Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 Ámi M. Jónsson lög- fræðingiw - Minning í dag verður gerð útför Árna Mathiesen Jónssonar, lögfræðings, í Reykjavík, en hann lést á jóladag, 81 árs að aldri. Ámi Math. Jónsson, en þannig skrifaði hann gjarnan nafnið sitt, fæddist í Hafnarfirði 9. október Ú909. Þar átti hann sterkar rætur, sem aldrei slitnuðu, enda þótt dvöl hans þar yrði ekki löng. Foreldrar Árna, . þau Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir Mathiesen " og Jón Hinriksson, kennari og síðar framkvæmdastjóri frá Kirkjubrú á Álftanesi, voru búsett í Hafnarfirði 1905—1911, en fluttust þá til Reykjavíkur og þaðan tilVestmanna- eyja árið 1913 þar sem Árni ólst upp í hópi fimm barna þeirra hjóna. Árni bar nafn langafa síns, Árna Jónssonar Mathiesens, verslunar- manns og bónda á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, en hann var einn sona séra Jóns Matthíassonar, prests í Arnarbæli. Langamman var Agnes Steindórsdóttir Jónssonar, sonar- dóttir Rannveigar Filippusdóttur sem síðar giftist Bjama riddara Sívertsen, en þau Bjarni riddari og Ragnheiður komu mjög við sögu Hafnarfjarðar á fyrstu áratugum síðustu aldar. Það var því ekki óeðlilegt þótt Hafnar- fjörður ætti ævinlega sterk ítök í Árna. Að barnaskólanámi loknu stundaði Árni nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskóla íslands og lauk embættisprófi í lögfræði -1939. Lögfræðistöfin urðu síðan ævistörf Árna. Um tíu ára skeið var hann fulltrúi hjá ríkisféhirði, síðan lögfræðingur hjá verktökum á Keflavíkurflugvelli. í allmörg ár starfaði hann hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur en síðustu tæpu tvo áratugina hjá Reykjavíkurborg, fyrst í endurskoðunardeild en síðan í launadeild borgarinnar. Árni var um margra ára skeið einn kunnasti bridge-spilari landsins, þótti sérlega snjall og mjög eftirsóttur og skemmtilegur félagi eins og reyndar í hinu daglega lífi. H'ann vann til fjölda verðlauna og keppti oft í lands- liðssveit Islands í bridge. Ég naut nokkurrar tilsagnar Árna þegar við frændur störfuðum saman á Keflavíkurflugvelli um skeið. Á kvöldin var spilað og tíminn notaður vel, sem kom sér vel fyrir þann sem er leikmaður í íþróttinni. Tilsögn hans var auðfengin og mistökin not- uð til að læra af þeim og tekin með léttleika, en því er er nú ekki alltaf fyrir að fara við spil. Árni Mathiesen Jónsson kvæntist 8. nóvember 1938 Hrefnu, dóttur Herberts Mackenzies Sigmundsonar, prentsmiðjustjóra í Reykjavík, og konU hans, Ólafíu Guðlaugar Árna- dóttur. Heimili þeirra stóð í Reykjavík þar sem fjölskyldan stækkaði. Börn þeirra eru þijú: Her- bert, Óiafía og Hertha, öll nú fjölskyl- dufólk búsett í Reykjavík. Hrefna reyndist eiginmanni sínum hinn trausti lífsförunautur, ekki síst þegar halla tók degi. Ég vissi að Árni mat og dáði eiginkonu sína að verðleikum. Þegar frændi minn Árni Mathiesen Jónsson er genginn berast honum kveðjur frændfólksins úr Hafnarfirði með þakklæti fyrir samfylgdina. Við biðjum honum Guðs blessunar og sendum Hrefnu, eiginkonu hans, og börnum þeirra og fjölskyldu samúð- arkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Með Árna M. Jónssyni, lögfræð- ingi, er genginn einn elzti og reynd- asti starfsmaður Reykjavíkurborgar. Eftir áratuga samstarf, lengst af mjög náið, er mér ljúft að minnast hans nokkrum orðum. Árni Mathiesen Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Hafn- arfirði 9. október 1909 og því á 82. aldursári er hann lézt. Foreldrar hans voru Jón Hinriksson, kennari og framkvæmdastjóri, spnur Hinriks Jónssonar formanns á Álftanesi, og Ingibjörg Rannveig, dóttir Theodórs Á. Mathiesen kaupmanns í Reykjavík. Árni fluttist með foreld- rum sínum fjögurra ára að aldri til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík og embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1939. Hann kvæntist árið 1938 Hrefnu' Herbertsdóttur, prentsmiðju- stjóra Sigmundssonar í Reykjavík. Arni og Hrefna