Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991
1
Af írskum þrælum
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
í víkingahöndum
Höfundur: Torill Thorstad
Hauger
Þýðandi: Sóiveig Brynja Grét-
arsdóttir
Útgefandi: Mál og menning -
UNG
Sögutíminn er 10. öldin og hefst
sagan á Írlandi þar sem systkinin
Patrekur og Sunneva, ellefu og tíu
ára, alast upp í foreldrahúsum,
ásamt þremur öðrum systkinum.
Amma þeirra, Gelion, er líka á
bænum og hún kann margar sögur
sem hún stelst til að segja krökk-
unum þegar þau eiga að vera sofn-
uð á kvöldin - og foreldrarnir eru
úti við búverkin. Býlið þeirra er
rétt við munkaklaustur og öðru
hveiju berast þangað sögur um
víkinga sem herjá á landið; ræn-
andi, ruplandi, drepandi fólk og
brennandi hús. En þessar sögur
eiga sér stað óralangt frá friðsæl-
um heimkynnum Patreks og
Sunnevu - þar til einn daginn að
þau sjá klaustrið í ljósum logum.
Foreldrarnir safna börnunum sapi-
an og ásamt Gelion ömmu flýja
þau í helli sem ekki er nokkur leið
fyrir ókunnuga að finna.
En á miðri leið, man Sunneva
eftir folaldi sem bróðir Kormákur,
í klaustrinu, hafði nýlega gefið
þeim. Hún og Patrekur snúa við
í efnahagslífi íslendinga hafa
skipst á skin og skúrir. Stundum
hefur allt leikið í lyndi og silfur
hafsins átt sinn stóra þátt í vel-
megun og framförum. Á öðrum
tímum hefur tómahljóðið verið
einkennandi fyrir sparibauka
landsmanna. Reiðubréf hafa
þessa reynslu að leiðarljósi og
ríkur íslendingur í dag þarf ekki
endilega að vera fátækur á
morgun.
Skammtímafjárfesting er vanda-
söm. Hún verður að sameina góða
ávöxtun og öruggar tryggingar.
Hana þarf einnig að vera hægt að
losa með stuttum fyrirvara og með
sem minnstri fyrirhöfn og tilkostn-
aði. Reiðubréf gera þetta kleift.
Dæmi:
Hjón sem eru að kaupa húsnæði
selja bifreið sína fyrir 600.000
krónur. Peningana ætla þau að
nota til að greiða upp í íbúð eftir 4
mánuði. Þau kaupa Reiðubréf
fyrir andvirði bílsins. Þegar þau
innleysa bréfin hafa þau fengið
um 12.000 krónur í vexti umfram
verðbólgu*
Fyrirtæki þarf að standa skil á
5.000.000 króna greiðslu af láni
eftir sex mánuði. Forstjórinn
ákveður að ávaxta lausafé fyrir-
tækisins og kaupa Reiðubréf fyrir
sömu fjárhæð. Sex mánuðum
síðar greiðir fyrirtækið af við-
komandi láni og á að auki um
150.000 krónur, sem Reiðubréfin
skiluðu í vexti umfram verð-
bólgu*
* Án innlausnargjalds, miðað við að um 6% árleg raun-
ávöxtun hafi náðst á sparnaðartímanum.
Sérfræöingar Landsbréfa h.f. sjá
um alla umsýslu, svo aö eigendur
Reiðubréfa geta notið áhyggju-
lausrar ávöxtunar.
Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f.
Komið og fáið nánari upplýsingar,
bæklinga og aðstoð hjá ráð-
gjöfum okkar og umboðsaðilum í
útibúum Landsbanka íslands og
Samvinnubankans um land allt.
LANDSBREF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 606080
verpbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi fslands.
^ ^ f Saltað á Siglufirði
Athafnasainir Islendingar
ættu að eignast
REIÐUBRÉF
til að ná í folaldið - og falla í
víkingahendur.
