Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 12

Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 Um góðan aga eftir Gunnar Inga Gunnarsson Er íslendingum illa við aga? Margir útlendingar virðast hafa þá skoðun, því þeir eru ófáir, sem hafa fundið sig knúna til að benda á það, sem þeir kalla hið íslenzka agaleysi. Islendingar, sem hafa búið erlendis áralangt, geta gert haldgóðan samanburð á íslenzkum og erlendum aga. Flestum, er kynnzt hafa, er því ljóst, að það er verulegur munur á agaregium hér- lendis og t.d. á Norðurlöndunum. Getur verið að íslenzkt þjóðfélag sé laust við nauðsynlegan aga, eins og útlendingar hafa bent á? Og ef svo er, hvernig iýsir þá agaleysið sér? Til að skoða málið skulum við líta á ýmsa þætti hins íslenzka þjóð- lífs. Umferð íslenzka umferðarmenningin er flestum kunn. Margir hafa bent á, að landinn eigi oft erfítt með að fylgja formlegum umferðarreglum. Þetta á bæði við bílaumferð og fót- gangandi. Menn vilja „fara yfir“ á ýmsum ljósum og ljósatilbrigðum. Landinn talar jafnvel um að „fara yfir“ á bleiku. Hann er þekktur fyrir að „svína“ í umferðinni. Menn eiga erfítt með að halda sér á hægri akrein og margir þekkja dæmin, þar sem landinn reynir að koma í veg fyrir að aðrir komist „framúr“. Sumir hafa einnig sagt, að hér noti menn stefnuljós meira til að sýna hvert þeir séu komnir fremur en hvert þeir ætli, ef þeir vilja þá sýna það á annað borð. íslendingar eru m.a. snillingar í að finna bílastæði. Prinsípið er að leggja svo skammt frá ákvörðunar- stað, að ekki þurfi að leggja í göng- ur. Bezt þykir að brjótast alveg að dyrum. Ef ekki eru merkt bíla- stæði, þá merkja menn sér stæði í t.d. grassvörð eyjanna, ellegar koma sér vel fyrir á alauðum gang- stéttum, eða við öruggan bruna- hana. Fótgangandi „fara yfir“, þegar og þar sem þurfa þykir. Gönguljós eru álitin fyrir blinda og dagheimil- isbörn í göngutúr. Sumir beita einu sýnilegu þjóðfélagsáhrifum sínum með því að stöðva alla umferð við gangbraut með ljósum, jafnvel þótt þeir ætli ekki yfír. Biðraðir Fátt er íslendingum jafn illa við og biðraðir. íslenzka biðröðin er algert einsdæmi. Hún er mjög stutt og alveg ótrúlega breið. Fremst í röðinni finnur maður hve þétt ís_- lendingar geta staðið saman. Á rigningardögum getur maður staðið fremst í svona röð og fundið gufu- blandinn svitafnyk með ýmsu ívafi, eða allt frá Dior til olímengunar frá smurstöðvum. Og hver hefur ekki haft hökuna á einhveijum landan- um á annarri öxlinni á sér við af- greiðsluborð bankanna. Skemmtanir Erlendis rekst maður oft á inn- kastara við skemmtistaði. Þessir menn vinna fyrir sér með því að bókstaflega draga mann inn á við- komandi skemmtistaði, um leið og þeir halda ræður um ágæti pláss- ins, matseðil og skemmtiatriði. Á íslandi eru bara til útkastarar. Þeir eru oft þjálfaðir aflraunamenn og sinna hyoru tveggju, að kasta þeim út, sem einhver vill ekki hafa leng- ur inni og meina þeim inngöngu, sem vilja fara inn. Margir muna eftir Glaumbæ. Þar var stundum svo troðið, að það mynduðust óstöðvandi „innri fólksstraumar“, sem voru þess eðlis, að festist mað- ur í þeim, þýddi ekkert að beijast á móti. Maður færðist með straumnum, þar til farinn hafði verið einn heill hringur, með við- komu í fatahengi, salernum og ýmsum börum. Þá fyrst reyndi maður að kasta sér út úr rásinni. Á leiðinni hringinn höfðu nokkrir smakkað úr glasinu, sem maður hélt á og margir hellt ýmsu utaní fínu