Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 18
eet.HAUttAl .18 JIUDAOUTMMI'í (IIŒAjaMUDHOM 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 Hvert er erindi leiklistarinnar við samtímann? ÖLL LISTSKÖP- UN ER SAMTAL Rætt við Kjartan Ragnarsson, leikritahöfund, leikstjóra og leikara Hér birtist annað viðtal af fjór- ura í tilefni af leiklistarþingi sem haldið verður laugardaginn 2. febrúar á vegum Leiklistarsam- bands Islands. Sp.: Getur maður í einni setningu eða örfáum sagt hvaða hlutverki leikhúsið gegni í samtímanum? Kjartan: I rauninni er maður að svara þessari spurningu alla ævina, þannig að það svar sem maður gef- ur í einni setningu getur aldrei orð- ið tæmandi. En við getum sagt það að leikhúsið hafi það hlutverk að örva og glæða sjálfsvitundina. Sp.: Er leikhúsið skyggnt á þann veruleika sem við lifum í? Kjartan: Það á við leikhúsið og allar listir að það verður aldrei hægt að segja að þær séu skyggnar til fullnustu á veruleikann þá og þá stundina. En það eru hlutir sem gerast í listum sem eru skyggnir á þann veruleika sem við lifum í. Hluti af listastarfi er óneitanlega markað- ur af þeirri blekkingu sem við Iifum í. Sp.: Hvernig stendur leikhúsið í þessum efnum? Kjartan: Ég lít svo á að íslenskt leikhús sé ekki mótað af einni skýrri stefnu, heldur stefnu hvers lista- manns fyrir sig — hvers höfundar fyrir sig, hvers leikstjóra fyrir sig. Það er til blekking og lygi í leikhús- inu rétt eins og á auglýsingastofu, en það er líka til viðleitni fólks til að höndia sannleikann. Og ég met leikhúsið fyrir lifandi viðleitni í þess- um efnum. Þegar ég horfi á leikhús annarra landa þá finnst mér vera lífsneisti í okkar leikhúsi. Það er til grein eftir Peter Brook sem heitir „Dauða leikhúsið“..Þar gengur hann út frá þeirri svartsýnu hugsun, að leikhúsið sé alltaf í dauðateygjunum — alltaf og alls staðar, vegna þess að því er svo hætt við endurtekn- ingu og samsömun við það sem var að gerast í gær. En þegar vel ta- kist til þá blási leikhúsmenn andar- tak lífi í listgreinina. Siðgæði og ábyrgðartilfinning Sp.: Við tölum ekki oft um sið- gæðisviðhorf í leikhúsinu. En höfum við ábyrgð í Ieikhúsinu? Gagnvart hveijum skynjum við hana? Kjartan: Ég held að það sé nokk- uð sterk löngun í leikhúsfólki til að vera heiðarleg. En leikhúsið er margþættur heimur þar sem til kemur svo margháttuð reynsla og flókið ferli. Þar gerist það því miður oft að fólk blekkir sig og talar um heiðarleika og er samt að koma til móts við sjónarmið sem eru auglýs- ingakennd, smjaðrandi við áhorf- andann eða heldur á lofti gildi sem vinsælt er að samsinna. Við lifum í þjóðfélagi sem er í mjög mikilli upplausn í leitinni að gildum — íiæði pólitískar hugsjónir og trúar- legar sannfæringar eru á hverfanda hveli og það á hver maður fullt í fangi með að höndla sjálfan sig. Þetta birtist líka í leikhúsinu. Eg held þó að við vitum hvað við erum að tala um þegar við tölum um heið- arleik og ég kann ekki að orða það öðruvísi heldur en að ég sjái nauð- syn þess að hver maður sé heiðarleg- ur gagnvart sjálfum sér sem lista- maður. Sp.: Höfam við ábyrgðartilfinn- ingu? Kjartan: Ég held að dálítið sér- stök ábyrgðartilfmning ríki í íslensku leikhúsi. Við teljum okkur trú um að við skiptum miklu máli í