Morgunblaðið - 08.01.1991, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991
Algert sljórnleysi í Mogadishu:
REYKJAVÍK, Brautarholt 4, Drafnarfell 4, Ársel, Foldaskóli, Ölduselsskóli.
HAFNARFJÖRÐUR, MOSFELLSBÆR, HVERAGERDI
Innritun daglega frá kl. 13-19 í símum 91-74444 og 91-20345
KEFIA VÍK, GRINDA VÍK, GARDUR, SANDGERÐI, NJARDVÍK
Innritun daglega frá kl. 20-21 í síma 68680._____
<ennsla hefst föstudaginn 11. janúar.
DAIMSSKÓLI HEIÐARS - DANSSKÓLIIMN YKKAR
Starfsmenn Rauða krossins
fluttir frá höfuðborg Sómalíu
Genf, Nairobi. Reuter.
ALGERT stjórnleysi ríkir í
Mogadishu, höfuðborg Sómalíu,
þar sem her Barre Sómalíufor-
seta og sveitir uppreisnarmanna
hafa háð blóðuga bardaga und-
anfarna tíu daga. Starfsmenn
Alþjóða Rauða krossins í Moga-
dishu flúðu höfuðborgina í gær
og tvær flutningavéiar á vegum
samtakanna fluttu siðustu er-
lendu þegnana 'í borginni frá
átakasvæðinu. Talið er að um tvö
þúsund manns hafi fallið í átök-
unum.
Með flutningavélunum sem lentu
á Mogadishu-flugvelli í gær var
hópur lækna og lyf. Vélunum var
lent á flugvellinum þrátt fyrir
fregnir af hörðum stórskotaliðsbar-
dögum á svæðinu. Önnur vélanna
hóf sig á loft í gær með 50 erlenda
þegna.
Samtök uppreisnarmanna, USC,
ein af fimm samtökum uppreisnar-
manna er hafa gripið til vopna til
að velta Siad Barre Sómalíuforseta
úr sessi, lýstu því yfir á sunnudag
að þeir hefðu hrundið af stað loka-
árás gegn herjum Sómalíuforseta
sem hafa flugvöllinn í Mogadishu á
sínu valdi. „Herstjórnin hefur til-
kynnt að hrundið hafi verið af stað
lokaárás með brynvögnum og her-
sveitum gegn Barre sem hefur leit-
að skjóls á flugvellinum í Mogadis-
hu,“ sagði í yfirlýsingu frá höfuð-
stöðvum USÖ í Róm. Uppreisnar-
menn fullyrða að fjöldi manns úr
her Sómalíu hafi gengið til liðs við
þá.
Utsendingar ríkisrekinnar út-
varpsstöðvar, sem hefur sent út
allt frá því að bardagar brutust út
í borginni 29. desember sl., voru
rofnar á laugardag og hafa þær
ekki hafist að nýju. Sögusagnir
hafa verið á kreiki um að Barre
hafi flúið land og leitað skjóls í
Nairobi í Kenýa en Kenýastjórn
hefur borið þessar fréttir til baka.
Gífurlegur stórskotaliðsgnýr skók
borgina í þann mund sem erlendir
þegnar voru fluttir á brott frá flug-
vellinum í Mogadishu og rotnandi
lík lágu á götum.
Einn íslendingur, Pálína Ásgeirs-
Bandaríska dagblaðið The New
York Times greindi frá þessu í gær
og voru heimildarmenn blaðsins
sagðir ónefndir bandarískir emb-
ættismenn. Einn þeirra sagði að
staða málá fyrir fundinn í næsta
mánuði hefði verið könnuð gaum-
gæfilega og væru sterkar líkur á
því að Bandaríkjamenn frestuðu
honum. Ástæðurnar kvað hann
einkum tvær. Annars vegar væri
mikil óvissa ríkjandi í Mið-Austur-
löndum en hina ástæðuna sagði
hann ágreining sem upp væri kom-
inn á vettvangi afvopnunarmála.