Með þau er farið til Noregs, þar
sem þau verða þrælar jarls að nafni
Hákon. Þau búa í eins konar úti-
húsi, ásamt öðrum þrælum og fá
ný nöfn; Reimar og Tíra. Reimar
er gerður að svínahirði en Tíra er
látin þræla í myllunni fyrst um
sinn - eða þar til eiginkona jarls-
ins elur barn; þá er Tíra gerð að
barnfóstru. Þá er komið vor og
Reimar fer að vinna ýmis útiverk.
Hann kynnist Sigurði, jarlssyni,
og tekst með þeim svo góð vinátta
að þeir sveijast í fóstbræðralag.
Það gerist á meðan jarlinn og hans
menn eru í víking.
Þegar skip jarlsins komatil baka
er hann dauður og Sigurður verður
jarl. En efns og allar voldugar
ættir á ætt jarlsins langa sögu
væringa við aðra volduga ætt -
Illugana - og eftir að víkingarnir
koma aftur með feng sinn, er vörð-
ur dag og nótt við jarlssetrið. Þeg-
ar ekkert bólar á Illugunum í
nokkra daga, er slakað á verðinum.
En þræll einn, Digraldi, veit að
Illugarnir koma; þeir eru aðeins
að bíða færis og hyggur hann á
fiótta, ásamt ástkonu sinni, Unu,
Tíru og Reimari. Sá flótti tekst og
sagan endar þar sem þau eru á
leið til íslands til að byija nýtt líf.
Ekki til Irlands, eins og maður
mundi óska sér með svo ung börn.
En eftir eitt ár í þrælahaldi og
harðræði eru þau Sunneva og Pat-
rekur ekki lengur litlu bömin for-
eldra sinna.
Hér hefur aðeins verið drepið á
meginatriði í söguþræðinum. Það
drífur margt á daga þeirra Patreks
og Sunnevu í þræiahaldinu. Þar
eru margir aðrir þrælar sem segja
þeim sögu sína; sumir hafa verið
seldir jarlinum, aðra hefur hann
hertekið - suma selur hann brott,
aðrir deyja, sumir flýja, aðrir verða
eftir - af einhveijum ástæðum.
Þetta er skemmtileg saga, sem
tekur oft óvænta stefnu. Hrotta-
legri meðferðinni á þrælunum er
vel lýst, án þess að farið sé út í
ofhlaðna dramatík. Hver og einn
reynir að bjarga sér þótt ekki sé
það alltaf auðvelt. Eigendur þræl-
anna eru ekki gerðir að neinum
ófreskjum; þeir halda bara að lífið
eigi að vera svona og þótt þeir
beiti þrælana harðræði, fara þeir
aðeins að lögum og reglum - sem
þeir að vísu hafa sjálfir sett. En
lesandinn er látinn dæma um það,
sem og að mynda sér skoðanir á
persónum. Það er mikil spenna í
sögunni; frásögnin er hröð og lif-
andi. Þýðingin er ágæt, málfar
eðlilegt og laust við tilgerð og
klunnalegheit sem stundum vilja
slæðast inn í sögur sem eiga að
gerast á söguöld og þar um kring.
Bíldudalur:
Spilað golf í
snjóleysinu
Bíldudal.
SNJOR er að mestu horfinn úr
fjöllunum hér vestra. Miklir
vatnavextir undanfarnar vikur
hafa gert veginn yfir Hálfdán
illfæran, þvi vatnsskomingar og
aur hafa náð að myndast. Sam-
göngur eru, þrátt fyrir það,
góðar. Flogið hefur verið nær
daglega og allir vegir færir í
Yestur- og Austur-Barðastrand-
arsýslu.
Flestir fagna snjóleysinu og á
laugardaginn mátti sjá golfáhuga-
menn leika kúium sínum hér innar
í firðinum á golfvellinum.
Jeppa- og vélsleðaeigendur eru
ekki eins ánægðir með aðstæður
og má sjá vélsleða standa á auðri
jörð víða um þorpið. Síðustu tveir
vetur voru harðir og þykir þetta
tíðarfar stytta veturinn svo um
munar. En þrátt fyrir snjóleysi og
óskhyggju manna um mildan vet-
ur, spá gömlu gárungarnir þorra-
hreti sem mun eiga sína sautján
bræður.
- R. Schmidt