Morgunblaðið - 08.01.1991, Page 16

Morgunblaðið - 08.01.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 Minning skipveija á Hauki: Vagn Margeir Hrólfsson Gunnar Orn Svavarsson Vagn Margeir Fæddur 25. apríl 1938 Dáinn 18. desember 1990 Gunnar Örn Fæddur 3. janúar 1961 Dáinn 18. desember 1990 Það var andvökunótt sem fylgdi í kjölfar fréttarinnar rétt fyrir jólin, um að tveggja manna væri saknað af báti í Isafjarðardjúpi. Gunnar vinur okkar og tengdapabbi hans höfðu fallið í valinn. Fram á næsta dag vonuðum við að kraftaverkið myndi gerast, en vissum þó að við urðum að horfast í augu við þessa nöpru staðreynd. Við ferðuðumst um lönd minn- inganna og horfðum á hvernig veg- ir okkar höfðu legið saman í gegn- um tíðina. Tíminn þegar við bjugg- um saman í Svíþjóð, með Gunpari Erni og Hirti eins og fjölskylda, var okkur ofarlega í huga. Við stóðum öll á tvítugu, spáðum í framtíðina og áttum okkar vonir og þrár. Eft- ir sambúðina í Gautaborg skildu leiðir og við fundum okkur hvert sinn farveg. Samskiptin eftir það urðu ekki eins mikil og maður óskar sér nú þegar Gunnar Óm er kvadd- ur. Nú þegar aðeins minningamar geta leitt okkur á fund hans aftur. Tilfmningamar em undarlegar þegar svona atburðir gerast; reiði, hrollur, hlýja og þakklæti. Reiðin út í hafíð sem heggur svo grimmi- lega í raðir sjómanna. Það setur að manni hroll og maður saknar sárt, en birtan og hlýjan frá minn- ingunum ylja manni og maður verð- ur þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga nokkur spor á ævivegin- um með Gunnari. Við vonum að minningin um góð- an dreng verði eiginkonu Gunnars og fjölskyldu hans styrkur í sorg- inni. Anna Hildur og Gísli Þór Það er oft stutt á milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Stundum er- um Við minnt óþyrmilega á hve líf okkar er fallvalt. 18. desember síðastliðinn syrti skyndilega í huga mínum, þegar mér bárust þau sorgartíðindi, að bernskuvinur minn frá Hesteyri, Vagn M. Hrólfsson, og tengdasonur hans, Gunnar Svavarsson, hefðu horfið í hina votu gröf. Mannleg rök máttu sín lítils. Mér var hugsað til vina minna í Bolung- arvík, sem höfðu misst svo mikið. Tveir góðir drengir og heimilisfeður kallaðir burt fyrirvaralaust. Margar spumingar vöknuðu, en fátt varð um svör. Óskiljanlegt og ótímabært frá mannlegu sjónarmiði, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Eg minntist orða sálmaskáldsins: „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.“ Jólin, hátíð Ijóssins, voru á næstu grösum. Tilhlökkunarefni í skamm- deginu, þegar við gleðjumst með ástvinum okkar og minnumst fæð- ingar frelsarans. I þetta sinn hefur skuggi sorgar skyggt á gleði jólanna hjá kærum vinum í Bolungarvík. En ég veit, að einstök samheldni, ljúfar minn- ingar og fyrirbænir hafa létt þeim byrðamar. Við Vagn, sem alltaf var kallaður Aggi af fiestum vinum sínum, vor- um ekki háir í loftinu, þegar við kynntumst fyrst. Við vorum ná- grannar á Hesteyri. Stutt var á milli húsa og oft kom það fyrir, að við gleymdum stund og stað. Mörg- um er bernskan það tímabil sem síst gleymist, þegar horft er um öxl. Bernskuminningar grópast þá oft í hugann, flestar