eignuðust þijú börn: Herbert, bifreiðarstjóra, sem kvænt- ur er Herdísi Magnúsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, Ólafíu, gifta Reyni Olsen, flugumsjónarmanni, og Hert- hu, en sambýlismaður hennar er Ól- afur K. Ólafsson, sölumaður. Barna- börn þeirra eru níu og barnabarna- börnin íjögur. Að loknu lögfræðiprófi var Árni fulltrúi hjá ríkisféhirði í nokkur ár. Að því loknu vann hann á Keflavíkur- flugvelli og síðan hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur en á skrifstofum Reykjavíkurborgar vann hann lengst eða í tæp þijátíu ár. Allan starfstíma Árna á borgarskrifstofunum vorum við saman á vinnustað og nánir sam- starfsmenn meiri hluta þess tíma. Sérgrein Áma var launamál og lau- naútreikningar. Hann hafði unnið við þau störf hjá fyrri vinnuveitendum og bjó yfir meiri reynslu og þekkingu á þessu sviði en allir aðrir sem ég hef unnið með. Er Ámi hóf störf á borgarskrif- stofunum heyrði launadeildin undir borgarendurskoðanda, en á þeim tíma hafði ég með höndum kjara- samninga borgarinnar. Eftir skyndi- legt fráfall Guttorms Erlendssonar, borgarendurskoðanda, var mér falið að stjórna launadeildinni og varð Árni þá starfsmaður minn. Reykjavíkurborg er stórt heimili og ótrúlega flókið og vandasamt að sjá til þess að allir starfsmenn hennar fái greidd rétt-laun á réttum tíma. Þrátt fyrir störf að kjarasamningum skorti mjög þekkingu á völundarhúsi launaútreikninga erég tók við launa- deildinni og ekki gat ég leitað til fyrri yfirmanns. Var mikið lán í þess- um sporum að hafa Árna sér við hlið. Auk þess að vita allt sem á undan var gengið var hann eldfljótur að átta sig á breytingum og nýmæl- um í kjarasamningum, sem stundum kollvörpuðu gildandi launakerfi fyrir- varalaust. Skarpskyggni hans og lög- fræðikunnátta kom sér þá oft vel við að skilja rétt blæbrigði nýrra samn- inga og skila launum samkvæmt þeim fljótt og vel í hendur starfs- manna. Miðað við mikinn starfsmanna- flölda Reykjavíkurborgar var launa- deild hennar skipuð ótrúlega fáum mönnum mestan hluta þess tíma sem við Árni unnum þar smaan. Reyndi þá mjög á hvern og einn og blessað- ist þetta einungis vegna þess að um einvalalið var að ræða. Að öðrum ólöstuðum var Árni sá starfsmaður sem skaraði langt fram úr öðrum er mest iá við. Hann vann þá á við marga menn og þrátt fyrir þessi miklu afköst var nákvæmni hans ótrúleg. Gaf ég því stundum gaum hvernig hann fór að þessu. Hann skipulagði í þaula ailt sem hann gerði og hugsaði fyrirfram hvernig Ieiða skyldi stærra verkefni til lykta. Eitt sinn þótti mér hann Seinn í gang að leiðrétta nokkra mánuði aftur í tímann laun um tvö þúsund starfs- manna samkvæmt nýjum kjarasamn- ingi. Kvaðst hann þá vera að velta fyrir sér kerfi til að flýta fyrir sér og lét ég það gott heita. Nokkrum dögum síðar hafði hann lokið verkinu öllu og leizt mér ekki meira en svo á blikuna og vildi fá á þessu skýr- ingu. Sýndi hann mér þá kerfið sem hann hafði smíðað. Byggðist það á því að finna út að um 80% starf- manna féllu hver fyrir sig undir einn af um tuttugu möguleikum sem hann hafði reiknað. Eftir það þurfti ein- ungis að finna hveijum manni réttan stað í sínu dæmi og þá var 80% af ^Minning: Oskar Pálsson Fæddur 28. maí 1905 Dáinn 30. desember 1990 I upphafi nýs árs, kveðjum við föðurbróður minn Óskar Pálsson. Hann andaðist í Borgarspítalanum að morgni 30. desember eftir skamma legu. Óskar fæddist í Víði- nesi á Kjalarnesi þann 28. maí 1905, sonur hjónanna Élínar G. Þórsteins- dóttur og Páls Yngva Níelssonar, 3ji elstur af 12 systkinum. Látin eru: Inga, Guðlaug, Kári, Níels, Ragnar, Jóhannes og Þorsteinn en þau sem eftir lifa: Sveinbjörn, Kristín, Guðlaug og Vilhjálmur. Hann ólst síðan upp í Reykjavík þar sem hann hefur verið búsettur alia tíð. Þó efnin væru ekki mikil, var amma mín staðráðin í því að synir hennar skyldu fá einhveija menntun og þótt ekki yrði um langskólanám að ræða þá hlutu þeir flestir mennt- un í einhverri iðngrein og