sambandi við íslenska menningu og kannski gerum við það. Það er líka hluti af baráttu okkar fyrir eig- in tilverurétti. Ef íslensk menning þarf ekki á leikhúsinu að halda þá er leikhúsið til lítils. Þetta skiptir afskaplega miklu máli íyrir mig að trúa því að það sem ég er að gera styrki sjálfsvitund þess þjóðfélags sem við lifum í. Sp.: Snertir leikhúsið fólk raun- verulega? Er það einungis eitthvað sem fyllir upp í eina kvöldstund eða vekur-'það einhveija umræðu? Það hvarflar að manni að e.t.v. sé það léttvægara fyrir fólki en það ætti að vera, nú í þeirri umræðu sem hefur orðið um Þjóðleikhúsið. Menn hafa t.d. orðað það að það ætti bara að leggja Þjóðleikhúsið niður. Kjartan: Afstaða fólks er auðvit- að misjöfn og söfnuðurinn er fjöl- mennur. Fyrir fólki er leikhúsið hvoru tveggja þetta sem þú nefndir. Maður rekur sig á það að fólk sæk- ir endumæringu og lífsfyllingu í spennandi hluti í leikhúsinu og mað- ur rekur sig á það sjónaonið að fólk heldur að leikhúsið sé fyrst og fremst afþreyingarstaður. Þú nefnir umræðuna um Þjóðleikhúsið og ég held að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í þeirri umræðu. Ákveðn- um þingmönnum og fólki annarra hagsmuna hefur tekist að gera þá umræðu neikvæða fyrir listina. Én á seinni mánuðum held ég þó að tekist hafi að snúa vöm í sókn. En við lifum tíma þar sem við verðum að vera afskaplega vakandi fyrir því að halda því á lofti að ekki bara þessi listgrein heldur íslensk menn- ing yfirleitt er sjálfsagður hlutur. Og við þyrftum að vera miklu, mér liggur við að segja árásargjamari við það að beijast fyrir og stækka tilvem menningarinnar í íslenskri þjóðfélagsvitund og íslenskri þjóðfé- lagsmótun. Listamenn em svo lukkulegir og hamingjusamir að fá að sinna sínu og þeir em svo upp- teknir af þeim hugmyndum að þeir séu forréttindafólk að fá að fást við sína list að þeir em gjaman dálítið lítilþægir fyrir hönd listarinnar. Ég held að íslenskt þjóðfélag væri mik- ið betur komið ef við notuðum álíka mikið fé í að greiða niður íslenska menningu og við notum í að greiða niður íslenskt lambakjöt. Okkur væri betur borgið sem þjóð ef við settum þá fjármuni í að styrkja sjálfsvitund okkar. Sp.: Ef leikhúsið styrkir ekki þá sjálfsvitund og ef það speglar ekki samfélag mannanna er það þá ekki áhrifalítið? Er það á skjön við tilver- una? Tekst það að einhveiju gagni á við það sem það ætti að takast á við? Kjartan: Fyrir mér persónulega gerir það alls ekki nógu mikið. En það gerir það samt í það miklum mæli að ég hef trú á tilveru þess og viðleitni. Ef ég ber saman- íslenskt leikhús og enskt eða amenskt leikhús, sem þjóna fyrst og fremst nú orðið skemmtanagildi, þá finnst mér við vera skár sett. Þá er ég að tala út frá því að við höfum ekki nema 3 atvinnuleikhús, auk leikhópanna. Mér finnst við- leitnin vera fyrir hendi. Sp.: Lætur listamaðurinn sann- færingu sína eða persónulega hags- muni ráða sínum gerðum? Kjartan: Mér finnst hvoru tveggja vera til staðar. Við horfum á lista- menn sem láta sína hagsmuni og jafnvel bara peningana stjóma sínum gerðum. Og við horfum á aðra sem láta það ekki gerast. Þeir eru til sem halda sér utan við sölu- hringinn, koma aldrei fram í auglýs- ingum, láta ekki krafta sína fara of mikið í skemmtanalíf á