Morgunblaðið - 31.01.1991, Page 17

Morgunblaðið - 31.01.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 17 trauðla verður séð hvernig við ís- lendingar ætlum að ná okkur uppúr núverandi öldudal, eða halda í við efnahagslega þróun í nágranna- löndum okkar, ef ekki verður gjör- breyting hér á. III. Þrátt fyrir glæsileika á yfirborð- inu þá hafa stoðir íslensks efna- hagslífs fúnað undanfarna áratugi. Stöðnun hefur einkennt allt hag- kerfið. Tekjur launafólks hafa stað- ið í stað eða dregist saman. Skuld- setning atvinnulífsins hefur aukist. Hagvöxtur hefur staðið í stað. Engin greinileg sóknarfæri eru sjáanleg í atvinnulífinu, ef horft er framhjá stóriðjuframkvæmdum. Kvótakerfið mun færa til fjármuni og völd innan sjávarútvegsins á næstu 2-3 árum í meira mæli en dæmi eru um. Gera má ráð fyrir að þetta muni bæta stöðu greinarinnar þótt margt geti breytt þeim tilgátum. Heildar- afli mun þó nær örugglega dragast saman. Þeir brestir sem sjáanlegir eru í íslensku atvinnulífi eru alvarlegir en ekki ólæknandi. Orsakir þessara bresta eru almenns eðlis og má rekja þá til tveggja langvarandi sjúkdóma sem íslenskt efnahagslíf hefur þjáðst af. Annarsvegar var það verðbólgan sem heijaði á at- vinnulífið í aldarijórðung, hinsvegar byggðastefnan sem enn er í fullu fjöri. Ekki ætla ég að gera verðbólg- unni skil hér. Það verður að bíða betri tíma. Báðir þessir sjúkdómar, sem ég kýs að nefna svo, þótt ann- ar sé ómeðvituð afleiðing rangra ákvarðana en hitt yfirlýst pólitísk stefna, hafa valdið alvarlegri skaða á íslensku efnahagslífi en nokkur önnur efnahagsleg eða pólitísk ólög sem á okkur hafa dunið. Við verðbólguna mátti glíma. Með pólitískum vilja mátti ganga milli bols og höfuðs á henni. Þetta var ekki hægt með byggða- stefnuna, því hún var sjálf pólitísk stefna þriggja stjórnmálaflokka. Aðeins Alþýðuflokkurinn stóð einn utan þessarar samstöðu dreifbýlis- flokkanna. Verðbólgan og byggðastefnan skekktu eðlileg hlutföll í hagkerfinu og nánast allar viðmiðanir. Póli- tískar fyrirskipanir leiddu til efna- hagslega rangra ákvarðana. Skila- boðin sem bárust atvinnulífinu voru því misvísandi og niðurstöður urðu þar af leiðandi rangar. Viðbrögð við þessum skekkjum sem mynduðust í hagkerfinu voru með þeim hætti, að í stað þess að glíma við vandann, var reynt að laga efnahagslífið að skekkjunum. Sjúkdóm sem sjálfur var stefna var ekki hægt að lækna. Hagkerfið var sett í spennitreyju sem sniðin var að „þörfum“ verðbólgunnar og byggðastefnunnar. Það var ekki fyrr en peninga- kerfi þjóðarinnar var að brotna nið- ur að tekin var upp verðtrygging ijárskuldbindinga, eftir að verð- trygging hafði verið í mörg ár á flestum öðrum efnahagsþáttum. Með Ólafslögum 1979 urðu mikil umskipti til hins betra, þótt þar hefði ýmislegt mátt betur fara. Þá fyrst var fyrir einhveija alvöru far- ið að takast á við verðbólguna. Pólitískan heiður þeirrar lagasetn- ingar má ekki hvað síst þakka Vil- mundi heitnum Gylfasyni og Al- þýðuflokknum. Ekki var hinsvegar hróflað við þeim miklu skekkjum sem byggða- stefnan leiddi yfir okkur, enda ekki hægt um vik því skekkjan sjálf var pólitísk stefna. Því er það svo, að nú þegar verð- bólgan er orðin viðráðanleg þá er það núverandi byggðastefna sem er mesti skekkjuvaldurinn í íslensku efnahagslífi, og þá gleymi ég hvorki kvótakerfinu né landbúnaðarstefn- unni, enda hvort tveggja meiður af því fyrrnefnda. Höfundur er hagfræðingur. ... plastkassar sem þjóna þér í öllum greinum atvinnulífsins viðurkennd gæbaframleibsla frá PERSTORP FORM HGEIRI Skeifan 13 -108 Reykjavík Simi: 91-679355 EINSTAKT TILBOÐ! ALLTAÐ AFSLÁTTUR Lítið útlitsgallaðir fataskápar með miklum afslætti. Seljum næstu tiaga skápa og húsgögná stórlækkuðu verði. Landsbyggðarþjónusta: Tökum við símapöntunum og sentium um land allt VISA Opið: 9-18 virka tiaga 10-16 laugardaga GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Dæmi um einstök tilboð: Áður NÚ Bókahillur: b. 50 h. 160 cm -MOfrr 2.900,- b. 90 h. 150 cm 44rB00r- 4.290,- Hjónarúm -MMOr 23.000,- Svefnbekkur -4é,W0r 11.500,- Einstaklingsrúm J42M0-,- 9.900,- Vegghilla -9M9^ 4.950,- Hringborð 130 x 130 cm -25.560^ 7.660,- Fataskápur 80 x 210 cm -25r79h- 16.546,- BaOskápur 40 x 210 cm -22r2Ur 11.500,- AXIS AXIS HÚSGÖGN HF. SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.