meistara- réttindi í sínu fagi. Það var ekki auðvelt að vera „nemi“ í þann tíð. Fyrst þurfti að vinna langan vinnu- dag og síðan var sezt á skólabekk á kvöldin. ^ Aldamótakynslóðin sem nú er óð- um að hverfa, er búin að Hfa svo BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. miklar og gagngerar þjóðfélags- breytingar að fyrir börnin okkar hljóma þær nánast sem einhveijar furðusögur. Þessi kynslóð sem frændi minn tilheyrði er búin að byggja upp allt það sem við njótum og teljum sjálfsagt í dag. Þetta fólk vann hörðum hö'ndum og taldi ekk- ert eftir sér. Óskar lærði rakaraiðn hjá bróður sínum Níelsi og unnu þeir saman við þau störf þar til Níels féll frá. Eftir það vann hann í Lands- smiðjunni í íjöldamörg ár þar sem hann gat sér góðan orðstír. Þegar hann var kominn á fimmtugsaldur dreif hann sig í nám í járnsmíði og hlaut réttindi í þeirri grein. Hann starfaði síðan við sitt fag hjá Sláturfélagi Suðurlands þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hann kom sér alls staðar vel og var vel látinn. Margir starfsfélagar hans — ungir sem gamlir — urðu góðir vinir hans og sóttu hann iðu- lega heim til þess að taka „eina skák“ sem gat nú oft teygst í tímana tvo. Annað stórt áhugainál hans var laxveiði sem varð síðan sameiginlegt áhugamál hans og konu hans. Óskar kvæntist móðursystur minni, Þórunni Jónsdóttur, þann 29. nóvember 1941 og var það hjóna- band reist á traustum grunni sem efldist og styrktist með árunum. Máttu þau vart hvort af öðru sjá og var ekkert það til sem Óskai' vildi ekki gera fyrir konu sína. Það var eins og hann vissi að hveiju stefndi undir það síðasta því þá dreif hann í að bæta og standsetja allt á heim- ili þeirra hjóna og var þá ekkert of gott fyrir Þóru. Þau byijuðu sinn búskap ásamt föður mínum á Hverfísgotu 90. Síðan fluttust þau ásamt foreldrum mínum á Hrísateig 29 þar sem þau bjuggu skamma hríð uns þau fluttu í sitt eigið hús í Skipasundi 69. Það- an eru aðeins góðar minningar. Fljótlega eftir að þau settust að í Skipasundinu' flutti móðuramma mín, Pálína Jónsdóttir, til þeirra og bjó á þeirra heimili til hinsta dags. Sérlega náið og fallegt var samband Óskars og tengdamóður hans, sem hann nefndi jafnan mömmu. Þar ríkti gagnkvæm væntumþykja og virðing alla tíð. Sem dæmi má nefna að eitt af því fyrsta sem hann gerði þegar hann kom heim frá vinnu var að vitja ömmu og spyija um líðan hennar. Óskar og Þóra eignuðust 6 börn og eru 3 þeirra á lífi. Þau eru: Þórarinn Jón, f. 26. apríl 1942, Elín, fædd 8. desember 1944, og Pálína, fædd 8. desember 1945. Þau hjónin fóru ekki varhluta af sorginni því 2 dætur sínar sem báð- ar voru skírðar Elsa Sólrún, misstu þau kornungar. Yngsta dóttir þeirra, Aðalheiður Elsa, fædd 23. nóvember 1952, kom því eins og sólargeisli í líf þeirra og varð uppáhald allra í fjölskyldunni. Hún óx upp við mikið ástríki og varð falleg og vel gerð kona. Þegar hún er rétt rúmlega þrítug, þá nýorðin sjúkraliði, veiktist hún af hörmuiegum sjúkdómi og deyr frá tveimur ungum börnum sínum. Þetta var mikill missir og átakanlega sár reynsla en þau hjón- in stóðu þétt saman og studdu hvort annað sem jafnan fyrr. Svona-missi er í raun aldrei hægt að sætta sig við en hvernig tekst að lifa áfram svo vel fari, byggist mest á þeim sem næstir standa. Það er því meira en eiginmann sinn sem Þóra frænka mín kveður í dag, hún kveður einnig allra bezta vininn sinn, þann sem stóð með henni og studdi í blíðu og stríðu og var sterkastur allra þá mest á reyndi. Börnin 3 sem eftir Iifa bera foreldrum sínum gott vitni og hefur samband þeirra við foreldr- ana alla tíð einkennst af ástúð og tryggð. Börnum sínum og barna- börnum var hann alltaf sami góði vinurinn. ' Það er af svo mörgu að taka á yfir 40 árum en allar minningarnar um hann frænda minn eru sveipaðar heiðríkju og birtu. Fallega andlitið hans, hlýjan og góðvildin til allra, glettniblikið í bláu augunum og sér- stæðu orðatiltækin hans sem jafnan komu öllum í gott skap. Það var ekki verið að búa til vandamálin og þessi setning „fine græjer, við redd- um þessu“, heyrðist oft ef einhvers staðar bjátaði á. Hann talaði jafnan við okkur börnin sem sína jafningja og taldi ekkert eftir sér ef hann gat orðið okkur að liði. JHér er sérstak- lega minnisstætt hvernig hann brást við þegar hann komst að því, með næmni sinni, hversu myrkfælin ég var sem barn. Þá tók hann mig afs- íðis og sagði við mig: „Vertu aldrei hrædd við myrkrið, frænka mín. Kannaðu alltaf hlutina og þá kemstu að því að það sem þú hræðist reyn- ist vera tóm ímyndun.