skemmti- stöðum. Heldur reyna að Iáta krafta sína fara í eitthvað sem þeir álíta að skipti meira máli. Sp.: En hvaða kraftar verða ofan á í okkar leikhúsi og ráða ferðinni? Kjartan: Ég get auðvitað best talað um þetta út frá Borgarleikhús- inu, þar sem ég sit sjálfur í stjóm. Ég þykist vita það að viðleitni og löngun er til staðar að vera með krefjandi hluti og ögrandi fyrir okk- ur sjálfa og annað listafólk, en þá kem ég aftur að vanda leikhússins í sambandi við rekstur. Við reyndum t.d. að skila opnunarári með eintóm- um íslenskum verkum og við komum með 10 milljóna króna tap út úr því. Slík skuld þýðir fyrir okkur bankalán á fullum vöxtum. Þannig að við urðum að snúa dæminu við. Því ákváðum við það að skjóta tveimur peningastoðum undir leiká- rið núna, þ.e. gamanleik í byijun leikárs. Við vildum reyna að fá fleira fólk í húsið. Að vísu komu 55.000 manns sl. leikár en þó fannst okkur ekki sá straumur liggja í nýtt leik- hús, eins og von var á. Nú og svo emm við með stóran íslenskan söng- leik núna, sem við vonum að höfði til margra. Það virðist sem þessar stoðir hafi heppnast. Þessi peninga- sjónarmið em eins og þið sjáið óum- flýjanleg til að halda leikhúsinu gangandi. Og ég er einn af þeim sem tek ákvörðun um að þau ráði í þessu tilfelli. Því segi ég það að mér finnst að maður sé alltaf í leik- húsinu að beijast við einhveijar innri málamiðlanir. Menn verða að koma sér saman og menn verða að nálg- Kjartan Ragnarsson ast það umhverfi sem borgar brú- sann. En draumurinn er að móta þroskaðri og djarfari leikhúsmennt með hveiju árinu. Manni finnstJaað vera heldur vonlaus ósk og vonlaus draumur ef maður horfir á dagana og svona tvö ár fram í tímann. En ég held að ef maður lítur yfir hvern áratug fyrir sig: Hvemig var þetta fyrir 10 árum, 20 ámm? Það var margt að gerast þá, en þó held ég að maður vildi ekki hafa leikhúsið í dag eins og það var þá. Ég held að eitthvað hafi gerst. Gagnrýnið leikhús Sp.: Ef við skoðun íslenskt leik- hús innan frá er þá hneigðin sú að það sé gagnrýnið eða er það sjálfhæ- lið? Kjartan: Það er mjög misjafnt. Alhæfingin er hættuleg. En mér finnst ég fínna fyrir hvoru tveggja. Það á við um alla listamenn að til- hneiging er til sjálfhælni og það ber í sér að maður er hættur að vera leitandi, þ.e.a.s. að maður sé orðinrn staðnaður. Hættur að hlusta, hættur að sjá, hættur að koma með eitt- hvað nýtt. Ég vona að þetta sé ekki almennt um allt íslenskt leikhús. Sp.: Finnst þér leikhúsið meta eigið starf hlutlægt? Kjartan: Ég verð að taka sjálfan mig sem dæmi. Ég hef verið leik- ari, leikstjóri og höfundur. Mér fínnst vera miklu auðveldara að reyna að vera hlutlægur sem höf- undur og leikstjóri heldur en sem leikari. Starf leikarans er svo hug- lægt og er svo bundið við hans eig- in persónu og blandast henni svo að það verður mikið erfiðara að fá sýn á það sem hann er að gera. Það er miklu sárara og erfiðara að fá vonda gagnrýni í blöðum sem leik- ari heldur en sem höfundur, því manni hætti svo til að rugla því saman við eigin sjálfsmynd sem verið er að gagnrýna mann fyrir á sviðinu. Viðleitnin að hafa hlutlæga umræðu er viðkvæm, en hún verður alltaf og stöðugt að vera fyrir hendi. í hvaða aðstöðu lendir listamaðurinn? Sp.: Hvað segirðu um þá þróun í harðnandi