Leiðtogar risaveldanna höfðu
boðað að þeir hygðust undirrita
sáttmála um stórfellda fækkun
langdrægra gereyðingarvopna á
Moskvu-fundinum. Einn heimildar-
manna blaðsins sagði að fundir
’samninganefnda risaveldanna
dóttir, er við störf á sjúkrahúsi
Rauða krossins í borginni Barberra
og síðustu fregnir herma að hún
ætli að halda þar kyrru fyrir enda
eru bardagar þar ekki jafnharðir
og í Mogadishu. Símasambands-
laust er við landið en unnt að er
að ná sambandi við Rauða krossinn
um neyðarlínu í gegnum höfuð-
stöðvar hans j Genf.
hefðu ekki skilað þeim árangri sem
vænst hefði verið. Að auki væri
kominn upp ágreiningur vegna
CFE-sáttmálans svonefnda um
fækkun hermanna og vígtóla í Evr-
ópu, sem undirritaður var í París í
nóvembermánuði. Bandarískir emb-
ættismenn hafa sakað Sovétmenn
um brot gegn þeim ákvæðum samn-
ingsins er varða talningarreglur og
eftirlit.
Sovétmönnum hefur enn ekki
verið tjáð að leiðtogafundinum verði
hugsanlega slegið á frest en í frétt
bandaríska dagblaðsins segir einn
heimildarmannanna að ákvörðun í
þá veru muni ekki koma sovéskum
ráðamönnum á óvart og tæpast
fýlla þá harmi.
Talsmaður Bandaríkjaforseta
sagði í gærkvöldi að fundurinn
væri enn á dagskrá en kvað hins
vegar hugsanlegt að honum yrði
frestað.
Leiðtogafundinum
í Moskvu frestað?
New York. Reuter.
GEORGE Bush, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú alvarlega að fresta
fyrirhuguðum fundi sínum með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga í
Moskvu í næsta mánuði.
OANSSKOiI
Síðasti mitunarúam er á morgun
ASTVALPSSON AR
OOO
mtmm stttTtm rmmm ». imm
I BmilirlwlH IU UII-IUI
fyrir þó nemendur, sem verða í Brautarholtí og í Hafnarfirði.
í Draínarlelli 2-4, kl. 17.00-20.00
fyrir nemendur, sem verða í Drafnarfelli, Árseli, Foldaskóla,
Olduselsskóla og í Mosfellssveit.
Bandaríkja-
menn vilja
fá sovéskan
kjarnakljúf
New York. Reuter.
Bandaríkjamenn eru reiðu-
búnir að kaupa af Sovétmönnum
fullkomna gerð af kjarnakljúfi
til að knýja njósnagervihnetti,
að því er dagbiaðið New York
Times sagði í gær.
Blaðið hafði eftir embættismönn-
um bandarískra stjórnvalda að um
væri að ræða háþróaða kjarnakljúfa
sem knúið hefðu sovéska njósna-
hnetti í áratugi. Að sögn blaðsins
eiga Bandaríkjamenn ekki sam-
bærilega kjarnakljúfa, enda þótt
fyrir hafi legið áætlanir um gerð
þeirra.
Blaðið sagði að til stæði að skýra
opinberlega frá kaupunum síðla
dags í gær á vísindaráðstefnu í New
Mexíkó.
Embættismaður á vegum banda-
rísku alríkisstjórnarinnar sagðl að
ætlunin með kaupunum væri frem-
ur að draga lærdóm af sovéskri
tækni en nota tækið í geimnum.
„Með því að kaupa þetta tæki má
flýta þróuninni á þessu sviði hjá
okkur," sagði embættismaðurinn.
RCENNSLUSTJkÆÞU*:
Morgunblaðið/PPJ
Þyrla frá Greenlandair Charter, sömu gerðar og fórst við vestur-
strönd Grænlands, á Reykjavíkurflugvelli.
Grænland:
Fimm fórust í þyrluslysi
Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins 1 Kaupmannahöfn.
FIMM menn létust þegar þyrla
Greenlandair Charter af gerð-
irini Bell-212 fórst um nótt í
sjúkraflugi skammt frá þorpinu
Umanak við vesturströnd
Grænlands sl. föstudagskvöld.
Ekki er ljóst hveijar orsakir
slyssins eru en flugmaðurinn, hinn
58 ára Sven Inge Pettersson, var
mjög reyndur blindflugsmaður.
Ekkert amaði að veðri þegar slys-
ið varð.
Þyrlan hrapaði á ísilagt hafið,
braut gat á isinn og sökk. Brot
úr flakinu fannst á ísnum.
Þyrlan var á leið frá Umanak
til þorpsins Niakomat, þar sem
hvalveiðimaður hafði fengið skut-
ul í sig við veiðar. Lík tveggja
manna hafa fundist. Talið er víst
að lík hinna þriggja hafi farið
niður með flakinu, en dýpið þar
sem þyrlan fórst er á milli
350-700 metrar.
Greenlandair Charter er dóttur-
fyrirtæki Grænlandsflugs.
i 1
| Meirn en þú geturímyndað þér!
ERLENT