sparifötin. Þetta mun eitthvað hafa skánað síðan, en ennþá heftlr engin eðlisbreyting orðið, aðeins stigsmunur. Skólar Agaleysi í skólum endurspeglar agaleysi heimilanna. Nemendur bjóða starfsfólki skólanna upp á það siðferði, sem kennt er heima. Skemmdarstarfsemi á skólahús- næði er þekkt. Víða er allt brotið og bramlað. í skólaheilsugæzlunni kemur ekki bara í ljós hæð, þyngd og ilsig. Þar sést einnig háttemi og fas. Flestir nemendur standast slíka könnun vel, en allt of margir endurspegla rótleysi heimilanna. Gunnar Ingi Gunnarsson „Getur verið að íslenzkt þjóðfélag sé laust við nauðsynlegan aga, eins og útlendingar hafa bent á? O g ef svo er, hvernig lýsir þá aga- leysið sér?“ Stolt, byggt á sjálfstrausti ögunar- innar, er alltof sjaldgæft. Atvinna Á íslandi taka menn út sína veik- indadaga, veikir og frískir. Læknar votta fjarvistir gegn greiðslu fyrir vottorð, jafnvel þótt þeir telji sig ekki votta veikindin. Þetta vitá at- vinnurekendur, en heimta samt vottorðin, enda séu þau bókhalds- gögn. Svo hallmæla þeir læknunum fyrir að skrifa ógild vottorih Stund- vísi vekur umtal á íslandi. íslenzkt vinnusiðferði er m.a. kennt í bæjar- og borgarvinnu unglinga. Þar eru verkefni stundum fundin upp, til að liðið hafi eitthvað fyrir stafni. Þarna eru fullfrískir og stálpaðir unglingar stundum látnir vinna aulaverkefni gegn greiðslu. Svo eru menn hissa á versnandi vinnumóral. Stjórnsýsla Þegar þingflokksformaður rekur hross á afrétti gegn gildandi laga- ákvæðum, er það vegna þess, að lögin eru vitlaus, ekki sökum aga- leysis. Þegar bankar og aðrar stofn- anir lána einstaklingum peninga umfram endurgreiðslugetu, þá er það ekki agaleysi, heldur fyrir- greiðsla. Þegar bændur eru plataðir í refa-, minka-, eða angúrukanínu- rækt, er ekki um agaleysi að ræða, heldur atvinnu- og byggðasjónar- mið. Hér mætti einnig nefna Kröflu- virkjun, fiskeldið, Hafskip, Amar- flug, íslenzkar kóngafjölskyldur með auðsöfnuð fiskveiðikvótans og lögbundna framfærsluskyldu ís- lendinga við bændur. Niðurstaða Útlendingar telja _sig hafa orðið vara við agaleysi á íslandi. Senni- lega telja margir landsmenn, að agi sé andstæða mannlegrar reisnar og sjálfstæðrar hugsunar. í erfðastofni landans virðist því lítið um agagen. Mörgum finnst þetta eiga að vera svona. Þetta séu öfundsverð ein- kenni á landsmönnum. Útlendingar eru ekki sammála. Þeim íslending- um fer líka fjölgandi sem telja, að skortur á góðum aga sé eitt alvar- legasta vandamál þjóðarinnar. Höfundur er læknir. rétturinn fyrir hendi og á grund- velli hans gæti ríkisstjórn gefíð út bráðabirgðalög, ef ófriðarástand eða náttúruhamfarir kæmu í veg fyrir að unnt væri að kalla þing saman. jjj Rétturinn til þess að ijúfa þing hefur einnig haldist efnislega óbreyttur frá upphafi stjórnarskrár. Spyija má hvort ekki sé tíma- bært að breyta því ákvæði stjórnar- skrár og fella þingrofsrétt ráðherra betur að þeirri þingræðisskipan sem við búum við. Fram til þessa hefur þingrofsrétturinn verið eingöngu í höndum forseta og forsætisráð- herra án þess að Alþingi sem slíkt ráði þar nokkru um. Hefur ákvæðið jafnan verið túlkað svo að heimilt væri að ijúfa þing þótt ríkisstjórn sem að þingrofinu stæði væri kom- in í minnihluta á þingi eða hefði jafnvel þegar hlotið vantraust. Hér kæmi til greina að breyta þingrofsákvæðinu á þá lund að ekki væri heimilt að ijúfa Alþingi nema með samþykki þess sjálfs. Með því væri þingrofsrétturinn þrengdur