ljúfar, en aðr- ar sárar. Aggi kynntist snemma alvöru lífsins, því að hann var aðeins tæp- lega fímm ára gamall, þegar faðir hans, rétt þrítugur að aldri, drukkn- aði af vélbáti frá Isafirði 16. mars 1943 *' ***t*fl mtíMíií Þegar leiðir okkar skildu 1945 og ég fluttist alfarinn til Reykjavík- ur varð vík milli vina, en aldrei rofnaði þó sambandið, þótt samvist- um fækkaði um stund. En leiðir lágu saman æ oftar, eftir að Aggi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Bimu Pálsdóttur og stofnaði sitt eigið heimili í Bolungarvík. Átt- hagarnir áttu sterk ítök í okkur báðum og ferðum okkar til Hesteyr- ar fjölgaði á nýjan leik. Alltaf var Aggi boðinn og búinn til að koma okkur á leiðarenda, og mín vanda- mál vegna sjóferðarinnar yfir Djúp- ið urðu smámál í huga hans. Það var mér og fjölskyldu minni alltaf mikið tilhlökkunarefni að staldra við í Bolungarvík á ferð okkar til eða frá Hesteyri. Jafnan stóðu dyr opnar og hlýja og gest- risni hjónanna ómæld. Þau Aggi og Birna áttu miklu barnaláni að fagna, og börnin sjö hvert öðru mannvænlegra. Margar gleðistundir áttum við saman á heimili fjölskyldunnar. Ógleyman- legar verða einnig allar samveru- stundimar á Hesteyri, ekki hvað síst í gamla skólahúsinu þar. Hús- bóndinn var þá hrókur alls fagnað- ar, þegar hann lék á harmonikkuna og söngelska fjölskyldan hans tók dyggilega þátt í gleðinni ásamt við- stöddum. Þegar ég lít yfir farinn veg er af svo mörgu að taka, að það verð- ur ekki talið upp hér. Þo get ég ekki stillt mig um að nefna tvennt. í fyrrasumar fóram við hjónin ásamt hópi samstarfsfólks míns í nokkurra daga ferð til Hesteyrar. Ekki viðraði vel, þegar vestur kom og lítt fysilegt að fara yfir Djúpið. En málið var auðleyst af hálfu þeirra hjóna og tólf dvöldumst við í besta yfírlæti til næsta dags á heimili þeirra. Síðastliðið sumar vorum við hjón- • in enn á ferð ásamt þýsku vinafólki og bömum þeirra. Nú vora húsráð- endur á Hesteyri, en hús þeirra skilið eftir opið til afnota fyrir okk- ur. Hér er aðeins stiklað á stóru, fáein minningarbrot, sem lýsa fram á veginn um ókomin á. Ég og fjöl- skylda mín blessum minningu Agga og Gunnars tengdasonar hans. Gunnari kynntist ég sem ljúfum og góðum dreng, sem gott er að minn- ast. Að leiðarlokum er mér vissulega sorg og söknuður efst í huga, en jafnframt þakklæti fyrir einlæga tryggð og vináttu, því að fátt er dýrmætara í lífinu en góðir sam- ferðamenn. Birnu og Möggu og öllúm öðram ástvinum sendum við fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau og styrkja í þeirra miklu sorg. Birgir G. Albertsson Hvílíkar andstæður eru ekki milli róðursins okkar mildan sumardag fyrir margt löngu á litla Hauk úti fyrir minni Djúpsins og róðursins þennan válega vetrardag nú í des- ember þegar brotsjór ríður yfir stóra Hauk úti fyrir Stigahlíð, svo að skyndilega era Vagn Hrólfsson og tengdassonur hans, Gunnar Svavarsson, horfnir okkur fyrir fullt og allt. Hvílíkar andstæður era ekki líf og dauði, en samt svo skammt þarna á milli og mörkin ævinlega jafn miskunnarlaus. Fyrir hugskotssjónir líður ljúfsár myndin af Agga þennan sumardag fyrir nærri 15 áram, þar sem hann