Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991
Byggðastefnan
eftirÞröst Ólafsson
Hugsjónir einkennast af því að
menn festa í huga sér draumsýn
um fyrirmyndarástand á einhverju
ákveðnu sviði, ástand sem oftast er
í órafjarlægð frá veruleika daglegs
lífs. Hugsjónir skírskota gjarnan til
göfugra tilfinninga eða metnaðar,
þær vekja hrifningu og efla baráttu-
þrek, enda fær þær fátt sigrað
nema tíminn og stundum vopnin.
Saga Vesturlanda undanfarnar
þrjár aldir er ekki hvað síst saga
samfélagslegra eða trúarlegra hug-
mynda og hugsjóna af ýmsu tagi.
Átök nýrra hugsjóna við ríkjandi
hugmyndir hafa breytt samfélögum
og niðurstaðan hefur verið ný og
gjörbreytt þjóðfélög.
Sumar hugsjónir hafa tafið fyrir
nýjum tíma, aðrar rutt honum
braut. Stundum hafa afleiðingarnar
verið stöðnun, hörmungar og þján-
ingar. Aðrar hafa opnað mannkyn-
inu nýjar víddir og gert lífvænlegra
á jörðinni. Sumar hugsjónir sem
hvað dýrlegust fyrirheit hafa gefið
og mestar vonir vakið hafa svo
reynst seiður einn og hélog.
Miskunnarleysi sögulegrar
reynslu virðist einnig leiða í ljós að
í framkvæmd breytast miklar hug-
sjónir oft í andstæðu sína.
Kommúnisminn var hugsjón um
jöfnuð og réttlæti sem gaf sér að
forsendu að stjóma ætti efnahags-
Iífinu eftir siðferðislegum fyrirmæl-
um en ekki hagfræðilegum lögmál-
um enda lauk hann ferli sínu á
ruslahaug sögunnar eftir hrun inn-
anfrá. Fjarlægð hugsjónakenning-
arinnar frá veruleikanum var ekki
hægt að stytta með ofbeldi. Hag-
kerfið lætur ekki að stjórn ef verk-
fyrirmælin eru í andstöðu við eigin
lögmál þess, óháð því hversu göfug
sem þessi fyrirmæli annars kunna
að vera.
Kæfa þurfti hryllingshugsjón
nazismans í blóði tugmilljóna
manna. Hún varð mannkyninu dýr-
keypt.
Þannig hefur sagan að lokum
afgreitt allt það sem er andstætt
mannlegum gildum og efnahagsleg-
um lögmálum.
I.
Þessi formáli var ekki ætlaður
til að setja efni þessarar greinar í
beint sögulegt samhengi við þróun
og endalok ýmissa miður þokkaðra
eða misheppnaðra evrópska þjóðfé-
lagshugmynda.
Hann er eingöngu settur fram
til að minna á að pólitískar hug-
myndir og hugsjónir ganga fyrr eða
síðar undir sögulegt próf sem metur
árangur þeirra í fortíð og segir til
um hvert verði framlag þeirra við
mótun framtíðarinnar.
Það verður byggðastefnan einnig
að gera, en hún er í senn eitt elsta
en um leið lífseigasta stefnumál
íslenskra stjórnmála. Hún eins og
margt annað í stjórnmálum er
sprottin af ákveðnum þjóðfélags-
hugsjónum millistríðsáranna, upp-
haflega sem draumsýn, síðar sem
harður pólitískur veruleiki.
Ekki veit ég hvort byggðastefnan
á neinn ákveðinn afmælisdag eins
og t.d. rússneska eða franska bylt-
ingin. Ekki kæmi mér þó á óvart
þótt hugmyndafræðilegan uppruna
hennar megi rekja til hugsjóna ung-
mennafélaganna nokkru fyrir miðja
öldina, sem kom m.a. fram í slag-
orðinu um jafnvægi í byggð lands-
ins.
Hugmynd þeirra var sú að land-
búnaðurinn skyldi framvegis verða
burðarás atvinnuþróunar og vagga
menningarlegrar kjölfestu þjóðar-
innar. Því skyldi styrkja búsetu í
hinum dreifðu byggðum landsins
með öllum tiltækum ráðum. Landið
skyldi allt byggt. Lengi vel þóttu
það svik við íslenskan málstað að
flytja á mölina.
En eins og svo margar aðrar
fagrar hugsjónir var þessi andstæð
þeirri samfélagsþróun sem hófst
skömmu eftir fyrri heimsstyijöld
og tengdist nýjum atvinnuháttum.
