kom til harðra deilna milli Páls Péturssonar, formanns þingflokks fram- sóknarmanna, og Olafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra og for- manns Alþýðubandalagsins. Þeir deildu um það hvernig ráðherrann hefði staðið að því að selja fyrirtækið Þormóð ramma í Siglufirði. Inn í þessar deilur var dregið, hvernig fjármálaráðherra tók á fjárhags- vandræðum bókaforlagsins Svart á hvítu og NT, blaðsins sem 'framsóknarmenn gáfu út í stað Tímans. Svaraði Ólafur Ragnar árásum Páls Péturssonar nú með því að segja að framsóknarmenn hefðu komið aftan að sér við fyrirgreiðslu til NT. Finnur Ingólfsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, talaði síðastur í þessum umræð- um og sagði, að fyrir- greiðsla fjármálaráð- herra til Nútímaus væri ekkert einsdæmi, hefðu slikir samningar verið gerðir við 170 fyrii-tæki. Þessu mótmælti Birgir Isl. úr sæti sínu. Hann sagði einnig, að fjármála- ráðherra hefði ekki vitað neitt um að stjórn Nú- tímans hf. liefði haft í hyggju að selja hlutafé- lagið Vífilfelli. Upprifjun ráðheirans Vegna árása Páls Pét- urssonar út af Þormóði ramma og umræðna um fyrirgreiðslu til NT var rætt við Ólaf Ragnar í fréttum Stöðvar 2 23. desember síðastliðinn og sagði liaim meðal annars: „Framsóknarmenn fóru, eftir að fjármála- ráðuneytið hafði fellt nið- ur þessar skuldir, og seldu Vífilfelli fyrirtæk- ið. Það nefndu þeir aldrei við mig og aldrei við embættismenn fjármála- ráðuneytisins heldur kynntu málið eingöngu sem venjubundinn afslátt á skattaskuldum gagn- vart fyrirtækjum sem væru komin í þrot og það kom mér þess vegna full- komlega á óvart að þeir' skyldu síðai’ fara og hagnast með þeim hætti að sejja Vífilfelli skuld- iiuar og skapa þannig skattahagnað fyrir Vífil- fell og ef ég hefði vitað það, að það hefði verið ætlun þeirra forystu- manna Framsóknar- flokksins sem báðu um þessa fyrirgreiðslu gagn- vart NT, þá hefði ég aldr- ei gert það.“ Hallur Hallsson frétta- maður: „Áttu við að þú hafir verið blekktur?" Ólafur Ragnar: „Ja, það var komið aftan að mér, hvað þetta snertir. Eg hef aldrei sagt það áður, en fyrst það er ver- ið að draga það mál imi í þetta mál nú, þá tel ég óhjákvæmilegt að segja það að það var aldrei orðað einu orði við mig og var komið fullkom- lega aftan að mér að fara síðan og selja restina af NT til að skapa skatta- hagnað fyrir Vífilfell." Ilallur: „Hveijir blekktu þig?“ Ólafur Ragnar: „Ja, ég ætla ekkert að segja það sérstaklega, en Finnur Ingólfsson var sá sem að annaðist þessar viðræður við mig og hvorki hann né aðrir framsóknar- menn sem að þessu máli komu orðuðu það einu orði að þeir ætluðu síðan að selja þetta og grund- valla þamiig skattahagn- að fyrir Vífilfell." Deilan um Þormóð ramma er ekki til lykta leidd. Hún hefur hins breytt því að nú telur Ólafur Ragnar að hefði hann vitað að framsókn- armenn ætluðu að selja Vífilfelli NT myndi haim aldrei hafa slegið 8,4 milljónir króna af skuld NT við rikissjóð. Ætlar ráðherrann að láta við þessi orð standa eða grípa til ráðstafana til að vinda ofan af málinu? ERLENDIR VISITOLUSJOÐIR Fjárfestíd í helstu kauphölliim heimsins með VIB VIB býður nú viðskiptavinum sínum og öðrum fjárfestum að taka þátt í ávöxtun hlutabréfa í helstu kauphöllum heimsins í gegnum Verðbréfasjóði VIB. Erlendar eignir nýrra Sjóðsbréfa eru ávaxtaðar í hlutabréfum erlendra fýrirtækja með því sem næst sama vægi og fyrirtækin hafa í hlutabréfavísitölum á viðkomandi markaði. Sjóðir sem þessir nefnast vísitölusjóðir. Þegar er hafin sala á Þýskalandssjóði og Evrópusjóði en síðar verða í boði Bretlandssjóður og Ameríkusjóður. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.