stendur fullur lífs og fjörs í trill- unni sinni og gerir góðlátlegt grín af mági sínum Guðmundi heitnum Pálssyni og mér, þessari boðflennu að sunnan sem aldrei hefur fram til þessa migið í saltan sjó svo heit- ið geti. Guðmundur verst fímlega seti heila sfldarvertíð á einhveijum Bolungarvíkurdallinum í fyrndinni. — Bölvaðar fiskifælur, segir Aggi með meðfæddan stríðnisglampann í augum, og svo „kippir“ hann einu sinni enn. Þegar hann hefur fundið nýjan og álitlegan blett hömumst við á handfærarúllunum hálfu ákaf- ar en áður til að reka af okkur slyðraorðið. En Aggi lætur sér físki- leysið í léttu rúmi liggja. Hann hef- ur strax í dagrenningu lagt línuna en nú í lok dagsins dregur hann hana aftur upp, og það er eins og það sé fiskur á hveijum öngli. Svo hefst aðgerðin á heimstíminu og Aggi er einhvern veginn með annan fótinn á stýrinu, því hann hefur búið svo um hnútana að hann getur stýrt á sama Tíma og hann blóðgar steinbíta og golþorska á við okkur tvo. Þetta þykja landkrabba af v sunnan mikil undur. Þannig era fyrstu kynni af Vagni Hrólfssyni. Áður hafði mátt heyra sögur með þjóðsagnablæ um sjó- mannshjónin kátu í Bolungarvík, Agga og Bimu Pálsdóttur, með bamaskarann — dæturnar fjórar og synina þrjá — sem geisla öll af lífsgleði, finna sér ævinlega tíma til alls og syngja, spila og dansa milli þess sem róið er eða beitt í litla skúmum niður við höfn. Fremstur fer auðvitað fjölskyldu- faðirinn með harmóníkuna og í dansinum þykir enginn standast honum snúning þegar kemur að ræl eða polka. Viðkynningin staðfestir að engu er skrökvað um þessa makalausu fjölskyldu fyrir vestan. Og árin líða og fleyið stækkar enda er það nú rækjan sem á meiri ítök í Agga en steinbítar og þorskar. Þó gefst ævinlega tími til að skreppa á skak á stóra Hauki þegar venslafjöl- skyldan úr Reykjavík leggur leið sína vestur til að heilsa upp á Ingu ömmu. Ekkert er heldur sjálfsagð- ara en að skjóta gestkomendum yfir í Jökulfirðina, þar sem gamla skólahúsið þeirra Agga og Binnu á Hesteyri stendur okkur alltaf opið eins og reyndar flestu öðra ferða- fólki. Bamahópurinn sprettur hratt úr grasi, hleypir heimdraganum og sum halda út í heim til að forfram- ast í þeirri kúnst sem þessari fyöl- skyldu virðist í blóð borin, tónlist- inni. En heimilið við Þjóðólfsveg er þó alltaf kjölfestan og þegar bömin snúa aftur með lífsföranauta sína er jieim tekið þar opnum örmum. I einum síðasta róðrinum okkar með Agga verðum við þess áskynja að fjölgað hafði um helming í áhöfn- inni því að til liðs við hann er kom- inn vörpulegur og geðugur piltur sem háseti. Gunnar Órn Svavarsson heitir hann og þegar í land er kom- ið er óðara slegið upp dýrlegu brúð- kaupi, þar sem Gunnar gengur að eiga eina heimasætuna, Margréti. Og vel hefur farið á með Agga og tengdasyninum því Gunnar ílendist á Hauki og í vetur var ætlunin að vera til sjós fyrir vestan meðan kona hans stundar nám hér í háskó- lanum. Nú er skyndilega allt breytt og ekkert verður eins og áður. Aggi og Gunnar hafa farið sinn hinsta róður, og skarðið sem þeir skilja eftir í fjölskyldunni við Þjóðólfsveg- inn verður ekki fyllt. En í stórri og samheldinni fjölskyldu verður sorg- in Iéttbærari og hafí þeir Aggi og Gunnar Örn flutt okkur sem eftir sitjum boðskap með lífi sínu var það glaðværðin, bjartsýnin, þrek og þor. Við Kristín, Sigga og Kolbeinn erum í huganum hjá ykkur öllum. Björn Vignir Sigurpálsson Þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna “Jfessl%®nrfvárfcióf íSJirtÁSáiiii,) Þriðjudagurinn 18.