Þetta leiddi óhjákvæmilega til
fækkunar í sveitum og samsvarandi
ijölgunar á þéttbýlisstöðum, vegna
þess að hver bóndi framleiddi ein-
faldlega meira en áður í krafti vél-
væðingar. Það þurfti færri hendur
til að vinna sömu verk og áður.
Grunnur byggðastefnunnar er
því andóf gegn þéttbýlismyndun og
þróun nútíma samfélags. Til að
styrkja framgang hennar var hún
sett í þjóðernislegt og siðferðislegt
samhengi við sögu þjóðarinnar og
baráttu hennar fyrir sjálfstæði sínu.
Pólitísk -skírskotun þessarar
vakningar var mjög sterk. Óttinn
við allt of örar breytingar var skilj-
anlegur. Dreifbýlið var rammís-
lenskt. Þar áttu flestir uppruna
sinn. Menn vissu hvað þeir höfðu.
ÞéttbýH var útlenskt. Þaðan kom
enginn íslendingur. Kenningar
þéttbýlisbúa um samfélagið voru
af erlendum uppruna og féllu illa
að íslenskri hugsun.
Jafnvel jafnaðarmaður af stærð-
argráðu Jóns Baldvinssonar leit
með ákveðinni velþóknun á það
gildismat sem lá að baki íslensku
sveitahugsjóninni, enda var uppruni
hans þar eins og flestra Islendinga.
II.
í tímans rás hefur íslenska
byggðastefnan tekið miklum breyt-
ingum, þótt að megininntaki sé hún
enn svipuð.
Áherslurnar eru ekki lengur
sveitir gegn þéttbýli heldur lands-
byggðin gegn höfuðborgarsvæðinu.
Ég nota vísvitandi forsetninguna
gegn í þessu samhengi, því þannig
birtist þessi stefna okkur dagsdag-
lega.
Með ’ breyttum áherslum hafa
komið breytt vinnubrögð og nýir
aðstandendur hafa látið vita af sér,
og gerst fyrirferðarmiklir í fram-
kvæmdum. Markmið núverandi
Þröstur Ólafsson
„Því er það svo, að nú
þegar verðbólgan er
orðin viðráðanleg þá er
það núverandi byggða-
stefna sem er mesti
skekkjuvaldurinn í ís-
lensku efnahagslífi, og
þá gleymi ég hvorki
kvótakerfinu né land-
búnaðarstefnunni, enda
hvort tveggja meiður
af því fyrrnefnda.“
byggðastefnu eru í aðalatriðum tvö:
Annarsvegar jöfnun aðstöðumunar
við höfuðborgarsvæðið, hinsvegar
fjölgun atvinnutækifæra og styrk-
ing búsetu.
Auðvelt er að taka undir þessi
markmið. Engum er greiði gerður
með^því að allir flytji til Reykjavík-
ur. I því er líka fólgin mikil sóun á
verðmætum. Að halda öllu landinu
í byggð er hugsjón sem hefur mikla
skírskotun og margir aðhyllast.
Framkvæmd byggðastefnunnar
hefur byggst á tveimur meginstoð-
um. Uppbyggingu og þróun at-
vinnuveganna hefur verið stýrt í
anda stuðnings við hinar dreifðu
byggðir. Til að geta það þarf at-
fylgi Alþingis en meirihluti þess er
tryggður með ójöfnum kosninga-
rétti. Þannig eru kosningalögin
hluti af byggðastefnunni og allir
vita hvernig þau eru réttlætt. For-
mælendur mismunandi atkvæða-
vægis eftir búsetu (áður fyrr var
það eftir eignum) segja þetta gert
til að jafna aðstöðumun á milli
landsbyggðarinnar, sem ekki getur
þýtt neitt annað en beitingu afls-
munar á Alþingi.
Þannig má segja að ekki vanti
völd til að framkvæma markmið
byggðastefnunnar.
Sá mikli galli er þó á gjöf Njarð-
ar, að byggðastefnan hefur frá
upphafi, eins og ýmsar aðrar hug-
sjónakenningar, verið rekin í and-
stöðu við hagræn lögmál. Ákvarð-
anir hafa aðallega verið teknar út
frá einhveijum óljósum þörfum ein-
hvers tiltekins byggðarlags og í
samræmi við pólitíska hagsmuni
þeirfa sem þessar ákvarðaiiir tóku.
Vissulega finnast velheppnaðar
framkvæmdir sem byggðastefnan
ber ábyrgð á, þótt hin dæmin séu
í miklum meirihluta þar sem efna-
hagsdæmið gekk ekki upp og fyrir-
tækin lentu á framfæri opinberra
aðila.