“ Síðan sagði hann mér sögu af sjálfum sér sem litlum dreng í sveit, fjarri foreldrum sínum og hvernig góðar ráðlegging- af móður hans reyndust honum vel. Hvort sem það var rósemi hans eða trúnaðartraust við mig unga, nema hvort tveggja sé, — þá varð þetta til þess að ég læknaðist algjörlega og hefi aldrei fundið til myrkfælni síðan. Eftir að ég fór að þroskast hefur mér einnig fundist þetta hafa allt eins verið boðskapur hans til mín um að halda alltaf áfram en gefast ekki upp. Sérlega náið var samband foreldra minna og Óskars og Þóru enda voru þær systur og þeir bræður. Það tengdi líka fjölskyldurnar fastari böndum að ömmurnar bjuggu á sitt hvoru heimilinu. Varla leið sá dagur að ekki væri samband á milli heimil- anna og þegar farið var í ferðalög eða beijamó, var oft fjölmennt í „jeppa gamla“. Þá voru bílar ekki algeng farartæki eins og nú. Allar hátíðir voru haldnar saman og var þá oft glatt á hjalla. Allir ættingjar og vinir 'voru velkomnir og ekki man ég eftir því að þyrfti sérstök heim- boð þá. Ættingja sem bjuggu utan Reykjavíkur var sjálfsagt að hýsa og voru aufúsugestir. Það var ekki spurt um húsrými í Skipasundi 69 því þar var af hjartarými nóg og fór húsbóndinn fremstur í flokki. Óskar var einn sá bezti og vænsti maður sem ég hefi þekkt. Tryggð hans við foreldra mina alla tíð og stuðning hans við þau í erfiðum veik- indum föður míns, fáum við aldrei fullþakkað. Honum var sérlega lagið að líkna öðrum og taldi þá elðci eft- ir sér langar setur við sjúkrabeð eða að veita huggun þeim sem í kringum stóðu. Það var sannarlega kærleik- urinn í verki. Elsku Þóra og börn. Þið hafið mikið átt og mikið misst. En þó sorg- in sé mikil og söknuðurinn sár, þá eruð þið líka auðug. Því allar minnin- garnar um ástvininn ykkar eru fal- legar og dýrmætar perlur sem þið getið tínt upp í htiga ykkar og þrætt saman í undurfallega festi hlýrra og gjöfulla minninga. Við fjölskyldan á Langholtsvegi 144 erum sorgmædd og full eftirsjár í dag. Foreldrar mínir þakka sam- fylgdina og kveðja bróður, mág og bezta vin sinn. Við systkinin og fjöl- skyldur okkar kveðjum kæran frænda. Óskar var mikill náttúruunnandi sem hafði yndi af ferðalögum og veiðum í ám og vötnum. Hann unni fegurð og stórbrotleika landsins síns. Þess vegna langar okkur að leiðar- lokum að kveðja hann með þessum erindum úr fallega ljóðinu „Sveita- sæla“. Man éggrænargrundir, glitrandi silungsá. Blómbökkum undir brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku, bjóða vina til. Hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Fossar falla í gljúfrum, freyðir kolblá röst. Laxar leika í hyljum, létt með sporðaköst. Silfurgliti sauma, smaragðlita hlíð. ’Kaldra kristals-strauma, kvíslir vors í tíð. Heima er hægt að þreyja, hvfld þar sál mín fær; Þar mun þægt að deyja, þýðum vinum nær. Ljúft er þar að Ijúka lífsins sæld og þraut. Við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. (Stgr. Thorst.) Ástvinum hans öllum vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þau. Blessuð sé minning Óskars Páls- sonar. Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir Mig langar til þess að kveðja þennan aldna vin minn sem ég kynntist á hans efri árum. Þær stundir sem ég átti með honum á Langholtsvegi 144 eru mér mjög kærat'. Hann verður mér ætíð minn- isstæður sem sannur og einlægur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.