frá því sem nú er og fyrir það girt að stjórn sem komin væri í minnihluta á þingi gæti gripið til hans undir slíkum kringumstæðum. Slík breyt- ing væri án efa í betra samræmi við þingræðisregluna en ákvæðið eins og það hljóðar nú. Jafnhliða þyrfti að bæta við því ákvæði að alþingismenn haldi umboði sínu til næsta kjördags, svo sem Stjórnar- skrárnefnd lagði einnig til á sínum tíma. Með því er komið í veg fyrir að engir fulltrúar löggjafarvaldsins sitji frá gildistöku þingrofs til næstu kosninga. Fram hefur komið í fréttum að forsetar Alþingis undirbúa nú stjórnarskrárbreytingar um eina málstofu Alþingis og nokkur önnur atriði. Við þá endurskoðun ætti að gefast ráðrúm til að huga nánar að breytingum á þeim tveimur ákvæðum stjórnarskrárinnar sem hér hafa verið gerðar að umtals- efni. Gæti það orðið tímabær að- dragandi þess að þingið tæki til umræðu aðrar tillögur Stjórnar- skrárnefndar, auk breytinga á kosninga- og kjördæmaskipaninni. Höfundur cr prófcssor í stjórnskipunarrétti við Háskóla íslands. Úrelt stj ó r narskrárákvæði eftír Gunnar G. Schram Fyrir skömmu samþykkti Alþingi bráðabirgðalögin sem ríkisstjórnin setti 3. ágúst sl. í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms í deilu ríkisins og BHMR. Niðurstaða Félagsdóms gekk sem kunnugt er BHMR í vil og úrskurðaði dómurinn að hin umdeildu ákvæði kjarasamningsins væru í fullu gildi. Segja má að kjarni bráðabirgða- laganna hafi verið að breyta efnis- legri niðurstöðu dómsins, afnema BHMR-hækkunina frá 1. september og festa með sama hætti launaþró- unina hjá öðrum aðilum í þjóðfélag- inu. Hér verða ekki raktar þær miklu og harðvítugu umræður sem átt hafa sér stað, bæði innan þings og utan, um gildi bráðbirgðalag- anna. Þær hafa að mestu snúist um það megin álitaefni hvort setn- ing bráðabirgðalaganna hafí að ein- hveiju leyti verið andstæð efni og anda þeirra stjórnarskrárákvæða sem um þessi atriði gilda. Á það hefur verið bent í fyrsta lagi að óheimilt sé að breyta efnislegri nið- urstöðu dóms hvort heldur með bráðbirgðalögum eða venjulegum lögum vegna ákvæða stjómarskrár um þrískiptingu ríkisvaldsins. í öðru lagi að það hafi ekki verið „brýn nauðsyn" til lagasetningarinnar, en það skilyrði er sett í 28. gr. stjórnar- skrárinnar. Í þriðja lagi hafí réttur félagsmanna BHMR til launa verið eignarréttindi þeirra, sem njóta verndar skv. 67. gr. stjórnarskrár- innar og því sé óheimilt að gera slík eignarréttindi upptæk án bóta. Hér verður ekki úr því skorið hvort bráðabirgðalögin hafí verið ótvírætt brot á stjórnarskránni. Um það álitaefni fæst senn niðurstaða Norrænn samráðsfund- ur KFUM og KFUK ÁRLEGUR samráðsfundur formanna og framkvæmdastjóra KFUM- og KFUK-félaga á Norðurlöndunum verður haldinn í safn- aðarheimiii Askirkju 1.-3. febrúar næstkomandi. Slíkur fundur er haldinn til skiptis á Norðurlöndunum og er mikilvægur skipulags- og umræðuvettvangur í norrænu samstarfi KFUM- og KFUK- félaga. Einu sinni áður hefur slíkur fundur verið háldinn hérlendis. Á síðustu tveimur árum hafa broddi í því að aðstoða þessi ungu eins og kunnugt er miklir og óvæntir atburðir átt sér stað á meginlandi Evrópu. Lýðræðisþró- un síðustu missera í ýmsum lönd- um Mið- og Austur-Evrópu hefur m.a. skapað grundvöll fyrir KFUM- og KFUK-félög að hefja starf á nýjan leik, en starfsemin hefur í mörgum þessara landa ver- ið bönnuð í yfir 40 ár. Meðal þeirra ríkja þar sem KFUM- og KFUK- starf skýtur nú rótum