samkeppni að leikstjórar þurfa að koma fram og lýsa ágæti eigin verks? Kjartan: Hún er allt annað en eðlileg. Við horfum upp á samfélag þar sem allir hrópa úr öllum horn- um: „Hér er ég, hér er ég“ og auð- vitað getum við reynt að þegja. En ég held að við verðum að taka á einhvern hátt þátt í því að vekja athygli á því að við erum að starfa, en hins vegar má starfið sjálft ekki verða auglýsingamennska. En mað- ur heyrir það gjarnán í viðtölum við leikhúsfólk, að vart hefur það opnað munninn fyrr en það tekur að bás- úna hvað leikhúsið hafi mikið gildi fyrir íslenskt samfélag og að þjóðin verði að gera sér grein fyrir því. Þetta værum við auðvitað ekki að segja alls staðar og alltaf nema af því að við erum pínulítið hrædd um að við séum að glata þessu. Því er einnig haldið á lofti erlendis hvað leikhúsaðsókn er mikil. Hún hefur aðeins dvínað. En það hefur dvínáð aðsókn að öllu alls staðar vegna þess að fólk lifir allt öðruvísi lífi en það gerði fyrir 10 eða 20 árum. Aðsókn Sp.: Hvers vegna fer fólk í leik- hús? Kjartan: Það hefur svo mikill hluti af hinni almennu rómuðu leikhúsað- sókn á íslandi verið til að sjá létt- meti. Leikhúsið var í hugum fólks fremur skemmtistaður en staður þar sem þú sóttir dýpri reynslu. Ég held að þetta sé einmitt að þróast til betri vegar ef eitthvað er. Ég held að það sé smám saman að koma upp á yfirborðið sá skilningur að leikhúsið er sá staður sem þú sækir til sammannlega og kannski þýðing- armikla reynslu, en það er ekki stað- ur þar sem þú ferð og sækir þér innantóma afþreyingu. Hins vegar megum við ekki ofgera þýðingu leik- hússins. Það þarf ekki endilega að vera staðurinn sem gefur lífi fólks gildi. Þá þróun getum við misst út úr höndunum á okkur — með sjálf- umgleði, með sjálfhælni, með því að blása út einhveija hluti sem eru hvort eð er ónýtir. Þá sækir fólk bara þessa reynslu annað. Það eru til menningarþjóðfélög, rík af listum og andlegum verðmætum, sem hafa Sjómenn: Ráðherra leyfi loðnuveiðar Á FIJNDI loðnusjómanna með sjávarútvegsráðherra og fiskifræðingum á mánudagskvöld samþykktu sjómenn ályktun þar sem skorað er á ráðherra að leyfa loðnuveiðar þegar í stað. Á fundinum, sem haldinn var á vegum Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og Sjómannasam- bandsins, var harðlega mótmælt, að fyrirhugaðar aflabætur til loðnu- skipa verði framseljanlegar. Þó styð- ur fundurinn að heimilt verði að skipta bótunum á milii fisktegunda. Á fundinum kynnti Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, hugmyndir ráðuneytisins um hvem- ig staðið verði að bótum til loðnuflot- ans sem fyrst um sinn myndu verða ráðstöfun heimilda Hagræðingar- sjóðs, samtals 9.000 þorskígildi auk 5 þúsund tonna rækjukvóta. Hart var deilt á fundinum um hvort aflaheimildir til loðnuskipanna ættu að vera framseljanlegar. Sagði ráðherra að ekki ættu að gilda sér- stakar reglur um þessar veiðiheim- ildir og það væri ekki andstætt hags- munum sjómanna að banna fram- sal. Sjómenn vöruðu á hinn bóginn við möguleikum útgerða á að fram- selja kvótann því þá sætu sjómenn eftir, nema þeim verði á annan hátt tryggður hlutur úr óveiddum afla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Loðnusjómenn á fundinum í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.