Niðurstaðan var því sú að afrek
byggðastefnunnar urðu í öfugu
hlutfalli við ætlunarverk hennar. í
stað þess að styrkja búsetu á lands-
byggðinni, dró hún mátt úr hinum
drejfðu byggðum.
Ég hygg að það sé leitun á hag-
fræðikenningu, sem hefði verið lið-
tækari við að veikja hina dreifðu
byggð í landinu en marglofuð
byggðastefna.
Allan þann tíma sem þessi stefna
hefur verið við lýði, hefur hið svo-
kallaða jafnvægi í byggð landsins
raskast meira og meira.
En hún hefur komið fleiru til leið-
ar. Árangursleysi, kostnaður al-
mennings og siðferðisleg skírskotun
hennar hafa skapað úlfúð og óvild
meðal landsmanna sem komið hefur
fram í skaðlegri togstreitu og ófijó-
um ríg milli landshluta.
Alvarlegasta meinsemd hennar
er þó þau skaðlegu áhrif sem hún
hefur haft á þróun efnahagsmála
hér á landi. Þau eru þess eðlis að
Að veiða og veiða ekki
eftir Magnús Jónsson
„Ég vissi það ekki þá sem mér
er nú ljóst að manninum er ekki
bara eðlilegt að veiða heldur er
honum beinlínis óeðlilegt að veiða
ekki.“ Þessi tilvitnun er úr ein-
hverri bestu og hlýjustu bók sem
ég hef lesið í langan tíma, bók
Stefáns Jónssonar Lífsgleði á tré-
fæti, sem kom út fyrir rúmu ári.
Ég er ekki i nokkrum vafa um
sannleiksgildi þessarar setningar
og þeir menn sem bera ábyrgð á
fiskveiðistefnunni síðustu árin
ættu að hugleiða þessi orð. Menn
sem eru að gera fiskveiðar að for-
réttindum örfárra á allra næstu
árum ef fram heldur sem horfir.
Og það er ekki bara verið að búa
til forréttindaaðal sem ekki á sér
hliðstæður í íslandssögunni og
kemur í veg fyrir að aðrir geti
komist að þessari stærstu auðlind
þjóðarinnar, heldur er einnig verið
að r'aska mannlegu eðli og grafa
undan þjóðareinkennum okkar og
sérstöðu.
En hvað er til ráða þegar tækn-
in við að ná í fiskinn er orðin svo
mikil að hægt er að slátra nánast
öllum fiski á stóru svæði á tiltölu-
lega skömmum tíma? Ég nota hér
sögnina að slátra í þeirri merkingu
að deyða skepnur í stórum stíl án
þess að þær komi vörnum við.
Þannig slátrum við laxi í laxeldis-
stöðvum en veiðum lax á stöng,
við slátrum loðdýrum í loðdýrabm
um en veiðum villta tófu og mink
o.s.frv. án þess að ég telji slátrun
neikvæða þar sem hún á við.
En hvemig er með nútíma sjó-
mennsku? Þegar svo er komið að
ákveðið er fyrirfram takmarkað
aflamagn skipa tel ég að um slátr-
un á fiski sé að ræða þegar notuð
eru áhöld sem fiskurinn hefur litla
sem enga möguleika gegn. Allt
öðru máli gegnir þegar um veiðar
með önglum er að ræða. Þar ræð-
ur fiskurinn ferðinni. Það er sann-
færing mín að ekki sé hægt að
ofveiða fisk umhverfís Island með
önglum. Fiskileysi fyrri tíma staf-
aði af sveiflum í náttúrunni en
ekki af önglaveiðum. Ástæðan er
einföld. Löngu áður en fískigengd
kemst niður á það stig að um of-
veiði geti verið að ræða eru veið-
arnar orðnar svo óarðbærar að
þeim er sjálfhætt. Hins vegar
gegnir öðru máli með troll, net og
nót sem eru svo stórvirk að hægt
er að hreinsa upp heilu miðin með
hjálp þeirra háþróuðu Ieitartækja
sem í brúnni eru. Þá er það einnig
staðreynd að hráefni önglaveið-
anna er alla jafnan mun betra og
verðmætara. Og ekki má gleyma
því að íslensk veðrátta takmarkar
að nokkru sókn með önglum.
Hvernig stendur þá á því að
þetta er allt sett undir sama hatt-
inn? Veiðiaðferð sem hefur inn-
byggða verndun gegn ofveiði og
slátrunaraðferðir sem auðveldlega
geta leitt til eyðingar heilu fískí-
stofnanna. Af hveiju ekki að leyfa
veiðiaðferðir sem af náttúrulegum
ástæðum geta aldrei gengið of
nálægt fiskistofnum en takmarka
slátrunina með leyfasölu og stýr-
ingu?