eru Eystra- saltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen. KFUM- og KFUK-íélög á Norðurlöndum hafa verið í farar- félög með ýmsum hætti og því var í haust ákveðið að taka til sérstakr- ar umræðu á norræna samráðs- fundinum hérlendis þróun mála í Eystrasaltsríkjunum. Jafnframt var ákveðið að bjóða fulltrúum Eystrasaltsríkja að koma hingað til að ræða málin og kynnast sam- starfí norrænu KFUM- og KFUK- félaganna. Horfur eru á að 3-5 fulltrúar komi hingað til lands frá Eistlandi og Lettlandi en vegna atburða síðustu daga og ótryggs ástands er ekki útséð um hvort eistienskir þátttakendur fái brott- fararleyfi úr sínu landi. (Fréttatilkynning) Borgardóms Reykjavíkur en þang- að var málinu skotið með stefnu 4. október sl En hitt er ljóst að deilurnar sem sprottið hafa vegna setningar laganna bera það með sér að hér hefur ríkisvaldið gengið fram á ystu nöf þess sem grunnreglur íslenskrar stjórnskipunar heimila. II. Ákvæði stjórnarskrárinnar um heimild til útgáfu bráðabirgðalaga er efnislega óbreytt frá fyrstu gerð hennar árið 1874. Það var miðað við allt annað þjóðfélagsástand en nú ríkir. Þing kom ekki saman nema skamman tíma annað hvert ár og samgöngur allar voru erfíðar. Boð- un aukaþings var því ekki vænlegur kostur. í dag eru aðstæður allt aðrar og þingið situr meiri hluta ársins að störfum. Því er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort ekki sé tíma- bært að endurskoða hinn rúma rétt framkvæmdarvaldsins, ríkisstjórna, til þess að setja bráðabirgðalög. Þar kemur tvennt til greina. Annað- hvort að takmarka réttinn verulega eða afnema hann með öllu. í tillög- um Stjórnarskrámefndar, sem lagðar voru fyrir Alþingi í frum- varpsformi síðla vetrar 1983, er lagt til að fyrri leiðin sé farin. Þijár breytingar er þar að finna sem all- ar horfa til þrengingar á réttinum. í fyrsta lagi skal ætíð leggja lögin fyrir Alþingi í upphafi þings. Nú er heimilt að draga það allt til þing- loka. í öðru lagi falli bráðabirgðalög úr gildi 3 mánuðum eftir þingsetn- ingu, ef Alþingi hefur ekki sam- þykkt þau. Nú halda þau hins veg- ar gildi sínu allt til þingloka, þótt Alþingi hafí ekki samþykkt þau. í þriðja lagi lagði nefndin til að ráð- herra væri skylt að kynna efni bráðabirgðalaganna fyrir viðkom- andi þingnefnd áður en þau væru gefin út. Á þann hátt skyldi kanna afstöðu þingsins til laganna og gefa kost á gagnrýni á þau fyrirfram. Allar eru þessar tillögur Stjórnar- skrárnefndar til bóta frá því sem nú er, myndu veita ríkisstjórn á hveijum tíma meira aðhald við slíka Gunnar G. Schram „Við þá endurskoðun ætti að gefast ráðrúm til að huga nánar að breytingum á þeim tveimur ákvæðum stjórnarskrárinnar sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni.“ afbrigðilega lagasetningu og eru líklegar til að koma í veg fyrir deil- ur áþekkar þeim sem undanfarið hafa staðið um beitingu þessa vand- meðfarna réttar. Margt mælir þó með því að mínu mati að ganga hér enn lengra og afnema með öllu réttinn til útgáfu bráðabirgðalaga. Engin vandkvæði eru á því lengur að kalla þing sam- an að sumri eða í þinghléum, ef brýn nauðsyn er talin á lagasetn- ingu. Með því er þingræðið betur tryggt.en nú er og á þann hátt firra ríkisstjórnir sig.þeirri gagnrýni að lagasetning þeirra kunni að stang- ast á við stjórnarskrána. Er þar til nokkurs að vinna eins og dæmin sýna. Eftir sem áður væri neyðar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.