- desember virtist ætla að verða ósköp venjuleg- ur dagur hér í Bolungarvík. Jóla- undirbúningurinn var í algleymingi. Línubátarnir höfðu allir farið á sjó- inn um morguninn í blíðskapar- veðri. Veðrið hélst þannig fram á miðjan dag en þá mjög svo skyndi- lega skall á norðvestan hvassviðri. Milli sjö og átta um kvöldið bárust okkur sorgartíðindin, Haukur IS 195 hafði fundist mannlaus, en á honum vora Aggi móðurbróðir okk- ar og Gunnar tengdasonur hans. Aggi frændi fæddist á Hesteyri í Jökulfjörðum. Foreldrar hans voru Hrólfur Guðmundsson og Soffía Bæringsdóttir. Aggi átti eina syst- ur, móður okkar, Ásdísi Svövu Hrólfsdóttur, húsmóðir í Bolung- arvík, fædd 8. september 1939 á Heste^rri og einn hálfbróður, Gunn- ar Leósson, pípulagningameistara í Bolungarvík, fæddur 26. janúar 1933. Hrólfur afí drakknaði mjög ungur, eða 31 árs gamall, þegar hann tók út af vélbátnum Svandísi frá ísafírði, 16. mars 1943. Soffía amma lést 23. mars 1973 eftir erf- iða sjúkdómslegu. Það hafa verið erfiðir tímar fyrir ömmu þegar afí drakknaði, hún ein með 2 lítil böm, én Gunnari hafði áður verið komið í fóstur hjá langafa og langömmu, þeim Bæringi Einarssyni og Vagnf- ríði Vagnsdóttur. Eftir slysið flutt- ist amma með Agga og mömmu til Bolungarvíkur frá ísafírði. Amma giftist Þóri Eyjólfssyni, fyrrverandi sjómanni og verkamanni í Bolung- arvík, og gekk hann Agga og móð- ur okkar í föður stað. Þórður er nú vistmaður á sjúkrahúsinu í Bolung- arvík. 20. september árið 1960 kvænt- ist Aggi Birnu Hjaltalín Pálsdóttur, kjörbami þeirra Páls Sólmundsonar og Ingibjargar Guðfinnsdóttur. Páll lést 15. september 1965 en nú seinni árin hefur Ingibjörg dvalið á heimili Agga og Binnu. Hjónaband Agga og Binnu var alla tíð farsælt og eignuðust þau 7 mannvænleg böm sem öll era uppkomin en þau era: Ingibjörg, fædd 15. júní 1957, sambýlismaður Ketill Helgason frá Akureyri, þau eiga 2 dætur; Soffía, fædd 5. nóvember 1958, sambýlis- maður Roland Smelt frá Hollandi, þau eiga 1 son, fyrir á Soffía 2 böm; Hrólfur, fæddur 20. febrúar 1960, maki Elisabeth Moser frá Sviss; Margrét, fædd 26. júní 1962, maki Gunnar Öm Svavarsson (d. 18. desember 1990) frá ísafirði; Pálína, fædd 30. nóvember 1964, maki Halldór Eydal frá ísafirði; Haukur, fæddur 10. mars 1967, hann á 2 syni, og Þórður, fæddur 9. febrúar 1969, sambýliskona Eva Banine og eiga þau von á sínu fyrsta bami í næsta mánuði. Sem bam dvaldi Aggi á sumrin á Hesteyri og átti margar ljúfar minningar frá þessari dvöl sinni þar. Um fermingu byrjaði Ággi sjó- mennsku sína, en sjómannsstarfíð var alla tíð aðalstarf hans. Aggi eignaðist sinn fyrsta bát 15 ára gamall, Hauk ÍS 95, sem hann átti í nokkur ár. Þá keypti hann 5 tonna bát, Hauk ÍS 95, með föður okkar og Hrólfi Einarssyni, afabróður okkar. Árið 1970 eignaðist Aggi allan bátinn sem hann seldi nokkr- um áram síðar og var þá keyptur 22 tonna bátur, Haukur ÍS 195. ' Ággi og Bínna byggðu stórt og notalegt einbýlihús á Þjóðólfsvegi 5 í Bolungarvík sem þau fluttu í árið 1960 og hafa síðan alla tíð búið í. Á heimili Agga og Binnu hefur alla tíð verið tekið á móti fólki af höfð- ingsskap og örlæti, fjölskyldan mjög skemmtileg og vinsæl ög þar af leiðandi vinamörg. Um margra ára skeið hefur Aggi séð um að flytja ferðamenn, aðallega útlenda, til Jökulfjarðar og Homstranda. Þar réð fómfýsi ríkjum en ekki peninga- leg sjónarmið. Eftir langan vinnu- dag á sjónum beið oft ferðahópur á bijótnum sem flytja þurfti yfír á Strandir. Alltaf var tekið vel á móti ferðamönnunum, þeim gefinn matur og kaffí og þeir hýstir þegar á þurfti að halda. Við teljum að óhætt megi segja að Aggi og Binna hafa átt sinn þátt í því hve Horn- strandir og Jökulfirðir hafa verið vinsæl hjá ferðamönnum. Aggi var fengsæll skipstjóri, gjörþekkti miðin hér í ísafjarðar- djúpi og fyrir utan og þurfti hann oft og tíðum ekki að nota nútíma tækni til að staðsetja mið heldur notaði eldri tíma aðferðir með kennileitaviðmiðunum. Aggi var mjög hæfileikaríkur maður, gat gert við nánast allt, snyrti hár manna hér á árum áður aðallega á sunnudögum og síðast en ekki síst mjög músíkalskur. Aggi var einn af þeim sem fæðast músíkmenn. Harmonikka var hljóðfærið hans og gat hann spilað nánast öll.lög og notaðist aldrei við nótur. Þau vora mörg böllin og samkomurnar sem'Aggi spilaði á og alltaf var það sama fórnfýsin sem réð ríkjum. Böm Agga og Binnu eru líka mikið músíkfólk og hafa sum þeirra náð mjög langt á því sviði. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar um Agga frænda. Margar þeirra tengjast sumar- paradísinni Hesteyri en þar hafa fjölskylda Agga og Binnu og okkar oft dvalið saman. Hlutur Agga í því að gera þessar samverustundir okkar skemmtilegar var stór og var fjörið alltaf í kringum hann. Alltaf hafði hann harmonikkuna með og fékk alla til að taka lagið. Gaman- semi hans og stríðni féll alltaf í góðan jarðveg hjá okkur. Oft fórum við í skoðunarferðir og kom þá sér vel góð kunnátta hans á staðhátt- um. Á Hesteyri leið Agga vel og þar kaus hann að veija flestum sínum sumarfríum sem vegna anna voru oftast ekki löng. Við systkinin höfum alltaf dáðst að því hversu mikill systkinakær- leikur var á milli Agga og mömmu. Nær alltaf þegar þau hittust og kvöddust var faðmast. Okkur er hugleikið hversu ánægð mamma var þegar Aggi og Binna, án þess að láta vita, birtust foreldrum okk- ar á Akureyri fyrir rúmu ári þar sem mamma hélt upp á fimmtugs- afmælið sitt. Einnig er okkur ofar- lega í huga hversu vel Aggi tók á móti okkur þegar við vorum að koma heim til Bolungarvíkur eftir dvöl fyrir sunnan í skóla eða þegar við voram að koma úr ferðalögum. Gunnar Örn fæddist á Isafirði sonur Svavars Sigurðssonar og Emu Sörensen. Systkini Gunnars era: Helga Kolbrún, fædd 1. ágúst 1955, maki Gunnar Úlfsson og eiga þau 3 syni. Sigríður, fædd 22. maí 1957, maki Davíð Höskuldsson og éiga þaú 3 börn og Óttar Rúnáf j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.