Otrúlega margt gæti unnist með
þessu auk þess sem áður er getið.
T.d. væri lítil hætta á að staðir sem
liggja vel við miðum kæmust á
vonarvöl vegna kvótasölu eins eða
fleiri skipa eins og nú er hætta á
með staði eins og Grímsey, Bolung-
arvík og raunar miklu fleiri’staði.
í núverandi kerfí getur einn eða
fleiri bátseigendurnir selt lífsbjörg-
ina frá heilu byggðarlögunum og
það með sölu á fiski sem þeir eiga
ekki! Hvílíkt siðleysi.
Og kostirnir við veiðifrelsið eru:
Athafnafrelsið væri tryggt, nýir
veiðimenn gætu byijað að veiða
(ekki slátra), aflaklærnar nytu sín
en skussamir yrðu undir og fleira
mætti nefna. Þá er nefnt um-
hverfíssjónarmiðið. Netatrossur
slitna og týnast, troll og snurvoðir
sömuleiðis og eyðast nánast aldr-
ei, sbr. nælon- og plastbeðjurnar
í höfunum. Týndir önglar og lína
grefst hins vegar fljótlega eða
tærist í sundur.
Hvað með fjölgun báta spyija
vafalaust einhveijir. Hvað með að
gera togara að línuveiðiskipum?
Slíkt er hvort tveggja fyllilega í
Iagi því hagkvæmnisskiiyrðið kem-
ur í veg fyrir ofveiði. Hins vegar
yrði ofurkapp lagt á gæði þegar
minna fiskaðist og hver fiskur yrði
nánast meðhöndlaður eins og gull-
moli, sem hann raunar er í meng-
uðum og náttúruspilltum heimi.
Og er ekki jafnvel hagkvæmara
að tíu 50 milljóna króna línubátar
afli jafnmikið og einn 500 milljón
króna togari gerir. Verða kannski
togarar ónothæfír vegna rekstrar-
kostnaðar í olíukrepptri framtíð-
inni?
Magnús Jónsson
„Núverandi kvótakerfi
er mesta hneisa ís-
landssögfunnar. Það
skapar óþolandi for-
réttindi og raunar brýt-
ur stjórnarskrána um
athafnafrelsi einstakl-
inganna. Það leggur
einnig grunn að meiri
miðstýringu og meira
pólitísku geðþóttakerfi
en nú er í landbúnaði
og er þá mikið sagt?“
Núverandi kvótakerfí er mesta
hneisa íslandssögunnar. Það skap-
ar óþolandi forréttindi og raunar
brýtur stjórnarskrána um athafna-
frelsi einstaklinganna. Það leggur
einnig grunn að meiri miðstýringu
og meira pólitísku geðþóttakerfi
en nú er í landbúnaði og er þá
mikið sagt. Það er þjóðarnauðsyn
að losna við þennan óskapnað sem
fyrst.
í vetur var mikill skortur á ijúpu
og voru ýmsir á því að um ofveiði
væri að ræða. Raddir komu upp
um að nauðsynlegt væri að tak-
marka veiðina og skera niður þann
tíma sem leyfilegt væri að veiða.
Engum virtist detta í hug hvers
vegna líkur væru nú á ofveiði en
ekki áður fyrr.
Mér datt þá í hug saga úr fyrr-
nefndri bók Stefáns Jónssonar. Þar
segir hann frá því þegar tveir
„veiðimenn“ með nútímavopn
eyddu heilum gæsahóp (um 60
gæsir) á tveimur morgnum þannig
að engin gæs sást þar næstu árin.
Ég er síður en svo á móti því að
veiða gæsir en fyrrnefnd saga er
ekki saga af veiðiskap, hún er saga
af slátrun. Sama á við um ijúp-
una. Þeim fækkar sem fara á
„skytterí", heldur eru farnar slátr-
unarferðir með háþróaðar hríð-
skotabyssur upp um fjöll og firn-
indi, gjarnan á jeppum, vélsleðum
eða jafnvel þyrlum. Takmörkum
slíkt en leyfum. veiðar sem
stundaðar eru með virðingu fyrir
skepnum og náttúru. Þá mun
landið og hafið umhverfis verða
sú auðlind og perla sem það hefur
allar forsendur til að vera.
Höfundur er veðurfræðingur og
tekur þátt íprófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjuvík.