Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 25.tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hundruð íraskra hermanna falla í bardögum um Khafji * Kjamorkuver, eiturvopnageymslur og -verksmiðjur jafnaðar við jörðu í loftárásum á Irak - Sljórn- kerfi loftvama íraka ónothæft og ratsjárkerfin gagnslaus - Flestir Seud-pallamir eyðilagðir Riyadh, Washington, Bagdad, London. Reuter. HERIR íraka og bandamanna börðust enn um yfirgefna landamæra- borg í Saudi-Arabíu, Khafji, í gærkvöldi og þegar blaðið fór í prentun höfðu átökin staðið i rúman sólarhring. Tólf bandarískir hermenn höfðu fallið og tveir særst og ókunnur fjöldi saudi-arabískra her- manna mun hafa fallið. Fulltrúar bandamanna héldu því fram í gær- kvöldi að hundruð íraskra hermanna hefðu fallið í bardögunum og tugir skiiðdreka þeirra hefðu verið eyðilagðir en samt voru þeir sagð- ir hafa borgina á sínu valdi. Þetta voru fyrstu átök landherja í Persa- flóastríðinu sem hófst fyrir tveimur vikum. Utvarpið í Bagdad sagði að Saddam Hussein Iraksforseti hefði stjórnað aðgerðum írösku sveit- anna en hernaðarfræðingar sögðu í gærkvöldi að líklegast hefði hann verið að reyna að egna bandamönnum út í landhernað. Um 4.000 íraskir hermenn munu hafa verið í sveitunum sem réðust inn í Khaiji en alls sóttu írakar inn í Saudi-Arabíu á ijórum stöðum. Fyrst klukkan 19.30 að islenskum tíma, klukkan 22.30 að staðartíma, í fyrrakvöld er 50 skriðdrekar lögðu til atlögu vestur af al-Wafra. Hrakt- ist sveitin fljótlega til baka undan gagnárás bandamanna sem eyði- lögðu a.m.k. 13 skriðdrekanna. Beitti fjölþjóðaherinn m.a. árásar- þyrlum og flugvélum sem sérstak- lega eru gerðar til árása á skrið- drekasveitir. íraskt fótgöngulið, stutt af 16 bryndrekum, sótti yfir landamærin hálftima síðar skammt austur af þeim stað sem fyrst kom til átaka við. Eftir þriggja stunda bardaga við saudi-arabískar landa- mærasveitir og loftárás banda- manha hröktust írösku sveitirnar til baka. Milli klukkan 21.05 og 2.15 að íslenskum tíma, sótti íraskt herlið inn í landamæraborgina Khaiji í tveimur lotum. Fyrst á 15 skriðdrek- um og 10 brynvögnum en á eftir þeim kom siðan vélaherdeild og þar af voru a.m.k. 45 bryndrekar. Borg- in sem er 19 km innan landamær- anna var yfirgefin í stríðsbyijun og óvarin og komst því íraska liðið svo til óáreitt til hennar. Þar kom til harðra átaka við fótgönguliðssveitir úr bandaríska fíotanum og hersveit- ir frá Saudi-Arabíu og Qatar. Beittu bandamenn einnig Apache- og Co- bra-árásarþyrlum, Harrier-þotum og A-10-flugvélum með þeim árangri að mörg hundruð iraskir hermenn eru sagðir hafa fallið. í gærkvöldi var talið að tekist hefði að um- kringja irösku sveitirnar og eyði- leggja a.m.k. 40 áratuga gamla sov- étsmíðaða T-55-skriðdreka íraka. Norman Schwarzkopf yfirmaður íjölþjóðahersins veitti í gær í fyrsta sinn nákvæmar upplýsingar um gang stríðsins og sagði sigur í Persa- flóastríðinu óhjákvæmilegan. Vegna loftárása flugheija bandamanna gætu Irakar ekki lengur miðstýrt loftvörnum sínum, ratsjárkerfi þeirra væru ónothæf og gætu flug- vélar fjölþjóðahersins flogið nánast óhindrað yfir írak og Kúveit. Tekist hefði að eyða öllum varanlegum skotpöllum fyrir Scud-eldflaugar og líkast til nær öllum færanlegum pöllJ um. Hörðum árásum hefði verið haldið uppi gegn 38 flugvöllum íraska flughersins og væru níu þeirra gjörónýtir. Meira en 70 rammgerð flugskýli hefðu verið sprengd í loft upp og flugvélar sem kæmust í loft- ið v_æru skotnar niður eða þær flýðu til írans. Þá hefðu 11 eiturvopna- geymslur verið eyðilagðar, nokkrar eiturvopnaverksmiðjur, einnig kjarn- orkuver og kjarnorkurannsókna- stofnun í Bagdad hefði verið jöfnuð við jörðu. Daglega færu flugvélar ban'damanna um 300 árásarferðir gegn lýðveldishernum, úrvalssveit- um Saddams íraksforseta, og þar af vörpuðu B-52-sprengjuþotur rúm- lega 400 tonnum af sprengjum á sveitirnar á degi hveijum. Þeim fylgdu venjulega miklar sprengingar á jörðu niðri sem benti til að vopna- birgðir væru eyðilagðar. 200 flugvélum flogið til írans? Breska sjónvarpsstöðin SKY- News sagðist í gærkvöldi hafa áreið- anlegar heimildir fyrir því að um 200 íröskum flugvélum hefði verið flogið til írans síðustu daga í stað um 90. Stöðin sagði að vöruflugvélar flygju fram og til baka en íranir hafa til þessa sagst hafa kyrrsett þoturnar. Sjá einnig bls. 22-25. Eystrasaltsríkin: Reuter Ólafur VNoregskonungur lagður til hinstu hvílu Ólafur V Noregskonungur var lagður til hinstu hvílu í grafhvelfíngu í Akershus-kastala í gær, Um 100.000 Norðmenn fylgdust með líkfylgdinni og kóngafólk og þjóðhöfðingjar frá 100 löndum voru viðstödd útför- ina. Þögn ríkti í eina mínútu um allan Noreg á hádegi í gær og flest fyrirtæki og opinberar skrifstofur voru iokuð meðan útförin fór fram. Sjá blaðsíðu 27. Sovétstjórnin gefur fyrirheit um brottflutning hermanna Washington. Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í gær að vísbendingar hefðu borist um að sovésk yfirvöld væru byrjuð að kalla heim þá hermenn sem sendir hafa verið til Eystrasaltsríkjanna til að brjóta á bak aft- ur sjálfstæðishreyfingar þar. Væri það í samræmi við fyrirheit sov- éskra ráðamanna undanfarna daga. Fulltrúi þings Litháens sagði í gærmorgun að vart hefði orðið liðsflutninga í Vilnius en ekki væri að sjá að um skipulagðan brottflutning væri að ræða. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagðist í gær hafa fregnað að einhveijir sovéskir hermenn hefðu verið kvaddir heim á þriðjudag. Einnig hefðu sovéskir embættismenn gefið til kynna í samræðum við bandarísk stjórnvöld að allir hermenn umfram þá sem gegndu venjulega þjónustu í- Eystrasaltsríkjunum yrðu sendir annað. George Bush Bandaríkjafor- seti sagði í stefnuræðu sinni í fyrra- kvöld að Sovétmenn hefðu í hyggju að kalla herlið heim, hefja viðræður á ný við Eystrasaltsríkin og forðast valdbeitingu. Talið er að ofbeldi Sovéthersins í Litháen og Lettlandi hafi átt stóran þátt í því að leiðtoga- fundi Bush og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta hefur verið frestað. Talsmaður þings Litháens sagði í gær að tvær lestir herflutninga- bíla hefðu ekið út úr Vilnius í gær og stefnt suður á bóginn en ekki væri unnt að segja til um hvort um skipulegan brottflutning heija Sov- étmanna væri að ræða. Borís Púgó, innanríkisráðherra Sovétríkjanna, svaraði í gær þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á tilskipun hans og varnarmálaráð- herrans Dímítrí Jazovs um herta löggæslu í stærri borgpm Sovétríkj- anna og aukinn hlut hersins í henni. í viðtali við dagblaðið Rabotjsaja Tríbuna sagði Púgó að ekki stæði til að beita hernum nema til að stöðva glæpastarfsemi; aðgerðun- um, sem hefjast á morgun, föstu- dag, væri ekki beint gegn mótmæl- um almennings. Púgó sagði einnii að það væri undir stjórnum ein stakra lýðvelda komið hvort þæ vildu framfylgja lögum og regli Þing Georgíu hefur lýst því yfir a tilskipunin verði virt að vettugi þa í landi og leiðtogar Eystrasaltsríkj anna og Rússlands hafa fordæm hana. • I gær var opnuð fyrsta upplýs ingaskrifstofa Norðurlandaráðs Eystrasaltsríkjunum, nánar tilteki í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Þ kom danski sjávarútvegsráðhen ann, Kent Kirk, í fyrrakvöld t Riga, höfuðborgar Lettlands, þa sem hann mun eiga viðræður ur samstarf á sviði fiskveiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.